Þjóðviljinn - 29.01.1987, Blaðsíða 13
HEIMURINN
Bandaríkin
Reagan harmar mistök
Bandaríkjaforsetifámáll um vopnasölu ístefnurœðu sinni og virðist ekki hafa tekist
að beita uppí vindinn. Demókratarspyrja um traustog hœfni
sem fengu féð frá íran, en sagði
að sínir menn kæmust til botns í
Washington - Fyrstu viðbrögð
við stefnuræðu Reagans
Bandaríkjaforseta í samein-
uðu Bandaríkjaþingi í fyrra-
kvöld eru heldur neikvæð, og
virðist forsetanum ekki hafa
tekist með ræðunni að vinna
sig í álit eftir hneykslið kring-
um vopnasöluna til íran og
fjárstreymið þaðan til kontra-
liða.
Reagan varði aðeins fáeinum
mínútum til að ræða þau mál,
sem einkum var beðið eftir að
hann fjallaði um. Hann sagði að
margt hefði hann gert vel, en að
einu væri honum þó harmur, eða
eftirsjá „(regret“), sumsé ír-
ansmálinu, þar sem gerð hefðu
verið mistök, sem ekki voru nán-
ar skilgreind. Forsetinn varði þó
markmiðin með vopnasölunni,
það væri rétt að koma á sam-
skiptum við svo mikilvægt ríki
sem íran, og það væri rétt að
reyna að bjarga mannslífum,
nefnilegagíslannaíBeirút. Reag-
an minntist ekkert á kontraliða
Filippseyjar
Hermennirnir
þrauka enn
Manila - Á annað hundrað upp-
reisnarhermanna héldu enn til
í sjónvarpsstöðinni „rás sjö“ í
Manila í gærkvöldi og höfðu tíl-
raunir til að knýja fram uppgjöf
mistekist.
Fidel Ramos yfirmaður Fil-
ippseyjahers ræddi í gær við Osc-
ar Canlas ofursta sem stjórnar
herliðinu, en árangur varð ekki af
þeim viðræðum þótt Canlas léti
að því liggja við fréttamenn að
hann væri fús til að leggja niður
vopn ef ákveðnum skilyrðum
yrði uppfyllt.
í gærkvöld og snemma í morg-
un að staðartíma gerði um þús-
und manna sveit úr stjórnarhern-
um táragasárás á stöðvarhúsið til
að leggja áherslu á uppgjafar-
kröfu, en þeim árásum var hvorki
svarað með orðum né skotum.
Eftir fyrri árásina mótmæltu
um hundrað yfirmenn í hernum
við Ramos, og virðast Canlas og
menn hans njóta mikillar samúð-
ar í stjórnarhernum. Kæmi til
blóðbaðs í sjónvarpsstöðinni
kynni að draga til verulegra tíð-
inda og reynir stjórnarher-
sveitirnar því að fara sér eins
hægt og mögulegt er.
Kreml
Kúnajef farinn
Kosningatillögurnar
samþykktar
Moskvu - Kúnajef fyrrum
flokksleiðtogi í Kasakstan var
ekki endurkjörinn í fram-
kvæmdanefnd („politburo")
sovéska kommúnstaflokksins
á miðstjórnarfundi sem lauk í
gær, og kemur enginn í hans
stað en náinn aðstoðarmaður
Gorbatsjofs, Alexander Jak-
ovljef, gerður að aukafulltrúa
án atkvæðisréttar.
í framkvæmdanefndinni eru
nú 11 með atkvæðisrétti, 8 án. Að
auki voru kjörnir tveir nýir ritar-
ar miðstjórnar.
Miðstjórnarfundurinn sam-
þykkti þær breytingartillögur um
kosningarétt í flokki og ráðum
sem Gorbatsjof setti fram t ræðu í
fyrradag.
málinu og hann mundi þá gera
það sem gera þyrfti.
í rúmlega hálftíma ræðu sinni
kom Reagan víða við, lofaði fé-
lagslegum umbótum í Bandaríkj-
unum, boðaði aðgerðir í verslun-
ardeilunni við Evrópumenn og
Japana án þess þó að fallast á
verndarstefnu, og ítrekaði
stjörnustríðsáform sín og stuðn-
ing við Nicaragua.
Vegna tímamunarins kann
Þjóðviljinn fátt að segja af við-
brögðum í Bandaríkjunum við
ræðunni. Larry Speakes talsmað-
ur forsetans sagði í morgun að
fjöldi manns hefði hringt í Hvíta
húsið og hælt Reagan, og var
Larry hinn hressasti, en dagblað-
ið Washington Times, sem hefur
verið hliðhollt Reagan-
stjórninni, sagði að Reagan hefði
mistekist að varpa skugga ír-
ansmálsins af Hvíta húsinu. Blað-
ið sagði að Reagan hefði greini-
lega ekki talið sig þurfa að sinna
þeim viðburðum sem nú settu í
hættu alla hans sigurvinninga, -
hér hefði gefist tækifæri til að
gera útum málið, forsetinn hefði
ekki nýtt það. Leiðari blaðsins
þykir óvenju harðorður í garð
stjórnarinnar.
