Þjóðviljinn - 03.12.1986, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 03.12.1986, Qupperneq 4
LEBÐARI Orðaleikir með kjamorioivopn Á leiötogafundinum í Reykjavík, 11. og 12. októ- ber síðastliðinn munaði mjóu, að þau tímamót yrðu í mannkynssögunni, að stórveldin tvö gerðu með sér samkomulag um að eyða á næstu tíu árum um 70% allra þeirra kjarnorkuvopna sem nú eru til í heiminum. Þetta samkomulag fór út um þúfur - að sinni. Ástandið er óbreytt. Að vísu halda viðræður áfram. Og vonin lifir. Það er líka flestum í fersku minni, að Reagan Bandaríkjaforseti ávarpaði dáta sína í Keflavík og lofaði þeim, að meðan hann fengi nokkru ráðið þyrftu þeir engar áhyggjur að hafa út af atvinnu- nni: hermennskunni. Það er nóg aðgera í Keflavík hjá setuliðinu og því sem hið fasta setulið ekki kemst yfiraðsinnaannast liðsauki úr hinum tröll- aukna bandaríska herafla. Það hefur verið um það talað, að í Keflavík og á íslandi eigi ekki að vera kjarnorkuvopn „á friðar - tímum“. Stundum hefur meira að segja verið reynt að rekast í þessu og Bandaríkjamenn hafa verið spurðir út í vopnabirgðir á íslandi. Svörin eru óljós. Enda auðvelt að fara kringum reglur og samninga. Á þetta bendir Vigfús Geirdal meðal annars í merkilegri grein í nýútkomnum Dagfara. Hann segir: „Bandaríkin hafa alla tíð áskilið sér rétt til þess sem þau kalla „transit and transport" eða „við- dvöl og flutning“ kjarnorkuvopna innan lögsögu annarra ríkja. Þau gátu með góðri samvisku vísað til 3. greinar varnarsamningsins og samþykktar NATO-leiðtoga frá 1957 án þess að svara nokkru um það að þau áskildu sér eftir sem áður rétt til að koma með kjarnorkuvopn í íslenska lög- sögu. Flugsveit níu bandarískra Orion kafbátaleitar- flugvéla á Keflavíkurflugvelli er ekki það sem kall- að er „based“ eða „stationed“ hér á landi, hún hefur ekki fast aðsetur hér, heldur er hún aðeins „í leiðangri“ (on detachment") á íslandi þar til önnur sveit kemur og leysir hana af hólmi. Hver Orion flugvél sem hingað kemur er í heimaherstöð sinni í Bandaríkjunum 12 mánuði í senn og síðan sex mánuði „í leiðangri“. Þegar flugsveitin er „í leiðangri“ er hún algerlega sjálfstæð eining; að- greining sveitarinnar frá annarri hernaðarstarf- semi á Keflavíkurflugvelli er t.d. undirstrikuð með því að hún hefur sérstaka yfirstjórn, sitt eigið við- gerðarlið, eigin læknaþjónustu og jafnvel sína eigin kokkal... Þær Orion vélar sem hér hafa „viðdvöl“ eru ekki hluti af „Varnarliði íslands" heldur „Flugdeild Bandaríkjaflota". Það er því vafamál hvort þessar flugvélar falla yfirhöfuð undir ákvæði „varnar- samningsinsVen hvað sem því líðurtelja Bandarík- in sig í fullum rétti til að „flytja" hingað kjarnorku- vopn í þessum flugvélum og hafa hér nokkurra mánaða „viðdvöl". Svör þeirra segja það eitt, að hér eru ekki „virkar" kjarnorkuvopnageymslur (aðstaðan er fyrir hendi) og að kjarnorkuvopnum hefur ekki verið komið fyrir hér á landi að stað- aldri.“ í grein sinni í Dagfara bendir Vigfús Geirdal ennfremur á, að öll helstu hernaðarmannvirki hér á landi eru hluti af kjarnorkuvígbúnaði Bandaríkj- anna í Norður-Atlantshafi: „í Keflavík er rekin „samræmingarstöð" fyrir allar Loran C stöðvar við Norður-Atlantshaf, sem gerir eldflaugakafbátum kleift að staðsetja sig áður en þeir skjóta kjarnorkueldflaugum sínum á skotmörk í Sovétríkjunum. Loftvarnarratsjárnar hér á landi og AWACS- flugvélarnar eru mikilvægur hlekkur í viðvörun- arkerfi Bandaríkjanna gegn langdrægum spreng- iflugvélum Sovétmanna og stýriflaugum. Á Keflavíkurf lugvelli athafna sig P-3C Orion kaf- bátaleitarflugvélar sem „geta borið“ kjarnorku- : vopn. Þar eru einnig 18 F-15 orustuþotur sem „geta borið“ kjarnorkuvopn og varasveit F-4 þotna. Breskar Nimrod þotur sem „geta borið“ kjarnorkuvopn hafa reglulega viðkomu á Keflavík- urflugvelli. Herskip kjarnorkuveldanna, aðallega Bretlands og Bandaríkjanna, hafa um árabil komið hingað til lands í kurteisisheimsóknir. Langflest þessara skipa „geta borið" kjarnorkuvopn.