Þjóðviljinn - 22.01.1987, Blaðsíða 5
HEIMURINN
Gjaldmiðlar
Dollarinn
hressist
Orðrómur um vaxtalœkkun í Bonn og
Tokyo hœkkar dollarann.
Gengi dollarans í japönskum yenum frá 1965.
Dollarinn hefur heldur rétt
við á helstu gjaldeyrismörk-
uðum þar sem útlit er fyrir að
Bandaríkjamenn fái Japana og
Vestur-Þjóðverja til að skerast
í leikinn. Dollarinn fékkst í gær
fyrir 1,85 þýskt mark og 154
japönsk yen f stað 1,80 og 150
fyrr í vikunni. Um miðjan des-
embermánuð var gengi dollar-
ans um 2 DM og 160 yen.
Rætt er um að í náinni framtíð
muni stjórnvöld í Bonn og Tokyo
ákveða vaxtalækkun sem drægi
úr áhuga á að kaupa yen og mörk
og styrkti þannig dollarastöðuna.
Vesturþýski Seðlabankinn,
Bundesbank, er talinn ætla að
lækka helstu vexti úr 3,5 í 3%, en
af því verður varla fyrr en eftir
kosningarnar á sunnudag. Fjár-
málaráðherrar Japans og Banda-
ríkjanna hafa verið á fundum í
Washington og telja menn að
Bandaríkjastjórn sé að reyna að
knýja fram vaxtalækkun í Tokyo
líka gegn því að Bandaríkjamenn
stöðvi dollarafallið. LarrySpeak-
es talsmaður Bandaríkjaforseta
neitaði í gær sögum um að
Washington-stjórn kærði sig koll-
ótta þótt dollarinn félli enn
meira.
Efnahagssérfræðingar telja að
þótt unnt reynist að koma kyrrð á
gjaldeyrismarkaðinn í bili verði
uppdráttarsýkin ekki læknuð
nema Washington-stjórn einbeiti
sér að því samtímis að rétta úr
bæði halla á viðskiptajöfnuði og
fjárlagahalla sem hefur verið eitt
megineinkenna á efnahagsstefnu
Reagan-manna.
Bankastjórn þess banka í Mos-
kvu sem sér um viðskipti við út-
lönd sagði í grein í Prövdu í gær
að Sovétmenn vildu fá annan al-
I þjóðagjaldmiðil eða gjaldeyris-
einingu en dollarann. Banka-
stjórinn, sem heitir því ágæta
nafni Júrí ívanof, segir Banda-
ríkjastjórn notfæra sér stöðu
dollarans sem helsta viðskiptagj-
3,00
2.00
T
=3
am 26. Feb, 1985 >5j
3,47 Mark
WEICHERDOLLAR
Wert des Oollar in Mark j
1960
Jatasdárchsctmitte
1965
1970
Tiefststand
am3. Jan. 1980J
1.71 Mark
1975
1980
J—L l—L.
1985
Gengi dollarans í þýskum mörkum frá 1965 (úr Spiegel).
aldmiðils þjóða í millum. Nú væri
Washington-stjómin að setja
helstu viðskiptaþjóðum stólinn
fyrir dyrnar með dollarafallinu,
og hefðu þegar skapast erfiðar
stjórnmálaaðstæður af þeim
sökum í Vestur-Þýskalandi og
Frakklandi. Sovétmenn hefðu
aftur hag af sæmilegum friði á
gjaldeyrismörkuðum.
SovétlKína
Landamæra-
viðræður
hefjast á ný
Peking - Talsmaður utanríkis-
ráðuneytisins tilkynnti í gær
að Sovétmenn og Kínverjar
mundu ræðast við um landa-
mæradeilur sínar í febrúar í
Moskvu.
Talsmaðurinn sagði að sam-
skipti ríkjanna hefðu enganveg-
inn batnað þrátt fyrir ákvörðun
um þessar viðræður, enda yrði
áður að eyða þrándunum þremur
sem Kínverjar hafa talið í götu
bættra samskipta: landamæra-
málin, Afganistan-stríðið' og
Kampútseu-deiluna.
