Þjóðviljinn - 10.10.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.10.1986, Blaðsíða 14
MINNING ALÞÝÐUBANDALAGIÐ [ Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráöi verður haldinn í Rein mánudaqinn 13. okt kl 20.30. Dagskrá: 1) Fréttir af starfi nefnda 2) Bæjarstjórnarfundur 14. okt. 3) Atvinnumál 4) Önnurmál Stjórnln Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur bæjarmálaráðs Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður hald- inn mánudaginn 13. október kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Rætt um starfsskipulag í vetur. 3) Nefndarmenn og bæjarfulltrúi segja af gangi helstu mála. 4) Önnur mál. - Stjórnln. Alþýðubandalagið Akranesi Aðalfundur Alþýðubandalag Akraness boðar til aðalfundar sunnudaginn 12. október kl. 14.00 í Rein. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Umræður um forval - drög að kjörskrá. 3) Önnur mál. Félagar fjölmennið. - Stjórnin. Austurland Áðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs AB í Austurlandskjördæmi verður haldinn í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði helgina 11.-12. október. Dagskrá: Laugardagur kl. 13.30 Setning, kjör starfsmanna fundarins. 13.45 Skýrsla stjórnar, reikningar - umræður. 14.30 Ávörp gesta. 15.00 Austurland, skýrsla ritstjórnar. 15.30 Kaffihlé. 16.00 Mál lögð fyrir fundinn. 19.00 Kvöld- verðarhlé. 20.00 Nefndarstörf. 22.00 Fundarhlé. Sunnudagur 12. okt. kl. 9.00 Nefndarstörf. 12.00 Matarhló. 13.00 Nefndir skila áliti, umræður, afgreiðsla. 14.30 Kosningar. 15.00 önnur mál. 15.30 Fundarslit. Gestur fundarins verður Þráinn Bertelsson. Framkvæmdanefnd Suðurland Aðalfundur Kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs AB á Suðurlandi verður haldinn í Ölfusborgum dagana 11 .-12. október. Aðalmál fundarins, aðalfundarstörf, forvalsreglur, forvalsdagar, önnur mál. Gestur fundarins verður Svavar Gestsson. Matur og gisting á staðnum, svo tilkynna þarf þátttöku í tíma, vegna undir- búnings. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kjördæmisþing Kjördæmisþing Ab á Norðurlandi eystra verður haldið laugardaginn 18. .október í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, Akureyri. Þingið hefst kl. 10 árdegis. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, forv- alsreglur, framboðsmál, útgáfumál, kosningaundirbúningur og fleira. Stjórn kjördæmlsráðs Alþýðubandalagið Garðabæ og j Bessastaóahrepþi Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 13. október kl. 20.30 í Safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Stjórnmálaástandið 3) önnur mál Geir Gunnarsson og Svavar Gestsson mæta á fundinn. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Aðalfundur verkaiýðsmálaráðs Aðalfundur verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins verður haldinn í Mið- garði, Hverfisgötu 105, Reykjavík. 24. og 25. október nk. Fundurinn hefst kl. 20.00 föstudaginn 24. og stendur allan laugardaginn. Nánari dagskrá auglýst síðar. - Framkvæmdastjórn AB. Alþýðubandalagið Keflavík og Njarðvík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Keflavík og Njarðvík verður haldinn fimmtudaginn 16. október í húsi Verslunarmannafélagsins að Hafnargötu 28 kl. 20.30. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Vetrarstarfið 3) önnur mál Stjórnln Reykjavík Viðtalstímar borgarfulltrua Laugardaginn 11. október kl. 13-14 verður Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi í viðtalstíma borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Borgarmálaráð Kristín Ingveldur Jóhannsdóttir Fœdd 4. október 1891 — Dáin 3. október 1986 „Við höfðum þriðjungs kaup móti karlmanni, en unnum þó mörg verk fram yfir hann bæði kvölds og morgna svo ekki sé minnst á sunnudaga. Á morgn- ana vorum við komnar á fætur klukkan fjögur til að útbúa morg- unverðinn fyrir karlmennina og færa þeim þurr klæðin. Á kvöldin tókum við af þeim vosklæðin og drógum af þeim skó og sokka. Nei, kosningarétt höfðum við ekki.