Þjóðviljinn - 30.12.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 30.12.1986, Page 4
LEIÐARI Eftir sjö áia stríð Um þessar mundir eru sjö ár liðin frá því að Sovétmenn fóru með her inn í Afganistan og hefur það dapurlega afmæli orðið sjálfsagt til- efni til að menn ítrekuðu fordæmingu sína á þeirri styrjöld, þeirri freklegu íhlutun um málefni smærri þjóðar, sem þarf á engu fremur að halda en friðsamlegum aðstæðum til að geta á eigin forsendum ráðið við sín þróunarvandamál. Stríðið í Afganistan hefur verið mikill harm- leikur. Manntjón hefur verið firnamikið og stór hluti landsmanna hefur hrakist í útlegð. Fjöldi þorpa hefur verið lagður í eyði með þeim grimm- daraðferðum, sem herir þeirra sem yfirburði hafa í tækni hafa á seinni áratugum beitt gegn skæruliðahreyfingum. ítrekaðar ásakanir hafa verið bornar fram á hendur Sovétmönnum um að þeir nota eiturvopn í hernaði sínum. Og mætti lengi við þann hörmungarlista bæta. Sovétmenn hafa ekki riðið feitum hesti frá sinni íhlutun, sem þeir að venju setja upp sem nauðsynlega aðgerð til að bjarga Afgönum undan afturhaldi og vestrænni heimsvalda- stefnu. Þeir munu ekki hafa byrjað þennan hernað með glöðu geði - en skjólstæðingar þeirra í þeirri byltingarstjórn sem völdin tók árið 1978 höfðu bæði vakið upp sterka andstöðu meðal fólksins með vanhugsuðum skyndi- breytingum jafnt sem grimmdarverkum og svo höfðu byltingarmenn lent í miklum hjaðninga- vígum innbyrðis. Og sovéski herinn var þá sendur á vettvang, væntanlega til að tryggja það að upp úr þeirri ringulreið allri sprytti ekki vald á suðurlandamærunum sem fjandsamlegt væri Sovétríkjunum. Sovétríkin hafa ekki náð markmiðum sínum, hvorki pólitískum né hernaðarlegum. Þau hafa sokkið djúpt í fen kostnaðarsamrar og óvinsæll- ar styrjaldar, sem spillir stórlega fyrir þeim sjálf- um á alþjóðavettvangi og þá ekki síst meðal þjóða þriðja heimsins. Eitt af því sem gerst hefur í stjórnartíð Gorbat- sjofs aðalritara Kommúnistaflokksins er það, að gefin hafa verið merki um að Sovétmenn vildu gjarnan losna út úr styrjöldinni í Afganistan, og reyna þá ekki að halda því til streitu að vinna fullan hernaðarsigur. á andófsöflunum - sem yrði reyndar mjög dýrkeyptur hersveitum í Af- ganistan. Margir töluðu um að þar færi áróð- ursbragð og hefðu sveitir þær, sem heim voru kallaðar, skipt litlu máli fyrir hernaðinn þar eystra. En sama er: ráðstöfun þessi var vís- bending um að nýir ráðamenn hafi hug á að komast út úr styrjöld sem þeir hafa í rauninni hvorki ráð á að tapa né sigra, svo undarlega sem það hljómar. Menn spyrja sjálfa sig einatt að því, hvað menn geti gert til að stuðla að því að hörmung- um linni í Afganistan. Svörin liggja ekki í augum uppi. En á seinni mánuðum hefur æ meir heyrst til þeirra radda, sem vilja m.a. stilla saman strengi Evrópuríkja til að finna sæmilega pólit- íska lausn á afganska hnútnum. Þá er átt við frumkvæði sem fælu bæði í sér ýmislegan stuðning við andófsöflin, aðstoð við að þau komi sér saman um pólitískan valkost, sem væri sem mest utan við það sem er hvoru risa- veldanna í hag eða óhag. Um leið og Sovétríkin yrðu minnt á það með ýmsum ráðum, að þau hafa ekki ráð á því, hvorki pólitískt né í öðrum skilningi að halda áfram sínum hernaði - og væri fyrsta skrefið að búa til áætlun um heimsendingu sovéska hersins í áföngum. Sýn- ist það ekki nema sjálfsagt að taka undir frum- kvæði af þessu tagi - eða vita menn aðra kosti skárri? - ÁB KUPPT OG SKORHD Bókin um Pablo Casals Nú eru menn að gömlum og góðum sið að svara spurningum grannans um það, hvað þeir hafi verið að lesa um jólin. Og svarar klippari því fyrir sig, að hann las m.a. endurminningar sellósnill- ingsins Pablo Casals, sem Albert Kahn skráði. Þjóðsaga gaf út í ágætri þýðingu Grímhildar Bragadóttur. Þetta er hlýleg og elskuleg bók og um margt vel saman sett. Þessi þáttur hér er reyndar ekki vett- vangur fyrir ritdóm, en því er hann nú helgaður minningum Casals, að þar er komið inn á marga þá hluti með eftirminni- legum hætti, sem máli skiptir fyrir þá sem láta sig nokkru varða menningu og stjórnmál á okkar tvíræðu öld. Mann- bætandi? Pablo Casals er einn þeirra ágætu manna meðal tónsnillinga sem vona að list þeirra sé í bók- staflegum skilningi mannbæt- andi. Því miður verða menn að fara ofurvarlega í staðhæfingar um þessa hluti: þýskir nasistar tárfelldu yfir Schubert og Beet- hoven meðan þeir voru að leggja á ráðin um þjóðarmorð og önnur herfileg verk. En víst sýnir dæmi manna eins og Casals það, hve göfgandi tónlist getur verið ef hún fellur í „réttan“ jarðveg. Og sá