Þjóðviljinn - 12.10.1986, Síða 8

Þjóðviljinn - 12.10.1986, Síða 8
SUNNUDAGSPISTILL Khrúsjof les yfir Sameinuðu þjóðunum: Stundum henti hann skrifðum texta og þá var allra veðra von. Nixon og Khrúsjof drekka þegsí í Moskvu: Báðum þótti sinn fugl fagur. Eisenhower: Hann kom aldrei austur, en það var búið að leggja vegi hér og þar... FJOLMIÐLAFAR og frœgir menn ítengslumviðleiðtogafundinnnúog annan 1959 Ekkert finnst mér undarlegra í sambandi við leiðtogafundinn hér í Reykjavík en þetta mikla kraðak af fréttamönnum. Það koma til dæmis gengi frá fimm japönskum sjónvarpsstöðv- um. Og fá líklega öll sama tækifæri ttyéð filma leiðtogana í örfáar mínútur eða varla það. Margir hafa verið að hugga sig við það meðal heimamanna að blaðamennirnir hljóti, nauðugir viljugir, að fara að kynna sér ís- lensk mál meðan tíminn líður. Við skulum vona það. Að minnsta kosti verður sá, sem hér lemur ritvél, fyrir allskonar fyrir- spurnum þessa síðustu daga sem og aðrir starfsbræður. Norðmað- ur vill vita um öll helstu rök með eða móti herstöð á íslandi. Breti spyr um draugagang. Ameríkani spyr, hvort það séu virkilega eng- ir gyðingar á íslandi. Hótel Kefl- avík spyr um rússneskan fána. Jú — það er líklegt að frétta- menn setji margt saman um ís- land og við skulum vona að það verði ekki allt um það klondæk- hugarfar sem hefur farið um bæ- inn og skrúfað upp verðlag með feiknahraða. Auðum höndum En það er einnig líklegt, að mikill sægur fréttamanna sitji auðum höndum og láti sér fátt um eyland þetta finnast. Þeir eru nefnilega svo rækilega lagðir undir „skilorðsbundin við- brögð“. Þeir eru rétt eins og hundarnir hans Pavlofs - þeir slefa ekki nema þeir heyri merki um að Hin Miklu Nöfn séu í nánd. Fyrir tíu árum fór ég í leiðangur fyrir Þjóðviljann - Magnús heitinn Kjartansson hafði mikinn áhuga á því hvað væri að gerast í kosningum á Ítalíu og kom því til leiðar að ég færi þangað. Þá var Kommúnistaflokkur Italíu mjög í sviðsljósi, hann var að vinna á, og heimspressan vildi fylgjast með því hvort aukinn styrkur hans nægði til að breyta hinu pólitíska korti. Nema hvað: heimspressan settist að í blaðamannamiðstöð Kommúnista og fyigdist þar með talningunni. Þar í hópi var fimm manna sveit frá kanadískri sjón- varpsstöð. Þeir höfðu flogið á vettvang deginum fyrr. Og það eina sem þeir gerðu var að bíða eftir því að nóg væri talið af at- kvæðum til að foringjar komm- únista færu að láta ljós sitt skína. Þá höfðu þeir lagt snörur fyrir einn þeirra, Napolitano, sem tal- aði vel ensku, og ætluðu að taka upp við hann þriggja mínútna viðtal eða svo - og fljúga síðan heim. Þeim datt ekki í hug að leggja það á sig að tala við nokk- urn mann annan í Róm. Forsetinn okkar og öryggið Annað sem menn að sjálf- sögðu hafa mikið milli tannanna er öryggisgæslan. Sem er vitan- lega ekkert gamanmál og hefur orðið feiknalega þung í vöfum og erfið allar götur frá því að John F. Kennedy var myrtur í Dallas í upphafi sjöunda áratugarins. Eg stóð einmitt fyrir utan Hót- el Sögu á dögunum með sovésk- um blaðamanni og þar kom Vig- dís Finnbogadóttir gangandi í fylgd með háskólarektor. Þarna er forsetinn okkar, sagði ég. Forseti hvað? spurði hann - og gat bersýnilega ekki áttað sig á því með nokkru móti að slík per- sóna væri þarna á gangi og enginn öryggisgæsla nálæg. Gott ef