Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.12.1986, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 30. desember 1986 295. tölublað 51. árgangur Vegagerð Vomm leiddir á villigötur Hagvirki krefst 24 milljóna í bœtur vegna vegagerðar á Laxárdalsheiði. ■Jóhann Bergþórsson: Verkið var allt annað ensagði í útboðsgögnum. Jón Birgir Jónsson: Hefði verið hœgt að vinna verkið eftir kostnaðaráœtlun Við vorum hreinlega lciddir á villigötur. Það verður reynt að komast að samkomulagi um kröfur okkar, en takist það ekki förum við með málið fyrir gerð- ardóm Verkfræðingafélags Is- lands, sagði Jóhann G. Bergþórs- son framkvæmdastjóri verktaka- fyrirtækisins Hagvirkis í samtali við Þjóðviljann í gær. Hagvirki hefur krafist bóta að upphæð rúmlega 24 milljónir króna frá vegagerðinni, vegna vegaframkvæmda á Laxárdals- heiði, sem fyrirtækið tók að sér á síðasta ári. Vegagerðin hefur aldrei áður verið krafin svo hárra bóta vegna útboðs. Tilboð Hag- virkis í verkið nam um 4,8 milljónum króna, eða 45,3% af kostnaðaráætlun 'vegagerðarinn- ar, sem hljóðaði alls upp á 10,79 milljónir. Greiðslur til fyrirtækisins námu hins vegar aðeins 4,4 milljónum eftir að dagsektir höfðu verið dregnar frá um- sömdu verði, en kostnaður Hag- virkis vegna verksins var að sögn Jóhanns alls um 22 milljónir króna. Hann segir þetta stafa af því að verkið hafi reynst allt ann- að en kom fram í útboðsgögnum, bæði dýrara og tafsamara, vega- gerðin hafi leitt fyrirtækið á villi- götur eins og hann orðaði það. A þessu ári kom svo fram bóta- krafa upp á rúmlega 24 milljónir króna og varakrafa upp á rúm- lega 21 milljón. Vegagerðin fékk verkfræðistofuna Mat s.f. til þess að meta verkið og lagði hún til að aðalkröfu Hagvirkis yrði hafnað, en fyrirtækinu yrðu greiddar 1173 þúsund krónur. Sjálf tók stofan meira en hálfa milljón fyrir sinn snúð. Jón Birgir Jónsson yfirverk- fræðingur vegagerðarinnar sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að líklega yrði komið á sáttafundum milli aðila í upphafi næsta mánað- ar. „Við erum þeirrar skoðunar að hiklaust hefði mátt vinna þetta verk eftir kostnaðaráætlun okk- ar, en við leggjum engan dóm á hvers vegna kostnaður Hagvirkis varð svo mikill,“ sagði Jón. -gg B o rgarsp ítalinn Neyðarástand í sjónmáli Uppsagnir meinatækna ganga ígildi um áramótin. Ekki útlitfyrir að samningar náistfyrirþann tíma Það var átak fyrir okkur að taka þessa ákvörðun en kröfur okkar hafa ekki einu sinni þótt viðræðugrundvöllur fyrir sam- komulagi þannig að við eigum ekki annarra kosta völ, sögðu Valborg Þorleifsdóttir og Herdís Einarsdóttir meinatæknar á Borgarspítalanum, en um ára- mótin ganga í gildi uppsagnir um 40 meinatækna þar. Meinatæknar Borgarspítalans sögðu upp sl. sumar og áttu upp- sagnir þeirra að taka gildi 1. októ- ber sl. Borgarráð framlengdi uppsagnarfrest þeirra um 3 mán- uði og rennurhann út nú. „Þaðer hart að eftir þessa þrjá mánuði hefur ekkert verið að gert í okkar málum. Það er ekki fyrr en á allra síðustu dögum að eitthvað hefur verið rætt við okkur“ sögðu Val- borg og Herdís. Meinatæknum Borgarspítal- ans hefur verið boðin sama launahækkun og meinatæknar