Þjóðviljinn - 12.10.1986, Blaðsíða 16
Gangan langa verður að
byrja á nokkrum skrefum
Rœtt við Ólaf Ragnar Grímss^n um ástandið í alþjóðamálum,
mikilvœgi leiðtogafundarins á íslandi, möguleika smáþjóða til að
hafa áhrif og ýmislegt fleira sem tengist leiðtogafundinum í
Reykjavík
„Leiðtogafundurinn í Reykja-
vík er staðfesting á því að al-
menningsálitið í heiminum
virkar. Þaðeralmenningur
sem hefur þrýst þeim Reagan
og Gorbatsjof saman.“
Við erum stödd á skrifstofu
Ólafs Ragnars Grímssonar á ann-
arri hæð í Odda. Ólafur er manna
kunnastur hræringum í heimspól-
itíkinni um þessar mundir og
þakka margir samtökunum
PGA, en Ólafur er formaður
framkvæmdanefndar þeirra sam-
taka, það að vilji virðist nú vera
að fæðast hjá risaveldunum að
ganga til raunhæfra samninga um
fækkun meðaldrægra eldflauga í
Evrópu og frestun á stjörnu-
stríðsáformunum.
Nýlega flutti Ólafur Ragnar er-
indi á ráðstefnu hjá Pugwash-
samtökunum, en það eru samtök
vísindamanna í raunvísindum og
alþjóðamálum bæði frá Banda-
ríkjunum, V-Evrópu og Austan-
tjaldslöndunum sem hafa starfað
í 30 ár. Samtök þessi halda árlega
vísindaráðstefnu og að sögn
Ólafs Ragnars eru þar kynntar
helstu athuganir á ýmsum nýj-
ungum í þróun kjarnorkuvígbún-
aðar og afvopnunarmálum. Á
þessum ráðstefnum hafa verið
kynntar ýmsar hugmyndir, sem
síðar hafa orðið fyrirmynd að
samningum í alþjóðamálum og
leitt til verulegra áfanga á þeirri
braut.
Nýjar aðferðir
í alþjóðamálum
Ólafur Ragnar var spurður að
því hvað erindi hans hefði fjallað
um.
„Mér var boðið að flytja þarna
erindi um nýjar aðferðir í alþjóð-
amálum. Það fjallaði fyrst og
fremst um það hvernig hægt væri
að ná árangri án þess að beita
gömlu hefðbundnu leiðunum,
sem miðuðust fyrst og fremst við
formlegar alþjóðastofnanir og
ríkisstjórnavettvang. Mín kenn-
ing sem ég kynnti þarna, er að
nota eigi aðrar aðferðir en stofn-
anaaðferðina, sem felst í því að
ríki leggja fram tillögur á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna, og
þær eru kannski samþykktar þar
með miklum meirihluta atkvæða,
en samt gerist ekkert. Þær eru þá
fluttar aftur og aftur án nokkurs
árangurs. Stofnanaaðferðin felst
líka í því að að notast er við dipl-
ómatískar leiðir sem eru bundnar
við sendiherra og aðra formlega
aðila. í stað þessarar stofnanaað-
ferðar tel ég að það eigi að leita
eftir samvinnu við margvísleg
samtök og einstaklinga sem
standa formlega utan við ríkis-
stjórnakerfið. Þá aðferð má kalla
samskiptaaðferðina í stað stofn-
anaaðferðarinnar.
Samkvæmt þessu getur frum-
kvæði að aðgerðum komið frá
samtökum, áhugamannahópum,
sérfræðingum og einstaklingum.
Þeir geta beitt áhrifum sínum
bæði gagnvart ríkisstjórnum,
fjölmiðlum og öðrum fjölda-
hreyfingum. Þeir geta því farið
fjölþættari leiðir en hinar gömlu
diplómatísku aðferðir bjóða upp
á.
