Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR —SPURNINGINi Spurt við höfnina: Álítur þú að átökin verði hörð ef til verkfalls kem- ur hjá sjómönnum? Skúli Guðmundsson, sjómað- ur: Ég veit það ekki. Umræðan um þetta hefur verið lítil og mér sýn- ist enginn sérstakur baráttuhugur í mönnum. Kristján Sigurðsson, sjómaður: Ég held ekki. Mér hefur virst það að í gegnum tíðina hafi skort samstöðu hjá sjómönnum. T.d. finnst mér að togararnir sem verða úti þegar verkfallið skellur á ættu að keyra í höfn og sýna samstöðu. Grétar Helgason, sjómaður: Ég veit það ekki. Én ef til ver- kfalls kemur þá er ég sannfærður um að það verði langt. Einar Ingi Ágústsson, útgerð- armaður: Komi til verkfalls þá reikna ég með því að það verði langt. Ingimundur Elísson, sjó- maður: Ég hef á tilfinningunni að átökin verði mjög hörð. Það ríkir mikil óánægja hjá sjómönnum ' með kjör sín. Sveinn K. Sveinsson forstjóri Völundar tekur við viðurkenningaskjali Trésmiðjafélagsins úr höndum Þorbjörns Guðmundssonar varaformanns félagsins. Á H1 „ >, Mynd-KGA. /1 i i s~\ ( f « Viðurkenning til Völundar Trésmiðafélag Reykjavíkur veitir viðurkenningufyrirgóða vinnuaðstöðu. Grétar Porsteinsson: Öðrumfyrirtœkjum tilögrunar og hvatningar Trésmiðafélag Reykjavíkur af- henti í gær forráðamönnum Trésmiðjunnar Völundar í Skeif- unni, viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað starfsmanna á vinnu- stað. Þetta er annað árið í röð sem Trésmiðafélagið afhendir viðurkenningar fyrir aðbúnað á vinnustöðum félagsmanna sinna. í máli Grétars Þorsteinssonar formanns félagins við afhendingu viðurkenningarinnar í gær kom fram að mjög víða er pottur brot- inn í aðbúnaðarmálum í tréiðnaði og þetta framtak félagsins því bæði ögrun og hvatning til fyrir- tækja í greininni að bæta aðbún- að á vinnustöðum. Völundur hf. hlaut viðurkenn- inguna í ár fyrir snyrtilega að- stöðu fyrir starfsmenn, rúmgóða og vistlega kaffistofu, góða loft- ræstingu í vinnusal, góða bún- ingsaðstöðu og einnig þykir um- gengni starfsmanna til fyrirmynd- ar. -lg. Verðlaunasjóður Ásu Heiðursverð- laun til dr. Guðmundar Dr. Guðmundur Pálmason jarðeðlisfræðingur hlaut í gær heiðursverðlaun úr verðlauna- sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Guðmundur hlaut verð- launin fyrir jarðhitarannsóknir sínar og kannanir á eðli jarðs- korpunnar. Afmœli Brunabót 70 ára Brunabótafélag íslands, sem stofnað var með lögum nr. 59/ 1915, hóf starfsemi sína 1. janúar 1917 og heldur því upp á 70 ára starfsafmæli um næstu áramót. Föstudaginn 2. janúar 1987 verða skrifstofur félagsins opnar 1 með venjulegum hætti frá kl. 9.30 til 4, en mánudaginn 5. janúar verður opið hús, þ.e. tekið á móti gestum með kaffi og kökum á öllum skrifstofum félagsins til að minnast þessara tímamóta. París Tarkovskí er látinn Lést úr krabbameini 54 ára að aldri. Truflaði mjög hinn hefðbundna Hinn ágæti rússneski kvik- myndalcikstjóri Andrei Tark- ovskí lést í gær í París, 54 ára að aldri. Hann hafði átt við krabbamein að stríða, og stóðu vonir vina hans til þess að hann fengi fullan bata, en þær vonir hafa ekki ræst. Andrei Tarkovskí vakti strax með fyrstu kvikmynd sinni, Bernska ívans, sem lýsir ungum dreng sem tekur á sínar mjóu herðar virka þátt- töku í heimsstyrjöld, mikla og verðskuldaða athygli. Á eftir henni kom sú mynd sem ef til vill hefur borið nafn Tarkov- skís víðast - Andrei Rúbljóf, (1966), sem fjallar um lista- mann og vald - og er þá dæmi tekið af þekktasta helgi- myndamálara Rússa, Rú- bljóf. í þeirri mynd og þeim kvikmyndum sem á eftir komu hefur Tarkovskí truflað mjög hinn hefðbundna kvik- myndastfl, hvort sem hann kvikmyndastíl Andrei Tarkovskí. réði ríkjum í austri eða vestri, og gefið svigrúm erfiðu og kröfuhörðu formi, kvikmyndaljóðinu, sem reynir að bregða persónulegri birtu yfir margan eilífðar- vanda mennskrar tilveru. Árið 1984 gerði Tarkovskí kvikmyndina Nostalgía á ítal- íu og hafði þá fengið nóg af árekstrum við sín yfirvöld. Eftir það var hann fyrir vest- an, barðist með aðstoð margra góðra manna fyrir sameiningu fjölskyldu sinnar og gerði í Svíþjóð síðustu kvikmynd sína, Fórnin - um mann sem er reiðubúinn að fórna öllu því, sem honum er dýrmætast, ef það mætti verða til þess að forða mannkyni frá hinu mesta slysi. Aðdáendur Tarkovskís hér á íslandi efndu í fyrra til hátíð- ar þar sem allar helstu myndir hans voru sýndar. Andrei Tarkovskí kom sjálfur til hát- íðar og vakti, bæði sem hlý- legur persónuleiki og hug- myndaríkur málsvari þess sem erfitt sýnist í listum, einlega aðdáun allra þeirra sem af honum höfðu nokkur kynni. ÁB 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 30. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.