í þinginu skiptust viðbrögð í
tvö horn eftir flokkum. Repú-
blikanar klöppuðu og fögnuðu,
en demókratar sem nú hafa
meirihluta í báðum deildum,
voru öllu hófstilltari. Leiðtogi
þeirra í öldungadeildinni, Robert
Byrd, var ekkert hrifinn í útvarpi
eftir ræðuna, og sagði að Reagan
hefði ekki tekist að svara sífellt
áleitnari spurningum um traust
og um hæfni. Petta spáir varla
góðu fyrir samskipti forsetans við
þingið, en þessar valdastofnanir
þurfa að koma sér saman um
fjármál, fjárveitingar til hersins,
stuðning við kontraliða og af-
vopnunarmál, svo fátt eitt sé
nefnt af ágreiningsmálum Reag-
ans og demókrata.
Tass-fréttastofan sovéska
minntist ekkert á íransmálið í
fréttum sínum, en sagði ræðuna
hafa einkennst af árásum á So-
vétríkin og hamraði á andstöðu
Reagans við ýmsa þá afvopnun-
aráfanga sem Kremlverjar telja
brýnasta.
RR; vel og fagmannlega flutt
ræða hans virðist ekki hafa tilætl-
uð veðraskiptaáhrif.
1
Grœnland
Danir heimta ratsjárskýrslu
Sovétmennsegja nýju Thule-ratsjána brot á ABM-samkomulaginu
Öll vötn falla að því að ný
ratsjárstöð í bandarísku her-
stöðinni í Thule nyrst í Græn-
landi sé brot á ABM-samningi
Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna frá 1972 um takmarkanir
á eldflaugavörnum. Talsmenn
Bandaríkjastjórnar hafa fullyrt
að nýja ratsjárkerfið í Thule sé
ekki brot á samningnum, og í
sama streng hefur danski
varnarmálaráðherrann tekið,
en skýrslur sem dagblaðið In-
formation hefur komist yfir
benda til hins gagnstæða.
Nýja ratsjáin í Thule hefur
lengi verið umdeild í Grænlandi
og Danmörku, sem fer með utan-
ríkismálefni Grænlendinga, en
málið virðist nú vera að taka nýja
stefnu. Talsmaður þingflokks
Radikale Venstre í öryggismál-
um hefur krafist þess að danska
utanríkisráðuneytið biðji Banda-
ríkjastjórn um eina af þeim
skýrslum sem Information hefur
fjallað um, og þrýstingur á
dönsku stjórnina hefur aukist við
upplýsingar óháðra bandarískra
hernaðarsérfræðinga sem segja
ratsjána brjóta í bága við ABM-
samninginn, - og það með að hún
yrði eitt fyrsta skotmark Sovét-
manna í kjarnorkustríði.
Sovéski sendiherrann í Dan-
mörku sagði í danska sjónvarp-
inu á sunnudag að ratsjáin væri
samningsbrot. Áður hafði Gor-
batsjof boðist til að leggja niður
umdeilda sovéska ratsjárstöð í Sí-
beríu gegn því að Bandaríkja-
menn legðu af nýju ratsjána í
Thule og hættu við að setja upp
svipað apparat í Fylingsdale í
Englandi.
Radikale Venstre er stuðnings-
flokkur minnihlutastjómar hæg-
riflokkanna í danska þinginu, en
hefur með vinstriflokkunum
myndað þingmeirihluta gegn
stjórninni um mörg utanríkismál.
Danmörk
Ovissa meo samningana
Margir óttast að launahœkkanir opinberra starfsmanna verði teknar
aftur haldi stjórnin velli
Frá Gesti Guðmundssyni fréttaritara Þjóð-
viljans í Kaupmannahöfn:
Þeir samningar sem opin-
berir starfsmenn í Danmörku
gerðu fyrr í vikunni eru nokkuð
betri en þeir samningar sem
Alþýðusambandið gerði fyrir
stuttu, en þó óttast margir að
launahækkanir opinberra
starfsmanna verði
skammgóður vermir.
Samið var um 7% launahækk-
un strax en að ári liðnu fá starfs-
menn 5-8% launahækkun, allt
eftir því hvað launaskriðið verður
mikið á almennum vinnumark-
aði. Þá var samið um að vinnu-
tíminn yrði styttur úr 39 stundum
í 37 stundir í tveimur áföngum
næstu fjögur árin.