mað- urinn hélt ekki að ég væri að ljúga. f þessu atviki opinberaðist einkar skýrt sá munur, sem enn í dag er á íslandi og afganginum af heimshornunum. Hve lengi sem hann varir. Það er því miður ekki lengi ver- ið að fremja hermdarverk. Vonir eru bundnar Eitt er það meginstef sem hvað eftir annað er ítrekað þegar talið berst að fundum æðstu manna. Það eru við slíka fundi miklar vonir bundnar. Ég minntist áðan á þennan „galdur nafnanna" sem dregur eitt eða tvö þúsund blaðamenn saman á einn punkt, eins þótt þeir eigi ekki von á nema tveim ljósmyndabrosum og þriggja mínútnayfirlýsingu. En vitaskuld er fleira í þeim galdri fólgið. Og þá ekki síst þessar „miklu vonir“ um að leiðtogar setji niður það vígbúnaðarkapphlaup sem menn óttast að sé löngu úr böndum sloppið. Og fyrir utan þá stóru von eru svo ótal margar aðrar, ekki síður skiljanlegar og brýnai fyrir ótal niarga: vonir um mannréttindi af ýmsu tagi, vonir um að hægt sé að setja niður stað- bundin stríð, sem miklar hörm- ungar draga á eftir sér, og þar fram eftir götum. Fólk hefur verið þrautseigt við að hlaða undir þessar vonir, enda þótt þær hafi ekki ræst til þessa. Bjartsýnisflóð Ég man enn eftir þeirri bjartsýni sem flæddi yfir allt haustið 1959 þegar Khrúsjof, þá- verandi leiðtogi í Sovétríkjunum, fór í heimsókn til Eisenhowers Bandaríkjaforseta (Grein frá þeim tíma eftir Magnús Torfa Ól- afsson birtist á afmælissíðu þessa blaðs). Kalda stríðið var þá á undan- haldi og þess sáust ýmisleg merki. Þá um sumarið hafði verið haldin mikil bandarísk sýning í Moskvu og sovéskir unglingar gátu drukk- ið kviðfylli sína af pepsíkóla í fyrsta sinn. Nixon, sem þá var varaforseti, kom til Moskvu og þeir Khrúsjof áttu frægar skyndi- viðræður á sýningunni um ágæti sinna samfélagskerfa. Það var reyndar eitt einkenni þess tíma, hve mjög forystumenn Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna héldu fram því sem þeir töldu sína yfir- burði. Nixon kom í sjónvarp og útvarp í Moskvu (og má nærri geta að það var saga til næsta bæjar þar) og talaði fagurlega um bandarískt frelsi og bandaríska neyslu: við eigum, sagði hann, 56 miljónir bfla og 50 miljón sjón- varpstæki. Khrúsjof svaraði með því að státa sig af eldflaugunum sínum, en Sovétmenn höfðu þá forskot í geimferðum og sendu Júrí Gagarín á loft einmitt um það leyti sem Khrúsjof fór til Ameríku í september. í Banda- ríkjunum hélt Khrúsjof margar ræður um framfarirnar í Sovétr- íkjunum, um iðnvæðingu ríkis sem áður var afturúr og þar fram eftir götum. Hann þurfti oft að svara þeirri spurningu vestra, hvað hann meinti með því að So- vétríkin mundu „jarða Bandarík- in“. Khrúsjof svaraði þá með lex- íu um sovétmarxisma: hann kvaðst eiga við söguleg lögmál í þjóðfélaginu sem þýddu óum- flýjanlega að kapítalisminn mundi líða undir lok fyrr eða sfð- ar. En svo fór líka að Krúsi var orðinn svo leiður á þessu jarðarf- arartali að hann hvæsti á fyrir- spyrjendur. Khrúsjof var fyrsti sovét- leiðtoginn sem lagði til hliðar skrifaðar ræður og talaði beint: voru ráðgjafar hans þá mjög skelfdir á svip, því þeir vissu ekki hvar karlinn kynni að lenda þegar hann var kominn í ham. En það var gaman að Khrúsjof og hinum óútreiknanlegu þáttum í honum, það varð ég oftar en ekki var við á blaðamannafundum í Moskvu. Við hlið hans urðu bæði ráðgjafar hans og svo