Þjóðviljinn - 12.10.1986, Side 14
Dagur Raísu Gorbatsjovu:
„Hefi
mestan
áhuga á
íslendingum
sjá!fum“
Raisa Gorbatsjova er
kona brosmild, og kemur
vel fyrir. Hún spyr margs og
þeir sem tóku á móti henni í
gær voru bersýnilega
ánægðir með hennar fram-
göngu, hvort sem væri
þingmenn í Alþingishúsinu
eða nemendur Æf ingaskóla
Kennaraskóians, sem
höfðu fyrir nokkru sent Re-
agan og Gorbatsjof
áskorun um að vígbúnað-
arkapphlaupið yrði stöðv-
að.
Hún lét þess oftar en ekki getið
að hún hefði lagt stund á kennslu
og talar einatt eins og velviljuð og
jákvæð kennslukona. Hún gaf sig
alloft að börnum - í sundlaugun-
um í Laugardal, þar sem fyrst var
numið staðar á ferð hennar um
bæinn, fyrir utan Æfingaskólann
og víðar. Þegar ung stúlka færði
henni blóm í anddyri Alþingis-
hússins sagði hún: Leyfðu mér að
kyssa þig, eiskan. Hér færðu smá-
ræði til minningar frá mér, kon-
fekt frá Moskvu, borðaðu það og
hugsaðu til mín...
Um ísland og íslendinga:
Ég vildi ekki missa af því að
koma til íslands og mestan áhuga
hefi ég á íslendingum sjálfum.
Fyrstu áhrifin eru góð, og þeim er
best að treysta.
Við berum virðingu fyrir frið-
arvilja og dugnaði íslendinga og
sérstæðri menningu þeirra. Þetta
hefur verið frábær dagur, sagði
Raisa undir kvöld, þótt ég standi
varla í fæturnar fyrir þreytu.
Fólkið er elskulegt og góðviljað.
Um Gorbatsjof og fundi æðstu
manna:
- Áður fékkst ég við kennslu
og fræðistörf. Ég er hætt að
kenna en hefi ekki lagt fræðin á
hilluna. Ég er mikið með fjöl-
skyldunni og fyigi aðalritaranum
á ferðalögunum. Með honum fer
ég til Bandaríkjanna - kannski
semja þeir um dagsetninguna hér
í Reykjavík.
Ég á erfitt með að svara þeirri
spurningu, hvort mér þyki miður
að Nancy Reagan kom ekki til
íslands - ég veit ekki hvers vegna
hún kom ekki, kannski er hún
ekki góð til heilsunnar.
Leiðin lá fyrst í sundlaugar í
Laugardal. Þar sagði Raisa við
sundfólk, sem fagnaði henni vel,
að hún hálfskammaðist sín fyrir
að vera ekki að efla heilsuna eins
og þeir. Hún hló og sagði „frá-
bært“ þegar henni var sagt að ís-
lendingar og Sovétmenn hefðu
skilið jafnir í fótbolta fyrir
skemmstu.
Þar fékk Raisa vasa að gjöf til
minningar um 200 ára afmæli
Reykjavíkur. Síðan lá leiðin upp í
Breiðholt og þaðan á Árnastofn-
un. Frú Gorbatsjofva spurði Ólaf
Halldórsson margs um handrit og
íslendingasögur, sem hún kvaðst
vita að væri stolt fslendinga og
mikið framlag til heimsmenning-
ar. Hún var spurð hvort hún
þekkti verk Halldórs Laxness og
kvaðst hún hafa lesið Sjálfstætt
fólk og íslandsklukkuna. Hún
spurði hvort minnst væri á No-
vorod í íslenskum handritum -
eitt slíkt stóð þar opið undir gleri
og Ólafur Halldórsson las frúnni
upp úr því texta um Valdimar
kóng í Hólmgarði og heiðna
háttu hans og drottningu hans
ágæta. Þarna sjáið þið, sagði
gesturinn svona gömul eru tengs-
lin milli landa okkar, við ættum
að vera stolt af því.
Hún gaf Árnastofnun útgáfu af
eina afritinu sem til er af Kvæð-
inu um herferð ígors kóngs, sem
segir frá baráttu Rússa gegn Pol-
ovtsum á þrettándu öld. Hún
kvað þetta gimstein rússneskra
fornbókmennta, ljóðrænan og
fagran texta, sem m.a. hefði orð-
ið efni í óperu Borodins, Knjas
ígor. Ólafur Halldórsson færði
frúnni vandaða útgáfu Helga-
staðarbókar, sem geymir sögu
Heilags Nikulásar, en helgi hans
var mikil með Rússum.
