Þjóðviljinn - 12.10.1986, Blaðsíða 10
Heimsmeistaraeinvígið í skák
Kasparoff hélt velli
Einvígi þeirra Karpoffs og
Kasparoffs lauk á fímmtudag
með því að þeir sömdu um jafn-
tefli i tuttugustu og fjórðu skák-
inni, sem hafði farið í bið daginn
áður. Kasporoff hafði þegar
tryggt sér heimsmeistaratitilinn
með sigri í tutugustu og þriðju
skákinni. Síðasta skákin var því
formsatriði og lauk viðureigninni
þannig að Kasparoff hlaut 12 '/2
vinning gegn 11 V2 vinning Karp-
offs.
Pegar einvígið hófs í Lundún-
um báðum við þrjá þekkta skák-
menn og skýrendur að spá fyrir
um úrslitin. Það voru stór-
meistararnir Friðrik Ólafsson og
Helgi Ólafsson sog Jón Torfason
skákskýrandi Þjóðviljans. Þeir
þrír spáðu svo aftur í stöðuna
þegar einvígið var hálfnað.
-Sáf
Úrslit einvígisins
1. Jafntefli 'h - V2
2. Jafntefli 1 -1
3. Jafntefli IV2- iy2
4. Kasparoff 2Vfe -1V2
5. Karpoff 2Va - 21/2
6. Jafntefli 3-3
7. Jafntefli 3'/2 -3'/2
8. Kasparoff 4V2 -3V2
9. Jafntefli 5-4
10. Jafntefli 5'/2 - 4’/2
11. Jafntefli 6-5
12. Jafntefli 6’/2 - 5’/2
13. Jafntefli 7-6
14. Kasparoff 8-6
15. Jafntefli 8’/2 - 6’/2
16. Kasparoff 9’/2 - 6’/2
17. Karpoff 9’/2 - 7’/2
18. Karpoff 9’/2 - 8’/2
19. Karpoff 9’/2 - 9’/2
20. Jafntefli 10-10
21. Jafntefli 10’/2-10’/2
22. Kasparoff 11’/2-10’/2
23. Jafntefli 12-11
24. Jafntefli 12’/2- 11 ’/2
Baráttuviljinn
einkennandi
Jón Torfason,
skákskýrandi:
Þessirtveirskák-
menneruíal-
gjörum sérflokki
„Mér er alltaf illa við að spá, en eftir að fyrri hálfleik lauk
í London, gerði ég þó ráð fyrir að Kasparoff myndi vinna
og það stóðst,“ sagði Jón Torfason, skákskýrandi Þjóðvilj-
ans.
Jón sagði að öll einvígi væru spennandi en þetta hefði þó
ekki orðið verulega spennandi fyrr en undir lokin þegar
Karpoff hafði unnið 19 skákina og jafnað metin.
Þetta er þriðja einvígi þeirra Karpoffs og Kasparoffs. í
fyrsta einvíginu hafði Karpoff afgerandi frumkvæði til að
byrja með en þegar fór að líða á einvígið náði Kasparoff sér
á strik og þá var einvíginu frestað. Annað einvígið var mun
meira spennandi og stóð í járnum þar til undir lokin að
Kasparoff náði afgerandi forystu. f
„Einvígið núna einkenndist af mikilli baráttu sérstak-
lega þegar fór að líða á það. Kasparoff sýndi mikinn
baráttuvilja allt einvígið en Karpoff einkum nundir lokin.“
Af einstökum skákum vildi Jón nefna elleftu skákina, en
hún var mjög kröftug og mikill baráttuhugur í báðum. Það
gekk á fómum fram og aftur og henni lyktaði svo með
jafntefli. Aðrar skemmtilegar skákir í einvíginu voru að
hans mati skák nr. 16 og tuttugasta og önnur skákin.
„Þessir tveir skákmenn era í algjörum sérflokki.“
Jón var beðinn að bera þessa viðureign saman við einvígi
þeirra Fischers og Spasskys í Reykjavík 1972. Taldi hann
slíkan samanburð mjög erfiðan þar sem Fischer hefði verið
það miklu betri en Spassky.
