Þjóðviljinn - 15.10.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.10.1986, Blaðsíða 7
Friðarbarátta Að fólkið fími til valdssíns Joan Baez: Efleiðtogarnir geta ekki náð samkomulagi er það vegna þess að þeir vilja það ekki Tónleikarnir sem bandaríska söngkonan Joan Baez hélt í ís- lensku óperunni á laugardags- kvöldið undir yfírskriftinni „Toppfundur fólksins“ og sjón- varpað var frá í beinni útsend- ingu munu víst seint líða úr minni þeirra sem á heyrðu. Svo mögnuð var stemmningin og langt mun vera síðan boðskapur friðar og alþjóðahyggju hefur verið borinn fram af jafn miklu hreinlyndi og einlægri ákveðni á íslensku leiksviði eins og í framkomu Joan Baez á þessu kvöldi. Eftir tón- leikana svaraði Joan Baez spurn- ingum nokkurra fréttamanna og fer útdráttur úr þeim samræðum hér á eftir. Spyrjendur eru ekki nafngreindir en þeir voru bæði bandarískir og frá öðrum löndum. Það ber að hafa í huga að fundurinn var haldinn áður en dapurlegar niðurstöður leiðtog- afundarins voru kunnar. I upphafi var Joan Baez spurð hvenær og hvers vegna hún hefði hafið afskipti sín af friðarmálum. - Þegar ég var 5 ára tóku for- eldrar mínir kvekaratrú. Það eru trúarbrögð sem hafna ofbeldi og þjóðernishyggju. Kvekaratrúin krefst þess að menn helgi sig mannkyninu í heild sinni og virði heilagan rétt lífsins. Þegar ég var 16 ára í menntaskóla kynntist ég manni sem var lærisveinn Ghand- is, bæði sem fræðimaður og virk- ur baráttumaður. Við áttum eftir að vinna saman í mörg ár og síðan hafa friðarmálin verið mitt áhug- amál. En upphaf má rekja til trú- arafskipta foreldra minna. Að gera friðinn Nú hefur þú helgað lífþitt þess- ari baráttu í öll þessi ár, allt frá tímum Víetnamstríðsins. Ert þú bjartsýn á að koma megi á varan- legumfriði á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna? - í fyrstu þá langar mig til þess að segja svolítið um orðið friður. Mér er í rauninni orðið meinilla við þetta orð, því að það er búið að svipta það allri merkingu og fólk notar það eins og fótbolta sín á milli. í rauninni þá munum við ekki geta notað þetta orð fyrr en það er orðið að sagnorði en lýsi þeim verknaði er skapi það ástand sem við er átt. Mér er tamt að líta svo á að markmið og með- al sé eitt og hið sama, og því sé einasta leiðin til þess að öðlast frið sú að gera frið. Það má kannski segja að leiðtogafundurinn hér í Reykja- vík sé örlítið skref í þá átt, það sem ég kann að meta við hann er að hann gefur okkur ofurlítið andrými. Eg held hins vegar að við getum ekki leyft okkur að vera sérlega bjartsýn, því að eins og er þá situr heimurinn á tíma- sprengju. En mannkynið stærir sig af því að standa dýraríkinu framar hvað varðar hæfileikann til að hugsa. Ég held því að við ættum að nota þann hæfileika. Að nota hæfileika mannsins Hvernig? - Það fyrsta sem mér kemur í hug er að ég bý í landi þar sem þorri fólks hefur í rauninni verið sviptur allri menningu. Við höf- um forseta sem kýs að sjá Rambó þegar hann fer á bíó, og þegar hann er að ná sér eftir skurðað- gerð les hann Luis Lemore, sem er reifarahöfundur af ómerkileg- asta tagi. Þetta er sú fyrirmynd sem bandarísk æska hefur fyrir sér. Hvað ber þá að gera? - Ég kann stundum að þykja barnaleg, en ég er alls ekki að gera að gamni mínu. Ég held að við þurfum á andlegri, menning- arlegri og siðferðilegri endur- vakningu að halda til þess að lyfta okkur upp og gera okkur