Þjóðviljinn - 10.10.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.10.1986, Blaðsíða 6
GLÆTAN Sovéskir daqar Tónleikar og dans í Hlégarði Söng- og dansflokkurinn „Lazgí“ frá sovétlýöveldinu Úzbekistan heldur kveöjutónleika og danssýningu í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellssveit föstudags- kvöldið 10. okt. kl. 20.30. Fjölbreytt efnisskrá. Missiö ekki af sérstæðri skemmtun. MÍR Aðalbókari Starf aðalbókara hjá Borgarneshreppi er laust til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfs- mannafélags Borgarneshrepps. Umsóknum sem tilgreina menntun og fyrri störf skal skilað á skrifstofu Borgarneshrepps Borg- arbraut 11, Borgarnesi fyrir 20. október nk. Nánari upplýsingar gefa sveitarstjóri eða skrif- stofustjóri í símum 93-7207 og 93-7224. Sveitarstjórinn í Borgarnesi Fóstrur Fóstru vantar að leikskólanum Barnabæ á Blönduósi frá 15. nóvember nk. Leikskólinn er vel búinn og starfsaðstaða góð. Fóstran þarf að geta leyst forstöðukonu af í a.m.k. 3 mánuði frá 1. desember nk. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona í síma 95- 4530 og undirritaður í síma 95-4181. Sveitarstjóri Biönduósshrepps Reykofn til sölu Til sölu er sjálfvirkur reykofn. Heit og köld reyking. Góð greiðslukjör. Uppl. í síma 93-8784 á daginn 8715 (Ragnar) og 8672 (Þorvaldur) á kvöldin. GDE ROZDESTVOV? íbúð óskast Starfsmaður Þjóðviljans óskar eftir að taka á leigu 2-3ja herb. íbúð sem fyrst. Tvennt í heimili. Reglusemi og öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. í síma 28825. X/ tg vil þig í ródrafélagidS GORBATSJOF - REAGAN Róórakeppnin Þaö er ekki lítiö sem gengur á í Reykjavíkþessadagana. Nú hafa MR-ingar loks fundið farveg fyrir heimsvaldastefnu sína. Róðrafélag þeirra ætlar aö efna til róörakeppni átjörninni í Reykjavík, í hádeginu á laugardag. Heitirsú Gorbatsjof- Reagan róðrakeppnin og ekki að efa að hún verður send beint um allanheim.þvífréttamennirnirfá ' jú ekkert að fylgjast með Gorbatsjof- Reagan fundinum. Nú þegar hafa um þrjátíu lið skráð sig til keppni og verður vafalítið mikið um hopp og hí og trallalla. Reagan keyrir m.a. framhjá, inspektor ætlar að mæta og auk þeirra tveggja verður væntanlega margt stórmennið. í keppni þessari verða gefin stig fyrir tvennt: frammistöðu og klæðnað. Sá sem mætir í jakka- fötum fær vitanlega flest stigin, eða tíu. Svo er bara að vona að stjórn Róðrafélagsins steli ekki verðlaununum... MR vann á refsistigum Einsog frá greindi í síðustu Glætu, leiddu kappræðulið Menntaskólans í Reykjavíkog Verslunarskóla Islands saman hesta sína á föstudaginn var, í marmarahöll þeirri er reist var yfir veslinga. Hefði þar minna mátt vera íburðar, en meira góðs hljómburðar. Höfðu MR-ingar sigur í þeirri keppni, þó ekki mætti tæpara standa. Þeirunnu með 1220 stigum gegn 1216 stigum veslinga og mismunurinn, 4 stig, fólst í refsistigum er veslingar fengu fyrir að fara fram yfir á tíma. Veslings veslingarnir! Það er eins og einhver álög hvíli á þess- um ræðukeppnum þeirra. Orlög veslinga virðast þau að tapa ávallt naumt og stundum óverð- skuldað. Eitthvað annað en MR- ingarnir. Fæddir undir heilla- stjörnu eru þeir ljóslega. Hafa ekki tapað keppni í tvö ár, þó oft hafi verið mjótt á munum. Raunar hefur maður oft séð betri keppni en þessa. Sá eini sem uppúr stóð meðalmennskunni var Birgir Ármannsson og var verðskuldað valinn ræðumaður kvöldsins. Veslingar hafa þó geysigott efni, þarsem Börkur er, en hinir tveir eiga langt í land. En þó lið MR-inga hafi ekki átt góðan dag, má mikils vænta af því. Einkum er ánægjulegt að sjá, hversu ólíkir ræðumenn það- skipa, en á það skorti jú nokkuð í fyrra. Hitt er sýnu verra, að ekki fór of mikið fyrir frumleik hjá þeim í ræðusmíð. Fyrsta ræðan hófst á: „Palli var einn í heimin- um“ (sic!) og þeirri síðustu lauk á: „Faðir fyrirgef þeim...“ (sic!!!). Já og jafnvel „Eg fór til ömmu í dag og sagði henni...“, fékk að fljóta með. Annars sagði Gróa mér, að alls óvíst sé hvort þessi liðsskipan MR-inga haldi sér. Sæmundur Norðfjörð ku vilja hætta, enda fataðist honum illilega flugið á föstudag. Forseti Framtíðarinnar hefur hinsvegar hugsað sér hana öðruvísi... Að lokum ber að geta þess, að það var ranghermi síðasta föstu- dag að Illugi Gunnarsson hefði tekið þátt í öllum Orator-minor keppnum í Menntaskólanum í Reykjavík. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.