Þjóðviljinn - 03.10.1986, Side 16
Föstudagur 3. október 1986 224. tölublað 51. örgangur
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663.
wODVIUINN
1936-1986 ÞJÓÐVIUINN 50 ÁRA
Breiðholtsbrauð
Gísli
efstur
55% þátttaka í
prestskosningunum í
Breiðholti. Gísli
Jónasson úr Víksigraði
Gísli Jónasson sóknarprestur í
Vík í Mýrdal hlaut flest atkvæði í
prestskosningu í Breiðholtsprest-
akalli sem fram fór um sl. heigi.
Alls voru þrír prestar í kjöri og
hlaut Gísli 714 atkvæði af 1732
sem greidd voru. Séra Guðmund-
ur Karl Ágústsson sóknarprestur
í Ólafsvík hlaut 549 atkvæði og
séra Guðmundur Örn Ragnars-
son farprestur hlaut 454 atkvæði.
Alls voru 3132 á kjörskrá og
var þátttaka í kosningunni um
55%, 14 seðlar voru auðir og 1
ógildur. -Ig.
Stjórnmál
BJ stefnir á framboð
Staðfastir BJ-menn hittast. Landsfundur haldinn, ogstefntá
framboð ínœstu kosningum. Þorgils Axelsson: BJ lifir
Þeir BJ-félagar sem ekki eru
gengnir í Alþýðuflokkinn
hafa ákveðið að halda áfram
starfi Bandalagsins, efna til
landsfundar öðru hvoru megin
við áramót og bjóða fram í þing-
kosningunum.
Á fundi sem haldinn var í fyrra-
kvöld kom að sögn eins fundar-
manna saman um tugur manns úr
þeim hópi BJ-manna sem ekki
ætlar sér að fylgja Guðmundi
Einarssyni og Stefáni Benedikts-
syni yfir í Alþýðuflokkinn. Á
fundinum var fólk úr þeim örm-
um báðum sem mynduðust í fyrr-
asumar, og fór vel á með fundar-
mönnum að sögn Þorgils Axels-
sonar, farið yfir stöðu mála og
settur upp vinnuhópur til að vera
í forystu fyrir BJ eftir brotthlaup
meirihluta BJ-stjórna fyrr í vik-
unni. Á fundinum voru fyrrver-
andi og núverandi landsnefndar-
menn, meðal annars Þorsteinn
Hákonarson varaformaður
landsnefndar og Örn S. Jónsson
formaður framkvæmdastjórnar.
Meðal annarra mun Vilhjálmur
Þorsteinsson varaformaður BJ
vera að íhuga að ganga til starfa
með þessum hópi. Á fundinum
var þessu lýst yfir í ályktun:
„1. Bandalag jafnaðarmanna
hefur ekki verið lagt niður. 2.
Haldinn verður landsfundur
Bandalags jafnaðarmanna einsog
lög Bandalagsins gera ráð fyrir.
3. Starfandi er fólk sem vinnur að
stefnumálum Bandalags jafnað-
armanna. 4. Bandalag jafnaðar-
manna býður fram til alþingis. 5.
Bandalag jafnaðarmanna mun
sækja styrk sinn til almennings.“
Þorgils Axelsson og Þorsteini
Stöð tvö
Páll enn
undir feltíi
Páll Magnússon fréttastjóri
Stöðvar tvö segist enn ekki vera
kominn undan feldinum sem
hann breiddi yfir sig þegar ákveð-
ið var að hefja fréttatíma klukkan
hálf átta í ríkissjónvarpinu.
Akvörðun um þetta verður varla
kynnt hjá Stöð tvö fyrren rétt
fyrir fyrsta útsendingardag,
fímmtudaginn í næstu viku.
Þrennt kemur til greina, segir
Páll, - að halda sig við fyrri
ákvörðun um hálf átta, þótt RÚV
hafi tekið þann tíma, að taka
gamla útsendingartíma RÚV
klukkan átta, eða vera á undan,
og byrja til dæmis kortér yfir sjö.
Stöðvarmenn fluttust í gær í
húsnæði sitt á Krókhálsi og búa
sig af kappi undir útsendingar.
Prófraunin verður fundur Reag-
ans og Gorbatsjofs sem hefst á
þriðja degi hins nýja sjónvarps. -
Ég neita því ekki að við hefðum
viljað fá svona hálfan mánuð
áður, sagði Páll við Þjóðviljann í
gær, - en við erum viðbúnir.
Krístín Á. Ólafsdóttir varaformaður Alþýðubandalagsins ritar nafn sitt undir áskorun kvenna til Reagans og Gorbachovs
um bætta sambúð stórveldanna. Við hlið hennar er Alda Möller matvælafræðingur og til vinstri er Þórunn Gestsdóttir
formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna. Mynd Sig.
Mannsœvi
íslendingar langlífastir
Islendingar eru langlífastir allra
þjóða í heiminum samkvæmt
nýjustu tölum. Miðað við mann-
dauða sem var hérlendis á áruu-
um 1981 - 85 þá er meðalæfi ný-
fæddra sveinbarna 74.10 ár og
nýfæddra meybarna 79.94 ár sem
er það hæsta sem um getur í
heiminum.
