Þjóðviljinn - 31.01.1987, Qupperneq 3
Samgönguráðherra
Viljum gefa
þeim tíma
Matthías Bjarnason:
Lagasetning hefur ekki
verið rœdd. Komandi
kosningar skipta þar
engu máli
„Nei það hefur ekki verið rætt
um það að setja Iög á farmenn,“
sagði Matthías Bjarnason sam-
gönguráðherra aðspurður um
hvort lagasetning stæði til vegna
farmannaverkfallsins, en það
hefur vakið athygli að fyrir tæp-
lega ári höfðu farmenn ekki verið
nema 4 daga í verkfalli þegar
ríkisstjórnin setti lög á farmenn.
„Viö viljum gefa farmönnum
tíma til þess að semja og hafa
langan tíma til þess, en á milli
farmanna og útgerðarmanna
hafa varla nokkrir samningar ver-
ið gerðir í nokkur ár. Þeir hafa
núna haft hálft síðastliðið ár og
allan janúarmánuð og ég get ekki
séð að þeir hafi notað tímann vel.
Aðspurður hvort komandi
kosningar hefðu áhrif á það að
lagasetning hafi ekki verið rædd
sagði Matthías svo ekki vera.
„Nei, nei. Skip þurfa að koma og
fara þótt kosningar séu framund-
an,“ sagði Matthías.
-K.ÓI.
Kennaraháskólinn
Jónas
endurkjörinn
Jónas Pálsson hefur verið
endurkjörinn rektor Kennarahá-
skóla Islands til næstu fjögurra
ára.
Rektorskjör fór fram á
fimmtudag og höfðu kosningarétt
37 fastir kennarar við skólann og
10 kjörmenn nemenda. AIIs
greiddu 42 atkvæði og hlaut Jón-
as 32 atkvæði.
Aðrir sem hlutu atkvæði í kjör-
inu voru: Ólafur Proppé 5 at-
kvæði, Stefán Bergmann 2 at-
kvæði og Þórir Ólafsson 1 at-
kvæði. 2 seðlar voru auðir.
-lg-
Garðabær
Óánægja
meö „skrta-
skattinn“
Sjálfstœðismenn í
Garðabæ leggja sérstakt
holrœsagjald á bœjarbúa
íár
Megn óánægja er meðal íbúa
Garðabæjar vegna þeirrar á-
kvörðunar bæjaryfírvalda að
leggja sérstakt holræsagjald á
bæjarbúa á þessu ári. Holræsagj-
aldið eða „skítaskatturinn“ eins
og Garðbæingar nefna gjaldtök-
una, er 0.15% af fasteignamati
íbúðahúss og nemur allt að 10
þúsund krónum á meðalíbúð í
bænum.
Hilmar Ingólfsson bæjarfull-
trúi Alþýðubandalagsins í Garð-
abæ lagðist einn bæjarfulltrúa
gegn þessari skattheimtu, og
sagði að meirihluti sjálfstæðis-
manna væri eingöngu að reyna að
blekkja bæjarbúa þegar hann
auglýsti að hámarksafsláttur væri
gefinn á fasteignaskatti en bætti
síðan ofan á holræsagjaldi og
stórhækkaði einnig vatnsskatt á
bæjarbúa þannig að fasteignagj-
öldin væru nú orðin um 40 þús.
krónur á meðalíbúð í bænum.
-*g-
FRÉTHR
Kröfuganga
Óttayfirlýsing foreldra
Foreldrasamtök barna á dagvistarheimilum skipuleggja göngu. Markmiðið að
vekja athygli á ófremdarástandi í dagvistarmálum
Foreldrasamtök barna á dag-
vistarheimilum eru hags-
munasamtök og fjöldkyldu-
gangan er óttayfírlýsing foreldra,
sagði Sigríður Pétursdóttir frá
samtökunum um göngu sem for-
eldrar hafa efnt til á mánudaginn
2. febrúar, en með göngunni vilja
foreldrar vekja athygli borgaryf-
irvalda á því ófremdarástandi
sem ríkir í dagvistarmálum.
