Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 6
AFMLÆLI Adda Bára Sigfúsdóttir Kveðjur á afmœlisdaginn Ég sá hana fyrst á fundi hjá Rauðsokkahreyfingunni sem haldinn var um dagheimilispláss. Hún tók til máls og talaði af skyn- semi og þekkingu og heillaði mig og raunar alla fundarmenn. Við fundum að ( þessari konu áttum við góðan málsvara í jafnréttisbaráttunni. Nokkrum árum síðar lágu leiðir okkar saman í gegnum borgarmálin á vegum flokksins. Þá var ég 27 ára en hún 47. Ég algjörlega óreynd en hún með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í borgarmálunum. Þá þekkingu sína og reynslu notaði hún svo til að miðla okkur nýlið- unum, leit á það sem skyldu sína. Hún virtist alltaf hafa tíma til að hjálpa þegar leitað var til hennar og vann mun meira með okkur en hægt var að ætlast til af henni. Hún hvatti okkur til dáða bæði beint og líka með því að vera okk- ur fyrirmynd. Það fer ekki fram- hjá neinum að allt sem hún tekur sér fyrir hendur er unnið af ná- kvæmni og samviskusemi ekki síst varð hún fyrirmynd okkar yngri kvenmanna í flokknum. Henni hafði tekist að hasla sér völl í stjórnmálum og komast til forystu innan flokksins, hún naut virðingar og trausts. Jafnframt því var hún einstæð móðir og í krefjandi starfi utan heimilis. Þegar íhaldið í borginni missti meirihlutann 1978 fóru í hönd erfiðir tímar. Alþýðubandalagið hafði öðlast mikla reynslu af minnihlutastarfi en enga í meiri- hluta. Litlu borgarmálaráðsfund- irnir sem haldnir höfðu verið heima hjá Öddu Báru hálfsmán- aðarlega fluttust niður á flokks- kontórinn, ráðið var stækkað verulega og ágreiningur varð oft mikill um áherslur. A þeim árum var yfirveguð skynsemisrödd Öddu Báru ómetanleg og bjarg- aði okkur oft frá mistökum. Eins var þátttaka hennar í samstarfi við hina flokka nýs meirihluta mikilvæg. Á fundum borgarstjórnar naut hún virðingar allra. I hvert sinn sem hún fór í ræðustól sló dauða- þögn á fundarmenn, því allir vissu að hægt var að treysta því að nú fengjum við að heyra eitthvað sem skipti máli, sett fram á skýran og greinilegan hátt. Aðal- atriði tíunduð og aukaatriðum og málalengingum sleppt. Ég hef engan borgarfulltrúa séð njóta þessarar virðingar. Sama máli gegndi um störf hennar í nefndum og ráðum borgarinnar og meðal starfs- manna sem hún átti samskipti við. Áralöng barátta Öddu fyrir hinum svokölluðu mjúku málum, fleiri dagvistarheimilum, hús- næðis- og velferðarmálum aldr- aðra hefur svo sannarlega borið árangur, þrátt fyrir oft á tíðum harða andstöðu. Hún getur því litið til baka yfir störf sín í þágu borgarbúa með stolti þess sem fengið hefur miklu áorkað. Þegar síðasta kjörtímabil var hálfnað, tilkynnti Adda okkur samstarfsmönnum sínum að hún ætlaði að láta þetta vera sitt síð- asta kjörtímabil. Þess ákvörðun hennar kom mér á óvart og ég var henni ósammála. Sjaldan held ég að óþreyttari og ferskari stjórnmálamaður hafi tekið slíka ákvörðun. Mér datt þó ekki í hug að reyna að malda í móinn eins og maður e.t.v. hefði gert við ýmsa aðra, vitandi það að slík ákvörð- un frá henni var þrauthugsuð. Adda Bára er ekki lengur með okkur í borgarstjórn, en hún hef- ur síður en svo hætt