Þjóðviljinn - 22.01.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.01.1987, Blaðsíða 1
Kaffibaunamálið Krafa uppá 6-8 ára dóm Sœkjandi segir þyngstu refsingu geta numið allt að átta árum. Jónatan Sveinsson: Þetta er mikið prófmál Farmenn/útgerðarmenn Kalt á milli deiluaðila Harðar yfirlýsingar á báða bóga. Búist viðfundi ídag Ef það er hægt að snúa málinu við með þessum hætti þá veit ég ekki hvað er að gerast hjá þeim í Garðastrætinu, sagði Guðmund- ur Hallvarðsson formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur þegar hann var beðinn um viðbrögð við ummælum Þórarins V. Þórarins- sonar framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins þess efnis að farmenn væru að nota yfirlýs- ingar um blekkingar gagnaðila sem átyllu til þess að hlaupa frá þeim samningsgrundvelli sem fyrir lá í viðræðum farmanna og vinnuveitenda. Guðmundur sagði að farmenn væru þess fullvissir að samnings- aðilar hefðu breytt málsgrein þeirri sem samkomulag hafði náðst um og sem styrrinn stendur um, vísvitandi. „Það eru undar- leg vinnubrögð að viðurkenna í einu orðinu að þeir hafi farið með rangindi og í hinu að ætlast til þess að sjómenn segi já og amen. Ef þeir haida að sjómenn séu annars flokks þjóðfélagsþegnar sem hægt sé að velta uppúr svona ómennsku, þá mega þeir vita að það þarf meira til,“ sagði Guð- mundur. Vinnuveitendasambandið hef- ur lýst því yfir að forsenda frekari viðræðna hljóti að vera breytt af- staða farmanna og að þeir snúi aftur að þeim samningsgrundvelli sem fyrir lá. Aðspurður um hvort farmenn hygðust gera það sagði Guðmundur að farmenn hefðu ekki haft neinar heitstrengingar um það að þeir færu ekki í „Karp- húsið“ nema með ákveðnum skil- yrðum og að hann ætti ekki von á því að vinnuveitendur héldu fast í slík skilyrði. Það væri nú í hönd- um sáttasemjara að ákveða hve- nær hann kallaði samningsaðila til viðræðna. -K.Ól. Um helmingur kaupskipaflotans liggur nú njörvaður í höfn um leið og samningsviðræður farmanna og út- gerðarmanna eru nú njörvaðar niður vegna ágreinings um vinnubrögð. Mynd: E.OI. Þeir aðilar í málinu sem geta átt von á þyngstu refsingu eru Er- iendur Einarsson fyrrum forstjóri SÍS og Hjalti Pálsson fram- kvæmdastjóri verslunardeildar. Þá eru Sigurður Árni Sigurðsson forstöðumaður Lundúnarskrif- stofu fyrirtækisins, Gísli Theo- dórsson fyrrum forstöðumaður skrifstofunnar og Arnór Valgeirs- son deildarstjóri fóðurvöru- deildar ákærðir fyrir að hafa veitt atbeina í þessu máli til þess að brotin næðu að fremjast, vísvit- andi um að framferði þeirra væri ólöglegt. Heimilt er að refsa fyrir hlutdeild með sama hætti og fyrir aðalbrot, en viðurlög við hlut- deildarbrotum eru yfirleitt mun lægri. Jónatan Sveinsson sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær að Kaffi- baunamálið væri mikið prófmál. Athyglisvert yrði að sjá hvort það yrði höndlað sem sakir í viðskipt- amálum þegar þolandi sem getur ekki borið hönd yfir höfði sér, þ.e.a.s. neytandinn, verður að taka út það sem miður fer í við- skiptunum. Eins og kunnugt er gengur Kaffibaunamálið út á það að SÍS sem var umboðsmaður kaffibrennslunnar við innflutning á hrákaffinu fyrir Kaffibrennslu Jónatan Sveinsson sækjandi í Kaffíbaunamálinu svokallaða hefur fyrir hönd ákæruvaldsins gert kröfu um að þeir aðilar sem ákærðir eru í málinu