jarðvegur er maður eins og Ca- sals, vinur konunga en aldrei höfðingjasleikja, stoltur smá- þjóðarmaður án þjóðarrembu, lýðveldissinni og friðarsinni á dögum fasisma og atómsprengju. Snillingur og eftirsótt stjarna, sem virðist ekki hafa ánetjast þeirri peningadýrð sem hefur Ieikið marga slíka menn grátt. Það var Casals sem með eigin frumkvæði og á eigin kostnað kom upp hljómsveit til að lyfta tónlistarlífi landa sinna, Kata- Ióna, á hærra stig, það var hann sem vann að því með kappi og hugvitssemi að koma upp tónlist- arfélögum verkamanna í Katal- óníu því hugsjón hans var sú, að göfug tónlist væri ekki sérréttindi þeirra sem betur voru settir. Þeir og við Pablo Casals rifjar og upp at- burði borgarastyrjaldarinnar á Spáni, sem hófst fyrir fimmtíu árum. Hann Iagði fram krafta sfna í þágu lýðveldisins og fasist- arnir hötuðu hann svo að þeir hétu því að saga af honum hand- leggina ef þeir næðu til hans. Ca- sals dregur enga dul á það, að á árum borgarastríðsins gerðust „hermdarverk á báða bóga“ eins og sagt er. En það er þörf áminn- ing sem við lesum hjá honum um það, að ofbeldisverkin voru ekki eitthvað það böl sem eins og tor- tímir öllum mun á andstæðum fylkingar í stríðinu um frelsi Spánar, eins og bannar okkur að fella dóm. Hann segir meðal ann- ars í bókinni: „/ öllum styrjöldum eru mörg ofbeldisverk framin á báða bóga. En ef grannt er skoðað, er þá nokkurt ofbeldisverk verra en stríðið sjálft? Eitt atriði ber þó að hafa í huga þegar rœtt er um spænska borgarastríðið. Pau of- beldisverk sem framin voru á landsvœðum sem lýðveldisstjórn- in hafði yfirráð yfir voru ekki af- leiðingar stjórnarhátta hennar, heldur voru þau verk ábyrgðar- lausra og óviðráðanlegra afla sem sáu sér hag í upplausnarástandinu ogfœrðu sér það í nyt. Stjórninni féllu öll þessi ofbeldisverk mjög þungt og greip hún þá til ýmissa ráðstafana til að stöðva þau. Hjá fasistunum var þessu á annan veg farið. Fasistaforingj- arnir reyndu ekki að stöðva of- beldisverkin, heldurhvöttuþeirtil kúgunar og ofsókna á þeim lands- svœðum sem þeir réðu. Hjá þeim voru hryðjuverk hluti opinberrar stjórnarstefnu. Peir skipulögðu og frömdu kerfisbundið alls kon- ar hryðjuverk og það ekki aðeins með viðbjóðslegum skipulögðum fjöldaaftökum í Burgos, Bada- joz, Sevilla og fleiri borgum sem stjórnað var af herforingjaráðum þeirra, heldur einrtig með stöðug- um grimmdarlegum sprengju- árásum á borgirnar Barcelona, Madrid og önnur þéttbýlissvœði á yfirráðasvœði lýðveldisstjórnar- innar. “ Fílabeins- turninn Casals fór í útlegð eftir að Franco vann sinn illa sigur á Spáni. Hann hvikaði aldrei frá stuðningi sínum við málstað spænska lýðveldisins - og þegar hann komst að því eftir stríð að þeir sem sigruðu Hitler ætluðu ekki að hrófla við hinum spænska bandamanni hans, þá setti hann heiminn í tónlistarbann: upp frá því urðu þeir að koma til hans sem á hann vildu hlusta. Casals fjallar reyndar - í sambandi við Dreyfusarmálið illræmda - um listamenn og samfélag, og vegna þess hve sjónarmið þau sem hann heldur fram eru illa langt frá mörgum tískuviðhorfum okkar daga er ekki úr vegi að rifja þau upp hér að Iokum: „Allt þetta skelfdi mig og gerði mig dapran. Ég veit að þeir menn eru til, sem álíta að listamenn eigi að lifa í fílabeinsturni langt frá baráttu og þjáningum meðbrœðr- anna. Pað er sjónarmið sem ég hef aldrei getað fallist á. Sjá sem lítil- svirðir mannlega reisn annars fólks hann lítilsvirðir mig og sam- viskan býður mér að ráðast gegn óréttlœtinu. Enginn getur sagt, að almenn mannréttindi séu lista- manninum ekki eins mikilvœg og hinum almenna borgara. Getur nokkur verið undanþeginn skyldum sínum sem manns ein- göngu af því að hann er listamað- ur? Nei, efeinhver ber ábyrgð þá er það öðrum fremur listamaður- inn, vegna þess að hann er við- kvœmari og býr yfir nœmari skynjun, og vegna þess að hann getur látið rödd sína heyrast þegar aðrar raddir heyrast ekki. Hver œtti að vera ákafari verjandifrels- is og frjálsrar tjáningar en einmitt listamaðurinn? Það er hvort tveggja ómissandi í hinu skapandi starfi hans, sem aðeins getur dafn- að í frelsi. “ þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, IngólfurHjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmda8tjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglý8ingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslu8tjóri:HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð i lausasölu: 50 kr. Helgarblöð:55 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þri&judagur 30. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.