Sigríður sagði að 2. febrúar
hefði verið valinn til göngunnar
vegna þess að þá er fyrsti
nauðungarvinnudagur fóstra, en
uppsagnir um 80% fóstra hefðu
gengið í gildi 1. febrúar hefði
uppsagnafresturinn ekki verið
framlengdur til 1. maí nk. „Þess-
ar aðgerðir fóstra skrifast á
launastefnu ríkisstjórnarinnar og
hana hljótum við að fordæma.
Það eru jú okkar hagsmunir að
búið sé vel að börnum okkar. Við
viljum uppeldisstofnanir en ekki
geymslustofnanir," sagði Sig-
ríður.
Þá sagði Sigríður að samtök
foreldra væru búin að skipuleggja
bréfakeðju til borgarfulltrúa, og
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
stóð fyrir fjölsóttum borgara-
fundi í Bæjarbíói í fyrrakvöld þar
þá einna helst til fulltrúa meiri-
hlutans, þar sem foreidrar útlista
ástandið á því dagvistarheimili
sem barn þeirra dvelur. í mörg-
um tilvikum er aðeins 1 fóstra
starfandi á heimilinu og það er
forstöðukonan.
þjónustu og uppbyggingu
sem kynntar voru tillögur meiri-
hluta bæjarstjórnar að fjárhags-
áætlun bæjarins fyrir þetta ár.
Ganga Foreldrasamtakanna
verður á mánudaginn eins og
áður segir klukkan 16:30 og verð-
ur gengið frá lögreglustöðinni við
Hlemm að Höfða þar sem fulltrú-
ar borgarstjórnar taka á móti
göngufólki. —K.Ól.
Síðari umræða og afgreiðsla fjár-
hagsáætlunar fer fram á þriðju-
daginn kemur.
A borgarafundinum skýrðu
fulltrúar meirihlutans, Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks
helstu framkvæmdir á árinu og
fulltrúar minnihlutans lýstu
skoðun sinni á áæltuninni. Jafn-
framt svöruðu bæjarfulltrúar
fyrirspurnum bæjarbúa, en fund-
urinn stóð framundir miðnætti.
Samkvæmt tillögum meirihlut-
ans er lögð rík áhersla á fram-
kvæmdir í félagsmálum. Lokið
verður við smíði dagvistarheimil-
is á árinu sem verið er hefja fram-
kvæmdir við og hafin undirbún-
ingsvinna við byggingu annars.
Starfsfólki fjölgað á Fél-
agsmálastofnun, keypt húsnæði
undir Æskulýðsmiðstöð, hafin
undirbúningur að byggingu nýs
íþróttahúss, lokið við smíði
heilsugæslustöðvar og viðbygg-
ingar við Sólvang, ný sund-
laugabygging verði tekin í notkun
á kjörtímabilinu og fleira mætti
týna til.
Þá hefur meirihluti bæjar-
stjórnar ákveðið að láta loka
öskuhaugum bæjarins og flytja
sorp þess í stað í Gufunes.
-*R.
Nýtt og glæsilegt íþróttahús Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur var tekið í notkun i gær. Húsið sem er
límtréshús hefur risið á skömmum tíma og hafa badmintonspilarar beðið þess með óþreyju enda félagið löngu búið að
sprengja utan af sér eldra húsið sem stendur á sömu lóðinni og það nýja við Glæsibæ. Mynd: E.ÓI.
Hafnarfjörður
Aðaláhersla á félagsmál
Fjölmennur borgarafundur umfjárhagsáœtlun A-flokkanna. Átak ífélagslegri
Akureyri
Svenir var rassskelltur
Menntamálaráðherra borinn ofurliði á Sjallafundinum.
Sverrir Hermannsson, mennta-
málaráðherra átti sér fáa við-
hlæjendur en marga andmælcnd-
ur á opnum fundi sem hann hélt í
Sjallanum á Akurcyri í fyrra-
kvöld. Auk þeirra 600-800 sem á
fundinum voru hlýddu fjölmargir
útvarpshlustendur á Akureyri og
í nágrenni á það hvernig ráðherr-
ann var borinn ofurliði með
snjöllum og hnitmiðuðum mál-
flutningi skólamanna og er á eng-
an hallað þótt sagt sé að ræða
Sverris Pálssonar hafí staðið þar
upp úr. Með rökfími og festu
hýddi hann ráðherra eftirminni-
lega.
