Þjóðviljinn - 12.10.1986, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 12.10.1986, Qupperneq 19
- ÞIS i$ N&T BEEF “ FÍS VIMOvéAT... ?IÉASEHAVE$ÖME MÖRE... W/M* AWA í&m , 5I3ALU qoOJA- - - ; iorbi: Afar Ijúffengt. Denni: Þetta er ekki nautakjöt, þetta er hvalkjöt. Fáið ykkur ábót. Gorbi: Mjög Ijúffengt. Ronald Reagan Afsprengi fjölmiðlaheimsins Árið 1983 sagði Ronald Re- agan að Sovétríkin væru hið illa í heiminum núna. í dag er sá hinn sami Reagan staddur á íslandi í þeim tilgangi að reyna að semja við Gorbatsjof aðalritara kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Hvað hefur gerst? Hefur skoðun hans á Sovétmönnum breyst á þess- um þrem árum? „Nei, fyrr verður kalt í neðra en að ég skipti um skoðun á kommún- ismanum," sagði Reagan í síðustu viku. Þrátt fyrir það eru þeir sem gerst þekkja til þeirrar skoðunar að Reagan vilji mikið til vinna að komast að einhverskonar sam- komulagi við Sovétmenn núna til að sá vandi sem við honum blasir í innanlandsmálum og í utanríkis- málum hverfi í skugga árangurs í Reykjavík. Ameríski draumurinn Ronald Reagan er fertugasti forseti Bandaríkjanna. Hann fæddist árið 1911 og er af írsku bergi brotinn. Hann var af fá- tækum foreldrum kominn, faðir hans drykkfelldur en móðirin hélt fjölskyldunni á floti með kennslu og saumaskap. Þessi bakgrunnur forsetans fellur einsog flís að rassi þjóð- sögunnar um ameríska draum- inn. Hann er maðurinn sem barð- ist áfram af eigin rammleik þrátt fyrir slæmar ytri aðstæður og komst til æðstu metorða. Hefur verið bent á það að bandaríska þjóðin hafi einmitt þurft á slíkum manni að halda þegar hann var kjörinn forseti í árslok 1980. Þjóðin var enn í sárum eftir Ví- etnamstríðið. Risaveldið hafði orðið að láta í minni pokann fyrir fjarlægri smáþjóð og almennings- álitinu í heiminum og heima fyrir. Skuggi Watergatemálsins grúfði enn yfir ímynd stjórnmálamanns- ins og erfiðleikar voru í efnahag- slífinu. Það skaðaði ekki að leið Reag- ans hafði legið í gegnum kvik- myndina, því fátt er amerískara en Hollywood, nema ef vera skyldi kúreki villta vestursins, sem einnig er nátengdur draumasmiðjunni. Rómantískur vonbiðill Tuttugu og sex ára að aldri komst Reagan á samning hjá Wamer Brothers. Hann lék í um fimmtíu kvikmyndum og teljast fæstar þeirra merkilegar. Þetta voru svokallaðar B-myndir og var Reagan iðulega í hlutverki hins rómantíska vonbiðils, sem ekki hneppti hnossið í lokin. Það var árið 1964 að hann lék sitt síð- asta hlutverk í kvikmynd, en það var í myndinni The Kilíers. Þá þegar var hann farinn að hasla sér völl á öðrum vettvangi. Hann var kominn í hlutverk stjórnmála- mannsins og þar ætlaði hann sér annað og meira en að vera í B- myndunum. Fyrstu stjórnmálareynsluna fékk hinn verðandi forseti þó í tengsium við kvikmyndirnar. Hann var forseti Leikarafélagsins frá 1947 til 1952 og svo aftur árið 1959. Þegar Reagan var kosinn forseti Leikarafélagsins var hann yfirlýstur demókrati og hafði m.a. stutt Harry Truman í kosn- ingabaráttu hans. Þetta átti þó eftir að breytast. Kvikmyndaleikarinn verður forseti Reagan er tvígiftur. Fyrri eiginkona hans var Jane Wyman. Henni giftist hann árið 1940 og skildi við hana eftir átta ára hjónaband árið 1948. 