Þjóðviljinn - 03.10.1986, Side 13

Þjóðviljinn - 03.10.1986, Side 13
Tungumáladeilur virðast enn einu sinni ætla að valda stjórnarkreppu í Belgíu eftir að frönskumælandi hreppstjóri í héraði í grennd við hollensku landamærin var rekinn úr starfi fyrir ónóga þekkingu á flæmsku. Belgíska ríkisráðið ákvað í fyrra- dag að vísa Jose Happart úr starfi sem hreppstjóra í Fourons- héraði, vegna þess aðhann kynni ekki nægilega mikið í flæmsku til að sinna skyldustörfum sínum á svæði, þar sem flæmska er opin- bert mál. Samsteypustjórnin sem mið- og hægri flokkar eiga aðilda að klofnaði þegar eftir tungumál- um flokkanna, og óttuðust margir að stjórnin myndi falla á tungum- áladeilum eins og margar belg- ískar stjórnir á undan henni. Frönskumælandi stjórnmála- menn hafa tekið úrskurði ríkis- ráðsins mjög illa en flæmskumæ- landi stjórnmálamenn hafa fagn- að henni. Hreppsnefndarmenn í Fouron-héraði, sem telur 4500 íbúa, hafa lýst því yfir að þeir munikjósaJoseHappartaðnýju. ' Flestir íbúarnir tala þýska mállý- sku, en tveir þriðju hlutar þeirra telja sig frönskumælandi, og hef- ur héraðið lengi verið miðdepill tungumáladeilna í Belgíu. Happ- art hefur lýst því yfir að enginn stafkrókur í belgísku stjórnarsk- ránni neyði hann til að tala flæm- sku. Sextíu afgönsk börn létust í sprengjuá- rás pakistanska hersins á landa- mærum Pakistans og Afhanistan fyrir tveimur vikum, segir í tilkynn- ingu sem afghanska stjórnin sendi frá sér í gær. Auk barnanna munu einn hermaður og ein óbreytt kona hafa látist. Tilkynn- ingin var lesin upp í útvarpið í Ka- búl og sagði þar að 44 íbúar þorps eins hefðu særst í níu klukkustunda flugskeytaárás afghanska hersins. Stjórnin hef- ur sent frá sér mótmælaorðsend- ingu til pakistönsku stjórnarinnar. í henni stóð að 700 flugskeytum hefði verið skotið á Spin Buldak svæðið í Kandahar héraði, 19. september síðastliðinn. í orð- sendingunni var pakistanska hernum kennt um árásina, ásamt „bandarískum ráðgjafa þeirra," eins og það var orðaö. Einnig sagði í mótmælaorðsendingunni að ef ekki yrði lát á slíkum að- gerðum myndi pakistanska stjórnin þurfa að taka ábyrgð á alvarlegum og hættulegum af- leiðingum þessarar árásar. Hola ein mikil, sú dýpsta sem hingað til hefur verið boruð niður í jörðina, verður boruð í V-Þýskalandi innan fárra ára. Þeir sem ætla að standa að þessari borun eru v- þýskir vísindamenn. Hafist verð- ur handa við tilraunaborun á næsta ári og er ætlunin að bora 14 km niður í jörðina fyrir 450 milj- ónir marka. Aðalborunin hefst lík- ast til 1989. Tilgangurinn mun vera sá, að rannsaka jarðskorp- una þar sem meginlönd „skullu" saman fyrir 300 miljónum ára. Borað verður í Bavaríu, nálægt landamærum Tékkóslóvakíu. í dag kemur Nóbelsnefndin saman til að ákveða hverjum á að úthluta friðarverðlaunum Nóbels í ár. Nefndina skipa fimm þingmenn á norska Stórþinginu. Nafn þess sem hlýtur þessi frægu og eftir- sóttu verðlaun, verður hins vegar ekki tilkynnt fyrr en 14. október. Svo verður einnig um Nóbels- verðlaunin í læknis-, efna-, hag- og eðlisfræði, ásamt bók- menntum. Meðal þeirra sem nú þykja koma til greina varðandi friðarverðlaunin eru Bob Geldof, Winnie og Nelson Mandela og forseti Argentínu, Raoul Alfonsín, þá líklega fyrir hönd þjóðarleið- toganna sex sem undanfarið hafa hvatt Reagan