Þjóðviljinn - 10.10.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.10.1986, Blaðsíða 5
Umsjón: Helgi Hjörvar DJOÐtflUINN Alli frá íslandi í heimspressunni. Te gek í Hollandi Alli hinn íslenski í Þjóðviljanum. Mynd: EÓI. „Hollandi" sagði ég og þóttist með sjálfum mér vita allt um það. En hváði stuttu síðar og spurði sjálfan mig: Hvað þykist þú vita um Holland? Eftirað hafagrafið nokkra stund í langtímaminninu og fundið aðeins einskisverða mola, hélt ég áfram að spyrja. „Skiptinemi" sagði ég og þóttist enn hafa þekkta stærð, en annað kom á daginn, svo ég ákvað að birta spjall okkar. Viðmælandinn heitir (Má ég kynna A A A) Aðalsteinn og er sonur Leifs. Hávaxinn, ljóshærð- ur, laglegur tvíburi og geðfelldur eftir því, svo við gefum honum bara orðið: „Ég fór þarna á vegum Intern- ational Christian Youth Ex- change, en þeim var vísað úr al- þjóðlegu kristilegu samtökunum fyrir nokkrum árum, fyrir að taka nema frá Póllandi og Júgóslavíu. Sjáðu til, það eru sossar sem stjórna þessu, alminnilegir sossar og þeir vildu ekki láta nemana að austan borga neitt því þá hefðu bara börn forréttindastéttarinnar fyrir austan fengið að koma. í þeim hóp sem ég var í, var einmitt ungt fólk frá þessum löndum. Ég eignaðist góða kunn- ingjakonu frá Póllandi og lærði margt af henni um þetta samfé- lag. Hana langaði í blaða- mennsku og merkilegt nokk var hún að hugsa um að læra hana í Hollandi og fara ekkert aftur heim, því hún hélt sig myndu læra nokkuð sjálfstæðari og hlut- lausari vinnubrögð í Hollandi eða fyrir austan. Júkkinn hinsvegar, sem varð einn besti vinur minn, honum líkaði ekki vel. Hann var heldur ekki mælandi á neina al- þjóðatungu, og leið töluvert fyrir það. Eina nóttina vakti hann mig og sagði á sinni bjöguðu standard-ensku: Æ heit ðis kántrí Alli. Æ gó bakk hóm. En ég held hann hafi verið einn um að þjást af heimþrá.“ Hvernig gekk ykkur með holl- enskuna? Erþetta ekki erfitt mál? „Pað gekk upp og ofan einsog gengur. Sjálfur lærði ég hana nokkurnveginn á fjórum mánuð- um. Fyrsta mánuðinn vorum við raunar í búðum þarsem við áttum að læra hollensku, nær allan dag- inn. En við nenntum því ekkert. Okkur fannst miklu gáfulegra, að nota tímann til að kynnast hvort öðru og menningu þeirra landa sem skiptinemarnir voru frá, en sitja inní kennslustofu og tuldra: salt - mjólk - kaffi - ég drekk kaffi, o.s.frv. Og þareð frjáls- lyndir sossar stjórnar samtöku- num höfðum við okkar fram. Fyrsta mánuðinn lærði maður þessvegna í raun meira um t.d. Austurríki en Holland, en það var ekkert verra. Borgin sem við vorum í, var raunar afar skrautleg. Aðalgatan sem lá í gegnum miðjan borgina, var jafnframt landamæralínan milli Þýskalands og Hollands, þannig að Pjóðverji sem hefur verið á krá í Hollandi og slagar eftir aðalgötunni heim til sín, get- ur farið fjörutíu fimmtíu sinnum inní þýska ríkið og jafnoft inní Holland. Er nema von að hann sé orðin svolítið ringlaður þegar heim kemur? Annars var þetta mjög hentugt. Áfengi, bensín og tæknivörur voru seldar í þýska hlutanum, flest annað í þeim hol- lenska.“ Hvað tók svo við eftir þennan mánuð? „Þá tók afar skemmtilegt og gagnlegt nám við. Því var þannig háttað að í tvær vikur unnum við einhver þau störf er tengdust námsefninu. T.d. vann ég í tvær vikur á bóndabæ þegar við könnuðum landbúnað og tvær vikur í félagsmiðstöð, þegar við könnuðum félagslega þjónustu. Svo hittumst við öll aftur og sögðum frá reynslu okkar, hvert á sínu svæði. Kynntum líka hvernig þetta væri heimafyrir og ræddum hvað væri gott og snið- ugt, hvað mætti betur fara.