Þjóðviljinn - 12.10.1986, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 12.10.1986, Qupperneq 11
Tæplega hálf ellefti í gærdag: Ronald Reagan og Mikaíl Sergeivits Gorbatsjoff á tröppunum framanvið Höfða. Hvað er á bakvið brosið? (Mynd: E.OL.) Fyrsti fundurinn Gorbatsjoffog Reagan hittast í Höfða í árvökulli augsýn spenntrafréttamanna. Tveir menn í tveimur stólum, umrœðuefni: örlög mannkyns og veðrið í Reykjavík tli veðrið skipti ekki sottiu máli á leiðtogafundum? Við dauðlegt fólk vitum að það er meira en bitamunur hvort maður vaknar í sólarglampa eða súldar- drullu; veðrið leggur ósjaldan lín- urnar um atburði dagsins. Ef veðrið í gærmorgun skipti máli fyrir atburði er varla hægt að hugsa sér hæfilegra veður. Spenna í loftinu, rigningarúði öðru hvoru í skjannabirtu af kaldri sól, vindar á sprettiskokki, - veðrið sem við í Reykjavík vit- um að getur breyst í hvað sem vera skal. Veður inní Hagaskóla var heldur rysjóttara. Þar var loksins búið að ákveða hvaða eitthund- rað og áttatíu fjölmiðlamenn fengju að fara í ferðalag dagsins, og framan við æstan hóp allavega fréttamanna stóð Magnús Torfi og las upp nöfn á sjónvörpum og fréttastofum og dagblöðum. Það hafði tekið langt frammá nótt að snúa saman þennan lista og ekki án reiðikasta, háværra kvartana og afsökunarbeiðna, - í alþjóð- legum fjölmiðlaselskap er náungakærleikurinn ekki eitt af boðorðunum tíu. f v V Vopn og pláss Höfði var markmiðið, og þang- að var stefnan tekin í þremur eiturgulum strætóum, keyrt inní uppboðsportið hjá Innkaupastofnuninni og það gert að einskonar fréttamannarétt þarsem hersingin stillti sér upp í órólega röð með sjónvarpstól, frammjóar myndavélar og far- síma, og í undirgöngunum útað Höfðasvæðinu var búið að setja upp vopnaleitarhlið og allur far- angur vendilega tollskoðaður; þegar hver og einn slapp gegnum hliðið var tekið á rás í golunni að stórum pöllum tveimur í hálfh- ring framan við Höfða. Fram nú allir í engri röð. í stórum appelsínugulum hring allt í kringum Höfðasvæðið voru hjálparsveitarmenn og björgun- arsveitarmenn og skátar og íþróttamenn, síðan innri hringur íslenskrar löggu, alltíallt á sjötta hundrað, allstaðar missýnilegir öryggismenn að austan og vest- an, á firðinum tvö varðskip og utar lónaði Síríus grænfriðunga og gott ef Akraborgin var ekki að dóla inntil Reykjavíkur. Á frétta- mannapöllunum kliður og misvel haldin sátt hinna þröngsætnu: á einum stað var Bylgjumaður hætt kominn frammaf pallinum fyrir hrundningum enskra en bjargað á síðustu stund með frönsku snarræði, á öðrum stað bað Gufumaður um aðeins meira pláss enda með tærnar frammaf og svarað af baklægum sjón- varpsmanni norskum með því að hann hefði ekkert með pláss að gera, væri bara asnalegur útvarp- ari og þyrfti ekkert að sjá. Fjallkóngar Klukkan 10.22 fer straumur um fréttapalla og öryggisraðir: svört bílalest aðvífandi, Banda- ríkjafáni á fremstu kerrunni, og Ronald Reagan sviptir sér út á jakkanum ásamt minni spá- mönnum, veifar, og hverfur strax innum Höfðadyrnar við flugna- suð sjónvarpsvéla og engisprettu- klið frá ljósmyndunargerinu. Annað liðið komið inná völlinn, og eftir sjö mínútur kemur hitt liðið í svipaðri fylkingu nema Gorbatsjoff fer að öllu hægar, enda kemur vesturforsetinn útum dyrnar aftur, og öll augu horfa á þessa tvo á tröppunum að heilsast og opna munninn hver við annan í hérumbil hálfa mín- útu, brosmildir