Talsmaðurinn sagði þó að Kín-
verjar hefðu tekið eftir tilkynn-
ingu Sovétmanna um brottflutn-
ing hluta sovéska herliðsins í
Mongólíu við landamæri Kína,
og að á síðasta ári hefðu viðskipti
ríkjanna aukist. Formaður kín-
versku sendinefndarinnar í Mos-
kvuviðræðunum verður Qian
Qichen varautanríkisráðherra.
Sjónvarp
Móðgun við SÞ-sveítir
Áhrifamenn gagnrýna sjónvarpsþætti um sovéskt hernám í Bandaríkjunum.
Sovétmenn vilja kaupaþœttina ogsýna
New York - Þrír fyrrverandi ut-
anríkisráðherrar Bandaríkj-
anna og ýmsir aðrir fyrrver-
andi áhrifamenn hafa skorað á
sjónvarpsstöðina ABC að láta
þáttaröðinni „Amerika" fylgja
aðra þætti um friðargæslu-
störf herja á vegum Samein-
uðu þjóðanna.
Fyrsta þættinum í þáttaröðinni
„Amerika“ á að sjónvarpa 15. fe-
brúar. „Amerika“ (með kái sem
á að vera uppá rússnesku) fjallar
um ástandið í Bandaríkjunum tíu
árum eftir að Sovétmenn hafa
lagt þau undir sig með aðstoð
hersveita frá Sameinuðu þjóðun-
um, og eru þættirnir í hinum nýja
kaldastríðsanda sem íslendingar
hafa kynnst til dæmis í kvikmynd-
unum Rambó, Rauðri dögun,
Týndir í orrustu og svo framveg-
is.
Forystumenn Sameinuðu
þjóðanna hafa lýst þáttunum sem
móðgun við friðargæslusveitir á
vegum Sameinuðu þjóðanna,
fyrr og síðar, en slíkar sveitir eru
nú í Líbanon.
Meðal þeirra Bandaríkja-
manna sem nú hafa skorað á
sjónvarpsstöðina að láta gera
sérstaka fylgiþætti um sveitir SÞ
eru Dean Rusk, Edmund Muskie
og Alexander Haig fyrrverandi
utanríkisráðherrar, Robert
McFarlane og Brent Scowcroft
fyrrverandi öryggisráðgjafar í
Hvíta húsinu og Jean Kirkpatrick
og Andew Young, fyrrverandi
fulltrúar Bandaríkjanna hjá SÞ.
Sovétmenn hafa haft í frammi
hávær mótmæli gegn sýningu
þáttanna, sem þeir telja að gefi
alranga mynd af daglegu Sovétlífi
og friðarvilja ráðamanna eystra.
Þeir hafa líka sýnt áhuga á að
kaupa þættina til sýninga í so-
véska sjónvarpinu til að sovésk-
um almenningi verði ljóst hvern-
ig bandarísk öfgaöfl hugsi sér So-
vétmenn.
íransklúður
Reagan
fyrir rann-
sóknarnefnd
Washington - Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti svarar á
mánudag spurningum rann-
sóknarnefndar sem hann
skipaði fyrir nokkru til aö at-
huga einn þátt vopnasölu-
málsins. Fundur nefndarinnar
með Reagan verður lokaður
blaðamönnum.
Reagan hefur verið hljóður um
málið í nokkrar vikur, og er enn
að jafna sig eftir uppskurð fyrir
hálfum, mánuði. Rannsóknar-
nefndin sem kallað hefur forset-
ann á sinn fund var skipuð til að
kanna sérstaklega vinnubrögð
Þjóðaröryggisráðsins (NSC) í
málinu, en þar störfuðu bæði
John Poindexter og Oliver
North, sem enn eru einu opin-
beru sökudólgarnir. Nefndinni er
ætlað að ljúka störfum fyrir 19.
febrúar.
Utanríkisráðherrann Shultz
bar í gær vitni fyrir rannsóknar-
nefnd fulltrúadeildar þingsins, og
var sá fundur einnig lokaður.
