Þjóðviljinn - 22.01.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.01.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333. Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN í\ír»al SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Hmmfudaour 22. janúar 1987 16. tölublað 52. árgangur Hafskipsmálið Vill Hallvarö burt Ragnar Kjartansson sendir bréftil dómsmálaráðherra og ríkissaksóknara: Hallvarður vanhœfur og undir- mennhans einnig Ef ríkissaksóknari hlýðir ekki þessari ósk okkar og fríar stofnun sína af vanhæfni, þá tel ég víst að við munum óska eftir því að málsmeðferðin verði ógilduð þegar málið verður þingfest fyrir sakadónii," segir Ragnar Kjart- ansson fyrrv. stjórnarformaður Hafskips í samtali við l>,jóðviljann í gær. Ragnar og lögfræðingur hans. Jón Magnússon, sendu í gær Hallvaröi Einvarðssyni ríkissak- sóknara og Jóni Helgasyni dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er krafist að Hallvarður víki úr sæti saksóknara í Hafskipsmál- inu vegna vanhæfni. -Við tíundum í þessu bréfi á ítarlegan hátt rök okkar fyrir þessari eðlilegu kröfu. Hallvarður stjórnaði og mótaði rannsókn málsins á vegum Rannsóknarlögreglunnar á sín- um tíma og það er því mjög óeðli- legt að hann fjalli jafnframt um málið sem ríkissaksóknari. Einn- ig teljum við óeðlilegt að vararík- issaksóknari taki þetta mál að sér því hann er undirmaður Hallvarðs og förum því fram á að skipaður verði utanaðkomandi aðili til að fjalla um málið, sagði Ragnar. Hallvarður Einvarðsson hefur lýst því yfir að til tíðinda dragi í Hafskipsmálinu á næstu vikum. Heimildir úr dómskerfinu herma að þar sé einmitt þessa dagana verið að leita að aðila utan ríkis- saksóknaraembættisins til að taka yfir Hafskipsmálið. Fóstruuppsagnir Grípa til aðgerða Foreldrar barna á dagvistarstofn- unum borgarinnar óttast nú mjög að til þess komi að fóstrur í Reykjavík gangi út 1. maí og hafa ákveðið að grípa til aðgerða til þess að knýja borgaryfirvöld til viðræðna við fóstrur. Fóstrur sögðu störfum sínum lausum frá og með 1. nóvember. Borgarráð framlengdi uppsagn- arfrestinn hins vegar um 3 mán- uði. 2. febrúar hyggjast foreldrar ganga með börnum sínum frá Hlemmi að Höfða og afhenda fulltrúa borgaryfirvalda þar undirskriftir, þar sem þess er krafist að viöræður við fóstrur verði hafnar þegar í stað. ,gg Útför Græn- höfðaeyja mennimir ¦ X MM* jarðsethr I gær fór fram í kapellu Foss- vogskirkju útför þriggja skip- verja af flutningaskipinu Synetu sem fórst við Skrúð í mynni Fá- skrúðsfjarðar um nýliðin jól. Skipverjarnir þrír voru allir frá Grænhöfðaeyjum og höfðu þar- lend stjórnvðld óskað eftir því að peir yrðu jarðsettir hér. Alls fórust 12 menn með Syn- etu en fimm lík hafa enn ekki fundist. Útförin í Fossvogskap- ellu í gær fór fram samkvæmt ka- þólskum sið en kaþólska er ríkis- trú á Grænhöfðaeyjum. Pað var séra Hjalti Porkelsson sem jarð- söng, en viðstaddir athöfnina voru ma: nunnur frá Landakoti og fulltrúar Slysavarnarfélagsins sem sendu krans til minningar um áhöfnina á Synetu. Menntamálaráðherra Fundaði með fræðslu- stjorum Allir starfandi fræðslustjórar á landinu voru boðaðir á fund Sverris Hermannssonar mennta- málaráðherra í gærmorgun. Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri Reykjavíkur og Helgi Jónasson fræðslustjóri Reykjaness vildu hvorugt tjá sig um efni fundarins í samtali við Þjóðviljann. Helgi Jónasson sagði að hér hefði verið um starfsmannafund að ræða og hann væri ekki vanur að ræða við fjölmiðla um hvað færi fram á slíkum fundum. -vd Flugslys Einn maður fórst Maðurfórsterflugvélfrá Flugfélaginu Ernirhrapaði ísjó viðArnarnes. Var íaðflugi er síðast heyrðist til hans. Brakfannstfyrstskömmu fyrir kl. 23.00. Líkiðfannst um miðnœttið ínótt Einn maður fórst er TF-ORN, vél í eigu Flugfélagsins Ernir, fórst skammt norður af Arnar- nesivið ísafjarðardjúp í gær- kvöldi. Víðtæk leit að vélinni stóð yfir frá kl. 20.00 í gærkvöldi þar til lík mannsins fannst um 3 sjó- mflur norður af Arnarnesi um miðnættið. Flugvélin var á leið frá Akur- eyri til ísafjarðar og var væntan- leg til ísafjarðar um kl. 20.00. Flugmaðurinn hafði samband við flugturn þar sem hann var í að- flugi inn eftir Skutulsfirði, en eftir kl. 19.56 heyrðist ekki frekar í honum. Varðskipið Óðinn heyrði í neyðarsendi rétt fyrir kl. 20.00 og hélt þá þegar þangað sem talið er að flugvélin hafi verið þegar síð- ast heyrðist til hennar. FlugvélFlugmálastjórnar, Ori- on vél frá hernum og þyrla frá Landhelgisgæslunni fóru vestur til leitar og auk þess tóku fiski- bátar þar vestra þátt í leitinni. Veðurskilyrði til leitar voru fremur óhagstæð á þessum slóð- um í gærkvöldi, suðaustan tveir, snjókoma og aðeins um einnar sjómflu skyggni. Brak úr vélinni fannst fyrst kl. 22.45 og rúmri klukkustund síðar fannst annar vængur vélarinnar. Lfk rnannsins fannst svo um miðnættið eins og áður segir. Varðskipið Óðinn flutti líkið til ísafjarðar í nótt. -gg Sveitarfélög Vilja fleiri ferðamenn Nokkur sveitarfélög vítt og breitt iim landið stofnuðu ferðaskrif- stofuna Ferðabær hf. síðast lið- inn laugardag. Sveitarfélögin sem standa að Ferðabæ eru Ólafsvík, Siglu- fjörður, Rif, Hellissandur, Grundarfjörður, Bfldudalur, Flateyri, Skagaströnd og Hólma- vík. Tilgangurinn með stofnun hlutafélagsins er sá að sögn að- standenda að laða ferðamenn £ ríkari mæli til þessara staða, en Ferðabær mun jafnframt sinna venjubundinni ferðaþjónustu bæði innanlands og utan. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.