Þjóðviljinn - 10.10.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.10.1986, Blaðsíða 2
P—SPURNINGIN FRÉTTIR íbúar Þinholtanna spurö- ir: Hvernig leggst þaö um- sátursástand í þig sem hér mun ríkja um helg- ina? Sigurður Björnsson, danskennari: Mér finnst það slæmt mál. Ég er svo hræddur við að vera skotinn ef ég fer órakaður og ógreiddur út í búð. Auk þess hef ég ekki þorað að fara í Ijós uppá síðkastið. Gæti verið mis- tekinn fyrir Araba. Þorsteinn Þorsteinsson, kaupmaður á horninu: Ég verð ekkert hræddur við þetta fyrr en eftir á. Forðast að vera með vangaveltur fyrr. Laufey Jensdóttir, húsmóðir: Þetta leggst ekkert illa í mig. Ég er alveg hlutlaus. Kjartan Jónsson: Ég veit það ekki, ég bý einn hjá sjálfum mér og þarf ekki að sýsla svo mikið úti fyrir. Má maður annars fara út? Eriingur Gíslason, leikari: Ég býst ekki við neinum óþægind- um af þessu núna. Þegar að Nixon og Pompidou voru hér um árið urðum við fyrir smá óþægindum, en þá héld- um við uppá fjögurra ára afmæli sonar okkar úti í garði og nokkrir fílefl- dir komu og afvopnuðu börnin. Tóku hvellettubyssurnar eignanámi. Intelsat Mínútan á 3 þúsund Jóhann Hjálmarsson: Verðlagning á þjónustu Pósts ogsíma þannig að stofnunin verði ekkifyrirfjárhagslegu áfalli Fj ölþj óðafy rirtækið Intelsat, sem á gervitunglin sem yfir okkur sveima, hefur gefið út gjaldskrá fyrir sjónvarpsssend- ingar um gervitungl og segir þar að fyrstu tíu mínúturnar í útsend- ingu skuli kosta sem svarar tæp- lega 30 þúsund krónur íslenskum. Hver mínúta umfram það kostar um 1000 krónur íslenskar. Gjaldskráin er gefin út fyrir þær erlendu sjónvarpsstöðvar sem vilja senda fréttir af leiðtog- afundinum til sinna heimalanda og var tekið mið af sambærilegri gjaldskrá sem gilti þegar Reagan og Gorbatsjof funduðu í Genf. Aðurnefnt gjald gildir fyrir hverja sendingu fyrir sig, þannig að lengri sendingar koma betur út en þær styttri. Jóhann Hjálmarsson hjá Pósti og síma sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að þetta gilti jafnt um þá sem senda um Skyggni og eigin jarðstöðvar. „Verðlagning á allri þjónustu Pósts og síma vegna leiðtogafundarins er mið- uð við að stofnunin og þar með íslenskir neytendur verði ekki fyrir fjárhagslegu áfalli af því sem hér er að gerast,“ sagði Jóhann. Póst og símamálastofnun er aðili að Intelsat ásamt yfir hundr- að öðrum þjóðum. Hluti gjald- sins sem tekið verður af sjón- varpsstöðvunum rennur beint til stofnunarinnar. -gg Þjóðviljahappdrœttið Veglegir vinningar Dregið á 50 ára afmœlinu Þessa dagana eru happdrættis- miðar Þjóðviljans að berast les- endum blaðsins okkar. Að sögn Oiafs Þ. Jónssonar, starfsmanns happdrættisins eru vinningar nú enn veglegri en áður og má þar á meðal nefna glænýja bifreið, Lada Samara, vídeótæki, ferða- vinningar og margt fleira. „Við treystum því að fólk bregðist fljótt og vel við og kaupi heimsendu miðana, enda eru kosningar og mikill baráttuvetur framundan þannig að það er brýnt að Þjóðviljinn hafi fjár- hagslegan