Þjóðviljinn - 22.01.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.01.1987, Blaðsíða 14
skuli ganga fram fyrir skjöldu í þeim leik, með lagasetningu, sem gerir einkum ráð fyrir afnámi gamalla friðunarákvæða. Mörg- um finnst að þar höggvi sá er hlífa skyldi. Þetta eru kannski stór orð, sem ástæða væri til að skýra nánar. Slíkt væri þó efni í aðra blaða- grein og verður ekki gert frekar hér og nú. Skothernaður og óvitaskapur Eins og áður segir skal hér ekki gert lítið úr hringormavanda fiskiðnaðarins. Hvað gera skuli til að draga úr þeim vanda er hinsvegar álita- og deilumál, enda óvíst að það sé á okkar valdi yfirleitt. Lágmarkskrafa sýnist þó vera að vandamálið sé rannsakað miklu betur en gert hefur verið, og af réttum aðilum, áður en rek- ið er í afdrifaríkar aðgerðir. Að svo stöddu getum við þó velt fyrir okkur hverra kosta við eigum völ. Við skulum þá byrja á því að afskrifa allar hugmyndir um að útrýma selnum. Það er ein- faldlega hvorki fær leið né mönnum sæmandi. Menn hafa velt fyrir sér þeim möguleika - líklega í alvöru - að eyða selorm- inum með einhverskonar „hundahreinsun" á selnum. Ekki sýnist það árennilegt og er þó aldrei að vita hverju vtsindin eiga eftir að koma til leiðar á því sviði. Óhætt mun þó að slá því föstu, að slík lausn er ekki í sjónmáli nú eða í náinni framtíð. Þá eru varla aðrir möguleikar eftir en að hamla gegn offjölgun sela, ef hætta er á henni, og rannsóknir sýna, að hún leiði til aukningar á hringormi. Væntanlega gæti orð- ið „þjóðarsátt“ um þá leið, og kannski vakti aldrei annað fyrir þeim, sem staðið hafa fyrir sela- hernaði undanfarinna ára. Eitt verða menn bara að skilja, og þar hefur hnífurinn viljað standa í kúnni, að ekki er sama hvernig að selveiðum er staðið, frekar en öðrum veiðum eða landnýtingu. Að sleppa lausum almennum skothernaði í selalátr- um er slíkur óvitaskapur að furðu gegnir. Sambærilegt við það, að eyða gróðri landsins, veiða lax með dínamítsprengjum, herja á fuglabjörgin með hríðskotabyss- um eða skrapa landgrunnið með botnvörpum „upp í kálgarða". Stundum er verið að bera saman tölur um veidda seli árlega, með- an nytjar bænda voru með hefð- bundnum hætti, annarsvegar, og eftir að hringormanefnd tók að beita sér, hinsvegar. Slíkur sam- anburður er auðvitað út í hött ef önnur aðferðin leiðir til óbætan- legrar og tilgangslausrar eyðingar landkosta. Auðvitað eigum við að nytja selinn eins og áður, hindra fjölg- un ef hún reynist óæskileg, vinna að því að gera selskinn eftirsótt á ný, nýta gamla reynslu og þekk- ingu á þessum sviðum. Forðumst hinsvegar að eyði- leggja látrin, því þau eru grund- völlur nýtingarinnar og hrifsum ekki fornan rétt úr höndum bænda, því án þeirra verða látrin tæpast nytjuð. Hvetji skinnmarkaðurinn ekki til hefð- bundinna veiða munu bændur sjálfsagt fúsir til samstarfs við þá, sem kaupa vilja afurðir þeirra, ef þeir hafa áfram umráð yfir látr- unum og nytjum þeirra. Sjálfsagt getur komið upp sú staða að æskilegt sé talið að fækka fullorð- num sel, t.d. útsel, en um það verða að gilda aðrar reglur en þær, að allir megi skjóta allsstaö- ar. Heildarlöggjöf um sel og sel- veiðar er nauðsynleg, þó að sela- eyðing sé það ekki. Eysteinn G. Gíslasun Slæm mistök urðu við birtingu eftirfarandi greinar hér í blaðinu fyrir fáeinum dögum. Því kemur greinin hér öðru sinni og vonandi í sinni réttu mynd. Selveiðar hafa aldrei heyrt undir sjávarútveg hér á landi, enda jafnan verið önnur hlunnindi. 6. Selir éta nytjafisk ásamt mörgu öðru. Það er vitað rnál. Að sá fiskur myndi skila sér allur sem aflaaukning á miðum, ef selnum væri eytt, er fjarstæða, aö dómi a.m.k. sumra fræðimanna. Fæðukeðjan í sjónum, þar sem hver lifir á öðrurn, er það marg- slungin, að búast má við, að ef fækkun verður hjá einni tegund færist aðrar, sem neyta sömu fæðu, í aukana í staöinn. Við erum búnir að reka útlend- ingana af íslandsmiðum - loks- ins. Ekki er þó allt fengið með því: Næst parf að útrýma selnum, sem sagður er éta árlega tugi togarafarma af fiski. Því næst kæmi röðin væntanleg að fjöl- gandi hvölurn, eitthvað éta þeir. Er nokkuð í veginum að slátra þeim? Eða sjófuglununt? Þeir eru sagðir éta margfalt fleiri fiska (ungviði) en veiöiflotinn fær í sinn hlut. Yrði ekki að snúa sér að þeim þarnæst? Herja á fugla- björgin með fallbyssum og sprengjuvörpum t.d.? Gamanlaust: Ekki dugir að setja dæmið upp á þennan hátt. Selir