Þjóðviljinn - 29.01.1987, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 29.01.1987, Qupperneq 1
Fátœkt Missi sennilega aleiguna Edda Scheving: Enginn lifir af sjúkradagpeningum einumsaman. Kerfið hafnar manni eins og hverjum öðrum ónýtum hlut að getur enginn lifað af sjúkradagpeningum einum saman. Kerfið hafnar manni eins og hverjum öðrum ónýtum hlut, segir Edda V. Scheving fyrrum starfsmaður Kvennaathvarfsins í samtali við Þjóðviljann. Edda missti heilsuna sl. haust og hefur síðan verið óvinnufær. Hún hefur síðan í lok september þurft að lifa af sjúkradagpening- um og sér ekki fram á annað en að missa allt sitt. Eftir að Edda missti heilsuna hafa tekjur hennar dregist saman og sjúkradagpeningarnir duga hvergi nærri fyrir daglegu heimil- ishaldi, varla fyrir mat, hvað þá meiru og sér hún fram á að geta ekki staðið í skilum með afborg- anir af lítilli fbúð í verkamanna- bústað, né heldur öðru er við- kemur heimilinu, svo sem fast- eignaskatti, orku eða öðru. „Þetta er sálarniðurdrepandi. Kerfið afneitar fólki eins og mér sem hefur alltaf reynt að -spjara sig, komið börnum sínum til manns og borgað skattana á gjalddaga. Núna rukkar Gjaid- heimtan mig um talsvert hærri upphæð í fyrirframgreiðslu skatta en ég fæ í dagpeninga. Edda Scheving: Enginn lifir af sjúkradagpeningum einum saman. Mynd: E.ÓI. Ég sé ekki fram á annað en ég missi íbúðina mína, segir Edda. Nú liggur fyrir alþingi frum- varp Guðrúnar Helgadóttur og fleiri þingmanna stjórnarand- stöðunnar um að sjúkradagpen- ingar verði jafnháir lágmarks- launum og hækki úr 9.252 krón- um eins og nú er í 26.500 krónur. ““Sfl Sjá bls. 8-9 Akranes Prestmum dæmdar skaðabætur Bœjarþing Reykjavíkur dæmdi Akraneskaupstað til að greiða séra Birni Jónssyni bœtur vegna ólöglegrar uppsagnar. Bœjarráð áfrýjar til hœstaréttar. Gísli Gíslason: Stundakennarar ekki bœjarstarfsmenn. Málið okkur óviðkomandi Við lítum þannig á að málið sé Akraneskaupstað óviðkom- andi þar sem stundakennarar eru alls ekki bæjarstarfsmenn. Við mótmælum því hins vegar ekki að ólöglega hafi verið staðið að þess- ari uppsögn. Þetta snýst aðeins um hver á að borga, sagði Gísli Gíslason bæjarritari á Akranesi í samtali við Þjóðviljann í gær, en bæjarráð hefur ókveðið að áfrýja til hæstaréttar dómi Bæjarþings Reykjavíkur frá í desember s.l. þess efnis að Akraneskaupstaður sé bótaskyldur gagnvart séra Birni Jónssyni, sem sagt var upp störfum við Brekkubæjarskóia haustið 1983. Séra Björn stundaði kristin- fræðikennslu við Brekkubæjar- skóia þar til haustið 1983, en þá var ákveðið að fastráðnir kennnarar skyldu taka þá kennslu að sér. Björn taldi upps- ögnina ólögmæta og höfðaði í fyrra mál gegn fjármálaráðherra fh. ríkissjóðs, menntamálaráðu- neytinu og bæjarstjóranum á Akranesi fyrir hönd bæjarsjóðs. Dómur Bæjarþings felur í sér að bæjarsjóður skuli greiða séra Birni laun í níu mánuði. Gísli sagði í gær að ákveðið hefði verið að áfrýja málinu til hæstaréttar þar sem það væri stefnumarkandi hvað varðar ábyrgð sveitarfélags á ráðningu stundakennara. „Ríkið greiðir kennurum laun og það eru embættismenn ríkisins sem sjá um ráðningar slíkra starfsmanna. Þess vegna lítum við þannig á að málið sé okkur í raun og veru óviðkomandi. Falli hæstaréttardómur hins vegar á þann veg að okkar sé ábyrgðin, verða menn að endurskoða þessi mál,“ sagði Gísli í gær. Ríkið