Sverrir hóf fundinn með ríflega
klukkutíma langri tölu þar sem
hann kom víða við. Eftir að fram-
söguræðu hans lauk var ekki rætt
um annað en brottrekstur hans á
Sturlu Kristjánssyni úr starfi
fræðslustjóra og baráttu skóla-
manna nyrðra fyrir jöfnum rétti
barna með sérþarfir til sér-
kennslu, hvar sem þau búa á
Sverrir Pálsson
landinu.
Sverrir Pálsson, skólastjóri
Gangfræðaskóla Akureyrar,
steig fyrstur í pontu á eftir ráð-
herra og í snjallri ræðu rakti hann
lið fyrir lið hvernig allar þær
ástæður sem ráðherra hefur til
þessa gefið fyrir brottrekstri
Sturlu væru ýmist á einhvern hátt
ýmist upplognar, á röngum for-
sendum byggðar eða á ábyrgð
annarra en Sturlu, s.s. fræðslu-
ráðs og skólastjórnenda í um-
dæminu. Einnig vék Sverrir Páls-
son að svívirðingum þeim sem
menntamálaráðherra hefur látið
út úr sér um þá sem gagnrýnt hafa
vinnubrögð hans og mótmælt
brottrekstri fræðslustjóra og er
vitnað í orð skólastjórans þar um
í frétt í blaðinu í gær.
Trausti Þorsteinsson, skóla-
stjóri á Dalvík og fræðsluráðs-
maður, tók næstur til máls og
fjallaði hann aðallega um starfs-
svið og skyldur fræðslustjóra og
fræðsluskrifstofu og samskipti
„hýddi“ nafna sinn
við ráðuneyti. Hann sagði m.a.:
„Ég hef kynnst því af eigin raun
hvernig starfsmenn ráðuneytis
hafa reynt að sniðganga augljós
verkefni embættis fræðslustjóra
og viljað nota fræðsluskrifstofu
sem póststövðar ráðuneytis á
landsbyggðinni."
Benedikt Sigurðarson, skóla-
stjóri Barnaskóla Akureyrar,
fjallaði m.a. um rangfærslur ráð-
herra og ráðuneytis varðandi
tölulegar upplýsingar um dreif-
ingu fjárveitinga til sérkennslu og
það hvernig ráðuneytismenn
hafa lagt í einelti og rifið niður
áætlanir um fjárþörf þessa eina
fræðsluumdæmis sem þó hefðu
verið raunhæfari en annars staðar
gerist.
Kristín Sigfúsdóttir, stjórnar-
formaður í foreldrafélagi Barna-
skóla Akureyrar, túlkaði viðhorf
foreldra skólabarna og vék þar
m. a. að þeim ónefnum og fúkyrð-
um sem ráðherra hefur sent
skólamönnum með þessum orð-
um: „Þungar ásakanir Sverris
Hermannssonar í garð Benedikts
Sigurðarsonar skólastjóra Barna-
skóla Akureyrar eru í hæsta máta
ósmekklegar. Er andstyggilegt
fyrir nemendur Benedikts að sjá í
dagblöðum hvernig ráðherra tal-
ar um skólastjórann þeirra. Hver
skóli mætti vera hreykinn af jafn
áhugasömum og hæfum skóla-
stjóra sem Benedikt er.“ Og síðar
sagði Kristín: „Það hefur löngum
þótt lítilmannlegt að upphefja
sjálfan sig með því að lítillækka
aðra.“
Einn maður, Bárður Halldórs-
son menntaskólakennari, mælti
aðgerðum ráðherra bót. Ræður
allra annarra sem til máls tóku
voru tilbrigði við sama stef og lýst
hefur verið í tilvitnunum í ræður
fólks hér að framan. Ráðherra
hafði engu að bæta við það sem
hann hefur áður sagt um málið og
greinilegt var að málflutningur
hans féll öllum þorra fundar-
manna ekki í geð. -yk.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3