Þór Magnússon sýndi gestinum
Gerðum við jafntefli við íslendinga í fótbolta? Frábært! (Sig. Mar)
Þjóðminjasafnið. Fyrir framan
skáp með íslenskum þjóðbúning-
um sagði hún við Eddu forsætis-
ráðherrafrú: Nú ætla ég að af-
hjúpa yður. Þér sögðuð að allir
mögulegir litir væru í íslenska
kvenbúningnum, en svo er svart
aðalliturinn!
Henni var sagt að það væri
einkum eldri konur sem bæru
peysuföt og sagði: Vitið þér
Edda, það er eldri kynslóðin sem
best má treysta.
Hún þá að gjöf bók um íslenska
menningu og Þórshamar, en gaf
safninu sýnishorn af þjóðlegri
listmunagerð: Kassa úr úral-
steinum, lakkmálaða kassa,
beinskurð frá Jakútíu og fleira.
Edda Guðmundsdóttir for-
sætisráðherrafrú bauð til hádeg-
isverðar í Ráðherrabústaðnum
en þaðan var haldið til Alþingis-
hússins. Gesturinn vildi m.a. vita
hvort þingmenn létu í ljós van-
þóknun sína á síðasta ræðumanni
með því að berja í borð eða öðr-
um hætti. Hún átti samtal við
Friðrik Ólafsson skrifstofustjóra
þingsins um skákáhuga íslend-
inga sem hún líkti helst við skáká-
huga Grúsíumanna. Ég hefi,
sagði hún, einu sinni unnið
allgóðan skákmann þótt fákunn-
andi sé sjálf og er mjög stolt af
því.
Með
unglingum
Frú Gorbatsjova heimsótti Æf-
ingaskóla Kennaraháskóla ís-
lands, en í fyrra hafði einn bekk-
ur þar átt frumkvæði að söfnun
undirskriftarlista íslenskra skóla-
nema undir áskorun til Reagans
og Gorbatsjofs um að endir verði
bundinn á vígbúnaðarkapp-
hlaupið. Kristín Helga Þórarins-
dóttir og Jóhannes Jóhannesson
ræddu um þetta frumkvæði og
þökkuðu undirtektir Gorbatsjofs
og báðu frúna fyrir bréf til hans.
Hún kvaðst. hrærð yfir þessu
frumkvæði íslenskra unglinga,
fullvissaði viðstadda um að hún
sjálf og sovéskir unglingar væru
sama sinnis, einnig ræddi hún um
afvopnunartillögu Sovétmanna.
Er ykkur ætluð of mikil heima-
vinna? spurði hún, m.a. og við-
staddir voru heldur á því. Hún
spurði hvort einhver hefði lært
rússnesku en svo reyndist ekki.
Hún færði nemendum skólans að
gjöf höggmynd eftir eistneska
listakonu, heitir hún „Vorgleði".
„Mér sýnist, sagði hún, að listak-
onunni hafi í þrem verum, sem
bera nöfnin Trú, Von og Kær-
leikur tekist að lýsa vel þeim fög-
ru tilfinningum sem einkenna
æskuna“,
Að lokum var heimsótt Lista-
safn Einars Jónssonar. Ólafur
Kvaran listfræðingur sýndi frúnni
safnið og þau skiptust á bóka-
gjöfum áður en hún fór.
„Einar hefur verið fjölhæfur
listamaður og komið víða við í
táknsæi og trúarmótífum. Ég hefi
uppgötvað fyrir sjálfa mig mikinn
hæfileikamann. En satt best að
segja kysi ég að fara ekki svona
hratt yfír og að ekki væri þessi ys
og þys. Best er að skoða list í ró
og næði. En það verður ekki á allt
kosið.“
Það síðasta sem Raisa Gorbat-
sjova gerði áður en hún hvarf
sjónum fréttamanna var að láta
vel að tveim börnum, sem virtust
mjög hissa, og brosa um leið til
ljósmyndara. Um kvöldið átti að
vera kvöldverðarboð hjá forsæt-
isráðherra og á morgun verður
haldið austur fyrir fjall.
ÁB
Með Ólafi Halldórssyni í Árnagarði: Hver skrifaði (slendingasögu-
rnar? (Ljósm. áb.).
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. október 1986