Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 5
Blandað á staðnum Þjóðleikhúsið sýnir AURASÁLINA eftir Moliere. Leikstjórn og þýðing: Sveinn Ein- arsson. Leikmynd: Paul Suominen. Búningar: Helga Björnsson. Tónlist: Jón Þórarinsson. Jll vióskiptamanna_ banka og sparisjóóa Lokun 2. janúar og eindagi vfxla Vegna áramótavinnu veröa afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar föstudaginn 2. janúar 1987. Leiðbeiningar um eindaga víxla um áramót liggjaframmi í afgreiðslum. Reykjavík, 12. desember 1986 Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa Umgerðin sem sá finnski Su- ominen hefur gert fyrir Aurasál- ina er eftirlíking, mjög stflfærð þó, af leiksviði eins og þau tíðk- uðust á átjándu öldinni, en á baktjald er máluð loftmynd af smábæ sem allt eins gæti verið frá okkar dögum. Þetta er dæmi um þá stflblöndun sem viðhöfð er í þessari sýningu. Enn skýrar kem- ur þetta fram í búningunum. Harpagon sjálfur er klæddur nokkurn veginn sögulega rétt en búningar unga fólksins eru eins konar blanda sögulegs stíls og ýktrar útgáfu á tísku nútímans. 'I& ^ögreglufulltrúrinn er skopstæl- ing af gervi Sherlock Holmes. Pjónustufólkið er hins vegar klætt í stíl við commedia dell ’arte. Þessi stílblöndun er einnig að nokkru leyti gegnfærð í leikstíln- um sem sveiflast milli stílfærslu og sálfræðilegs raunsæis. Og hún kemur einnig fram í þýðingu Sveins Einarssonar, sem er óvenju vandað verk, litrík og lif- andi. Sveinn þýðir á óbundið mál en nær lyftingu í textann með skrúðmiklu og kjarngóðu máli og blandar saman orðalagi fornu og nýju. Or þessari blöndu verður sýn- ing sem er í takt við tímann - tíma sem tekur stíl ekki hátíðlega heldur gengur í stflsjóð sögunnar og sækir sér hnefa af því sem henta þykir hverju sinni. Þessi aðferð dugar vel til að gera okkur Moliére nákominn - og gera hann skemmtilegan. Sem er ekki einfalt eða létt verk. En í þessari sýningu gengur flest upp, fjör og ærsl verða að sannri skemmtun annars vegar - hins vegar eygjum við brot af mann- legum harmleik í taumlausri pen- ingagræðgi Harpagons sem eitrar allt líf hans og eyðir öllum sönn- um tilfinningum. Það er hér sem | Bessi Bjarnason lyftir leiknum víða í hæðir, gerir hann sáran og fyndinn í senn með því að sýna okkur inn í sál Harpagons, gera hann að manneskju en ekki bara ýktri grínfígúru. Gervi Bessa, framsögn og látbragð er allt með ágætum og víða hófst hann á flug, en þó var eins og hann missti stundum tökin á persónuninni, einkum þegar leið undir lok sýn- ingarinnar. Aurasálin er ofin af tveimur höfuðþáttum. Annars vegar er eitrun græðginnar en hins vegar átök milli kynslóða, sem hér birt- ast meðal annars í því að faðir og sonur keppa um sömu konuna. Áhorfandinn stendur vissulega með ungu kynslóðinni í þessum átökum, en í óhóflegu pr j áli sínu í þessari sýningu eignast hún ekki óskipta samúð. Unga fólkið var allt frísklega og skemmtilega leikið af þeim Pálma Gestssyni, Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur, Jóhanni Sigurðarsyni og Guð- laugu Maríu Bjarnadóttur. Þau voru öll vaskleg í framgöngu, en skorti nokkuð á skýrleika í fram- sögn. Þau sýndu einnig víða býsna góðan skopleik, einkum Pálmi sem Iék af meira öryggi en ég hef áður séð til hans á sviði. Snjallast skrifað smærri hlut- verka í leiknum er meistari Jak- ob, sem er í senn kokkur og öku- maður Harpagons og skiptir um búning eftir þörfum. Hann er einnig þjálfaður í að bera kápuna á báðum öxlum. Sigurður Sigur- jónsson gerir sér mikinn mat úr þessum hála og viðsjála bragða- ref. Kannski nær sýningin há- marki í því bráðsnjalla atriði þeg- ar Jakob reynir að sætta feðgana með því að bera rangfærð boð á milli þeirra. Ballettstökk Sigurð- ar í þessu atriði svo og samleikur þeirra allra þriggja hans, Bessa og Pálma er með því fyndnara sem ég hef séð. Frosine er dæmigerð klækja- kvendi í svona leik, kona sem hrindir bralli af stað og heldur taumum fléttunnar í höndum sér. Hún virðist líka gera það framan af, en hlutverk hennar í leiknum ieysist upp undarlega snubbótt í | síðasta þætti og fléttan leysist fyrir utan hennar tilverknað - og með býsna fáránlegum hætti. Sig- ríður Þorvaldsdóttir hefur yfrið nóg af þeirri kankvísu glettni sem einkennir Frosine og fer líflega með hlutverkið meðan það er eitthvert hlutverk. Randver Þor- láksson sýnir víða góðan gaman- leik sem þjónn Harpagons og fleiri koma við sögu. Vil ég sér- lega nefna þjónustuliðið allt sem fór með sinn leik i fallega sam- stilltum stfl og flutti þar að auki bráðskemmtilega tónlist. Sýningin daprast nokkuð undir lokin en það er ekkert síður höf- undinum að kenna. Hins vegar hlýtur að vera til betri leið til að sýna þá fáránlegu lausn á leikfléttunni sem höfundur býður áhorfendum upp á, en sú sem far- in er. Það hefði verið við hæfi að undirstrika betur fáránleikann, hæðast meira að sjálfumgleðinni. En þegar á heildina er litið hef- ur hér verið staðið að verki af skynsemi og næmri tilfinningu. Sveinn Einarsson á mikið lof skilið fyrir að færa okkur Moliére sem er í samræmi og takt við tíð- arandann. Og verður þess vegna bæði skemmtilegur og nákom- inn. Sverrir Hólmarsson Blaðamenn - Prófarkalesarar KANNTU ÍSLENSKU? Hefurðu áhuga á því sem er að gerast í kringum þig? Ertu ritfær? Hefurðu áhuga á fjölbreyttu starfi? Ef svo er þá er Þjóðviljinn ef til vill rétti vinnustaðurinn fyrir þig. Þjóðviljinn mun á næstunni ráða blaðamenn og prófarkalesara til starfa. Skriflegum umsóknum skal skilað til ritstjóra blaðsins fyrir 12. janúar 1987. Þjóðviljinn Fjármálastjóri Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar að ráða fjármálastjóra. I starfinu felst m.a. fjármálastjórn, áætlanagerð, eftirlit með bókhaldi stofnunarinnar auk dag- legrar umsjónar með rekstri. Nánari upplýsingar um starfið veitir forstjóri. Umsóknarfrestur er til 15. janúar. Rannsóknastofnun landbúnaðarins MtpHUINN Höfuðmálgagn stjómarandstöðunnar Áskriftarsími (91)68 13 33 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.