“ Hvernig félagsmiðstöðvar voru þetta? „Þetta var ekkert í líkingu við það sem hér er. Þarna voru allir aldurshópar, þetta var miðstöðin í hverfinu. Ég segi ekki að ég hafi lent í fínasta hverfinu, var í versta hverfinu í Arnem, en í Arnem er eyndin og atvinnuleysið mest í Hollandi. Þessar miðstöðvar eru reknar á mjög greindarlegan hátt. Þær starfa sjálfstætt og er ekki komið á fót að frumkvæði hins opin- bera. Hópur fólks getur tekið sig saman (yfirleitt félagsráðgjafar og fólk með skylda menntun), gert áætlun um reksturinn, til- högun hans og kostnað og lagt tillögur sínar fyrir borgarstjórn. Síðan veltur það á vilja hennar og fer svarið gjarnan eftir því hvort kristilegir demókratar eru í meirihluta, eða sossarnir. Þetta er raunar einkenni á hol- lensku stjórnkerfi, að ríkið er ekki að vasast í öllum sköpuðum hlutum, gín ekki yfir öllu. Það er meðvitað um að það er ekki ó- skeikult og t.d. um siðferðið þarna má benda á að pabbi vin- konu minnar var á launum hjá ríkinu við að höfða mál gegn rík- inu, fyrir einstaklinga sem það hafði hlunnfarið! En þarna í Arnem var ekkert til fyrirmyndar. í hverfinu sem ég var í eru níu af hverjum tíu karl- mönnum atvinnulausir og gjarnan afbrotamenn. Mikið um innflytjendur sem áttu ekki sjö dagana sæla, enda gekk þeim erf- iðlega að aðlagast. Það vandamál sem glímt var lengstum við með- an ég var þarna, var að fá tyrk- nesku konurnar til að koma, svo þær gætu lært eitthvað í málinu, en það gekk ekki vel. Þær voru lokaðar inni allan liðlangan dag- inn. Svo var auðvitað að hjálpa afbrotamönnunum, en þar var félagsráðgjafinn raunar milli tveggja elda. Annarsvegar hafði hann verið ráðinn meðal annars með það fyrir augum að afla upp- lýsinga fyrir lögregluna, en hins- vegar varð hann að vinna traust íbúanna í hverfmu og þá gekk það auðvitað ekki. En fólkið, Hollendingarnir, hvernig féll þér við þá? „Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé, en ég held það megi segja að þeir eru dálítið mikið á yfirborðinu. Strax fyrsta daginn minn buðu allir góðan daginn og maður hugsaði með sjálfum sér hversu indælt fólk þetta hlyti að vera. En svo héldu þeir bara áfram að bjóða góðan daginn og ekkert meir. Þeir eru, held ég, miklu lokaðri en við. Við kunn- um eftil vill að vera ruddaleg á stundum, en það er bara óvart og innað hjartanu er greið leið. Hollendingarnir þykjast líka vera mjög frjálslyndir af því að þeir leyfa allt, en þó eru þeir alltaf að hneykslast. Þeir eru líka verri en þorpskellingarnar okkar, í hnýsni sinni um nágrannann og hafa margir meira að segja spegl- akerfi svo þeir geti fylgst með útum gluggana nágrönnum sín- um. En þeir hafa góðan húmor!“ Eitt dœmi af honum? „Lýsandi er þegar ég var á gangi í Arnem einhverjusinni, í hverfi þar sem er fullt af plakata- búðum þarsem engin plaköt fást og kaffihúsum þarsem ekkert kaffi er til. Þar vinda sér að mér tveir lögregluþjónar og segja laumulega: viltu hass? Mér kross- brá auðvitað, en þeir ráku upp hlátursrokur, enda höfðu þeir bara verið að gera at í mér...“ Vinsældalistar Þjóðviljans Bylgján 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. (1) La Isla Bonita (2) Holiday Rap Madonna MC Micker G & Deejay Swen Sinitta Jermaine Stewart Eurythmics Bubbi Morthens Berlin (6)So Macho (4) We don’t have to (5) Thorn in my side (3) Braggablús (12) Take my breath away (9) Stuck wlth you Huey Lewis and the News ((7) Ég vll fá hana strax Greifarnir (15) I want to wake up with you Boris Gardner Grammið 1. Elvis Costello Blood and chocolate 2. David Sylvian Gone to earth 3. Smithereens Especially for you 4. Rem Lives reach pagaeant 5. Bubbi Blús fyrir Rikka 6. TheSmiths The Queen is dead 7. Elvis Costello Tokyo Storm Warning 8. PaulSimon Graceland 9. MilesDavis Tuta 10. LeoSmith Human Rights Rás 2 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. (1) La Isla Bonita Madonna (6) (I Just) Died in YourArms Cutting Crew (8) I Wanna Wake Up With You Boris Gardiner (3) Thorn In MySide Eurythmics (2) Ég vil fá hana strax (Korter iþrjú) Greifarnir (5) Holiday Rap M.C. Miker G And DJ Sven (7) Stuck With You Huey Lewis And The News 8. (20) SoMacho Sinitta 9. (12) YouCanCall MeAI Paul Simon 10. (4) Braggablús Bubbi Morthens Föstudagur 10. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.