Þjóðviljinn - 12.10.1986, Síða 20

Þjóðviljinn - 12.10.1986, Síða 20
„Sjáðu örvar í speglinum!" gæti þjálfarinn Jóhanna Jónsdóttir hafa verið að segja við Örvar þegarsmellt var af myndinni Og hér fær Örvar smá gönguæfingu. Mamma og „amma" fylgjast spenntar með. Bamasjúkraþjálfun Nota sjálfa mig mest Ég er stödd í kjallara Land- spítalans þar sem hvítklæddir sjúkraþjálfarar eru að æfa lítil börn. Sum eru einungis nokk- urra mánaða, önnur eru farin að komast um. Ég sé lítinn strák í standbekk. Hann er ekkert allt of hrifinn af með- ferðinni og mótmælir með gráti, en þjálfarinn erfljóturað dreifahug hans. Fyrirframan spegil er verið að þjálfa barn í að halda höfði, handleggjum er haldið að líkamanum og barnið er fengið til að líta í spegilinn. Ég komst að því að í þessari litlu, loftlausu skonsu er unnið mikilvægt starf og húnervettvangurmargra sigra. „Barnaspítali Hringsins, Land- spítalanum er stærsta barnasjúkr- ahús landsins. Auk almennra barnadeilda er þar starfrækt gjörgæsludeild nýbura, svoköll- uð „Vökudeild", með sérhæfðri aðstöðu til að annast veik nýfædd börn. Með tilkomu Vökudeildar hefur aldur þeirra barna, sem nú koma til æfingameðferðar greini- lega lækkað, enda eru barna- læknar farnir að notfæra sér þessa þjónustu í mun ríkara mæli en áður tíðkaðist með kornabörn,“ segir Unnur Guttormsdóttir, sjúkraþjálfari. „Frá því Vökudeild Barna- spítalans hóf starfsemi sína snemma árs 1976, hafa kröfur um hert eftirlit kornabarna sífellt aukist með tilliti til mats á al- mennum þroska. Eftir útskrift fylgjast sérfræðingar Vöku- deildar með börnunum, og komi í ljós að þau víki að einhverju leyti frá eðlilegum þroska, eru þau send í eftirlit til sjúkraþjálfara Barnaspítalans, sem annast jafn- framt leiðbeiningar og tilsögn til foreldra um þjálfun og umönnun barnanna. Er þessum börnum fylgt eftir á göngudeild." Hvenœr hófst þessi starfsemi? „Árið 1982 var ég sett yfir sjúkraþjálfun barna, sem áður hafði ekki verið aðskilin á slíkan hátt frá annarri starfsemi Endur- hæfingardeildar, en barnasjúkra- þjálfun er afar sérhæft svið, sem krefst vel menntaðs og þjálfaðs starfsliðs. Þá hafði ég verið eini þjálfari Barnaspítalans um nokk- urt skeið, en nú hef ég fengið til liðs við mig tvo aðra sjúkraþjálf- ara, og sjáum við um alla þjálfun barna innan sjúkrahússins, auk þeirra sem koma til okkar á göng- udeild. Þess utan eru hér sjúkra- þjálfaranemar í verkmenntun nokkra mánuði á ári.“ Er mikilvœgt að byrjað sé að þjálfa börnin svona snemma? „Því var lengi trúað og er enn, að ekkert þýði að þjálfa korna- börn, en það er mikill misskiln- ingur. Það er vaxandi álit þeirra sem um þetta fjalla, að því fyrr Rœttvið Unni Guttormsdóttur umstarf hennar við sjúkraþjálfun eða örvun barna sem hafist er handa um eftirlit á almennum þroska barnanna ásamt með leiðbeiningum til for- eldra, því betra. Er mikið í húfi að þau börn sem grunuð eru um sköddun á heila og/eða þroska- skerðingu, greinist sem fyrst, svo unnt sé að grípa í taumana meðan miðtaugakerfi þeirra er enn í hvað örastri mótun. Að sjálf- sögðu er það ákaflega mikilvægt fyrir foreldra að fá stuðning. Við höfum þessi börn undir eftirliti fyrsta árið, þar til séð er hvaða stefnu þau taka. Sum útskrifast, önnur fara til áframhaldandi eft- irlits í Greiningar- og ráðgjafa- stöð ríkisins, Kjarvalshúsi." Hvenær byrjið þið fyrst að þjálfa börnin? „Það er mjög misjafnt og ekk- ert algilt um það. Það fer eftir því