Þjóðviljinn - 15.10.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.10.1986, Blaðsíða 2
HSPURNINGIN— Hvað finnst þér um niðurstöðu leiðtogafund- arins í Reykjavík? Tryggvi Sigurðsson sálfræðingur. Mér finnst það alveg ömurlegt að ekkert skuli hafa komið út úr fundun- um. Ég hafði aldrei raunverulega trú á að samkomulag næðist en vonaði það þó. Mér fannst Gorbatsjof koma miklu betur fyrir en Bandaríkjaforseti. hann var meira sannfærandi og lagði meiri vinnu í að útskýra fyrir fólki hvað var að gerast, bæði þegar hann kom og áður en hann fór. Elsa Flnnsdóttir skrifstofumaður. Ég er mjög skúffuð yfir þessu. Það biðu allir spenntir eftir niðurstöðum en svo fór þetta svona. Ég er ekki bjartsýn á að leiðtogarnir nái nokkr- um árangri í Washington þegar þeir hittast þar, ekki eftir þetta. Mér fannst leiðtogarnir vera misjafnir, annar var mun þyngri en hinn tók þessu léttar. Katrín Gisladóttir 13 ára, nemandi í 7. bekk í Haga- skóla. Mér finnst árangurinn af fundinum ekki nógu góður. Eg vildi að leiðtog- arnir hefðu samið um að engin kjarn- orkuvopn væru leyfð í heiminum. Þeir hefðu átt að komast að einhverju samkomulagi, og halda kannski einn fund í viðbót úr því að þeir voru að hittast. Jón Pétursson lögregluþjónn. Ég varð fyrir vonbrigðum með nið- urstöður fundarins. Ég var ekki bjart- sýnn fyrir en maður vonaði að sam- komulag myndi nást þegar maður hélt að eitthvað væri að ske. Gorbat- sjof kom mjög vel fyrir sjónir að mínu mati, það var meiri alvöruþungi í því sem hann sagði. Ég held að leiðtog- amir hittist ekkert í Washington á næstunni eftir þessar niðurstöður. Ingibjörg Svala Þórsdóttir starfsmaður fréttamiðstöðvar- innar í Hagaskóla. Ég varð ekkert hissa á að ekki skyldi koma meira út úr þessu. Ég var alls ekki bjartsýn á árangur, og þetta kom mér því ekki á óvart. Ég held að Gorbatsjof hafi unnið mikið á í áliti alls staðar í heiminum, hann stóð sig bet- ur en Reagan. FBÉTTIR Ferðamálaráð Birgir Þorgilsson Ferðamálaráði: 3500 manns komu vegna leiðtogafundar Tekjur íslendinga sennilega nokkur hundruð miljónir eir sem störfuðu að þjónustu við þá sem hingað komu vegna fundarins sýndu það enn og sönnuðu að ferðaþjónustan getur tekist á við og leyst verkefni af þessari stærðargráðu, sagði Birg- ir Þorgilsson hjá ferðamálaráði í samtali við Þjóðviljann í gær. Þegar upp var staðið tókst að leysa gistivandann sem við blasti fyrstu dagana eftir að tilkynnt var um ieiðtogafund í Reykjavík, og staðreyndin varð reyndar sú að fjölmörgum gistiherbergjum var óráðstafað. Birgir sagðist í gær áætla að 3000-3500 manns hefðu komið til landsins vegna leiðtog- afundarins. „Þetta var stórt verkefni, en fyrirvarinn lítill, en fólk var ánægt með þá þjónustu sem það fékk hér. Blaðaskrif hafa verið jákvæð, með aðeins þremur undantekningum sem ég kannast við. Sendiráð okkar í Bonn kom nú reyndar leiðréttingu í þýska dagblaðið Bild vegna furðuskrifa þess um verðlag á gistingu á ís- landi, en auk þess fengum við neikvæða umfjöllun í spænska dagblaðinu E1 Paiz og í bresku blaði. Annars geta þeir sjálfum sér um kennt sem létu okra á sér, þeir hefðu getað fengið mun ódýrari gistingu," sagði Birgir. Hann var spurður um hugsan- legar