Samskiptaleiðin
Ég tók sem dæmi hvernig okk-
ar samtök Parliamentarian Glo-
bal Action hefðu myndað hóp sex
þjóðarleiðtoga, ekki sem form-
lega ríkisstjórnasamvinnu heldur
sem pólitíska samvinnu þessara
leiðtoga, hvernig það hefði svo
verið tengt við þingmenn í mörg-
um öðrum ríkjum, friðarhrey-
fingar, sérfræðinga, vísindamenn
o.s.frv.
Annað dæmi eru samningarnir
í Moskvu, þar sem óháð samtök
bandarískra vísindamanna, sem
ekki voru formlegir fulltrúar
ríkisstjórnarinnar, gerðu samn-
inga við vísindaakademíuna í So-
vétríkjunum um eftirlit með til-
raunabanninu.
Fleiri dæmi má nefna, t.d.
hvernig tónlistarmenn sköpuðu
meiri vakningu gagnvart hjálp
fyrir nauðstadda í Afríku. Það
frumkvæði er stundum kennt við
Bob Geldoff. Tónlistarmenn í
Bandaríkjunum og Bretlandi
tóku sig saman og bjuggu til Live
Aid. Þar var sjónvarpsmiðlum
beitt og meiri athygli almennings
skapaðist á þessu vandamáli en
Sameinuðu þjóðunum hafði tek-
ist á árunum á undan.
Þá nefndi ég sem dæmi Lækn-
asamtökin gegn kjarnorkuvá en
þau fengu Nobelsverðlaun í
fyrra. Með starfi sínu hafa þau
gjörbreytt skilningi manna á af-
leiðingum kjarnorkuvígbúnaðar,
en það hefði verið óhugsandi
fyrir formlega fulltrúa ríkis-
stjórna. Þar sem læknar starfa í
nánum persónulegum tengslum
við fólk og njóta ákveðins trausts
þá var þetta hægt.
Fleiri dæmi mætti tína til. Það
má kannski segja á léttúðugan
hátt að spurningin væri um það
hvort menn beittu sömu aðferð-
um í alþjóðastjórnmálum og
stóru fjölþjóðafyrirtækin og risa
fjölmiðlunarfyrirtæki beita á sín-
um vettvangi, að tengja saman
ólíka heimshluta, ólík stjórn-
málakerfi og skoða heiminn allan
sem eðlilegan starfsvettvang og
ekki einangra sig við þröngar
stofnanir.“
16 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 12. október 1986
Viðurkenning
á áhrifum
almenningsálitsins
Ef við snúum okkur að leiðtog-
afundinum í Reykjavík. Hversu
mikilvœgir eru svona fundir?
Leiðtogarnir kalla þetta vinnu-
fund, en er ekki búið að gangafrá
öllum helstu þáttum áður en þeir
hittast og því sjálfur fundurinn
meiri sýning en alvarlegur samn-
ingafundur?
„Það er ómögulegt að vita í
þessu tilviki frá hversu miklu hef-
ur þegar verið gengið. Þessi fund-
ur er staðfesting á því að almenn-
ingsálitið í heiminum virkar
vegna þess að almenningsálitið
hefur verið að þrýsta þeim til að
ná árangri. Vígbúnaðarkapp-
hlaupinu hefur verið mótmælt
um allan heim og það hefur gerst
ekki síður innan bandaríska
stjórnkerfisins en annarsstaðar.
Vegna þess að báðir eru þeir
stjórnmálamenn að þá finna þeir
þennan þrýstingfrá almenningsá-
litinu. Fundurinn er því mjög
mikilvæg viðurkenning á því.
Þeir verða að sýna heiminum að
þeir hafa vilja til að reyna að ná
samkomulagi. Það er ekki lengur
talin góð og gild vara að setjast
ekki að viðræðuborði til að reyna
að ná árangri, einsog var t.d. á
fyrstu árum Reagan-stjórnarinn-
ar.
