Þjóðviljinn - 03.12.1986, Side 13

Þjóðviljinn - 03.12.1986, Side 13
„Læknir fólksins" myrtur Jóhannesarborg - Fabian Ribi- ero, svartur læknir sem barist hefur gegn kynþáttaaðskiln- aðarstefnunni í S-Afríku, var í fyrrakvöld skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni. Ribiero var þekktur meðal fátækra S- Afríkubúa sem „læknir fólks- ins“. Hjónin voru skotin til bana utan við heimili sitt í hverfi svart- ra, Mamelodi, í Pretoríu. Upp- lýsingaþjónusta yfirvalda til- kynnti í gær að tveir svartir óþek- ktir menn hefðu skotið sjö skotum að hjónunum, þau hefðu síðan látist á leið til sjúkrahúss. Ribeiro starfrækti litia skurð- stofu inni á heimili sínu og vann að sárum fólks sem hafði særst í átökum. Vinur Ribeiro hjónanna sagði réttamanni Reuters að hjónin sem voru rúmlega fimmtug, hefðu lifað í stöðugum ótta við árás. Tvisvar hafði verið kastað bensínsprengju að húsi þeirra og það brunnið til kaldra kola. Síðari árásin var í mars á þessu ári. I Ronald Reagan Bandaríkjaforseti til- kynnti í dag að hann hefði farið fram á að sjálfstæð rannsóknar- nefnd yrði sett í að rannsaka íran- málið svonefnda sem nú hristir undirstöður forsetaembættisins. Þar með er komin af stað nefnd sama eðlis og varð til þess að Richard Nixon, fyrrum Bandaríkj- aforsetim varð að segja af sér. Reagan tilkynnti þetta í sjón- varpsræðu í gærdag. Hann sagði einnig að hann hefði fengið Frank Carlucci, stjórnarerind- reka fyrir Bandaríkin sem nú hef- ur látið af störfum, til að veröa næsti Þjóðaröryggisráðgjafi. Carlucci kemur í stað Johns Po- intdexters sem sagði af sér í síð- ustu viku eftir að upp komst að hagnaður af vopnasölu til Irans fór til Contra hermdarverka- manna í Nicaragua í gegnum svissneska bankareikninga. Carlucci hefur áður verið aðstoð- armaður varnamálaráðherra og aðstoðarmaður yfirmanns CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Enn af Reagan. Háttsettur bandarískur embættismaður sem óskaði eftir að gæta nafnleyndar, sagði í gær að Reagan Bandaríkjaforseti hefði orðið að rjúfa Salt-2 samkomulagið um takmörkun kjarnorkuvopna þar sem annars hefðu menn misst alla trú á stað- festu forsetans í Ijósi íranmáls- ins. Meirihluti Bandaríkjaþings hafði hvatt forsetann til að rjúfa ekki þetta samkomulag og Bandalagsþjóðir Bandaríkjanna innan Nato eru mjög óánægðar með þessa ákvörðun forsetans frá því í síðustu viku. Óveður mikið geisaði í Skandinavíu í fyrri- nótt með þeim afleiðingum m.a. að tré rifnuðu upp með rótum, tvö skip við landfestar rak á haf út og svanir þeyttust til jarðar. Skipin voru í Kaupmannahafnarhöfn. Annað þeirra var farþegaferja með hundruð flóttamanna um borð sem bíða þess að fá aðsetur í Danmörku. Svanirnir þeyttust til jarðar í Álaborg. í vesturhluta Sví- þjóðar rifnuðu tré upp með rótum og þeyttust á rafmagnslínur með þeim afleiðingum að línurnar slitnuðu, einnig fuku þök af hús- um. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR HJÖRLEIFSSON 7R E U1E R HEIMURINN Indland/Nýja Delhí Herinn í viðbragðsstöðu Stjórnvöld íNýju Delhískipuðu ígœr hernum í viðbragðsstöðu vegna mikillar ólgu í kjölfarfjöldamorða öfgasinnaðra Síkha á Hindúum á sunnudaginn Nýju Delhí - Yfirvöld á Indlandi skipuðu í gær hernum í við- braðgsstöðu í höfuðborg landsins, Nýju Delhí, eftir að æstir Hindúar réðust að heimilum og verslunum Síkha í borginni. Viðbrögð Hindú- anna voru til komin vegna einna mestu fjöldamorða sem öfgasinnaðir Síkhar hafa fram- ið. Þau urðu í Púnjab fylki á sunnudaginn þegar 24 Hindú- ar voru myrtir í langferðabif- reið. Indverskar fréttastofur sögðu frá því í gær að herdeildir væru nú tilbúnar að aðstoða lög- reglu í fjölmörgum hverfum höfuðborgarinnar en þar ríkir nú mikil spenna. Allsherjarverkfall var í Nýju Delhí í gær og sagt var að 2000 manns hefðu gengið um götur tveggja úthverfa þar sem verkamenn búa og hefðu fjöl- margir veifað vopnum um leið og verslanir og heimili Síkha voru eyðilögð. Annars staðar í borginni skaut lögregla táragassprengjum að fjölda Hindúa til að dreifa fólki sem var að reyna að kveikja í bíl- um. Um það bil 1500 manns voru handteknir og fjölmargir særðust í óeirðunum í gær. Síkhar héldu sig inni við í gær til að forðast ofbeldi. Strætis- vagnaferðir voru stöðvaðar í höf- uðborginni og umferð minnkaði að mun. Víðar um Indland voru mótmæli gegn ofbeldisverkum öfgasinnaðra Síkha um síðustu helgi. Síkhum og Hindúum lenti saman í Púnjab og skarst lögregl- an í leikinn. í fyrradag létust 10 manns í Púnjab fyrir hendi öfgas- inna og hafa þá 34 látist í síðustu viku á Indlandi. Afvopnunarviðrœður Fréttabann í Genf Bandaríkin hafa sett bann áflutningfrétta af samningafundi fulltrúa sinna um afvopnunarmál þar til fundarhöldum lýkur áföstudag Genf - Bandaríkin og Sovétrík- in settu fréttabann á afvopnun- arviðræður fulltrúa sinna sem hófust í gær í Genf. „Við höfum samþykkt algjört fréttabann þar til fundi okkar lýk- ur á föstudaginn", sagði talsmað- ur bandarísku sendinefndarinn- ar, Terry Shroeder, við upphaf viðræðna í gærmorgun. Fundinn sitja aðeins þrír æðstu samninga- menn risaveldanna og aðstoðar- menn þeirra. Þeir munu ræðast við í litlum aðskildum hópum um mál eins og meðaldrægar og langdrægar kjarnorkuflaugar á- samt geimvopnum. Þessar við- ræður hófust í mars á síðasta ári. Venjulega eru 8 til 12 sérfræðing- ar í þessum viðræðum. Aðalsamningamaður Banda- ríkjanna, Max Kampelmann, sagði í fyrradag að mikill árangur hefði náðst í viðræðum um kjarnorkufiauga- og geimvopn- asamninga og hann myndi reyna að draga úr ágreiningi um aðra hluti. Helsti samningamaður So- vétmanna, Viktor Karpof, hefur lýst því yfir að helsta deilumálið nú sé geimvopnaáætlun Banda- ríkjamanna, „Stjörnustríðið“ svonefnda. Spánn Fraga segir af sér Madrid - Manuel Fraga Iri- barne, einn helsti leiðtogi hægri manna á Spáni undan- farnaáratugi,sagði ígærafsér sem formaður „Samtaka Al- þýðunnar" (AP), eins stærsta hægri flokksins á Spáni. Talsmaður AP sagði að Fraga hefði lagt fram afsögn sína og hún yrði ekki dregin til baka. Afsögn- in kemur í kjölfar kosningasigurs sósíalista í Baskalandi um síðustu helgi og í sumar þegar ríkisstjórn sósíalista hélt völdum í kjölfar þingkosninga. Miklar