grundvöll til þess að geta tekið þátt í baráttunni af full- um krafti“, sagði Ólafur. Dregið verður í happdrættinu á 50 ára afmæli blaðsins þann 31. október og lesendum er bent á að snúa sér til umboðsmanna eða afgreiðslu Þjóðviljans og skrifstofu AB á Hverfisgötu til þess að fá nánari ---- upplýsingar. -vd. Ólafur Þ. Jónsson: Það er margt veglegra vinninga í boði í Þjóðviljahappdrættinu á afmælisárinu. Mynd Sig. Einvígið Viröulegt jafntefli Kasparoffvann einvígið I2V2-IIV2 eftir jafntefli í 100. skákþeirra Karpoffs Kasparoff og Karpoff sömdu um jafntefli í síðustu skákinni í heimsmeistaraeinvíginu. Hún fór í bið á miðvikudag og var ekki tefld áfram. Skák númer 24 var formsatriði, Kasparoff tryggði sér titilinn með sigri í 23. skák- inni, en lokastaðan í viður- eigninni er 12V2-11 '/2, og Garí Kasparoff endurkrýndur. Sennilegt er að næsta stórverk- efni þeirra félaga verði ólympí- uskákmótið í Dubai í nóvember, en eftir það fer Karpoff væntan- lega að undirbúa næsta einvígi, við Sókóloff um áskorendarétt- inn á fyrri hluta næsta árs. Menn telja að Karpoff hafi „haldið andlitinu" í þessu einvígi þrátt fyrir ósigurinn, sérstaklega vegna ágætrar sigurhrinu í 17., 18. og 19. skák þegarhann breytti stöðunni úr 9'/2-6'/2 í 9'/2-9/2. Karpoff vann alls fjórar skákir í einvíginu, Kasparoff fimm. Síð- asta skák einvígisins var jafn- framt 100. skák þeirra Karpoffs og Kasparoffs. Aður en heimsmeistaraátökin hófust höfðu þeir jafna vinninga úr fjór- um skákum. í langa einvíginu ó- fullgerða vann Karpoff fimm skákir og Kasparoff þrjár af 48, Kasparoff varð síðan heimsmeistari með 13-11 og er vinningi yfir nú, þannig að heildarstaðan milli þeirra félaga er 50'/2-49'/2 Kasparoff í hag. Og margir spá því að þeir kljáist áfram um titilinn næstu árin. „Ég hef verið sannfærður um sigur frá upphafi einvígisins“ sagði heimsmeistarinn í Leníng- rad í gær „og sú sannfæring hagg- aðist ekki einu sinni á þeim erfiða tíma þegar ég hafði tapað þrisvar í röð.“ Hann sagðist ekkert of ánægður með lokastöðuna í ein- víginu, en mun hressari með tafl- mennsku sína. El Salvadornefndin Reagan fær motmæla- bréf E1 Salvador nefndin á íslandi hefur ákveðið að koma mót- mælabréfí til Reagans bandaríkj- aforseta vegna svívirðilegrar fhlutunar Bandaríkjannna um málefni Nicaragua og grimmdar- aðgerða þeirra gegn þessari smá- þjóð, eins og segir í frétt frá nefn- dinni. Gengið verður að bandaríska sendiráðinu eftir friðarstundina á föstudagskvöldið, eða eins ná- lægt sendiráðinu og komist verð- ur, til að afhenda fulltrúa banda- ríkjastjórnar bréfið. -gg Fallega gert af blaðinu að1 ^Ég var eindregið hvattu? ^Eitt undarlegt samt: aö'j P r'rtn/ln mln ih ■ * l \ L . . n Jiml/ríftn Univ .IJ. . £2 I I I senda mig hingað til Miðjarðarhafsins að dóla mér á ströndinni og veiða til að fara, undirskrifta: söfnun meira að segja, - ég er hrærður yfir þessari hlýju >2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 9. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.