Þjóðviljinn - 12.10.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.10.1986, Blaðsíða 4
Þegar Khmsjof heimsótti Eisenhower Fréttaskýring frá árinu 1959 „Tilraun til fri&samlegrar sambú&ar" kallar Low, teiknari enska blaðsins „Guardian" þessa mynd, sem hann teiknaði fyrir „Krokodil“ í Moskva. Það er ekki úr vegi á þessari helgi að rifja upp fréttaskýr- ingu sem birtist í Þjóðviljanum um miðjan september 1959- þá var að hefjast í Bandaríkj- unum fyrsti fundur æðstu manna risaveldanna, Eisen- howers forseta og Níkitu Khrúsjofs aðalritara Komm- únistaflokks Sovétríkjanna. Fundurinn þótti vitanlega miklum tíðindum. sæta. Banda- ríkin og Sovétríkin höfðu verið bandamenn í styrjöldinni gegn Hitler eins og menn muna, en fljótlega eftir stríðslok kólnaði vinskapur mjög hratt, vígbúnað- arkapphlaupið rauk af stað og var fljótlega háð á sviði kjarnorku- vopna. En 1959 var svo komið að sambúð austurs og vesturs hafði heldur skánað, afvopnunarhug- myndir fengu byr undir vængi - og það var þá að Eisenhower bauð Khrúsjof í fræga heimsókn. Forsetinn átti síðan að fara til So- vétríkjanna árið eftir, en af þeirri heimsókn varð ekki vegna þess að bandarísk njósnaflugvél var skotin niður yfir Sovétríkjunum nokkru áður en sú ferð yrði farin. Magnús Torfi Ólafsson, sem um margra ára skeið var helstur erlendur fréttaskýrandi blaðsins, skrifaði þá grein sem hér fer á eftir. -áb. „Fyrir rúmu ári lýsti Dulles sál- ugi yfir, að heimsókn Krústjoffs til Bandaríkjanna myndi vera mesti sigurvinningur sem foringi heimskommúnismans hefði nokkru sinni getað státað af. Rétt áðan sté Krústjoff fæti á banda- rískt land. Eisenhower stóð ber- höfðaður meðan þjóðsöngur So- vétríkjanna var leikinn, 21 fall- byssuskoti var skotið, heiðurs- vörður heilsaði gestinum, rauðir fánir og stjörnufáninn blöktu í golunni. Sigurinn var unninn, og það mátti sjá á Krústjoff að hann vissi það. Breitt bros og örugg framkoma gerðu hann líkastan góðlátlegum birni, sem loksins hefur komist í hungangskerið“. Á þessa leið hóf fréttaritari breska útvarpsins frásögn sína af komu forsætisráðherra Sovét- ríkjanna til Bandaríkjanna í fyrradag. Enginn er lengur í vafa um, að þegar Eisenhower tók sig til í sumar og bauð Krústjoff að heimsækja Bandaríkin, var utan- ríkisstefnan sem kennd hefur ver- ið við Dulles kistulögð. Æðsta boðorð þeirrar stefnu var að Bandaríkjastjórn yrði að sýna það í hvívetna að hún væri af öðru og æðra sauðahúsi en kommún- istarnir í Moskva. Bandaríkja- menn gætu að vísu ekki hjá því komist að eiga nokkur skipti við þann lýð, en öll nánari kynni bæri að forðast. Þetta væru umgengn- ishættir valdsstefnunnar, þeirrar kenningar Dullesar og banda- rísku herstjórnarinnar að í víg- búnaðarkapphlaupinu ættu Bandaríkin og bandamenn þeirra sigur vísan ef hvergi væri slakað á. Heimboðið til Krústjoffs markar tímamót. Með því viður- kennir Eisenhower fyrir öllum heimi að valdstefnan er ekki lengur framkvæmanleg, eins og málum er háttað verða Sovétrík- in og Bandaríkin að læra að temja sér friðsamlega sanibúð eða bíða sameiginlegt skipbrot. Þetta þykir mörgum Banda- ríkjamanninum hörð kenning og lítt skiljanleg eftir allt sem á undan er gengið. í hálfan annan áratug hefur allra ráða verið leitað til að telja bandarísku þjóðinni trú um að hún sé kjörin til forystu fyrir öllum mannkyni, tuttugasta öldin átti að verða öld Bandaríkjanna. Stjórnendum Sovétríkjanna