kleift að geta tekið við öllum „upponum" þegar þeir fá fyrsta áfallið við 26 ára aldurinn. Leiðtogafundurinn núna gefur okkur andrúm til þess að skilja hvað það muni þýða ef umræðu- efnið væri raunverulega tak- mörkun vígbúnaðar en ekki aukning hans eins og nú er. Hann gefur okkur vart meira. En það eitt að takmarka vopn hefur ekki mikið með raunverulegar þjóð- félagsbreytingar að gera. Ef við höfum það í huga að daglega deyja um 40.000 börn úr hungri í heiminum, þá hljótum við að skilja að það krefst meira að horf- ast í augu við þann vanda en ein- ungis það að fækka vopnum. Spurning um vilja Nú virðisthverheilvita maður- og hvert heilbrigt barn - skilja að það er ekkert vit í vígbúnaðar- kapphlaupinu og áformum stór- veldanna um kjarnorku- og stjörnustríð. Hvað stendur eigin- lega í vegi fyrir því að þeir leggi vopnin á hilluna? - Ef ég ætti að svara þessu með einföldum orðum, þá held ég að það sé vegna þess að þeir vilji það ekki. Ef menn hafa raunveru- legan vilja, þá hefur það sýnt sig að kraftaverk geta gerst. Við sáum til dæmis hvernig Ronald Reagan skipti um skoðun fyrir nokkrum mánuðum síðan og öll þjóðin fylgdi með, nema öfgafyllstu hægrimennirnir. Fólkið er tilbúið til þess að trúa. Ef því væri lýst á morgun að fram- vegis myndum við Bandaríkja- menn byggja stefnu okkar á því að hafna ofbeldi í öllum þessum myndum, þá held ég að fólk myndi klóra sér í höfðinu í nokkr- ar mínútur en segja síðan: „Gott og blessað“. Hver hefði trúað því fyrir mán- uði síðan að þessi viðræðufundur hér í Reykjavík myndi eiga sér stað? Fyrir rúmum 6 mánuðum var Rússland „heimsveldi hins illa“ í augum forsetans. En þegar svo kom að því að leysa vandann vegna bandarísku gíslanna í Lí- banon var skyndilega allt annað uppi á teningnum. Þá var allt í einu hægt að tala við sovéska valdahafa eins og menn. Sex mánuðum áður hafði hann ekki litið á þá sem menn, heldur sem sovéska djöfla og heimsveldi hins illa. Þannig gerist það að ef menn vilja ná fram einhverju mark- miði, þá endurskoða þeir hug sinn fyrst. Meðan það gerist ekki næst enginn árangur. Hverjum á að breyta og hvern- ig, Reagan eða Gorbatsjof? - Það þarf að breyta okkur öllum. Við búum við lýðræði í Bandaríkjunum og það er í raun- inni ekki hægt að kenna Reagan um að fólkið vill leiðtoga sem truflar það ekki með því að þvinga það til að hugsa. Fólkið vill eitthvað þægilegra, og hann hefur séð fyrir því. Fólkið vildi gleyma Víetnam og endurheimta gamla „dýrðarljómann", hvað svo sem það kann að þýða. Spurning um traust Við lifum á tímum þar sem á- hrifa kvenna gœtir í síauknum mœli. Hvernig myndir þú beita þér í afvopnunarmálunum og samskiptunum við Sovétríkin ef þú yrðir kosin forseti Bandaríkj- anna árið 1988? - Því miður yrði ég knúin til þess að segja af mér áður en til fyrsta leiðtogafundarins kæmi, því ég gæti aldrei hugsað mér að vera æðsti yfirmaður landhers, flughers og flota. En í grundvallaratriðum held ég að svarið við spurningunni yrði á þá leið, að jafnvel þótt hvorugur aðilinn sé nokkurs trausts verður þá yrði að stíga það skref að treysta mótaðilanum. Slíkt verður nauðsynlegt vegna þess einfaldlega að það verður ennþá hættulegra fyrir mannkynið að halda vígbúnað- arkapphlautinu áfram en að taka slíka áhættu. Einhver verður að taka stóra skrefið. Ertþú þá að meina að leiðtogar stórveldanna vilji í rauninni ekki frið? - Það er ríkt í eðli mannsins að