Þjóðviljinn - 22.01.1987, Side 15

Þjóðviljinn - 22.01.1987, Side 15
Leikurínn í tölum Geir 1-0 1-1 Borchardt Kristján 2-1 2-2 Wahl Sigurður G. 3-2 Kristján 4-2 Alfreð 5-2 5-3 Wahl 5-4 Wahl 5-5 Wiegert 5-6 Wahl 5-7 Wahl 5-8 Schnell 5-9 Schnell 5-10 Borchardt Guðmundur 6-10 Guðmundur 7-10 7-11 Schnell (hlé) Þorgils Ó 8-11 Kristján 9-11 9-12 Wiegert 9-13 Wiegert Bjarni 10-13 Þorgils Ó 11-13 11-14 Strau Kristján /v 12-14 Bjarni 13-14 Þorgils Ó 14-14 Kristján /v 15-14 15-15 Wiegert 15-16 Schnell Þorgils 17-16 Bjarni 17-16 17-17 Pysall Alfreð Gíslason skoraði 1 mark úr 5 skotum, átti 2 sendingar sem gáfu mörk, tapaði bolta einu sinni. Bjarni Guðmundsson skoraði 3 mörk úr 6 skotum, fiskaði 3 víti, tapaði bolta einusinni. Geir Sveinsson skoraði 1 mark úr 1 skoti, tapaði bolta einusinni. Guðmundur Guðmundsson skoraði 2 mörk úr 3 skotum, fisk- aði 1 víti. Kristján Arason skoraði 5 mörk úr 11 skotum (3 víti), átti 3 sendingar sem gáfu mörk, tapaði bolta tvisvar. Páll Ólafsson skoraði ekkert mark, skaut4sinnum, átti2send- ingar sem gáfu mörk. Sigurður Gunnarsson skoraði 1 mark úr 7 skotum (mistókst víti), átti 2 sendingar sem gáfu mörk, tapaði bolta tvisvar. Þorgils Óttar Mathiesen skoraði 4 mörk úr 5 skotum, átti 1 sendingu sem gaf mark, tapaði bolta tvisvar. Karl Þráinsson spilaði mjög lítið og Júlíus Jónasson kom ekki inná. Einar Þorvarðarson stóð í markinu allan leikinn og varði 11 skot. Eystrasaltsmótið Pólverjar sterkir Pólland-Sovét 27-24. Svíþjóð-Vestur- Þýskaland 21-21 Pólverjarnir virðast vera mjög sterkir um þessar mundir. Þeir gerðu sér lítið fyrir í gær og unnu Sovét- menn, 27-24, og var sá sigur mjög sanngjarn. Hálfleiksstaðan var 13-10. f Wismar, smábæ rétt hjá Rostock gerðu Svíar og Vesturþjóðverjar jafntefli, 21-21, og hafa Pólverjar því forystuna eftir fyrstu umferðina. A blaðamannafundi í gærdag var sovéski þjálfarinn smeykur um gengi sinna manna, sagðist vera með ungt lið og brothætt, og var ekki of bjart- sýnn á B-keppnina á Ítalíu í febrúar. Þangað fara þrjú liðanna í Rostock, Sovétmenn, Pólverjar og Vestur- þjóðverjar, og ættu að vera í topp- formi núna. íslendingar, Austurþjóð- verjar og Svíar eru hinsvegar að undirbúa sig undir Ólympíuleikana í Suður-Kóreu á næsta ári. _m/VS ÍÞRÓTTIR Eystrasaltsmótið Jafntefli í baráttunni Leikreyndir íslendingar sex sekúndumfrá sigri í Rostock. Sóknarleikurinn köflóttur, vörningóð. Frábærmarkvarsla SchmidtsforðaðiAusturþjóðverjum frá fyrsta tapinu í Rostock slit sem við höfum náð,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. Einhver glæsilegustu úrslit ís- lenska landsliðsins í handknatt- leik, jafntefli 17-17 við brons- þjóðina úr síðustu heimsmeistar- akeppni, Austurþjóðverja, og það á heimavelli hennar í Rostock - í handknattleikshöllinni mikil- fenglegu þar sem engin aðkomu- þjóð hefur farið með sigur af hólmi. Samt er maður ckki ánægður - eiginlega svekktur. ís- lendingar voru nefnilega aðeins sex sekúndum frá sögulegum sigri og það voru varnarmistök í lokin sem komu í veg fyrir að fyrsta tap Austur-Þýskalands í Rostock liti dagsins Ijós. Það voru bara tuttugu sekúnd- ur eftir þegar Bjarni Guðmunds- son komst inní sendingu, brunaði upp völlinn og skoraði, 17-16 fyrir ísland. Vonlítilli stöðu, 5-10 og síðan 11-14, hafði verið snúið uppí sigur, að því er virtist. En þegar sex sekúndur lifðu af leiktímanum galopnaðist miðja íslensku varnarinnar, Peter Py- sall var einn gegn Einari Þorvarð- arsyni og gerðí engin mistök, jafnaði 17-17. „Ég hoppaði hæð mína í loft upp, sá eini á áhorfendapöllu- num, þegar Bjarni Guðmundsson skoraði,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSI í sam- tali við Þjóðviljann eftir leikinn. „Við sáum að allt getur gerst í handbolta, lciknum er ekki lokið fyrrren flautað er til leiksloka.