1952 gekk hann svo í það heilaga með seinni eiginkonu sinni Nancy Davis. Hún er af repúblökunum komin og sjálf mjög pólitísk. Hefur ver- ið haft á orði að hún sé mótorinn á bakvið pólitískan frama Reag- ans. Það var árið 1962 að Reagan gekk formlega í Repúblikana- flokkinn. Studdi hann Goldwater í kosningabaráttunni 1964. Árið 1966 fór hann svo sjálfur í slaginn sem ríkisstjóri í Kaliforníu og vann þar stórsigur. Ríkisstjóraembættið var þó bara áfangi á leiðinni í forsetastólinn og árið 1976 þóttist hann tilbúinn og bauð sig fram gegn Gerald Ford þáverandi fors- eta, sem fulltrúi repúblikana í forsetakosningunum. Reagan tapaði í fyrstu lotu en árið 1980 hófst önnur lota og nú hlaut hann útnefningu. f kosningunum sig- raði hann Jimmy Carter afger- andi með 51% atkvæða en Carter fékk 41%. 1984 sigraði hann svo Walter Mondale í forsetakosn- ingum. Stjörnustríðið strandað í stjórnartíð Reagans hefur sambandið við Sovétríkin kólnað mikið þó kannski sé einhver þíða í nánd nú. Reagan-stjórnin þrýsti á um uppsetningu meðaldrægra kjarnorkuflauga í Evrópu og með stjörnuglampa í augum kynnti Reagan stjörnustríðsáætlun sína, sem vakti ugg um allan heim og frysti á tíma allar viðræður milli stórveldanna. Nú virðist hinsvegar stjörnu- stríðsáætlunin sigld í strand. Ástæður þess eru ýmsar, bæði gagnrýnisraddir innanlands og utan, vísindamenn hafa efast mjög um að hægt sé að smíða jafn fullkomin vopn og gert var ráð fyrir og margir þeirra sem unnu að áætluninni hafa hætt störfum vegna vantrúar sinnar á fyrirbær- ið. Þá hefur mönnum óað mjög við þeim kostnaði sem af áætlun- inni hlýst og hefur þingið ekki verið tilbúið að veita jafn miklu fjármagni til áætlunarinnar og Reagan hefur kosið. Annars hefur fjármálastjórn Reaganstjórnarinnar verið með eindæmum og hefur á undanförn- um árum verið mikill viðskipta- halli við önnur lönd. Dollarinn er ekki lengur sá trausti gjaldmiðill sem hann var fyrir tíð Reagans í forsetastól og erlendar skuldir eru himinháar. Þá eru milljónir atvinnulausra manna stórt vandamál í Bandaríkjunum auk þess sem eiturlyfjavandamálið er orðið svo alvarlegt að forsetinn krefst þess að opinberir starfs- menn gangist undir lyfjapróf. Að undanförnu hefur Reag- anstjórnin einnig orðið að láta í minni pokann í utanríkismálum. Nýjasta dæmið er þegar þingið samþykkti refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku þrátt fyrir mótmæli Reagans íyrir viku síðan. Þar gengu margir repúblikanar til liðs við demókrata. Þá hefur afsögn talsmanns utanríkisráðuneytis- ins, Bernards Kalb, vegna skrifa Washington Post um að banda- rísk yfirvöld hefðu skipulagt rógsherferð gegn Gaddafi, veikt stöðu Reagans. Staða Reagans er því ekki mjög sterk um þessar mundir. Þrátt fyrir það nýtur hann enn gífurlegs trausts meðal banda- rískra kjósenda, séu nýlegar skoðanakannanir marktækar. Þeir kunna vel að meta hnyttin tilsvör hans og einlæga fram- komu á yfirborðinu. Hann er af- sprengi hins sjónræna fjölmiðla- heims og kann vel að notfæra sér miðlana. Það kann almenningur að meta enda á hann núorðið oft erfitt með að skilja á milli veru- leika og skáldskapar. Raunveru- leiki sjónvarpsins hefur leyst af veruleikann á götum úti, atvinnu- leysið, erlendu skuldimar, vígbúnaðarkapphlaupið og staðr- eyndir lífsins sem gætu truflað svefnfriðinn. -Sáf Sunnudagur 12. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.