Eisenhower heldur litlitlir. í Ameríkuferðinni veifaði Khrúsjof miklu plaggi um al- menna afvopnun. Menn voru fegnir að sjá slíkt plagg, en því fór vitanlega fjarri, að niðurstöður fengjust sem kæmust nálægt þeim risaskrefum sem þar var gert ráð fyrir. En það komst semsagt skriður á viðræður um ýmis við- kvæm mál, t.d. stöðu Vestur- Berlínar og fleira þesslegt. Eisen- hower átti að koma í heimsókn til Sovétríkjanna vorið eftir. Ég man að sovésk blöð urðu ótrú- lega mild í umfjöllun um Banda- ríkin þennan vetur. Disney lék lausum hala í Moskvusjónvarp- inu (Khrúsjof þótti reyndar mið- ur að öryggisverðir vildu ekki leyfa honum að skoða Disney- land þegar hann var vestra). Og ég man að á nýjárskemmtun fyrir börn í mikilli íþróttahöll í Mos- kvu voru skemmtiatriðin tengd saman með ævintýrum rússneska stráksins ívans og bandaríska stráksins Toms Sawyers (úr sögu Marks Twains). Þeir áttu í höggi við einhverja skelfilega norn á Norðurpólnum, sem átti vitan- lega að tákna Kalda stríðið, en vinátta þeirra stóðst hverja raun. Einn sovéskur kunningi hvísl- aði því reyndar að mér, að til von- ar og vara hefði það líka verið æft að láta kínverskan strák koma í staðinn fyrir þann bandaríska ef eitthvað færi úrskeiðis. En Kín- verjar voru þá lítið hrifnir af vin- fengi Sovétmanna og Ameríkana og sáu í því tilræði við sína hagsmuni og gott ef ekki svik við sósíalismann. Flugvél skotin niður Svo leið fram tíminn. Menn voru að búa sig undir að leiðtogar fjögurra stórvelda kæmu saman í París, og svo heimsókn Eisen- howers. En þá gerðist það að bandarísk njósnaflugvél af gerð- inni U-2 var skotin niður yfir So- vétríkjunum, og flugmaðurinn náðist lifandi. Það mál verður ekki rakið hér - en í kjölfarið fór hinn versti afturkippur: fjórveld- afundurinn í París fór út um þúf- ur, heimsókn Eisenhowers var aflýst. En einu sinni rakst ég á myndarlegan veg nýlega malbik- aðan austur í Síberíu, og kom á daginn, að þessi vegarspotti hafi verið lagður einmitt vegna vænt- anlegrar komu Bandaríkjafor- seta! Hvað um það: það þótti flestum með ólíkindum um njósnaflugið, sem var víst ekkert einsdæmi fyrir daga gervihnatta, skyldi farið á svo viðkvæmum tíma. Engu líkara en þeir sem helst vildu koma í veg fyrir friðsamlega sambúð hefðu staðið að baki - rétt eins og mál Dani- loffs og jafnvel Sakharofs núna síðast hafa af sumum verið rakin til einkaframtaks leyniþjónustu. Þessi upprifjun þjónar svosem engum tilgangi. Hún er blátt áfram tengd hugrenningum sem fara af stað þegar risaveldin tylla tánum (eða réttara sagt: höfuð- unum) niður á íslandi og þessi blaðamaður hér sér fyrir sér Nix- on og Khrúsjof á Amerísku sýn- ingunni í Moskvu fyrir 27 árum og Khrúsjof lyfta áminnandi vísi- fingri í reiðilestri sínum yfir brak- inu af U-2 flugvélinni, sem tyllt var út í Gorkígarðinum í Mos- kvu. Hún er tengd því, að eftir vonargleði í alþjóðamálum hefur einatt fylgt afturkippur - sem þó þarf ekki að þýða að samninga- leiðir séu með öllu lokaðar. Og svo er þessi samsetningur hér blátt áfram tengdur því, að þótt maður formæli fyrirferðarmiklu fýrirframþrasi um fund æðstu manna og finnist fjölmiðlafárið um margt fáránlegt, þá fer ekki hjá því að áður en lýkur smitast gamall hundur á dagblaði og stíg- ur með í dansinn. 8 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.