Mér finnst margt benda til
þess, í aðdraganda þessa fundar
og í ummælum um hann, að á
undanförnum vikum hafi náðst
áfangi í átt að veigamiklu
samkomulagi. Flvað þeir eru
langt komnir á þeirri braut er
ómögulegt að gera sér nákvæm-
lega grein fyrir.“
Gagnrýni
á stjörnustríðs-
áœtlunina
Ber ekki í raun og veru mjög
lítið á milli? Bandaríkjamenn
hafa hingað til borið fyrir sig þau
rök, að ekki vœri hægt að hafa
eftirlit með Sovétmönnum en nú
hafa vísindamennirnir komist að
samkomulagi um það. Þá virðist
stjörnustríðsáœtlun Reagan-
stjórnarinnar að miklu leyti fallin
um sjálfa sig.
„Stjörnustríðsáætlunin hefur
mætt miklu meiri mótspyrnu
innan þingsins í Bandaríkjunum
en þeir gerðu ráð fyrir. Þá hefur
hún mætt mótspyrnu vísinda-
manna í Bandaríkjunum, bæði
þeirra sem starfa í háskólunum
og líka sætt gagnrýni ýmissa vís-
indamanna sem hafa starfað við
hana. Sumir þeirra sem hafa ver-
ið þar framarlega í sveit hafa sagt
af sér vegna þess að þeir vilj a ekki;
lengur taka þátt í þessum rann-
sóknum á þeim forsendum að
það sé verið að gefa falskar vonir
og villa um fyrir almenningi um
vísindalegt eðli rannsóknanna.
Þar að auki hefur þingið mótmælt
þessum gífurlegu efnahagslegu
byrðum sem stjörnustríðsáætlun-
in hefur í för með sér. Reagan
stendur núna í hörðum deilum
við þingið þar sem það er um
100% munur á því sem hann vill
fá á fjárlögum til stjörnustríðsá-
ætlunarinnar og því sem fulltrúa-
deildin er reiðubúin að láta hon-
um í té.
Það hefur því reynst þyngri
róður fyrir stjórnina en búist var
við að hrinda stjörnustríðsáætl-
uninni í framkvæmd. Þessvegna
er Bandaríkjaforseti kannski til-
búinn að gera nýtt samkomulag
um skilning á ABM-samningn-
um. Ef sá samningur er skilinn
þeim skilningi sem ríkt hefur þá
er hann sjálfvirk hindrun á að
stjörnustríðsáætlunin geti náð
fram að ganga. Þessvegna reyndu
Weinberger varnamálaráðherra
og aðrir vígbúnaðarsinnar innan
Reagan-stjórnarinnar, að koma á
flot fyrir rúmu ári nýjum skilningi
á ABM-samningnum og kölluðu
það hinn rúma skilning. Hann
leyfði tilraunirnar með stjörnust-
ríðsvopnin.
Stjörnustríðs-
áœtlunin verður
kannski úrelt
Nú hefur Reagan lýst því yfir
að hann sé hugsanlega reiðubú-
inn að gera samkomulag um það
að samningurinn í hinum þrönga
skilningi gildi að minnsta kosti í
sjö ár. Gorbatsjof hefur nýlega
sett fram það viðhorf að það
þyrfti að tryggja að hann gilti í
minnsta kosti í fimmtán ár. Þarna
á milli er hugsanlegt að þeir nái
samkomulagi um 10-13 ár.
Þó það sé ekki langur tími,
segjum 11 ár, þá eru engu að
síður aðeins tvö ár eftir af valda-
tíma Reagans. Síðan getur næsti
forseti aðeins setið í 8 ár. Þannig
að það væri komið inn á kjörtfm-
abil þar næsta forseta þegar þyrfti
að ákveða hvort ætti að fram-
lengja ABM-samninginn enn
frekar. Þá gæti verið að sá pólit-
íski þrýstingur um stjörnustríðsá-
ætlunina, sem hefur mikið verið í
nafni Reagans sjálfs, verði horf-
inn og að menn horfi þá á málin af
meiri efnislegri skynsemi.“
Pólitískur
tilgangur vopnanna
Willy Brandt hefur gagnrýnt
það að fulltrúar risaveldanna
skuli að vera að semja umfœkkun
meðaldrœgra eldflauga í Evrópu,
án þess að fulltrúar þeirra ríkja,
sem þar eiga hlut að máli fái að
koma nokkuð nálœgt. Er þetta
réttmæt gagnrýni?