hann breytir ekki afstöðu sinni fyrr en hann hefur fundið reynsl- una brenna á eigin skinni. Við erum með ónæmi ef svo mætti segja gagnvart alvöru kjarnork- ustríðsins, allir nema Japanir. Það sem ég á við er að ekkert okkar hefur látið sig þessi mál skipta nægilega mikið til þess að vera fær um að gera friðinn. Mahatma Ghandi - Annars er ég ekki fær um að gefa fullnægjandi svör við spurn- ingum ykkar að öðru leyti en því að ég er þeirrar skoðunar að einn lykillinn að lausn þessa vanda sé að finna hjá Mahatma Ghandi. Einfaldlega vegna þess að hann var virkur í starfi. Hann var ekki orðhákur sem setti fram spádóma og sagði fólki hvernig það ætti að haga sér. Hann fór einfaldlega að framkvæmda hluti sem aldrei höfðu áður verið gerðir í pólitísk- um tilgangi. Ghandi hugsaði sem svo að viðfangsefnið væri mann- legt eðli. Hann sagði að mannlegt eðli hefði tvær hliðar. Önnur hliðin væri siðspillt, afturhalds- söm, ofbeldishneigð og heimsk. Hin hliðin væri í eðli sínu góð og ástrík, vildi elska og vera elskuð. Ég hef góða hugmynd, sagði hann. Hvers vegna skipuleggjum við ekki hina góðu hlið mannlegs eðlis í pólitískum tilgangi? Og hann framkvæmdi slíka skipu- lagningu í fyrsta skiptið svo vitað sé í mannkynssögunni. Martin Luther King gerði það sama. Lech Walesa hefur nokkurn veg- inn tekist að halda uppi sam- felldri skipulagningu andófshópa er byggja á afneitun ofbeldis í Póllandi og Cory Aquino hefur gert stórkostlega hluti með sömu öfl að baki sér á Filipseyjum. Þau hafa öll hafnað þeim úreltu að- ferðum sem felast í hefðbundn- um vopnaburði. Það er hinsvegar einnig lykil- atriði til skilnings á þessum mál- um, að það er alltaf auðveldari lausn að bregðast við með hugs- unarlausu ofbeldi en að þurfa að nota hæfileika mannsins til þess að hugsa við að leysa vandamál- in. Vald fólksins Er það vœnlegt til friðar að auka völd og áhrif kvenna í heiminum? - Ég veit það ekki. Konur valda mér líka talsverðum á- hyggjum. Ég held að endanlega geti það ekki skipt meginmáli hvort það sé kona sem skipi vald- astöðu eða karlmaður. En Cory Aquino er vissulega góð fyrir- mynd af þjóðarleiðtoga. Það undarlega við völdin er að þau eru eins og píramíði þar sem forsetinn situr á toppnum en við erum á botninum. Forsetin getur gert vissa hluti sem við getum ekki gert. En þegar allt kemur til alls virðist engu að sfður eins og hann sé valdalaus. Því ofar sem menn komast í þessum píramíða, þeim mun þrengra verður um þá og þeim mun betur verða þeir að rökstyðja hvert skref sem þeir taka. Það verður engin ein stjórnvaldsaðgerð til þess að tryggja frið. Til þess þarf algjör- lega hugarfarsbreytingu hjá flest- um okkar. Og fólk þarf meðal annars að gera sér grein fyrir því valdi sem það býr yfir. Nú á okk- ar tímum eru við alin upp í tilfinn- ingu algjörs vanmáttar. Valdið virðist fólgið í vélbúnaðinum og tækninni sem umlykur okkur. En það hefur ekkert að gera með það innra vald sem maðurinn býr yfir. Það sem Ghandi gerði var að láta fólk finna til valds síns og haga sér eins og það byggi yfir því. í þessu felst gífurleg sálræn umbreyting. Ghandi sagði líka að Guð og sannleikann væri að finna í augum hins fátæka. Ég er ekki sérlega bjartsýn, en ég veit að þessi möguleiki er fyrir hendi og ég hef séð fólk taka miklum breytingum. Við verðum að vona hið besta. ólg. Miðvikudagur 15. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.