-Sáf
Þeir eru
í sérflokki
FriðrikÓlafsson,
stórmeistari:
Þaðgœtitœp-
astneinnskák-
maðuráttvið
Kasparoffídag
nemaKarpoff
„Þetta einvígi var ekki nýög frábrugðið fyrri viður-
eignum þeirra Karpovs og Kasparoffs,“ sagði Friðrik Ól-
afsson, stórmeistari. „Helsti munurinn er sá að tafl-
mennska Kasparoffs var ekki eins afgerandi í þessu einvígi
og áður. Hann glutraði niður góðu forskoti undir lokin
vegna kæruleysis.“
Friðrik hafði spáð Kasparoff sigri með eins til tveggja
vinninga forskoti og stóðst sú spá.
„Þegar Karpoff vann þrjár skákir í röð undir lok einvíg-
isins hélt ég að Kasparoff væri að brotna saman, en honum
tókst að hrista þetta af sér, sejm sýnir vel styrk hans.“
Hvað taflmennsku þeirra tveggja snerti þá sýndi Karpoff
mikið keppnisskap og hörku en Kasparoff mikið næmi
fyrir leikfléttum að mati Friðriks.
„Það gæti tæpast neinn skákmaður átt við Kasparoff í
dag nema Karpoff, þessir tveir skákmenn eru í algjörum
sérflokki.“
Friðrik taldi elleftu skákina, sem tefld var í London,
fallegustu skák einvígisins. Kasparoff var með svart og
lyktaði þeirri skák með jafntefli eftir mjög fallega tafl-
mennsku.
Friðrik var beðinn að bera þetta einvígi saman við ein-
vígi þeirra Fischers og Spasky. Sagði hann að nú hefði
verið meira um styttri skákir en þá og því væri ekki hægt að
segja að þetta væri rishærra einvígi en einvígið í Reykjavík
„Þrátt fyrir það vora margar góðar og skemmtilegar
skákir tefldar í þessu einvígi og allur samanburður við fyrri
einvígi mjög hæpinn.“
-Sáf
Baráttan reyndi
á þolrif keppenda
Helgi Ólafsson,
stórmeistari:
Sátturvið úrslitin
þóspáinhafi
ekkirœst
„Ég er sáttur við þessi úrslit,“ sagði Helgi Ólafsson,
stórmeistari, en hann hafði spáð Karpoff sigri í einvíginu.
„Þó spáin um sigurvegarann hafi ekki staðist þá stóð þó það
að úrslitin réðust undir lokin einsog ég hafði sagt.“
Helgi var einkum ánægður fyrir hönd íslendinga að
Kasparoff skyldi hafa sigrað þar sem líkur era á að hann
komi hingað til lands á næsta ári og taki þátt í skákmóti.
„Annars eru þessir tveir skákmenn í sérflokki og hafa
verið það undanfarin ár, þó Kasparoff hafi vinninginn. Það
einkenndi þetta einvígi hversu mikil barátta var í skákun-
um. Þegar þetta sterkir og jafnir skákmenn mætast þá
gerist það iðulega að þeir tefla upp á jafntefli. Svo var ekki
nú. Taflmennskan var góð og mikil barátta sem hefur reynt
á þolrif keppenda, enda vora komin þreytumerki í tafl-
mennskuna undir það síðasta."
Helgi var spurður að því hvort einhver ein skák hefði
borið af í þessu einvígi. Hann taldi ekki að nein perla hefði
litið dagsins ljós í þessu einvígi einsog í einvíginu þar á
undan, en sextánda skákin í því var að hans mati ein af
perlum skáklistarinnar. Eftirminnilegustu skákirnar úr
þessu einvígi vora skák nr. 22 þegar Kasparoff komst aftur
yfír og einnig sextánda skákin, en Kasparoff tókst að vinna
hana óvænt þó flestir hefðu spáð jafntefli.
Fyrsta einvígið sem Helgi fylgdist með var einvígi þeirra
Spasskys og Petrosjan árið 1969 en minnisstæðast er hon-
um einvígi þeirra Fischers og Spasskys hér á íslandi árið
1972. Sagði hann að varla væri hægt að bera það saman við
einvígið núna til þess hafi verið of mikill munur á þeim
Fischer og Spassky, en þeir Karpoff og Kasparoff era
hinsvegar mjög jafnir skákmenn. -Sáf
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. október 1986