verði dæmdir til refsingar á grundvelli fjársvikaákvæðis, skjalafalsá- kvæðis og ákvæðis um brot á lögum um gjaldeyris- og viðskipt- amál. Á grundvelli þessara á- kvæða getur refsing numið allt að 6-8 árum. Verjendur ákærðu krefjast sýknunar á skjólstæðing- um sínum, en málflutningur í Kaffibaunamálinu hófst í saka- dómi í gær og verður honum haldið áfram í dag. Akureyrar hélt leyndu og bók- færði á sinn eigin reikning and- virði afsláttar á verði baunanna en sá afsláttur hefði að öllu réttu átt að renna til Kaffibrennslunn- ar og þaðan til neytenda. Líklegt þykir að málið verði dómtekið í kvöld eða á morgun og má þá vænta niðurstöður dómsins eftir u.þ.b. hálfan mán- uð. -K.ÓI. Minnihluti borgarstjórnar Sameiginleg stefnuskrá Fjárhagsáœtlun borgarinnar afgreidd í kvöld. Minnihlutaflokkarnir standa saman að ítar- legum breytingartillögum. Tilfœrslur frá gæluverkefnum íhalds til félagslegra framkvœmda. Kristín Á. Ólafsdóttir: Áherslur minnihlutaflokkanna í grundvallaratriðum þœr sömu Það má líta á niðurstöður þessar- ar samvinnu okkar við gerð fjár- hagsáætlunar sem nokkurs konar sameiginlega stefnuskrá flokk- anna í borgarstjórn. Og þessi samvinna er vonandi bara upphaf að enn meira og traustara sam- starfí okkar, sagði Kristín Á. Ól- afsdóttir borgarfulltrúi á frétta- mannafundi sem minnihluta- flokkarnir í borgarstjórn boðuðu til í gær. Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur, Kvennalisti og Fram- sóknarflokkur standa nú sam- eiginlega að fjölmörgum breytingartillögum við fjárhagsá- ætlun borgarinnar sem afgreidd verður á aukafundi borgarstjórn- ar í kvöld. Tillögur flokkanna fela í sér verulegar tilfærslur fjármuna frá ýmsum gæluverk- efnum Sjálfstæðisflokksins í borginni, til að mynda byggingu ráðhúss, til ýmissa félagslegra framkvæinda. Minnihlutinn leggur í tillögum sínum áherslu á uppbyggingu félagslegrar þjón- ustu. Kristín sagði í gær að þessu samstarfi yrði haldið áfram í framtíðinni, en reynslan yrði að skera úr um hvort samvinna flokkanna reyndist framvegis svo vel heppnuð og nú. „Áherslur okkar eru í grundvallaratriðum þær sömu, eins og sýnir sig í þess- um tillögum okkar,“ sagði Kristín. „Við teljum að nýta beri það góðæri sem nú ríkir og þann mikla tekjuauka sem borginni hefur áskotnast m.a. vegna kjaraskerðinga ríkisstjórnarinn- ar til þess að efla félagslega þjón- ustu í borginni á kostnað ráðhúss, bflageymsla og þess háttar, sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur allt of mikla áherslu á í þessari fjár- hagsáætlun,“ sagði Ingibjörg S. Gísladóttir í gær. -gg Sjá síðu 7 Handbolti Jafntefli í Rostock Islenska handknattleiksliðið var aðeins nokkrum sekúndum frá sigri yfír austurþýska liðinu á Eystrasaltsmótinu í gær, - úrslit- in urðu jafntefíi, 17-17. Þótt leikurinn væri ekki góður og mikið um mistök hjá báðum liðum er þetta vænn árangur hjá strákunum hans Bogdans. Aust- ur-Þjóðverjar fengu bronsið í síð- ustu heimsmeistarakeppni og eru enn ósigraðir í íþróttahöllinni í Rostock þarsem liðin áttust við í gær. í dag mæta íslendingarnir Vestur-Þj óðver j um. Úrslit annarra ieikja á mótinu: Pólland-Sovét 27-24, Sví- þjóð-Vestur-Þýskaland 21-21. Allt um leikinn frá Víði Sig- urðssyni í Rostock á íþróttasíð- unni í dag. - m Sjá síðu 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.