Shultz hefur fullyrt að vopnasal-
an og fjárstreymið til kontraliða í
Nicaragua hafi farið fram án sinn-
ar vitundar.
Eitt af því sem tefur rannsókn
málsins er að William Casey yfir-
maður CIA liggur á sjúkrahúsi
eftir heilauppskurð og veit eng-
inn enn hvort hann nær sér.
Rannsakendur telja að hann viti
meira en hann læst. Talsmaður
Bandaríkjaforseta sagði í gær að
ekki hefði verið ákveðið að leysa
Casey frá störfum, en viður-
kenndi að rætt hefði verið um
starfann við Howard Baker, leið-
toga repúblikana í öldunga-
deildinni og hugsanlegan forset-
aframbjóðanda.
ERLENDAR
FRÉTTIR
MÖRÐUR
ÁRNASON
/REU1ER
Persaflóastríðið
Fljótið skilur herina að
Basra ekki talin í hœttu, en íranar tilkynna nýja landvinninga
Bagdad/Teheran/Washington -
íranar tilkynntu í gær um nýja
landvinninga í orrustunni
austan Basra, og sögðust hafa
tekið gríðarvel varið þorp, Du-
’Ayji, 15 kílómetrum frá borg-
inni. Sérfræðingar bandaríska
varnarmálaráðuneytisins telja
þó að Basra sé ekki f hættu að
sinni.
Bandaríkjamenn segja að ír-
ansher hafi stöðvast um 10 kíló-
metra suðaustur af Basra og ekki
komist lengra í sókninni í viku.
Fljótið Shatt Al-Arab, sem
myndast úr Tígris og Evfrat. skilji
enn að herina, 200 þúsund Irakar
séu til varnar vestan þess, og 200
þúsund íranar austan, 60 þúsund
innan landamæra íraks og 140
þúsundviðlandamærin. íransher
heldur þó uppi miklum stórskota-
árásum á borgina, og bandarísku
sérfræðingarnir þora ekki að spá
hverju vindur fram. Þeir áætla að
af írönum hafi síðasta mánuðinn
fallið 20-25 þúsund manns og
annar eins hópur óvígur af sár-
um. Af írökum séu óvígir milli 10
og 20 þúsund, tæplega helmingur
þess fjölda fallinn.
Saddam Hussein leiðtogi íraka
endurtók í gær friðarboð í bréfi til
írönsku þjóðarinnar. Hann sagði
skilyrði sín að herirnir yrðu kall-
aðir innfyrir landamærin, stríðs-
föngum skilað og að gerður yrði
friðarsamningur sem kvæði á um
afskiptaleysi af innanríkismálum.
Hussein sagði að Khomeini-
menn í íran ætluðu sér að neyða
alla íraka til að taka við shítagerð
íslamstrúar sem við lýði er í Iran.
Rúmur helmingur íraka fylgir
shítasið en Hussein og aðrir ráða-
menn eru í hópi „rétt“-
trúnaðarmanna.
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir desembermánuð
1986, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi
26. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir
hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau
eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til
viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og
með 16. febrúar.
Fjármálaráðuneytið, 19. janúar 1987
Fimmtudagur 22. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Laus staða
skógarvarðar
Hjá Skógrækt ríkisins er laus til umsóknar staða
skógarvarðar á Norðurlandi með aðsetri að
Vöglum í Fnjóskadal. Staðan veitist frá 1. mars
1987 og er menntun í skógtækni áskilin.
Skógarverðinum er ætlað að hafa umsjón með
eignum Skógræktar ríkisins á Norðurlandi og
stýra starfsemi hennar þar. Þar er m.a. um að
ræða gróðrarstöðvarnar á Vöglum í Fnjóskadal
og að Laugabrekku í Skagafirði, svo og 15 skóg-
lendi víðsvegar á Norðurlandi.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist fyrir 20. febrúar n.k. til landbún-
aðarráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík.
Landbúnaðarráðuneytið, 19. janúar 1987