leiðbeininga- störfum sínum. Til hennar leitum við þegar mikið liggur við og enn þarf hún að koma á borgarmálar- áðsfundi þegar stórmál eru á dö- finni. Ég sakna hennar úr samstarf- inu úr borgarstjórn en á hana enn að félaga og skemmtilegum vini. Hún verður okkur hinum áfram fyrirmynd í kvennabaráttunni, innan flokksins sem utan og held- ur auðvitað áfram starfinu innan Alþýðubandalagsins um ókomin ár. Flokkurinn þarf á hennar kröftum að halda. Ég óska henni til hamingju á þessum merkisdegi í lífi hennar. Guðrún Ágústsdóttir. Til Öddu Báru Adda Bára Sigfúsdóttir var fyrsti varaformaður Alþýðu- bandalagsins. Hún gegndi því hlutverki í níu ár. Hún hefur skipað sæti í framkvæmdastjórn flokksins nærri samfcllt frá stofn- un hans fyrir 18 árum. Hún hefur verið í senn móðir, systir og dóttir þessarar stjórnmálahreyfingar. Hefur gefið henni nærri allt sitt líf og aldrei spurt um önnur verka- laun en þau sem felast í velgengni flokksins. Hún hefur líka sinnt blaðinu og verið í stjórn Utgáfufé- lags Þjóðviljans frá upphafi vega. Þessari konu sendi ég nú af- mæliskveðjur. Persónulega með þökk fyrir samfylgd og hlýja vin- áttu, fyrir hönd flokksins fyrir vitra forystu. Þrátt fyrir afmælisgrein er Adda á góðum aldri og verður vafalaust enn um sinn lengi kölluð til verka. Ég áskil mér að minnsta kosti sem flokksfélagi rétt til þess og vona að hún taki beiðninni jafnvel og alltaf þegar málstaður okkar hefur kallað Öddu Báru til verka. Góð vinkona og félagi! Lifðu heil! Svavar Gestsson Vinkona mín Adda Bára er 60 ára í dag. Síðastliðin 17 ár hefur hún verið sá samstarfsmaður, sem ég hef átt hvað best og ein- lægast samstarf með. Á þessu ári eru þrjátíu ár liðin síðan ég gekk með formlegum hætti til liðs við hreyfingu sósíal- ista með því að ganga í Æskulýðs- fylkinguna. Til inngöngu þar þurfti tvo meðmælendur. Um það var mér ókunnugt þegar ég kom á skrifstofuna að Tjarnar- götu 20 og því varð að afla þeirra á staðnum. Það er glettni örlag- anna, að annar af þeim sem léðu meðæli ungum og óþekktum manninum var einmitt Adda Bára Sigfúsdóttir. Af öllum þeim manneskjum sem ég hefi starfað með hygg ég að á engan sé hallað, þó að ég fullyrði, að Adda Bára sé sú sam- viskusamasta og vinnusamasta af þeim öllum. Það væri þó í sjálfu sér lítið hrós, ef ekki kæmi einnig til, að hún er hugmyndaauðug, lagin og lipur við að ná málum fram, einstakur mannasættir og ótrauð baráttukona, sem alltaf var betra að hafa með sér en á móti. Samstarfsár okkar í borgar- stjórn Reykjavíkur búa yfir lengri sögu en vo, að hún verði rakin hér í lítilli afmæliskveðju í blaðinu okkar. Tilgangurinn með þessum skrifum er heldur ekki sá að skrifa sagnfræði, heldur sá einn að koma á framfæri ham- ingjuóskum. Ádda Bára dvelur nú erlendis hjá syni sínum Sigfúsi og fjöl- skyldu hans. Á þessum tímamótum sendum við hjónin henni hugheilar ham- ingjuóskir og óskum henni og fjölskyldu hennar gæfu og gengis á komandi árum. Fyrir hönd borgarmálaráðs Al- þýðubandalagsins flyt ég henni árnaðaróskir og þakkir fyrir mikið og ómetanlegt starf. Sigurjón Pétursson Hversu oft höfum við konur ekki tíundað að okkur skorti fyr- irmyndir, konur sem við getum tekið okkur