hverju sinni hvenær uppgötvast að eitthvað er að barninu. Af þeim börnum sem er vísað til okkar á göngudeild, eru 25% þeirra undir fjögurra vikna aldri, 44% undir þriggja mánaða aldri, en 69% undir sex mánaða aldri, svo hér er um mjög unga einstak- linga að ræða. Árlega sjáum við um 80-90 börn. Okkar eftirlit með framförum er þannig að við skráum færni barnsins. Við metum hreyfigetu og aðra færni, svo sem hvernig barnið leikur sér, viðbrögð þess við fólki og öðrum áreitum í um- hverfinu, hljóðmyndun, o.s.frv. Með því að fýlla þetta mat út með ákveðnu millibili fáum við nokk- uð glögga mynd af þroska barns- ins og hvar það stendur, og þá vitum við líka hvað ber að leggja höfuðáherslu á við þjálfunina. Börnin koma ávallt með foreldr- um sínum og það skapast náin samvinna sem er nauðsynleg. Best er að foreldrar taki þátt í þessu sameiginlega, því þá njóta þeir stuðnings hvor af öðrum.“ Hvernig fer þjálfunin fram hjá þeim yngstu? „Ég nota sjálfa mig mjög mikið. Nota andlitið, þ.e. svip- brigði, snertingu og hljóð. Þetta eru alls ekki flókin meðul, en not- adrjúg eigi að síður. Hér mætti e.t.v. nefna, að á miðju ári 1982 hóf ég tilraunastarfsemi um vatnsmeðferð sem lið í þjálftm/örvun barnanna. Yngstu sundkapparnir hafa verið sex vikna. Þessi meðferð hefur notið mikilla vinsælda meðal barnanna og ekki síst foreldra þeirra. í allri þjálfun reynum við að láta börnin fylgja sömu þroskastigum og heilbrigð börn gera. Fyrsta skref barns til að ná valdi á líkama sín- um er að halda höfði. Jafnframt því þarf að örva barnið til að nálg- ast umhverfi sitt, fyrst með því að horfa og fylgja eftir með augun- um, síðan með samvinnu augna og handa. Þannig verður það sí- fellt færara um að rannsaka ver- öldina og læra af eigin reynslu. Það þarf einnig að vinna með jafnvægi, og styrkja bol og útlimi þar til barnið hefur náð þeirri færni sem það hefur möguleika á. Það er allt annað að þjálfa barn en fullorðna manneskju, því það verður að ná hug þess öllum til að samstarf náist.“ Ég ræddi stuttlega við mæður tveggja barna sem var verið að þjálfa er ég staldraði við þarna. Önnur þeirra hafði þetta að segja: „Sonur minn hefur verið hér á annan mánuð í æfingum. Hann hefur komið fimm daga vikunnar, en hann er 8 mánaða. Ég varð áhyggjufull þegar ég uppgötvaði að hann hafði ekki fullt vald á höndunum, gat t.d. ekki fært hluti á milli handa. Hann á systur sem er jafngömul, og í samanburði við hana var hann seinni í þroska. Það varð sennilega til þess að við uppgötv- uðum þetta svona snemma. Ég fór með hann til læknis sem sagði að drengurin væri töluvert á eftir í þroska og fannst ástæða til að setja hann í æfingar. Ég er ákaflega ánægð með veru hans hér. Hann hefur tekið mikl- um framförum og nú er svo kom- ið að hann kemur þrjá daga í viku í stað fimm áður. Ég reyni eins og ég get að þjálfa hann heima og læri heilmikið af því að fylgjast með þjálfurunum. Hann mun koma hingað áfram á meðan þörf er á, og síðan verður fylgst með honurn." Hinni móðurinni sagðist svo frá: „Sonur minn er rúmlega 8 mánaða og hefur komið hingað í örvun síðan hann var þriggja mánaða. Ástæðan fyrir því að hann kemur hingað er að hann var mjög slappur, samhæfing augna var til dæmis mjög sein. Hann var sendur í rannsókn sem Hér hvílir Gísli sig smástund á „eróbikinu" og sjúkraþjálfaraneminn Laufey Hauksdóttir fylgist með hvernig hann handfjatlar hlutina. 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.