Þótt margir séu sáttir við þessa
samninga þá benda aðrir á að það
sé óvíst hver þróunin verður á
raunverulegum kaupmætti, því
annars vegar er óvíst hversu mikil
verðbólga verður og hins vegar
spá margir nýjum ríkisálögum
sem muni éta upp alla kaupmátt-
araukningu.
Kosningar verða háðar í Dan-
mörku annað hvort í sumar eða í
haust og margir fréttaskýrendur
telja að ríkisstjórn hægri flokk-
anna hafi verið að kaupa sér vin-
sældir með þessum launahækk-
unum. Haldi stjórnin velli í kosn-
ingunum muni hún taka hækkun-
ina aftur með sköttum og álögum
með tilvísun í aukins halla á fjár-
lögum og viðskiptajöfnuði.
íslam-fundur
Sendinefnd til Teheran?
íslamskir leiðtogar brosa hverframaní annan en deilur eru samar.
Mubarak vill griðasáttmála
Kuwait - Fundir leiðtoga ísl-
amskra ríkja lýkur í dag í Ku-
wait og virðist ekki ætla að
marka tímamót í neinum af
þeim deilumálum sem eitra
samskipti einstakra ríkja og
ríkjablokka í heimi Múhameðs-
trúarmanna þótt þeir leiðtogar
sem komu til fundarins brosi
vinsamlega hver við öðrum.
Forseti Arabísku furstadæ-
manna sagði í gærkvöldi að verið
væri að bollaleggja um að senda
sendinefnd frá fundinum til Te-
heran til að reyna að miðla mál-
um í Persaflóastríðinu. Tækist
það ekki væri fundurinn engu
betri en gagnslitlir fundir araba-
leiðtoga að sögn sjeiksins.
Mikla athygli vakti að þeir Mu-
barak Egyptalandsforseti og Ass-
ad Sýrlandsleiðtogi tókust í hend-
ur og spjölluðu á fundinum í
fyrradag. - Sýrlendingar og Eg-
yptar eru á öndverðum meiði í
nánast öllum þeim deilum sem
uppi eru meðal arabaríkja. Tíð-
indavonir urðu hinsvegar að engu
þegar Assad gagnrýndi Egypta
fyrir friðinn við ísrael og tók ekki
ERLENDAR
FRÉTTIR
MÖRÐUR
ÁRNASON
,/REUlER
undir áskoranir Mubaraks og
Husseins Jórdaníukóngs um
vopnahlé í Persaflóastyrjöldinni.
Egyptar styðja íraka í stríðinu,
Sýrlendingar eru hins vegar einu
þátttakendurnir á Kuwait-
fundinum sem styðja írana, sem
neituðu að koma til Kuwait
vegna stuðnings þarlendra við
írak.
Búist er við að í ályktunum
fundarins verði hvatt til friðar
milli íraks og frans og skorað á
Samband Afríkuríkja að reyna
friðarumleitanir í Tsjad.
Þá er vænst yfirlýsingar um Af-
ganistan þar sem Sovétmönnum
verði gefin varleg en jákvæð ein-
kunn fyrir teikn um friðarvilja.
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Tékkóslóvakía
Forstjórar
skammaðir
Forsœtisráðherrann
undir áhrifum að
austan
Prag - Lubomir Strougal for-
sætisráðherra Tékkóslóvakíu
ávítti í gær forstjóra fyrirtækja í
landinu fyrir lélega stjórn og
bætti því við að hnökrótt efna-
hagsþróun ætti ýmsar rætur
að rekja til skipulags efna-
hagskerf isins. í Tékkóslóvakíu
hefur verið fylgt miðstýrðri
harðlínu í efnahagsmálum
sem öðrum síðan 1968, en nú
virðast vindar frá Gorbatsjof i
Kremt vera að blása yfir landa-
mærin.
Strougal sagði að mikið skorti
á aga á vinnustöðum og stjórn
fyrirtækja væri víða í molum í
ræðu sem hann flutti á fundi for-
ystumanna í verkalýðshreyfingu
og stjórnenda fyrirtækja. Þessir
gallar endurspegluðu hinsvegar
litla skilvirkni í núverandi efna-
hagskerfi, og þyrfti að auka sjálf-
stæði fyrirtækjanna til að velja
sér framleiðsluform, hráefni,
vöruflutningaleiðir og markaði.
Strougal sagði einnig að stjórnir
fyrirtækjanna yrðu að fá frelsi til
beinnar samvinnu við viðskipta-
menn sína í öðrum löndum, með-
al annars um sameiginleg verk-
efni.
Talið er að nú standi yfir valda-
barátta í flokknum um arftaka
hins 74 ára Gustavs Husak sem
settur var í leiðtogasæti af Sovét-
mönnum eftir innrásina 1968 - og
benda nýleg tíðindi frá Kreml til
að möguleikar Strougals hafi
aukist, þar sem hann hefur orð
fyrir breytingavilja í efna-
hagsmálum.