“ En voru það mistök hinna slöku frönsku dómara sem réðu úrslitum? „Ég tel það, þeir áttu ekki að stoppa klukkuna þegar Bjarni skoraði. Engin töf varð á leiknum við markið og klukkan hefði átt að ganga áfram,“ sagði Jón Hjaltalín. „Dómararnir gerðu mikið af mistökum, þeir voru alls ekki inní því sem var að gerast í leiknum, og þeir flautuðu oft ein- mitt þegar leikfléttur íslands voru að ganga upp og skemmdu þær þannig.“ ,Jú, maður er svekktur yfir að hafa ekki unnið, en við vorum líka heppnir þegar Bjarni náði boltanum og skoraði. Það er mjög ánægjulegt að ná jafntefli við Austur-Þjóðverja í Rostock, þeir eru hreint ósigrandi hérna,“ sagði Þorgils Ottar Mathiesen landsliðsfyrirliði. „Þetta var grátlegt, maður sá sigurinn blasa við. Vörnin mátti ekki fara svona framarlega þarna í lokin. En þetta eru ein bestu úr- Rostock Rússarnir koma! Forystumenn HSÍ eru í við- ræðum við Sovétmenn um að fá þá hingað bráðlega. Viðræðurnar eru á frumstigi og ekkert hægt að segja um hvort af verður eða hve- nær. -m/VS Eystrasaltsmótið í dag gegn Vesturþjóðverjum íslendingar keppa í dag við Vestur-Þýskaland í Rostock og hefst leikurinn klukkan 16.30. Jochem Fraantz, einn af snjöl- lustu hornamönnum í heimi, verður ekki með vesturþýska lið- inu, er meiddur og verið að hvíla hann fyrir B-keppnina í febrúar. Þá er kappinn Wunderlich ekki með lengur, þykir ekki faila nógu vel inní liðið. Þýska liðið þykir vera geysisterkt um þessar mund- „Við vorum heppnir að jafna þarna í lokin. En Island er með mjög gott lið sem getur spilað vel og sannaði það í þessum leik. Kristján Arason var besti maður íslands í leiknum í heild, ég hefði að vísu átt að geta varið skotið sem hann skoraði úr í byrjun leiksins," sagði Wieland Schmidt, sá 34 ára gamli snil- lingur sem varði austurþýska markið oft á undraverðan hátt. Reyndar gaf Einar Þorvarðarson honum lítið eftir - það var heims- klassamarkvarsla sem þeir sýndu báðir tveir í Rostock í gær. „Liðið nýtti ekki tólf dauðafæri og það gerði útslagið. Þetta var ekki góður leikur, bæði lið gerðu mikið af mistökum. En úrslitin eru góð, þótt þau hafi ekki verið aðaiatriðið fyrir þessa keppni. Æfingin er númer eitt en það skemmir ekki fyrir að ná góðum VÍÐIR SIGURÐSSON Rostock úrslitum í leiðinni,“ sagði Bog- dan Kowalczyck þjálfari íslands. Ánægja hans með úrslitin leyndi sér ekki, en hann sagði að Austurþjóðverjar hefðu sálræn tök á íslenska liðinu. „Við töpuð- um tvisvar fyrir þeim með einu marki heima í vetur og núna jöfnuðu þeir á síðustu stundu.“ „Það var Wieland Schmidt sem bjargaði okkur í þessum ieik,“ sagði Paul Tiedemann þjálfari austurþýska liðsins. „Mitt lið gerði mikið af mistökum, nýtti ekki hraðaupphlaup og skoraði ekki þegar Island missti menn útaf. En ísland á núna eitt besta lið heims, sem hefur sýnt miklar framfarir síðustu árin einsog árangurinn sannar. Það réð líka miklu í leiknum að Þorgils Óttar tók Frank Wahl úr umferð og að Peter Pysall nýtti ekki þá mögu- leika sem við það opnuðust fyrir honum,“ sagði Tiedemann. Um þetta sagði Þorgils Óttar: „Þetta var ekkert nýtt, ég hef tekið Wahl áður svona úr umferð.