báðir og hressi- legir, Reagan hálfu höfði hærri, en það sem Reagan hefur yfir Gorbatsjoff á hæðina vinnur Gorbatsjoff aftur á þyktinni. Glímuskjálfti ekki greinilegur, - þetta er frekar einsog hér hittist tveir fjallkóngar að loknum rétt- um. Síðan er gengið inn. Reykjavíkurfundur leiðtoga risaveldanna er hafinn, - og þó ekki alveg, því að nú fá hinir út- völdustu af hinum útvöldu frétta- mönnum að ganga í fótsporin inní stofu í þremur hollum, sovésku, bandarísku og alþjóðlegu, til að mynda tvo menn í tveimur stólum með borð á milli og blóm. Við slík tækifæri gildir fyrir þolend- urna að hafa á takteinum ein- hverja meiningarleysu að segja hvor við annan til að vera að tala saman á myndunum, og heimild- armaður okkar í síðasta inngönguhópnum sagði Gorbat- sjoff hafa verið duglegri: Ég var að skoða myndirnar í blöðunum, á Gorbi að hafa sagt við Reagan, - þær minntu mig á þegar við vor- um í Genf. Og við blaðamanna- hópinn þegar hljóðmaður ein- hvers sjónvarpsins veifaði hljóðnemastönginni glannalega um lofið: Ekki skemma ljósakr- ónuna, - ríkisstjórnin á hana. Pað er reyndar borgarstjórnin, en Davíð hlýtur að hafa fyrirgefið þennan misskilning, að minnsta kosti birtist hann á tröppunum nokkrum mínútum síðar heldur sællegur með jólatréskeðjuna um háisinn, en aldrei þessu vant sinnti honum enginn, og má vera þraut fyrir athyglisfíkna íslenska höfðingja að það sé skyggt svona á þá. En kannski fellur ljós leiðtogasólna um síðir á íslensk tungl. Hugur og hjörtu Það ríkir svokölluð frétta- leynd, og við fáum ekkert að vita hvað leiðtogarnir sögðu hvor við annan þegar kom að alvörumál- um. En fyrstu viðbrögð reyndra erlendra svipbrigðaspámanna og andrúmsloftsathugenda var að þetta byrjaði vel í þessari skrítnu veðurblöndu sólar og regns við Höfða með sundin blá og Esjuna á baksýn. - í*eir eru léttir í lund, það lofar góðu. Við skulum vona að það sé rétt. Svo vitnað sé í þann rímara sem bjó í Höfðahús- inu þegar það hét Héðinshöfði: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt/ sem dropi breytir veig heillar skálar./ Þel getur snúist við atorð eitt... Hvernig sem þeim ganga munnleg vopnaviðskipti undir fjögur augu virðist ljóst að Gor- batsjoff og félagar hafa unnið fyrstu lotu áróðursstríðisins á stigum. Athyglisljósið skín skærar á Sovétleiðtogann en Bandaríkjaforseta. Gorbatsjoff virðist rólegri en Reagan, hann átti sterkan leik með yfirlýsing- innu á flugvellinum, og hann þótti mun iíbblegri við sófaljósm- yndirnar inní Höfða, - að ó- gleymdu fjölmiðlatrompinu Ra- ísu, sem hér vinnur hug og hjörtu. En sá fengur þykir í her- búðum leiðtoganna engu síðri en raunverulegur árangur í afvopn- unarmálum eða sáttaútlit í deilumálum eða framgangur í þeim stríðum sem okkur hættir til að gleyma að þessir sjarmörar stjórna á hverjum degi, annar til dæmis í Afganistan, hinn til dæm- is í Nicaragua. Við þessir eitthundrað og átt- atíu rúlluðum okkur burtu frá Höfða þegar fjörið var búið, rúss- ar með hatta og bláar alpahúfur, tækjavæddir kanar í gallabuxuin, virðulegir þjóðverjar, mælskir frakkar og dulir japanir, og ís- lenskir blaðamenn kinkandi kolli hver til annars soldið feimnis- lega, og eftirá fannst manni hafa gerst bæði stórmikið og ekki neitt. Rosafrétt um risaveldin í Höfða - eða sá hvunndagslegi at- burður að tveir menn tala saman. -m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.