Þjóðviljinn - 12.10.1986, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 12.10.1986, Blaðsíða 23
Túlkur sóttur í skólastofuna Það var víða handagangur í öskjunni í gær þegar Gorbat- sjoff kom til landsins. Túlkur ABC sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku fannst ekki þegar til átti að taka og allt var komið í fullan gang við að undirbúa ústendingu frá komu sovéska þjóðarleiðtogans til landsins. Eftir miklar hringingar út um allan bæ fréttist af ungri stúlku við nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð sem væri vel að sér í rússnesku og öðrum heimstungum. Brunað var upp í skólann og sjónvarpsmönnum til mikil- lar ánægju tók stúlkan erind- inu vel. Innan tíðar sat Olga Bergmann í útsendingarklefa ABC stöðvarinnar á Austur- velli við hlið Peter Jennings aðalfréttamanns stöðvarinn- arog þýddi ávarp Gorbatsjoffs á flugvellinum úr rússnesku yfir á ensku fyrir miljónir sjón- varpsáhorfenda í Bandaríkj- unum. Það er ekki hægt að segja annað en íslendingar leiki víða stórt hlutverk þessa dagana í stórveldaleiksýning- unni. Enginn forseti Vegna deilna í millum forseta alþingis var frestað kjöri fors- eta sameinaðs þings og þing- deilda frestað við setningu Al- þingis. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson lagði til að einungis yrði kjörinn forseti sameinaðs þings á þingsetningarfundin- um. Þetta gátu forsetar deildanna þau Ingvar Gísla- son og Salome Þorkelsdótt- ir ekki sætt sig við og var þá fallið frá öllu forsetakjöri. Þetta varð til þess að það var hvorki Þorvaldur einn né ásamt Ingvari og Salóme sen: tók á Raisu Gorbatsjoffu þegar hún heimsótti Alþingi í gær heldur aldursforseti al- þingis Stefán Valgeirsson.a Stutt til sátta Vanir samningamenn segja að það sé engin tilviljun hvers vegna Höfði en ekki Hótel Saga var valinn sem vett- vangur samningafunda þeirra Reagans og Gorbatsjoffs um heimsfrið og afvopnun. Gangi illa í viðræðunum má alltaf færa sig yfir í næsta hús á móti þar sem Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemj- ari er til húsa.e Hvíta húsið eftirsótt Mikil eftirspurn hefur verið eftir nægilega virðulegu og rismiklu húsi til að hýsa stór- menni í tengslum við leiðtog- afundinn. Eittþeirrahúsasem sótt hefur verið í er „Hvíta hús- ið“ við Sóleyjargötu 1, þar sem áður bjó Kristján heitinn Eldjárn forseti. Húsið er firna virðulegt, flóðlýst að nætur- lagi, og er nu í eigu Reyk- vískrar endurtryggingar. Það er jafnframt þannig stað- sett að auðvelt er að verja það árásum óaldarmanna, sem er víst einkar þýðingarmikið atr- iði fyrir stórmennin. Eftir téðu húsi var falast af hálfu banda- ríska sendiráðsins, til að hýsa þar virðingarmann úr föru- neyti Ronalds Reagan , Bandaríkjaforseta. Gísli Orn Lárusson forstjóri RE mun þó ekki hafa látið til leiðast, þrátt fyrir góðan pening sem var í boði. En nú munu sjón- varpsmenn á vegum NBC stöðvarinnar frá Bandaríkj- unum hafa fengið húsið til af- nota í dag, sunnudag. Þar á að halda fréttamannafund um gervihnött. Spyrlarverðafjórir fræknir fréttahaukar víðs veg- ar í Bandaríkjunum sem munu spyrja um gervihnöttin starfs- mannastjóra Hvíta hússins, sjálfan Donald Regan. En sá öðlaðist meðal annars frægð af endemum á dögun- um þegar Reagan forseti var lagðu r á spítala. Þá fór Donald kallinn að haga sér einsog hann væri sjálfur orðinn fors- eti... Það mun vera Ólafur Hauksson frá SAM- útgáfunni, sem hafði milli- göngu um að fá Hvita húsið í Sóleyjargötu undir fundinn með starfsmannastjora Hvíta hússins í Washington.a Flaggað í Garðabæ Það vakti athygli Garðbæinga í fyrradag hve mikið var flagg- að í bænum. Þar fór fremstur í flokki bæjarstjórinn sjálfur, Jón Gauti Jónsson sem valdi komudag Gorbatsjoffs til landsins til að halda reisugilli á nýja húsinu sínu. Ná- kvæmur maður Jón Gauti.« i,. >.S0. H. "o'* lu l | MADUR-MANNS-MANNI-MANN MADUR-MANNS-MANNI-MANN 0NSKIS LEIÐ i Politimenni onskis leid. j Má vera stora ok kraftigur ok hava eiginn pistol (laus i sliri). : Kennileik til russmannsk og vinlendsk. Rópa 095-354-1-7913 ok spýr eftir Vígdis. I MADUR-MANNS-MANNI-MANN MADUR-MANNS-MANNI-MANN I Nojarar spœldir Norðmenn hafa sem kunnugt er þá áráttu að líta á íslendinga sem einskonar ófullveðja litlu- bræður, - og þola sýnilega ekkert verr en að mörlandinn skyggi á hina stórnorsku glæsiþjóð í heimsljósinu. Ef dæma má af brandaranum úr „Aftenposten“ fer leiðtogafundurinii í Reykja- vík verulega í skapið' á þeim, - hér er á einhverskonar norskri ís- lensku verið að grínast með mannfæð í löggunni okkar. Norð- menn eiga eftir að sjá að þeir Böddi Braga, Bjarki El og Sæmi rokk standa fyllilega fyrir sínu, og við gætum meiraðsegja lánað no- jurum þessa heiðursmenn ef ein- hverjum skyldi einhverntímann detta í hug að hittast í Osló. b'aö er svo sannarlega gaman að vera í London. Úrval gefur þér nú kost á að njóta lífsins í hinni sígildu menningar- og skemmtanaborg London. Úrval sér til þess að þú lifir í lystisemdum í þrjá, fimm eða sjö daga, allt eftir þínum óskum. Hótelin sem Úrvai býöur í London eru fyrsta flokks og búin öllum hugsanlegum þægindum, baði, útvarpi, sjónvarpi og síma og eru öll staösett í hjarta borgarinnar. Skemmtihelgi í London frá aðeins kr. 12.570.- innifalið í verðinu er flugið til og frá London, gisting í tvær nætur og morgunverður. Og viljirðu taka börnin með færðu ríflegan afslátt fyrir þau. London er yfirfull af freistingum til að falla fyrir. Leikhús- og tónlistarlíf er hvergi blómlegra, fótboltinn hvergi skemmtilegri og nú þegar pundið hefur lækkað er mjög hagstætt að versla í London og gaman að borða og fara í bíó, svo nokkuð sé nefnt. u* /rval býður viðskiptavinum sínum einnig ferðir til New York frá kr. 20.399.-, Amsterdam frá kr. 14.540 - og Glasgow frá kr. 12.440 - og alls staðar er gist á mjög góðum hótelum Allar nánari upplýsingar veita sölu- og umboðsmenn Úrvals um land allt. f FERÐASKRIFSTQFAN ÚRVAL Ferðaskrifstotan Urval v/Austurvöll. Simi (91) 26900. FLUGLEIDIR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.