“ Þegar ísland skoraði ekki í sautján mínútur og Austur- Þýskaland skoraði átta mörk í röð og komst í 10-5 óraði engan í íþróttahöllinni í Rostock fyrir því að ísland ætti sigurmöguleika. „Það sem gerðist á þessum kafla var að þeir fóru að spila vörnina mjög framarlega og við áttuðum okkur ekki nógu snemma á hvernig ætti að bregðast við því. En þegar við höfðum gert það komst leikur okkar í eðlilegt horf á ný,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson. Þegar litið er á leikinn sem slík- an var hann ekki góður. Mikið var um mistök og eftir góða byrj- un var sóknarleikur íslands mjög köflóttur. Skotnýting útispilar- annavar mjög slök, Kristján, Sig- urður, Páll og Alfreð skoruðu að- eins fjögur mörk samtals utanaf velli úr tuttugu tilraunum. En laglegar fléttur sáust inná milli sérstaklega í upphafskaflanum en þá lék íslenska liðið best í leiknum. Varnarleikurinn var hinsvegar í heildina góður og þar er Geir Sveinsson óðum að verða lykilmaður, grimmur og baráttu- Bjarni Guðmundsson var betri en enginn í leiknum í gær, kom íslendingum yfir á síðustu mínútu og átti ágætan leik, skoraði þrjú mörk. glaður og smitar þannig útfrá sér. „Það kom í Ijós að leikflétturnar gengu oft vel, en líka oft ekki nógu vel. Strákarnir gerðu nokkur al- varleg mistök í varnarleiknum og þau má rekja beint til lítillar sam- æfingar undanfarið,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon. Baráttan og seiglan í íslenska liðinu voru til fyrirmyndar. ís- land á nú leikreyndasta lið keppninnar og það er farið að koma í ljós - það var reynslan sem var þyngst á metunum í gær. Leikurinn og úrslitin verða lengi í minnum höfð - það var bara svo súrt að íslenska liðið skyldi missa af þessu gullna tækifæri til að verða fyrst þjóða til að sigra í Rostock. VS England Arsenal og Liveipool í undanúrslit Ian Rush tryggði Liverpool sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins með marki rétt fyrir leikslok gegn Everton. Arse- nal komst einnig áfram með því að sigra Nottingham Forest 2-0. Hann var bæði jafn og harður leikur Everton og Liverpool sem fram fór á Goodison Park í gær- kvöld. Snemma í fyrri hálfleik þurfti bakvörðurinn sterki í liði Liverpool, Jim Beglin að yfirgefa völlinn fótbrotinn eftir samstuð við Gary Stevens. Allt stefndi í jafntefli þar til sex mínútum fyrir leikslok að Ian Rush tryggði Li- verpool sigur, 1-0. Charlie Nicholas var maðurinn á bakvið 2-0 sigur Arsenal á Nott- ingaham Forest. Hann kom Arsenal yfir strax á þriðju mfnútu og átti heiðurinn af seinna mark- inu sem Martin Hayes skoraði. Arsenal hefur ekki tapað í síð- austu 22 leikjum og síðasti leikur- inn sem Arsenal tapaði var ein- mitt gegn Nottingham Forest. í þeim leik meiddist Charlie Nicholas á hné og kostaði það hann þrjá mánuði frá keppni. Hann er nú greinilega búinn að ná sér, skoraði sitt fimmta mark í jafnmörgum leikjum. Þá voru nokkrir leikir í þriðju umferð bikarkeppninnar. Chelsea sigraði Aston Villa 2-1 eftir framlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Chelsea mætir því Watford á úti- velli í fjórðu umferð. Norwich sigraði Huddersfield 2-4 á útivelli og mætir Wigan í fjórðu umferð. Þá sigraði Sheffield United Brighton 1-2. Einnig voru tveir leikir í skosku úrvalsdeildinni. Aberde- en sigraði Hearts 2-1 og Celtic vann Hibernian 1-0. Reuter/lbe ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.