ríkisspítalanna hafa fengið, en það er hækkun um 2 launaflokka, gegn því skilyrði að uppsagnir yrðu dregnar til baka. Meina- tæknar Borgarspítalans hafa ekki vjljað fallast á þetta tilboð, en kröfur þeirra hljóða upp á 45% áhættuálag til viðbótar við launaflokkahækkun og 16 daga vetrarfrí. Meinatæknar hafa hins vegar boðist til þess að fresta framkvæmd uppsagna um 2 mán- uði, eða þar til framtíð Borgar- spítalans skýrist, gegn sjálfkrafa launaflokkahækkun á tímabilinu, en því hefur verið hafnað af borg- arráði og endanlega af borgar- stjóra á þorláksmessu en hann kveður slíka aðgerð ólöglega. Meinatæknafélag íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fullum stuðningi félagsins er heitið við meinatækna Borgar- spítalans og því heitið að aðrir meinatæknar muni ekki vinna störf þeirra ef til vinnustöðvunar komi. „Við ætlum okkur heldur ekki að vinna almenn rannsóknarstörf sem heyra undir Borgarsjúkrahúsið og send eru á önnur sjúkrahús" sagði Helga Ólafsdóttir formaður félagsins í samtali við Þjóðviljann. „Náist ekki samningar við meinatækna fyrir áramótin þá blasir við okkur gífurlegt vanda- mál“ sagði Magnús Skúlason að- stoðarframkvæmdarstjóri Borg- arspítalans. „Ég reikna með að við verðum að hætta að taka inn nýja sjúklinga og jafnvel flytja einhverja þá sem fyrir eru á aðra spítala. Þá er líklegt að við neyðumst til þess að loka slysa- móttökunni, sem er mjög slæmt því þetta er stærsta og fullkomnasta slysamóttaka landssins". ________________________-K.ÓI. „Ákvörðunin um uppsögn varekki á- takalaus" sögðu þær Herdís Einars- dóttir og Valborg Þorleifsdóttir meina- tæknará Borgarspítalanum. Mynd: KGA Fríðarfundur Leiðtogafimdur í Stokkhólmi Ferskum hugmyndum Reykjavíkurfundarinsfagnað ínýársávarpi þjóðarleiðtoganna sex Leiðtogafundurinn í Reykjavík sýndi að hægt er að ná árangri ef stjórnmáialegur vilji og víðsýni er fyrir hendi, segir meðal annars í nýársyfirlýsingu þjóðarleiðtog- anna sex sem undanfarin ár hafa beitt sér fyrir nýju frumkvæði í átt til friðar og afvopnunar. Leiðtogarnir fagna því að „ferskar hugmyndir" úr tillögun- um frá Reykjavík eru enn „á við- ræðuborðinu" og hvetja forystu- menn Bandaríkjanna og Sovétr- íkjanna til að taka aftur upp þráðinn á árinu 1987. í yfirlýsing- unni, sem dreift var samtímis í sex höfuðborgum, er hörmuð sú ákvörðun Sovétmanna að hefja aftur tilraunasprengingar þegar fyrsta bandaríska tilraunabomb- an á árinu springur, stórveldin hvött til að koma sér saman um tilraunahlé og boðin aðstoð við eftirlit. Yfirlýsing þjóðarleiðtoganna sex, forystumanna Grikklands, Argentínu, Svíþjóðar, Tanzaníu, Mexíkó og Indlands var undirbú- in á fundi skipulagsnefndar leiðtogafrumkvæðisins í New York um miðjan desember, og sagði Ólafur Ragnar Grímsson, sp.m sótti hann fund. að bar hefðu einnig verið lögð drög að fundi leiðtoganna í Stokkhólmi á miðju næsta ári. Ólafur sagði að leiðtogarnir sex væru staðráðnir í að efla samvinnu sína, sérstak- lega eftir Reykjavíkurfundinn þar sem litlar líkur væru á að for- ystumenn risaveldanna ákveði að hittast án þess þeir séu knúðir til. Sjá síðu 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.