“ týlergurinn málsins er sá, að við vitum næsta lítið, íslendingar, um hvað hernámsliðið aðhefst í landinu okkar. „Vamarsamningurinn" er okkur lítil trygging fyrir að fá einhverju ráðið um hin raunverulegu hernað- arumsvif. Þetta vita allir, svo að auðvelt ætti að vera að ná víðtækri samstöðu um endurskoðun þessa samnings hið bráðasta. Eða kemur okkur kannski ekki lengur við hvort kjarnorkuvígbúnaður viðgengst á íslandi? Eða • viljum við ekki vita það? _ Þráinn KUPPT OG SKORID Enn af prófkjörum Um forval og prófkjör gildir hið fornkveðna: margur fagnar firnum í annarra forvali. Þetta höfum við öll séð af blöðum undanfarna daga og vikur: menn hafa ekki hátt um þá streitu og þau leiðindi sem koma upp hið næsta þeim sjálfum í átökum um sæti á framboðslistum, en eru feiknalega málglaðir og útlegg- ingafúsir þegar kemur að öðrum flokkum. Nú er erfið alda yfir gengin, en misjafnt mjög hvemig hún hefur slegið menn og flokka. Alþýðu- flokksmenn í Reykjavík áttu náð- uga helgi, enda var búið að ganga frá flestu sem máli skiptir fyrir- fram. Þeir eru þar með í raun búnir að snúa baki við hugsjón hinna opnu prófkjara, sem flokk- urinn státaði sig af fyrir skömmu - en enginn skal lá Krötum, þótt þeir gæfust upp á þeim fjára eftir þau klofningsleiðindi sem þeir áttu í fyrir fjórum árum eða svo. Alþýðubandalagsmenn í Reykjavík geta unað vel við það, að allt fór tiltölulega friðsamlega fram hjá þeim - að minnsta kosti urðu þau leiðindi sem forvali fylgja í lágmarki miðað við þau ósköp sem grannar okkar í blaða- heiminum hafa verið að spá. Framsóknar- vandi Framsóknarmenn eiga hins- vegar í hinum verstu málum. Haraldur Ólafsson, sem verið hefur eini þingmaður flokksins í Reykjavík, lenti í fimmta sæti vegna þess að helstu keppinautar hans, Guðmundur G. Þórarins- son og Finnur Ingólfsson, höfðu smalað fólki í flokkinn í stórum stíl - og eins víst að það væri látið fylgja með að slíku innhlaupi fylgdu engar skuldbindingar, hvað þá fyrirheit um að þeir sem voru að velja flokknum þing- mann í Reykjavík ætluðu að kjósa flokkinn næst. Þetta hér er haft eftir Haraldi um málið: „Pað sem gildir er að hafafé og mannafla og að ná fylgi langt út fyrir raðir Framsóknarflokksins, en út í það vildi ég ekki fara. “ Rétt að minna á það, að flogið hefur fyrir að flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafi ráðið úrs- litum í þessu prófkjöri - meira að segja að tiltekin kosningavél úr forvali Sjálfstæðismanna hafi verið sett í gang. „Ég vann á skipulaginu", sagði Guðmundur G. Þórarinsson - og er það athyglisverð hreinskilni. Hann kennir ekki málefnum eða eigin afrekum um sigurinn. Nei - hann hafði svo gott „skipulag“. En það hafði Haraldur Ólafs- son ekki. Og verður reyndar eftirsjá að honum af þingi - því hann er um margt best siðaður Framsóknarmanna og lengst frá því hersukki sem hefur sett svo mjög svip á flokksbræður hans hér á suðvesturhorninu. Harmatölur Tímans í Tímanum í gær er verið að rekja galla prófkjara. Það er tal- að um hin miklu sárindi milli samherja sem eftir sitja og þá vitnað