deilur hafa verið innan AP síðustu sex mán- uði, frá því flokknum mistókst að vinna sigur á sósíalistum í júní síðastliðnum. Þegar bandalag hægri flokkanna tapaði síðan helmingi atkvæða sinna í Baska- landi um helgina, var því lýst yfir í fjölmiðlum að Fraga hefði þar með verið „krossfestur". Stjórnmálaskýrendur á Spáni orða brottför Fraga úr spænskum stjórnmálum á þann veg að nú séu lok tímabils. Fraga var upplýsinga- og ferðamálaráð- herra í stjórnartíð Frankós ein- ræðisherra og er síðan sagður hafa verið leiðandi afl í að fá hægrisinna inn á braut lýðræðis eftir lát Frankós. „Þetta er það sem lýðræðið á honum að þakka“ segir í ritstjórnargrein spænska stórblaðsins E1 País í gær. Margir telja nú að AP sé að falla saman í kjölfar afsagnar Fraga. Manuel Fraga þótti kröftugur stjórnmálamaður. Margir töldu hann hins vegar of gamlan og vilja ungan leiotoga til að vinna gegn Gonzales, forsætisráðherra. Rínarmengun Enn eitft eiturefnaslysið Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að svissnesk yfirvöld höfðu tilkynnt ígœr að þau hygðust efna til mikils átaks til að koma í vegfyrir verksmiðjuslys í Sviss rann mikið magn plastefnis í Rín úr svissneskri verksmiðju í V-Þýskalandi Bern - Enn eitt mengunarslys- ið átti sér stað í í gær, nú í V- Þýskalandi, hjá efnafyrirtæki í eigu svissneskra aðila, stutt frá svissnesku landamærun- um. Klóríð eitur rann þá út í Rín, talsmaður fyrirtækisins sagði að heilbrigði manna stafaði ekki hætta af slysinu. Tilkynningin um slysið barst aðeins klukkustund eftir að svissnesk yfirvöld tilkynntu að þau hygðust gera mikið átak til að koma í veg fyrir að eiturslys, í líkingu við þau sem hafa orðið hvað eftir annað að undanförnu við ána Rfn, endurtækju sig. Lonza Werke fyrirtækið til- kynnti í gær að fimm kúbik metr- ar af plastefni (polyvinylklóríð, m.a. notað í hljómplötur, gólf- húðun og plastumbúðir) hefðu runnið út í Rín í gærmorgun frá verksmiðju fyrirtækisins í Walds- hut í V-Þýskalandi, aðeins 45 km. austan við Basel í Sviss. Alphons Egli, forseti Sviss, ávarpaði í gær sérstakan fund sameinaðs þings í Sviss sem á sér ekki hliðstæðu þar í landi. Egli sagði m.a. að Svisslendingar stæðu nú frammi fyrir því að endurvekja álit umheimsins á Sviss sem landi þar sem umhverf- isvemd væri í heiðri höfð. „Þetta álit varð að engu á einni nóttu“, sagði hann. Egli átti þarna við slysið sem varð í Basel fyrir ein- um og hálfum mánuði þegar tugir tonna af eiturefnum mnnu út í Rín þegar slökkviliðsmenn börð- ust við að ráða niðurlögum elds í vömgeymslu Sandoz lyfjafyrir- tækisins. Neðri deild svissneska þingsins áætlar að koma saman til sérstaks fundar 15. desember til að ræða umhverfisverndarmál landsins. Fjómm dögum síðar koma um- hverfismálaráðherrar Rínarríkja og Evrópubandalagsríkja saman í Rotterdam í annað skiptið á skömmum tíma til að ræða af- leiðingar Sandoz slyssins. Ráð- herrar þessara landa hafa gagnrýnt svissnesk yfirvöld mjög harkalega fyrir slælegt eftirlit með efnafyrirtækjum í landinu. Miðvikudagur 3. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.