“ Eitthvað á þessa leið fórust henni Ingveldi ömmu minni orð, þegar ég ræddi við hana eitt sinn fyrir mörgum árum um líf hennar og ævistarf. Án biturleika eða eftirsjár gat hún rætt um áratuga strit og fátækt; eignalaus kona með bogið bak, sem alla ævi stóð fyrir sínu af einstakri hörku og snyrimennsku. Saga ömmu minnar er saga ís- lenskrar alþýðu á fyrri hluta þess- arar aldar; saga kynslóðar og stéttar, sem nú er að hverfa úr íslensku þjóðlífi; saga vinnu- þræikunar, fátæktar, eigna- og öryggisleysis. Hún fæðist í sveit, missir ung föður sinn, flyst á mölina fyrir fyrri heimsstyrjöld, fer í vist, eignast börn og vinnur hörðum höndum alla sína ævi við að hafa ofan í sína á erfiðum tímum og án aðstoðar. Samt verður sagan hennar ömmu aldrei skráð af lærðum mönnum, því hún og hennar líkar eru ekki sagðir hafa markað spor sín í sögu lands og þjóðar. Það er þó svo, að það er hún og hennar kynslóð og hennar stétt, sem leggur grunninn að því íslandi, sem við þekkjum í dag. Það er hennar kynslóð, sem nær hæsta meðalaldri heimsbyggðar- innar. Hún fæddist 4. október 1891 að Amarstöðum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, næst yngst fjögurra bama þeirra Kristrúnar Sveinbjörnsdóttur og Jóhanns Sigurðssonar bónda. Barnung missir hún föður sinn og flyst því með móður sinni og systkinum til Stykkishólms. Á fyrsta áratugi 20. aldarinnar kemur Ingveldur amma ein og al- flutt til Reykjavíkur jafn eigna- laus og hún fór þaðan nær átta áratugum síðar. Fjóra vetur er hún í vist hjá Jóni Brynjólfssyni, kaupmanni í Reykjavík, og minntist hún þess tíma ævinlega með miklum hlýhug. Á sumrin er hún í kaupavinnu á hinum ýmsu sveitarbýlum. Frostaveturinn mikla 1918- 1919 kynntist hún Guðna Pálssyni og eignast með honum tvær dætur, Guðfinnu og Theo- dóru. Þau slitu sambúð sinni nokkmm árum síðar, en í upphafi kreppunnar kynnist hún afa mín- um, Magnúsi Guðmundssyni, sem ættaður var úr Lambadal í Dýrafirði. Hann var þá orðinn ekkjumaður og tuttugu árum eldri en amma. Með honum eignaðist hún einnig tvær dætur, þær Kristínu og Fjólu. Frá og með þeim tíma bjó hún í eins her- bergis leiguíbúðum í Skerjafirði, fyrst með Magnúsi í hartnær þrjá áratugi og síðan ein í 15 ár, en frá árinu 1975 hefur hún dvalist á ,' Hrafnistu. Afkomendur hennar nálgast nú fimmta áratuginn. Þetta fátæklega og yfirborðs- kennda æviágrip segir ekki mikla sögu um erfitt líf góðrar og ster- krar konu, sem án kvartana - því miður - stritaði allt sitt líf með bogið bak til að hafa ofan í sig og sína við hinar erfiðustu aðstæður. Líf hennar og afrekssaga mun verða mér minnisstæðari en saga flestra mektarmanna íslands- sögunnar. Magnús Ólafsson Gigtarfélagið 10ára afmæli Gigtarfélag íslands varð 10 ára í gær. Það var stofnað 9. október 1976 að frumkvæði Félags ís- lenskra gigtlækna, sem eru þeir er gerst þekkja vandamál gigt- sjúkra fyrir utan sjúklingana sjálfa. Meginmarkmið félagsins er að styðja við bakið á gigtsjúk- um og stuðla að framför í gigtlækningum. Eins og hjá öðrum hliðstæðum félögum var hafin fjársöfnun. Á fyrstu árunum var fénu varið í kaup á rannsóknartækjum í ónæmisfræði, þar sem þar væru mestu möguleikar á að finna or- sakir sjúkdómanna. Seinna var tekin sú ákvörðun að hugsa ekki eingöngu um framtíðina, en gera eitthvað fyrir þá sem þegar eru gigtsjúkir. Ákveðið var að ráðast í það stórræði að stofna Gigtlækningastöð þar sem gigt- sjúkir fá læknishjálp sérfræðinga og endurhæfingu, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun, sem flestir þurfa á að halda ásamt lyfjum. Gigtlækningastöðin er til húsa í Ármúla 5 og hefur starfað í tvö og hálft ár. Starfið þar hefur gefið góða raun. Gigtarfélagið hefur notið velvildar margra við upp- byggingu Gigtlækningastöðvar- innar bæði félaga og einstaklinga og borist stórgjafir frá ýmsum að- ilum. Þrátt fyrir það berst félagið í bökkum fjárhagslega og þyrfti ríkulegan stuðning hins opin- bera, sem ætti að vera sjálfsagður þar sem á Gigtlækningastöðinni er sinnt mikilvægum þætti heilbrigðisþjónustunnar. Fyrsti formaður Gigtarfélags- ins var Guðjón Hólm Sigvalda- son, en núverandi formaður er Sveinn Indriðason. St. Jósefsspítali, Landakoti Lausar stöður Þurfum á góöu fólki aö halda til starfa við ræsting- ar. Tvær stöður með vinnutíma frá kl. 7.30-15.30. Ein staða með vinnutíma frá kl. 8.00-12.00. Unnið tvær helgar, þriðja frí. Uppl. í síma 19600-259 alla virka daga frá kl. 10-14. Reykjavík 8. október 1986. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða: til starfa við póst- og símstöðina í Garðabæ. Upplýsingar veitir stöðvarstjórinn í Garðabæ í síma 656770. DJÓDVIUINN Við viljum ráða duglegt og hresst sölufólk í kvöld- og helgarvinnu, við að safna áskrifendum. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Pétursdóttir í síma 681333, eftir hádegi. ^STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren ||UMFERÐAR að stöðvunarlínu ^erkomið. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN 10. október

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.