Bandaríkja- forseta og Gorbatsjof Sovétleið- toga til afvopnunar. HEIMURINN Skotárás á Gandhí Engin tengsl við ölgasinnaða Síkha Maðurinn sem reyndi að drepa Rajív Gandhí með heima- smíðaðri skammbyssu er talinn vera Hindúi í engum tengs- lum við öfgasinnaða Síkha. Öryggisverðir Gandhí seinir til Nýju Delhí - Maðurinn sem skaut úr heimasmíðaðri byssu að Rajhív Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, er eftir því sem embættismenn í Indlandi segja, ekki félagi í samtökum öfgasinnaðra Shíta, né í neinum tengslum við þau. Sex manns særðust í skotárásinni, ekki alvarlega þó. Forseti Indlands, Zail Singh, Gandhi, forsætisráðherra, kona hans, Sonia, og aðrir háttsettir menn sluppu naumlega undan skothríðinni. Maðurinn sem ber heiti af ætt Hindúa, Mohan Des- ai, um það bil 25 ára gamall, skaut mörgum skotum að hópn- um. Eftir skotárásina hafa komið fram harðar gagnrýnisraddir í Indlandi á lélegt öryggiseftirlit með forsætisráðherranum. Þegar fyrsta skotið reið af mun Gandhi hafa snúið sér að öryggisvörðum sínum og sagt að skot hefði heyrst úr ákveðinni átt. Öryggisverðir víusðu því hins vegar frá og sögðu hljóðið hafa verið sprengihljóð í bfl. Gandhi mun hafa bent örygg- isvörðum á skot tvívegis áður en þeir brugðust við. Við yfirheyrslur mun maður- inn hafa gefið mjög óskýr svör og breytti framburði sínum marg- sinnis. Indverskir embættismenn munu vera mjög fegnir því að ár- ásarmaðurinn muni líkast til vera Hindúi, frekar en Sfkhi eða mú- hameðstrúarmaður. Þegar Indira Gandhi var skotin til bana í lok október 1984, voru 2700 Síkhar drepnir í miklum óeirðum sem fylgdu í kjölfarið. Skotárásin átti sér stað þegar Gandhi var um það bil að yfirgefa minningarathöfn um Mahatma Gandhi á bökkum Yamuna fljóts í Nýju Delhí kl. 01.30 í fyrra- kvöld. Rajív Gandhí. Hann slapp naumlega úr skotárás og mun það ekki vera öryggisvörðum hans að þakka. Svíþjóð Áhrif verkfails aukast Nú eru tœplega 20.000 opinberir starfsmenn í Svíþjóð komnir í verkfall sem hófst á þriðjudaginn Stokkhólmi - Sífellt fleiri starfs- stéttir bætast nú í hóp verk- fallsmanna í Svíþjóð, í gær bættust 4000 opinberir starfs- menn í hóp þeirra 14000 opin- berra starfsmanna sem voru fyrir í verkfalli. Verkfallsmenn krefjast sam- komulags um kjör á sama grund- velli og starfsmenn í einkafyrir- tækjum fengu fyrr á árinu. Samn- ingamenn ríkisins segja að opin- berir starfsmenn hafi fengið góða kauphækkun á síðasta ári, tals- menn opinberra starfsmanna vilja hins vegar ekki taka síðustu samninga inn í umræðuna um launakröfur þessa árs. Samninga- menn ríkisins segja að sænska ríkið hafi ekki efni á að fara að kröfum verkfallsmanna. Fjár- málaráðherra landsins, Kjell Olof-Feldt sagði í síðasta mánuði að kröfur opinberra starfsmanna væru ósanngjarnar. Starfsemi opinberra stofnana, póstþjónustunnar, samgangna og sjúkrahúsa hefur nú farið mjög úr skorðum. Fóstrur hafa einnig far- ið í verkfall og hefur það haft áhrif á nokkur barnaheimili, einnig allar miðasölur á járn- brautastöðvum landsins. Ráðherra núverandi ríkis- stjórnar jafnaðarmanna hafa gef- ið í skyn að mögulega verði lagðar hömlur á rétt opinberra starfsmanna til að fara í verkfall. ERLENDAR FRÉTTIR JÓNSSON /REUIER Finnland Stríös- leikföng bönnuð Helsinki - í Finnlandi verður bannað, frá og með næstu ára- mótum, að