eru hluti af lífkeðju hafsins eins og hvalir og sjófuglar. Og við vitum of lítið urn hvaða afleiðing- ar það getur haft að raska þeirri búgrein fyrst og fremst, eins og flest keðju, með útrýmingu tegunda, til þess að réttlætanlegt sé að gera slíkt. Hvað selinn varðar er margt, sem þarf að rannsaka áður en gripið er til niðurskurðarins og þá af rétturn aðilum. Að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi annist þær rannsóknir virðist óneitanlega vafasöm málsmeð- ferð, svo ekki sé meira sagt. Markaðslokunin bitnar harðast á selnum sjálfum Litlar nytjar hafa verið af sel , nokkur undanfarin ár. Satt er það. Þar áður höfðu landsels- kópaskinnin verið í góðu verði lengi. Markaðslokunin varð fyrir áróður fólks, sem vildi banna all- ar selveiðar af mannúðarástæð- um. Auðvitað sá það ekki fyrir hverjar afleiðingarnar áttu eftir að verða af þeirri krossferð. Hér á landi hefur eyðingarhernaður gegn sel komið í stað hefðbund- inna nýtingaraðferða og verð- mætrar grávöruframleiðslu. Við höfum lítið gert í því ennþá að kynna fyrir heiminum að markaðslokunin hefur komið miklu illu til leiðar, og bitnar harðast á selnum sjálfum. Það ættum við þó að gera og gæti þá svo farið að markaðsmál kæmust í samt lag á ný. Á þessu ári seldist nokkurt magn af selskinnum úr landi fyrir sæmilegt verð og verð- ur fróðlegt að vita hvort þar sé að opnast markaður á ný. A meðan ættum við kannski að fara okkur hægt við eyðingu selalátra og lagasetningar um afnám friðu- nar. Eins og allir vita eru nú erfiðir tímar í landbúnaði. Varla hefst undan að rífa niður það, sem byggt hafði verið upp með rækt- un og byggingum á liðnum árum. Landauðn blasir við heilum hé- ruðum og landshlutum. Ekki vegna harðinda og mannfellis, eins og ferðum, heldur vegna miskunnarleysis nýrra siða. Ein- hver vottur af sómatilfinningu hjá þjóðinni krefst þess þó, að hamíað sé gegn útrýmingu mann- lífs á landsbyggðinni. í stað hefðbundinna búgreina er þá reynt að efla nýjar. Miklu hefur verið til kostað að byggja upp loðdýrabúskap út um allar sveitir og menn hafa farið að hyggja meira en gerst hafði und- anfarið að nýtingu gamalla hlunninda, eins og reka, veiði o.fl. Það má furðulegt heita og lyginni líkast að á sama tíma skuli varið fé til að eyðileggja okkar gömlu, arðsömu loðdýrabú, sel- alátrin, og eyða bústofni þeirra. Að jafnvel Alþingi íslending 5. Selir eru lokahýsill fyrir eina tegund hringorma (selorm), hvalir fyrir aðra (sem þá má vænt- anlega kalla hvalorm). Báðar þessar hringormategundir finnast í fiski á Islandsmiðum, þó að meira sé af þeirri fyrrnefndu. Sjaldan finnast þær báðar í einum og sama fiskinum og er álitið að þær þrífist ekki í slíku sambýli. Því hafa menn getið þess til, að ef önnur tegundin hyrfi úr sögunni, kynni hin að færast í aukana að samaskapi. Ef fslendingar dræpu allan sel við landið er hugsanlegt, en ekki víst, aö „selormurinn" hyrfi líka. Myndi þá ekki „hval- ormurinn" koma í staðinn, fyrir tilverknað vaxandi friðaðra hvalastofna? Að minnsta kosti þyrfti eftir sem áður að leita að hringormi og ormahreinsa fiskinn. Sagt er að hvalormurinn sé minni og sjáist verr en hinn. Yrðu skiptin til bóta? Eða yrði kannski að útrýma hvalnum líka? Er nokkuð í vegi með það? Sumir halda reyndar að loka- hýslar hringorma kunni að vera fleiri en selir og hvalir, t.d. sjó- fuglar. Þá mun fjölmargt vera óljóst og órannsakað varðandi millihýsla í hringormakeðjunni, og yfir höfuð flest, sem menn þyrftu að vita áður en ráðist er í niðurskurð. Til dæmis er það með öllu óljóst, hvort selafjöldi hefur áhrif á selormafjölda í fiski, sbr. dæmin unt Grænland og skosku rannsóknina hér að fram- an. Augljóst mál er, að erfitt yrði eða óframkvæmanlegt að drepa allan sel viö landið, þótt fljótgert sé að eyðileggja selalátrin. Þar að auki dettur varla nokkrum manni í hug í alvöru að íslendingar kæmust upp með að reyna það. Auövelt reyndist að beygja okk- ur til lilýðni í hvalveiðimálunum. Myndi heimurinn láta afskipta- laust ef við reyndum að útrýma selnum? DJÖÐVIIJINN alþýöujr blaóid f 0 681333 0 68 18 66 0 68 63 00, Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ Tíinixm og borgar sig Blaðbera vantar Garðabæ Hafnarfjörð Eskihlíð Skerjafjörð Hafðu samband við okkur DJOÐVILJINN Síðumúla 6 0 6813 33 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fímmtudagur 22. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.