til fyrirmyndar jafnt við starfsval, í starfi og í félags- málum. Víðast hafa karlar lengs- tum verið ráðandi mcð nokkrum undantekningum þó, ein þeirra er Adda Bára. Á þeim árum er konur lögðu tæpast út í nám í raungreinum, lauk Adda Bára námi í einni erf- iðustu þeirra, veðurfræði (kann- ski var hún Teresía henni fyrir- mynd), og hóf störf í þeirri grein. Hún lét ekki þar við sitja, hún haslaði sér völl í pólitíkinni, vald- ist til forystu í Sósíalistaflokknum og síðar í Alþýðubandalaginu og bar uppi borgarmálastarf ís- lenskra sósíalista um áraraðir. Hún var aðstoðarmaður Magnús- ar Kjartanssonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, á árun- um 1971-1974 og undir,bjó þá því- líka bragarbót á tryggingalög- gjöfinni að síðan hafa fáir ef nokkrir utan þings eða innan unnið konum og börnum, öldr- uðum og sjúkum í þessu landi af slíkum heilindum og dugnaði. Þessi afrek hennar verða ekki tí- unduð hér, þeir gera það kannski strákarnir sem hún studdi og leiddim Jafnframt störfum á veður- stofu og í félagsmálum annaðist hún heimili sitt og kom drengjum sínum á legg, einsömul eftir frá- fall eiginmanns síns, Bjarna Ben- ediktssonar. Adda Bára er ein örfárra kvenna í fremstu víglínu póli- tískrar baráttu sem jafnframt hef- ur alla tíð verið framsækin bar- áttukona fyrir kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. Á kvennaráðstefnu árið 1975 kom fram hugmynd um að lögfest yrði að helmingur alþingismanna væru konur. Þetta þótti okkur mörgum heldur slæm latína, al- þingismenn ætti að kjósa vegna verðleika en ekki kynferðis. Adda Bára tók hinsvegar undir hugmyndina okkur til nokkurrar furðu. Hún sagði að við yrðum að vera sjálfum okkur samkvæmar. í áraraðir hefði sú krafa verið sett fram að konur skipuðu fram- boðslista til helminga án þess að konum hefði fjölgað á Álþingi. Ef við meintum eitthvað með kröfum okkar væri raunsæjast að styðja framkomna hugmynd um lögbindingu. Eftir á að hyggja held ég að þessi afstaða sé dæmigerð fyrir Öddu Báru og hennar málflutn- ing. Hún hefur ævinlega lagt áherslu á einlægni og heiðarleika og leitast við að vera sjálfri sér samkvæm í hverju því máli er hún hefur fjallað um. Á merkisdegi sendi ég Öddu Báru mínar bestu hamingjuóskir með kæru þakklæti fyrir allt sem hún hefur verið okkur konum á vinstri væng stjórnmála og í Al- þýðubandalaginu sérstaklega: fyrirmynd, vinur og ráðgjafi. Megum við öll lengi hennar njóta. Guðrún Hallgrímsdóttir | Adda Bára kenndi mér, líklega betur en nokkur annar, um hvað alvöru pólitík snýst: Ekki um fagra loftkastala, jafn heillandi og þeir eru jafnan, heldur um að leysa vanda fólks hér og nú, jafnvel þótt stærð þess vanda sæmi ekki alltaf glæsilegustu loftköstulum. Fyrir þessa kennslu er ég ákaf- lega þakklátur, meður því að mér hefur jafnan verið hætt til rug- landi í þessum efnum. En þessum skýra skilningi Öddu Báru á eðli stjórnmála hefur einnig fylgt sú skarpa sýn hennar að framsýni er þörf, annars leysir lausnin engan vanda. Á þeim nótum hef ég alltaf dáðst af Öddu Báru fyrir val hennar á lífsstarfi, auk stjórnmálanna. í starfi veður- fræðings birtist vel skilningur hennar á þörf framsýni til þess að