Þjóðviljinn - 12.10.1986, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.10.1986, Síða 6
„Asninn hefur líka rödd“ Kristján Jóhannsson óperusöngvari segir frá ferli sínum erlendis, kynnum sínum af Ameríku og uppfœrslunni á óperunni Tosca, sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu í gœr Kristján Jóhannsson: Puccini var mikill tilfinningamaður eins og ég. Myndin er tekin í förðunarstofu Þjóðleikhússins. Með honum eru Gunnhildur Gunnars- dóttir t.v. og Margrét Matthíasdóttir deildarstjóri förðunardeildar til hægri. Ljósm. Sig. Kristján Jóhannsson óperu- söngvari er kominn til lands- ins einaferðina enn til þess að skemmta okkur með söng sínum. í þetta skiptið í gervi listmálarans Cavaradossi í óperunni Tosca, sem frum- fluttvaríÞjóðleikhúsinu ígær viðmikinnfögnuð. Kristján var rétt stiginn út úr flugvélinni frá New York þeg- arvið hittum hann aðtjalda- baki í Þjóðleikhúsinu fyrr í vik- unni og áttum við hann stutt spjall. Þér virðist það ekki mikil fyrir- höfn að hlaupa í gervi Cavara- dossi með stuttum fyrirvara, Kristján. Hefur þú sungið þetta hlutverk áður? Jú, mikil ósköp, þetta er 7. uppfærslan á Tosca sem ég tek þátt í í þessu hlutverki. Annars er ég búinn að fylgjast með æfingum hér, var hér bæði í vor, þegar æfingar hófust og einnig í ágúst síðastliðnum. Hvað hefur þú annars verið að gera undanfarið? Ég er að koma frá New York, þar sem ég er á samningi hjá New York City Opera. Ég verð þar með annan fótinn þetta og næsta leikár að syngja í óperunni Faust og La Bohéme. Á næsta leikári verð ég einnig með í tveim nýjum uppfærslum í sama leikhúsi. Reynslan frá Ameríku Hvernig líkar þér við Amerík- anann? Ég kann vel við Ameríkanann og æ betur eftir því sem á líður. Þeir hafa sýnt mér mikinn áhuga og velvilja í Bandaríkjunum, og mér finnst þeir vinna vel og af Kristján í hlutverki listmálarans Cavaradossi við málaratrönurnar í San Andrea dolla Valle kirkjunni í Róm. Ljósm. Sig. fagmennsku. Manni fannst þeir kannski nokkuð barnalegir eða jafnvel heimskulegir í tilsvörum fyrst í stað, en það var bara á meðan maður hafði ekki náð húmornum hjá þeim. Nú vil ég helst hvergi vinna nema þar. Eiga Bandaríkjamenn hefð í óperuflutningi eða er vaxandi áhugi á óperutónlist þar vestra? Já, mikil ósköp. Það hefur ver- ið gríðarlegur vöxtur í óperu- flutningi í Bandaríkjunum á síð- ustu árum og áratugum. Þar eru nú komin upp um 50 óperukom- paní með fullt leikár auk ótelj- andi óperuhátíða. Þetta sýnir allt mikinn og vaxandi áhuga. En það er ekki bara að almenningur sýni óperuflutningi aukinn áhuga, bæði í Evrópu og Ameríku, held- ur hefur einnig orðið breyting á sjálfum óperuflutningnum. Menn gera meiri listrænar kröfur til flutningsins nú en var hér áður. Hljómsveitirnar eru hafðar stærri og hljómmeiri og meira er lagt upp úr því að fylgja handriti tón- skáldsins. Það er reynt að ná fram sterkari heildarmynd í sýning- unni, og framhjáhlaup einstakra söngvara sem voru algeng í eina tíð líðast ekki lengur. Óperu- flutningur í dag byggir á meiri undirbúningi, þar sem söngvar- inn verður að sýna umburðar- lyndi og taka tillit til annarra flytjenda. Við erum að horfa aft- ur til Toscanini-tímabilsins, þar sem hinn strangi agi var látinn þjóna heildaráhrifum flutning- sins. Það má segja að þetta hafi farið allt úr böndum eftir stríð, en hafi breyst aftur á síðustu 20 árum. Ertu þá búinn að segja skilið við Ítalíu? Nei, en ég hef ekki sungið þar nú í 3 ár. Ég var í rauninni svikinn illilega um verkefni í Torino í fyrra. En ég er nú á förum aftur til ltalíu og fleiri Evrópulanda til þess að leita fyrir mér. Ég er bú- inn að fá nýjan umboðsmann í Evrópu sem ég bind vonir við og ætla að beina mér þangað í fram- tíðinni, ekki síst til Þýskalands og Austurríkis. Hvað verður þú lengi hér að þessu sinni? Ég verð hér fram yfir mánaða- mót, en kem svo aftur. Er einhver sem hleypur í skarðið fyrir þig? Nei, það verður ekki. Það er því miður ekki um auðugan garð að gresja meðal tenóra hér á landi, og þeir fáu sem kæmu til greina eru uppteknir í óperunni hér handan við götuna. Hvernig leggst þessi sýning á Toscu í þig? Ég verð að segja að mér finnst hafa verið unnin hér frábær vinna. Við erum hér með topp- 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.