hefur tekið þá afstöðu í fyrsta lagi að í alla staði hafi rétt verið að uppsögninni staðið, en falli dómur á annan veg, sé það Akranesbær sem skuli borga brúsann. -gg Vestfirðir Samningar í sjónmáli Um miðnætti í gær höfðu samningar á milli Alþýðusam- bands Vestfjarða og vinnu- veitenda enn ekki tekist, en o- formiegt samkomulag lá þó fyrir um flest þau atriði sem stefnt var að, að ná samkomulagi um. Að sögn Péturs Sigurðsson for- manns ASV munu samningarnir verða svipaðir og nýgerðir samn- ingar Verkakvennafélagsins Snótar, en samkomulag hefur m.a. náðst um starfsaldurshækk- anir og álag vegna sérþjálfunar fiskvinnslufólks. Samningavið- ræðurnar strönduðu hins vegar í gærkvöldi vegna ágreinings um akkorðsgreiðslur í rækjuvinnslu. Veðurblíðan Framkvæmdir í góðviðrinu Ýmsarframkvœmdir sem bíða áttu vors í fullum gangi nú í janúar Veðurblíðan espar upp í mönnum framkvæmdagleð- ina, þvi er ekki að neita. Mönnum flnnst þetta alveg með ólíkindum, það má heita að frost sé farið úr jörðu, sagði Kristján Örn Jóns- son verkstjóri þjá Hitaveitu Reykjavíkur í samtaii við Þjóð- viljann í gær. Ýmsar framkvæmdir, sem að öllu jöfnu verða að bíða vors eða sumars, eru farnar af stað nú í janúar, enda hefur veður verið með ólíkindum milt. Einkum er þar um að ræða jarðvinnufram- kvæmdir og byggingarfram- kvæmdir. Menn kunna sér ekki læti í sumarblíðunni, grafa skurði, steypa hús og gera hvaðeina sem þeir eru vanir að gera að sumar- lagi. Framkvæmdir eru því víða komnar fram úr gerðum áætlun- um, sem miðuðust við venjuleg vetrarveður. -gg Menn kunna sér ekki læti í þessari einmunaííð. Þessir tveir kepptust við að endurnýja lagnir fyrir Hitaveitu Reykjavíkur niðri í Bergstaðastræti í gær. Mynd E.ÓI. Stjórnmálamenn Upplýsingamiðlun bæld niður Stjórnmálamenn komu í vegfyrir upplýsingamiðlunFasteignamatsins eir stjórnmálamenn sem eru vanir að taka þátt í stjórnmálaumræðu með úreltum siagorðum og virðingarleysi fyrir raunveruleikanum fara í dag hal- loka í deilum við andstæðinga sem notfæra sér þær upplýsingar sem liggja fyrir, segir Stefán Ing- ólfsson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Fasteignastofnun- ar ríkisins m.a. í grein um upplýs- ingamál í Tölvumáfum, frétta- bréfl Skýrslutæknifélags íslands. Stefán fjallar í grein sinni um upplýsingasöfnun Fasteigna- matsins um húsnæðismál og segir að auk þess sem opin miðlun upp- lýsinga til ýmissa aðila í þjóðfé- laginu hafi komið stofnuninni til góða, hafi þeir starfshættir einnig haft í för með sér ákveðna hættu. „Á þeim árum þegar mest reyndi á þekkingu stofnunarinn- ar í harðri opinberri umræðu um húsnæðismál kom í ljós vanmátt- ur hinna ráðandi stjórnmálaafla til að fást við faglega opna um- ræðu. Þegar einkaréttur þeirra á vitneskju stofnunarinnar var af- numinn kom í ljós að hinir ráð- andi stjórnmálamenn fóru hal- loka í opinberri umræðu.“ Stefán segir ennfremur að þessi staða ráðandi stjórnmála- manna, sem vafalaust heitir Al- exander Stefánsson í þessu til- viki, hafi orðið til þess að þeir stöðvuðu tilraun Fasteignamats- ins til opinnar upplýsingamiðlun- ar um húsnæðismál. Stefán heldur á félagsfundi Skýrslutæknifélagsins í Norræna húsinu kl. 14.30 í dag fyrirlestur sem hann nefnir Upplýsinga- þjóðfélagið - Fyrir „stóra bróður" eða „litla manninn“.-gg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.