Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 12
I ; í dag, 30. desember, er 200 ára afmæli skáldsins Bjarna Thorarensens, yfirdómara og síðar amtmanns á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann fæddist þennan dag árið 1786 í Brautarholti á Kjalarnesi. í tilefni þessa afmælis hefur Hið íslenzka fræðafélag í Kaup- mannahöfn (stofnað 1912) gefið út heildarsafn allra bréfa Bjarna, sem kunnugt er um, í tveimur bindum. Hefur prófessor Jón Helgason séð um útgáfuna. Fyrra bindi bréfanna var gefið út í Kaupmannahöfn árið 1943 og er löngu uppselt. Hefur það því verið prentað að nýju, um leið og síðara bindi kemur nú fyrst fyrir almenningssjónir. í fyrra bindi eru bréf til Gríms Jónssonar, amtmanns á Möðruvöllum, og Finns Magnússonar, leyndar- skjalavarðaríKaupmannahöfn. í síðara bindi eru yfir 30 viztakend- ur bréfa, m.a. GrímurThorkelín, leyndarskjalavörður, Bjarni Thorsteinsson, amtmaður á Stapa, Bogi Benediktsson á Stað- arfelli (tengdafaðir Bjarna), Þórður Sveinbjörnsson, háyfir- dómari, Baldvin Einarsson og GrímurThomsen, auk þess ýmsir Danir, m.a. Kristján Friðrik prins, síðar Kristján konungur 8. Alls eru bréfin 294 talsins, það elsta, sem er til Gríms Thorke- líns, er skrifað í Reykjavík 10. september 1811 þegar Bjarni var 24 ára gamall, en síðasta bréfið er til Finns Magnússonar, skrifað á Möðruvöllum sama daginn og Bjarni lést, 23. ágúst 1841. Bréf Bjarna Thorarensens eru prentuð stafrétt og þeim fylgja ýt- flAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Sálfræðingur Sálfræðing vantar nú þegar hjá Dagvist barna í heila eða hálfa stöðu. Umsóknarfrestur er til 15. janúar n.k. Upplýsingar gefur Guðrún Einarsdóttir sálfræð- ingur á skrifstofu Dagvistar barna í símum 27277 og 22360. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Sendill óskast Utanríkisráðuneytið óskar að ráða röskan og á- reiðanlegan ungling til sendiferða, hálfan eða allan daginn. Nánari upplýsingar eru veittar í afgreiðslu ráðu- neytisins eftir hádegi. Utanríkisráðuneytið Hverfisgötu 115, 5. hæð. arlegar athugasemdir útgefenda, ennfremur skrá yfir bréfin í tíma- röð, yfirlit yfir viðtakendur og varðveislustaði, svo og registur yfir mannanöfn, staðarnöfn o.fl. Sem fyrr sagði hefur prófessor Jón Helgason í Kaupmannahöfn séð um útgáfuna, og ber hún glögg merki lærdóms hans og rómaðrar vandvirkni. Þar sem hann lagði hönd á plóginn, þurfti sjaldnast að bæta um betur. Er þetta verk hvort tveggja í senn, eitt af því fyrsta, sem hann fékkst við, en hann kom til Kaupmanna- hafnar til náms árið 1916, svo og eitt af síðustu útgáfuverkum hans, en próf. Jón lést, sem kunn- ugt er snemma á þessu ári. Hefur ekkja hans, Agnete Loth, mag. art., gengið endanlega frá útgáf- unni. í síðara bindi er endurprentað æviágrip Bjarna Thorarensens eftir Jón Helgason, sem áður hef- ur birst í útgáfu hans á kvæðum Bjarna (Ljóðmæli Bjarna Thor- arensens I.-II., Hið íslenzka fræðafélag, Kaupmannahöfn 1935). Er það rækilegasta ævi- saga Bjarna Thorarensens, sem enn hefur verið rituð. Fyrra bindi bréfanna er 315 bls. að stærð, prentað í Kaup- mannahöfn, en síðara bindið er 461 bls., unnið í Prentsmiðjunni Odda. Mikill fengur er að útgáfu bréfa Bjarna Thorarensens. Þau auka við vitneskju um ævi hins þjóðkunna skálds og embættis- manns og gefa góða innsýn í aldarfar á lokaskeiði einveldistí- mans. Umboð hérlendis fyrir Hið ís- lenzka fræðafélag hefur Sögufé- lag, Garðastræti 13B (gengið inn úr Fischerssundi), Reykjavík, opið kl. 1-5 daglega, sími 14620. HiS íslenzka fræðafélag, Sögufélag Styrktarfélag vangefinna Vinningsnúmer: 1. vinningur: Volvo 740 GLE nr. 85727 2. vinningur: bifreiö aö eigin vali fyrir kr. 450 þús. nr. 69513. 3. -10. vinningur: bifreiö aö eigin vali, hver aö upphæö 250 þús. krónur: nr. 3712, 25525, 26456, 61770, 63789, 72661, 81722, 90208. Styrktarfélag vangefinna VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins ........ Dregið 24. desember 1986 SUBARU STATION GL: 63924 80481 89945 FORD SIERRA1600: 115514 155964 161885 VÖRUR AÐ EIGIN VALI FYRIR KR. 50.000: 184 22716 16933 38082 21945 41524 42295 90620 102282 126229 130827 158838 179821 59961 98316 102392 127409 138317 166534 67814 102102 115410 128386 156783 168086 VÖRUR AÐ EIGIN VALI FYRIR KR. 25.000: 2223 3859 4582 5576 12848 14038 15348 20822 22071 22478 36080 38446 38571 39396 40902 41232 43234 57034 57486 57724 59161 59422 63139 63169 63196 63640 64126 67472 67975- 69197 72796 75031 76507 79423 82441 83082 83156 85033 86781 86803 87249 87258 94245 94696 97722 98440 102729 108275 115257 116292 117982 119983 138578 139338 139627 143414 144097 145933 150579 156468 156740 158428 161849 168801 172848 175521 175719 177988 181775 Handhafar vinningsmiða framvisi þeim áskrifstofu Krabbameinsfélagsins aö Skógarhlíð 8, sími 62 14 14. Krabbameinsfélagiö þakkar landsmönnum veittan stuðning. é t Krabbameinsfélagið DJÓÐVIIJINN 45 68 13 33 45 68 18 66 Tímiim 45 68 63 00 Blaóburður er BESTA TRIMMIÐ og borgar sig ' Blaðbera vantar víðs vegar um borgina Hafðu samband við okkur DJOÐVIIJINN Síðumúla 6 0 6813 33 Biéf Bjama Thorarensens í tveimur bindum, útgefið á 200 ára afmœli skáldsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.