Þjóðviljinn - 10.10.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.10.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Ronald Reagan á Keflavikurflugvell! í gærkvöldi. Meö honum Vigdfs Finnbogadóttir forseti, Donald Regan starfsmannastjóri Hvíta hússins og Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra. (Mynd: Síg.). Á rangursríkur leiðtogafundur? 99 Það vonum við öll Reagan á Keflavíkurflugvelli klukkan sjö ígœr. Gorbatsjoffkemur um eittleytið í dag íí Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti kom til Keflavíkurflug- vallar ásamt fylgdarliði i forseta- vélinni Air Force 1 klukkan sjö í gærkvöldi. íslensk móttökunefnd með Vigdísi forseta í broddi fylk- ingar tók á móti Reagan og síðan var ekið rakleiðis tU bandaríska sendiráðsins við Laufásveg í Reykjavík. Forsetinn og menn hans komu á þremur flugvélum, blaða- mannavél hálftíma áður en for- setavélin og varavél sem alltaf fylgir með. Reagan gekk niður landgöngustigann frísklegur í fasi en með hnepptan jakkann uppí háls í rigningunni. Vigdís Finn- bogadóttir heilsaði honum fyrst og kynnti hann síðan fyrir forsæt- isráðherra, utanríkisráðherra og öðrum íslenskum móttakendum. Eftir gulum dregli gekk Reagan síðan í bíl sinn framhjá heiðurs- verði lögreglu og var brunað í bæ- inn á tæplega 40 bflum sem ekki fóru undir 120 kflómetra hraða, enda önnur umferð ekki leyfð á þessum tíma. Meðal fylgdar- manna forsetans eru Shultz utan- ríkisráðherra og starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, Donald Reg- an. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði Þjóðviljan- um f gær að Reagan hefði verið hressilegur. Orðaskipti hefðu ekki verið mikil á vellinum, hann hefði óskað góðs árangurs af fundi þeirra Gorbatsjoffs, og Re- agan þakkað fyrir og sagt „we all hope so“, - það vonum við öll. Á slaginu átta kom bílalest forsetans og hans manna á Lauf- ásveginn. Þá var þar nokkur mannsöfnuður sem beið komu Reagans, en fór lítið fyrir fjöl- miðlunum. Þegar um sjöleytið hafði fólk byrjað að safnast sam- an þar sem leyfilegt var, en lög- regla var fjölmenn auk banda- rískra öryggisvarða fyrir utan sendiráðið. Skömmu áður en bfl- alestin birtist þeim sem biðu hófu þyrlur að sveima yfir borginni. Þegar klukkan sló átta sáu svo menn það sem beðið var eftir. Reagan forseti sat í fimmta bfl lestarinnar og þar sem hann ók inn á Laufásveginn brosti hann og veifaði til áhorfenda. Augnabliki síðar var hann kominn inn í sendiherrabústað og gamanið búið. Þá brá svo við að lögregla hóf að rýma sunnan- verðan Laufásveginn. Skýringin: Donald Regan starfsmannastjóri Hvíta hússins bjó neðar í götunni og þurfti að komast leiðar sinnar fótgangandi milli bústaðar síns og forsetans. Forsetinn fer sér hægt fram eftir degi í dag, en kl. 16.30 fer hann að Bessastöðum í boði for- seta íslands. Mikafl Gorbatsjoff leiðtogi So- vétríkjanna er væntanlegur til Keflavíkurflugvallar um eitt- leytið í dag ásamt konu sinni Ræsu og öðru fylgdarliði. Fast- Lœkjartorg Friðarfundur í kvöld Samstarfsnefnd friðarhreyf- inga efnir til friðarstundar á Lækjartorgi kl. 21 í kvöld. Á sama tíma verður sams konar at- höfn á vegum stjórnmálaflokk- anna á Akranesi. Tilgangurinn með þessum fundum er sá að fagna leiðtoga- fundunum um helgina. Dagskrá fundarins á Lækjartorgi í kvöld verður þannig: Mótettukórinn syngur, Pétur Sigurgeirsson bisk- up talar, Helga Backman flytur ávarp fyrir hönd íslenskra friðar- hópa, Guðrún Ásmundsdóttir leikari les ljóð og að síðustu syng- ur Mótettukórinn aftur. Að friðarstundinni lokinni verður mótmælaganga að banda- ríská“_sendiráðinu á vegum E1 Salvadornefndarinnar. Þar verð- ur fulltrúa bandaríkjastjórnar af- hent mótmælabréf vegna íhlutun- ar Bandaríkjanna í málefni Nic- aragúa. -gg lega er nú búist við að þau búi á Hótel Sögu. RÚV hefur beinar sjónvarpssendingar frá Keflavík- urflugvelli klukkan 12.40. Alþingi verður sett klukkan tvö í dag, og eru líkur á að forseti geti ekki tekið á móti Gorbatsjoff þarsem henni er skylt að vera við þingsetninguna. Það þarf forsæt- isráðherra hinsvegar ekki endi- lega og þau gætu því skipt liði í önnunum á morgun, - nema þingsetningunni verði frestað sem seint í gærkvöldi var talið ó- líklegt. -m/gg Þjóðviljinn Fréttablað á sunnudag í tilefni leiðtogafundarins sem hefst í Höfða á laugar- dagsmorgun, fer helgarblað Þjóðviljans ekki í prentun fyrr en á laugardagskvöld og mun berast áskrifendum á sunnudag. Á laug- ardag fá lesendur að venju frétta- blað Þjóðviljans og að auki fyrsta afmælisblað af fjórum sem gefin verða út á næstu vikum í tilefni 50 ára afmælis Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.