leysa vanda samfélagsins. Stjórnmálamaðurinn og veð- urfræðingurinn þurfa báðir að túlka atburði dagsins, ekki síður en sjá þá fyrir. Lofsefni er það Guði mikið þegar þeir bera gæfu til að gera það svo að bros vakni og sálu létti. Einhverju sinni, á meðan við Adda Bára sátum saman í borgarstjórn Reykjavík- ur, varð okkur borgarfulltrúum og Reykjavíkurþingmönnum Al- þýðubandalagsins ekið í rútu suður til Grindavíkur að ræða málin. Byl gerði með hvassviðri og hafði ekki verið spáð snjó- komu heldur bara regni með rok- inu. Auðvitað var Öddu Báru strítt á þessu, enda eini fulltrúi Veðurstofunnar í hópnum. „Spá- in var alveg hárrétt," svaraði Adda Bára, „það eina er að úrk- oman varð aðeins öðruvísi á litinn.“ Hafðu heila þökk fyrir tilsvarið og samstarfið, Adda Bára, og hjartanlegar hamingjuóskir mín- ar og minna á afmælisdaginn. Þór Vigfússon. „Sjá tíminn, það er fugl, sem flýgur hratt, hann flýgur máski úr augsýn þér í kveld. “ Þessi orð komu mér ósjalfrátt í hug, þegar ég, í gær, frétti að Adda Bára væri að verða sextug. Fátækleg verður þessi afmælis- kvcðja, og engan veginn svo sem skyldi. Þessi ómetanlega hugsjóna- kona á að baki í hreyfingu okkar hina merkustu sögu, sem öll markast af hinni einlægu sam- viskusemi og einstöku ósérplægni og elju sem aðeins fáum er gefin. Mér þykir sem lífsmottó hennar sé: Hvert verk skal vinnast vel og fljótt. I störfum sínum hefur hún leitast við að laða það besta fram í öllum, að ganga hinn gullna með- alveg án þess að slá í nokkru af megininntaki hvers máls. Sann- girni og kapp hafa fylgst farsæl- lega að og þess vegna meðal ann- ars hefur hún komið svo mörgu mætu verki heilu í höfn. Virt og metin að verðleikum er hún jafnt af samherjum sem andstæðing- um, því valda hennar ágætu eðlis- kostir. Þar rísa hæst einlæg hug- sjón og fágæt alúð, ásamt festu, einurð og réttsýni. Fórnfúst starf hennar fyrir sósí- alíska hreyfingu um árabil verður seint að verðugu metið. Hún hef- ur ekki kallað til valda og met- orða, en hún hefur oft verið kölluð til vandasamra verka, og ætíð reynst vandanum vaxin og verð hins mikla trausts. Aðrir munu gera skil farsælli sögu hennar í borgarmálefnum og í forystu flokks okkar, þar sem eitt hefur ævinlega verið víst: Verkin hafa verið innt af hendi án umhugsunar um endurgjald og engra trúnaði hefur hún brugðist. Eitt er að eiga háleita hugsjón, annað. að vinna eftir henni, hafa mörk og mið málstaðarins sífellt efst á blaði í öllum störfum. Þetta hefur Öddu Báru tekist aðdáan- lega og því viröi ég hana meira en flesta félaga mína, þótt margir séu þar mætir. Okkar eiginlegu kynni hófust 1971, þegar vinstri stjórn hafði velt viðreisnartrukknum úr sessi og verkefnin blöstu hvarvetna við. Adda Bára gerðist þá að- stoðarmaður Magnúsar Kjart- anssonar ráðherra og lét mjög til sín taka heilbrigðis- og trygginga- mál, sem þá lágu mjög eftir að loknu viðreisnartímabilinu. Eng- inn aðili á stærri hlut í heilsu- gæslulöggjöf okkar frá þeim tíma, löggjöf sem olli gjörbylt- ingu á sviði heilbrigðismála á Framhald á bls. 13. 6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 30. desember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.