Samkvæmt upplýsingum í nýj-
asta tbl. Hagtíðinda sem Hag-
stofan gefur út, hefur meðalævi
nýfæddra íslendinga lengst um 42
ár á sl. 130 árum. Árið 1850 var
meðalaldur karla 31.9 ár og
kvenna 37.9 ár en var hundrað
árum síðar kominn upp í 66 ár hjá
körlum og rúm 70 ár hjá konum.
Meiri hlutinn af þessari lengingu
meðalævinnar stafar af minnkuð-
um bamadauða.
Sé meðalævilengd íslendinga
miðuð út frá fæðingar- og dánar-
tölum frá árunum 1984 og 1985
þá er meðalævi karla komin upp í
74.74 ár og kvenna upp í 80,22 ár.
Þetta er hæstu meðaltölur sem
þekkjast í heiminum. Næstir í
röðinni eru Japanir er japanskir
karlmenn lifa að meðaltali í 74.54
ár og japanskar konur í 80.18 ár.
Þriðju í röðinni eru Svíar. Karlar
þar lifa að meðaltali í 73.8 ár og
konur í 79.9 ár.
Þá kemur einnig fram í tölum
Hagstofunnar að stysta meðalævi
kvenna í heiminum er 31 ár í
Búrkína Fasó og 32 ár í Austur -
Tímor og Kampútseu.
Hákonarsyni var falið að hafa orð
fyrir vinnuhópnum. Þorgils sagði
Þjóðviljanum í gær að á lands-
fundi kringum áramót yrði
ákveðið hvort BJ yrði lagt niður,
en hópurinn á fundinum í gær
mundi ganga til landsfundar með
áætlun um áframhaldandi starf
og stefna að framboði í næstu
kosningum.
„Bandalagið lifir,“ sagði Þor-
gils, „aðeins eitt gæti stöðvað það
og það væri ef þingmennirnir þrír
kæmu og bæðu um að fá að vera
með aftur. Vilmundur Gylfason
sagði oft um mál og atburði „lög-
legt en siðlaust". Það að ganga úr
BJ í Alþýðuflokkinn er löglegt en
siðlaust. Það að gefa kjósendum
sínum langt nef er bara siðlaust.“
Leiðtogafundurinn
Snúið við
biaðinu
Friðarhreyfing
kvenna sendir
leiðtogunum
áskorun um bætta
sambúð
stórveldanna
Friðarhreyflng íslenskra
kvenna gengst nú fyrir undir-
skriftasöfnun að yfírlýsingu þar
sem skorað er á Ronald Reagan
Bandaríkjaforscta og Mikhail
Gorbachov aðalritara Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna „að nýta
til fuils mikilsvert tækifæri til að
snúa við blaðinu í vopnakapph-
laupinu og bæta samskipti og
samstarf þjóða sinna,“ eins og
segir í yflrlýsingunni.
Fjölmargar konur úr
stjórnmálum, verkalýðshreyfing-
unni, kvennasamtökum og
menningarlífinu rituðu nöfn sín
undir yfirlýsinguna í gær og er
ætlunin að safna 1000 undirskrift-
um næstu 10 daga og afhenda svo
undirskriftirnar á meðan leiðtog-
afundurinn stendur yfir. Átak
þetta er í tengslum við óformleg
samtök kvenna um allan heim,
sem kalla sig „Konur vilja árang-
ursríkan leiðtogafund“ og safna ■
þau samskonar undirskriftum um
allan heim.
-vd
Hallgrímskirkja
Einkennileg ákvörðim
Imínum huga er þetta fyrst og
fremst spurning um jafnrétti
fatlaðra við annað fólk og þar
sem kirkjan á í hlut er þetta einnig
siðferðilegt spursmál, sagði The-
ódór Jónsson formaður Sjálfs-
bjargar þegar hann var spurður
álits á þvf að byggingarnefnd
Hallgrfmskirkju hefur hafnað
hönnunartillögum húsameistara
sem gerðu ráð fyrir þvf að ská-
braut lægi upp að altari kirkjunn-
ar.
„Það er ekkert því til fyrirstöðu
að fatlaðir læri til prests en þeir
gætu ekki sótt um embætti við
Hallgrímskirkju né nokkra aðra
kirkju í borginni, vegna þess að
tröppur hindra umferð hjóla-
stóla,“ sagði Theódór. „Þegar ég
hef farið til altaris hefur þurft að
bera mig í stólnum, sem er ákaf-
lega leiðinlegt. Og það er mjög
leiðinleg tilhugsun að prestamir
séu að hlaupa með sakramentið
um kirkjuna til fatlaðra. Ská-
brautir eru nauðsynlegar, mann í
rafmagnshjólastól er varla hægt
að bera því stóllinn einn vegur ein
100 kíló. Þessi ákvörðun bygging-
amefndar er því mjög einkenni-
leg.“
-vd
-m