tekjur okkar af þessum við- burðum. Hann sagði erfitt um það að segja, en gerði ráð fyrir að þar væri um að ræða nokkur hundruð miljónir. Auk þess hefði landið fengið ómetanlega kynn- ingu um allan heim vegna leiðtogafundarins og það opnaði margar dyr sem áður voru lokað- ar. -gg Kristján Gíslason, framkvæmdastjóri Radíómiðunar hf. afhendir Tryggva Páli Friðrikssyni, formanni Landssambands hjálparsveita skáta fyrsta Dancall farsímann, en hann var gjöf frá fyrirtækinu til LHS. Hjálparsveitirnar Farsími á hverja sveit Asunnudaginn færði Landssamband hjálparsveita skáta hverri aðildarsveit sinni farsíma að gjöf. Tilefni þessarar gjafar er 15 ára starfsafmæli Landssambandsins og góð rekstr- arafkoma þess á árinu. Margar af hjálparsveitunum tóku þátt í öryggisgæslu vegna leiðtogafundarins og var tækifær- ið notað er henni lauk á sunnu- dagskvöld og farsímarnir afhentir við formlega athöfn við Höfða. Fyrir valinu urðu Dancall far- símar, en þeir eru mest seldu far- símar á íslandi. Það er fyrirtækið Radíómiðun hf. sem flytur inn símana og við þetta tækifæri færði Kristján Gíslason, framkvæmda- stjóri Radíómiðunar, LHS, einn farsíma að gjöf. LHS og aðildar- sveitirnar 21 eru því enn betur en áður í stakk búnar að takast á hendur margþætt björgunar- og þjónustustörf. Umferðin Virðum hvíta stafinn í dag 15. október er alþjóða- dagur „Hvíta stafsins“ aðal- hjálpartækis blindra við að kom- ast leiðar sinnar jafnt utan húss sem innan, og forgangsmerki þeirra í umferðinni. í frétt frá Blindrafélaginu segir að það krefjist langrar þjálfunar að læra að nota hvíta stafinn svo hann komist að sem mestum not- um. Ökumenn og aðrir vegfar- endur taki nú í ríkara mæli tillit til blindra og sjónskertra sem nota stafinn og er skorað á ökumenn aðvirða hvíta stafinn sem stöðv- unarmerki og vegfarendur hvatt- ir til að sýna blindum og sjón- skertum fyllstu tillitssemi. Hvíti stafurinn gefur blindum færi á að ferðast um í umferðinni á eigin veg- um. Eimskipafélagið Ræður erlenda hótelsérfræðinga Ákvörðun Eimskipafélagsins um hótelbyggingu við Skúlagötuna verðurgrundvölluð á niðurstöðum úttektarsérfræðinganna Eimskipafélagið hefur ráðið til sín bandaríska sérfræðinga til þess að kanna það hvort að það sé rekstrargrundvöllur fyrir því að byggja hótel á lóð sem félagið á við Skúlagötuna. í nýju deiliskipulagi Skúla- götunnar er gert ráð fyrir hótel- byggingu á lóð Eimskipafélagsins við miðja Skúlagötuna. Af hálfu Eimskipafélagsins hefur þó enn ekkert verið ákveðið um hvort lóðin verði nýtt undir byggingu hótels og eru bandarísku sérfræð- ingarnir nú að gera svokallaða hagkvæmnikönnun sem ákvörð- un Eimskipafélagsins verður byggð á. „Okkur finnst óþarfi að finna hjólið upp mörgum sinnum og þess vegna fengum við þessa sérf- ræðinga okkur til aðstoðar," sagði Hörður Sigurgestsson for- stjóri Eimskips um ráðningu sérf- ræðinganna til verkefnisins. Hörður sagði að enn væri mjög óljóst hvað úr yrði, en að rætt hefði verið um 180 herbergja hót- el. Hvort hótelið yrði byggt af þeim eða öðrum, innlendum aðil- um eingöngu eða í samstarfi við erlenda aðila, væri allt óráðið sagði Hörður. -K.Ól. >2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.