til harma Framsóknar- manna í Norðurlandi eystra, sem nú lyktar með sérframboði Stef- áns Valgeirssonar. Það er talað um þá staðreynd, að fólk sem ætlar sér alls ekki að styðja viðkomandi flokk getur ráðið úrslitum um það, hverjir verða þingménn hans ef prófkjör eru opin eða „hálfopin“ eins og nú síðast hjá Framsóknar- mönnum í Reykjavík. Sem er ekki nema satt og rétt. Við Þjóðviljamenn höfum allt frá því að fæstir máttu vatni halda yfir hrifningu af prófkjörum minnt á þennan möguleika. Til dæmis er ekki mikill vandi fyrir jafn öflugar maskínur og í gangi eru í Sjálfstæðisflokknum, að beita sér, þegar svo ber undir, í þá veru að tryggja það að Alþýð- uflokkurinn halli sér til hægri, eða til að fjölga hálfgildings „frjálshyggjumönnum" í þingliði Framsóknar. Eins og Haraldur Ólafsson sagði um þau öfl sem gegn honum unnu: Þar fara þeir sem láta sér fremur annt um fjármagn en vel- ferð. Og svo nefnir Tíminn blátt áfram þennan galla hér á próf- kjörum: „Lýðskrum, eiginhagsmuna- hyggja, valdafíkn og undirróð- ursstarfsemi eiga þar greiðan framgang undir formerkjum lýðræðis.“ Sem er ekki nema satt og rétt - og mega menn þó vel muna, að ekki þarf prófkjör til að ofan- greind fyrirbæri standi með blóma. Lausn fundin? Tíminn er í framhaldi af þessu að rekja hugmyndir sem m.a. koma fram í frumvarpsdrögum frá Magnúsi H. Magnússyni og fleirum. Þar er mælt með því að frambjóðendum væri ekki raðað á lista flokkanna fyrirfram, held- ur annist kjósendur sjálfir slíka röðun í kjörklefum á þingkosn- ingadegi. Með þessu móti, segja menn, er púkkað undir frelsi kjósenda og a.m.k. komið í veg fyrir það, að aðrir en þeir sem styðja viðkomandi flokk fari að skipta sér af því, hverjir verða fulltrúar hans á þingi. Það er rétt að þetta kerfi hefur nokkra kosti. Hinsvegar hefur það þann meginókost - ekki síst í litlu samfélagi eins og því íslenska - að það virðist ýta undir það, að stuðningsmannamaskínur helstu keppinauta um þingsæti innan eins flokks séu í fullum gangi allt fram á sjálfan kjördag. Ef sam- særi allskonar og undirróð- urssukk leika einstaklinga og flokka grátt eins og er - munu þær ekki gera pólitískar hreyfing- ar með öllu óstarfhæfar með því fyrirkomulagi sem hér er boðið upp á? Flestir kostir sýnast vondir í þessum málum. En sá líklega skástur sem Alþýðubandalagið hefur haldið sig við - að efna til forvals meðal flokksmanna. Gleymum því ekki að með þessu móti er púkkað nokkuð undir þýðingu þess að menn gangi yfir höfuð í stjórnmálaflokk. Og veitir ekki af þegar stjórnmála- flokkum hnignar víða um lönd - með þeim afleiðingum helstum að atvinnumenn í auglýsinga- töfrum og „skoðanahönnun“ taka við lýðræðinu og „markaðs- setja“ það eftir sínu höfði. - ÁB þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víöir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útllt8telknarar: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofu8tjórl: Jóhannes Harðarson. Skrif8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýslngastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvar8la: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Ólöf Húnfjörð. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. AfgrelðslustjórhHörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, rltatjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, síml 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskrtftarverð á mánuðl: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Miðvikudagur 3. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.