hefur verið lýst sem fulltrúum alls þess illa, sem Bandaríkin væru kölluð til að út- rýma úr mannheimi. Nú bregður allt í einu svo við að sjálfur höfuð- paur heimskommúnismans er heiðursgestur Bandaríkjafor- seta. Þetta veldur slíkri röskun á hugmyndaheimi Bandaríkja- manna sem í hjartans einfeldni hafa trúað boðskap stjórnenda sinna að þeir vita varla sitt rjúk- andi ráð. Síðan Eisenhower bauð Krústjoff heim hefur hann haldið hverja ræðuna af annarri til þjóð- ar sinnar til að leggja henni nýjar lífsreglur. Það þarf að lægja ofs- ann í þeim sem með engu móti vilja láta af sinni andkommúnist- ísku barnatrú og því kunna að grípa til óyndisúrræða til að láta í ljós andúð sína á gestum Banda- ríkjastjórnar. Á hinn bóginn er ekki talið æskilegt að bandarísk- ur almenningur sýni Krústjoff og föruneyti hans alltof mikla vin- semd. Taugaveiklun ráðamanna í Washington vegna komu Krúst- joffs virðist ástæðulítil ef trúa má skoðanakönnun sem leiddi í ljós að 89 af hundraði aðspurðra töldu að sjálfsagt hefði verið að bjóða sovéska forsætisráðherran- um heim. Einungis fjórir af hundraði voru andvígir komu hans til Bandaríkjanna og fyrir- hugaðri för Eisenhowers til So- vétríkjanna. Bandarískur al- menningur er ekki svo blindur að hann sjái ekki að tvö reginstór- veldi kjarnorkuhervædds heims verða að læra að búa saman ef þeim á ekki að lenda saman með DJÓÐVILJINN blaðið sem vitnað erí f STAÐARNEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. skelfilegum afleiðingum. í heimi vetnissprengju og eldflauga eiga miðaldahugtök eins og krossferðir gegn þeim sem ekki vilja taka hina einu, sönnu trú engan tilverurétt. Forsenda kalda stríðsins var að annar aðil- inn að minnsta kosti teldi hætt- andi á heitt stríð ef í hart færi. Nú viðurkenna allir að í nútímastyrj- öld getur ekki orðið um neinn sigur að ræða, þar hljóta allir að tapa. Verkefni Krústjoffs og Eisen- howers í viðræðunum í Washing- ton og Moskva verður ekki að gera út um einstök deilumál. Það verður gert síðar á fundi eða fundum æðstu manna. Hlutverk forystumanna reginstórveldanna tveggja er að gera hvor öðrum svo Ijósa grein fyrir markmiðum sínum og stefnu að bægt verði frá hættunni á að þeir álpist út í óf- æru vegna misskilnings eða mis- taka. Friðsamleg samkeppni á að skera úr um ágæti mismunandi hagkerfa, vopnaviðskipti koma þar ekki til greina. Vetnis- sprengjur geta ekki skorið úr neinu deilumáli, en framtíðin er þeirra sem verða fyrstir til að beisla vetnisorkuna og hagnýta hana í þágu almennings. Á þessu hefur Krústjoff hamr- að árum saman, og þess vegna kemur hann á fund Eisenhowers sem sigurvegari. Hann hefur fengið sitt sjónarmið viðurkennt einmitt á þeim stað þar sem því var afdráttarlaust hafnað í fyrstu. Fyrir fáum árum lagði Dulles sig allan fram til að telja mönnum trú um að allt tal um friðsamlega sambúð væri lævísleg tilraun kommúnista til að svæfa Banda- ríkin og bandamenn þeirra á verðinum. Nú er svo komið að Eisenhower heldur varla svo ræðu að hann minnist þar ekki á nauðsynina á friðsamlegri sambúð ríkja með ólíkt þjóð- skipulag. Allt tal um bandaríska sókn „til að frelsa hinar undirok- uðu þjóðir“ er löngu þagnað í Washington. Of snemmt er enn að segja að kalda stríðið sé með öllu úr sögunni, en svo mjög hef- ur af því dregið síðustu mánuðina að það getur ekki framar borið sitt barr. M.T.Ó. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.