framleiða og selja stríðsleikföng. Samkomulag þessa efnis var í gær undirritað af fulltrúum finnska félagsmálaráðsins og full- trúum samtaka finnskra leik- fangaframleiðenda. Talsmaður félagsmálaráðsins finnska sagði í gær að bannað yrði að flytja inn erlend stríðsleikföng, sérstaklega þau sem tengjast hernaðarbrölti nútímans. Bannað verður sömu- leiðis að framleiða þau og selja í landinu. Svipað bann var sett í Svíþjóð fyrir 10 árum. Breski Verkamannaflokkurinn Vill kjamorkuvopn burt Fulltrúar á landsbingi breska Verkamannaflokksins samþykktu ígœr að stefna að eyðingu kjarnorkuvopna í Bretlandi og að láta loka stöðvum Bandaríkjanna ílandinu sem geta geymt kjarnorkuvopn Blackpool - Verkamannaflokk- urinn í Bretlandi samþykkti í gær með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða að hætta notk- un kjarnorkuvopna og að loka kjarnorkustöðvum Banda- ríkjamanna á Bretlandi, þrátt fyrir ásakanir frá bandarískum stjórnvöldum þess efnis að slíkt muni veikja NATO. Samþykkt þessi var gerð á árs- þingi Verkamannaflokksins sem nú hefur staðið yfir í Blackpool í nokkra daga. Fulltrúar á þinginu samþykktu fyrrnefnda tillögu með handauppréttingu. Sam- þykktin felur í sér að Polaris flug- skeytin sem komin eru til ára sinna verða tekin úr notkun. Þá verður öllum bandarískum her- stöðvum í landinu sem mögulega geta geymt kjarnorkuvopn, lok- að. Neil Kinnock, leiðtogi flokks- ins, var ósammála báðum þessum tillögum. Hann sagði í ræðu sinni á þinginu að Bretar myndu áfram halda uppi skyldum sínum við NATO með því að auka við hefð- bundið vopnabúr sitt. Vamarmálaráðherra í ríkis- stjórn fhaldsflokksins í Bret- landi, George Younger, gagnrýndi þessa stefnu Verka- mannaflokksins harðlega og sagði hana „hættulega vitleysu“. Aðstoðarvamamálaráðherra Bandaríkjanna, Richard Pearle, sagði þessa stefnu „óábyrga“. Margir fulltrúar á þinginu gagnrýndu hins vegar samband Bretlands og Bandaríkjanna, einn fulltrúinn, John Owen- Jones, sagði að þetta samband einkenndist af „sambandi þjóns og herra“. Deilur innan verkalýðsarms flokksins komu fram í orðum leiðtoga stéttarfélags rafvirkja sem greiddi atkvæði gegn hinni nýju stefnu. Hann sagði að með styrk NATO hefði tekist að varð- veita frið í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þrátt fyrir þessar deilur þykir Neil Kinnock nú standa vel sem leiðtogi flokksins en aðeins þrjú ár eru síðan hann tók við eimbætti formanns flokksins. Gert er ráð fyrir að þingkosning- ar verði 1988, jafnvel fyrr. Föstudagur 3. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Leiðtogafundur í Reykjavík Afghanistanmáliö á dag- skiá? Ottawa - Eduard Sjevardna- dze, utanríkisráðherra Sovétr- ikjanna, sagði í gær að mögu- legt væri að eitt þeirra málefna sem Gorbatsjof Sovétleiðtogi og Reagan Bandaríkjaforseti munu ræða á fundi sínum í Reykjavík verði málefni Afg- hanistan. Sjevardnadze sagði þetta á fundi með Joe Clark, utanríkis- ráðherra Kanada í gær. Sjevar- dnadze sagði það mögulegt að önnur mál en takmörkun vígbún- aðar bæri á góma í viðræðum leiðtoganna 11. og 12. október. Hann hvatti kanadíska ráðamenn sem vinsamlega nágranna Bandaríkjanna, til að þrýsta á að Afghanistanmálið fengi jákvæða umþóttun bandarískra ráða- manna á fundinum í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.