Þjóðviljinn - 31.01.1987, Síða 4

Þjóðviljinn - 31.01.1987, Síða 4
LEIÐARI Ratsjár, ráðheirar, upplýsingar Af Noröurlandaþjóðunum þremur sem Bandaríkjastjórn hefurfengiö til fylgilags við sig innan hernaöarbandalagsins sem kennt er viö Atlantshafið hafa íslendingar einir þurft að sitja uppi meö erlenda herstöö í eigin landi. Þótt iðulega séu kallaðir til norskir og danskir hern- aöarsinnar til aö vitna þegar eitthvað þykir óvíst um framtíð Keflavíkurherstöövarinnar hafa Danir og Norðmenn aftekiö meö öllu að taka viö erlendum her. Samt á Noregur sameiginleg landamæri meö rússneska birninum, og Dan-, mörk ræður umferö um sundin út úr Eystrasalti og þarmeð einni af fáum leiðum Sovéthers út á rúmsjó. Þaö sem ekki er húsum hæft á höfuðbólinu þykir þó í lagi á hjáleigunni.og Danir hafa frá stríðslokum sætt sig viö bandaríska herstöö á norðausturströnd Grænlands, þarsem heitir Thule síðan Peter Freuchen kom þar upp versl- unarbúðum árið 1910. Nú er í Danmörku sprott- ið upp fróðlegt mál um tíðindi frá Thule, mál sem einum þræði fjallar um samábyrgð Nató-ríkja með hráskinnaleik stórveldisins í vestri í her- væðingarmálum, og öðrum þræði um trúverð- ugleik upplýsinga sem þeir íWashington veita Dönum, Grænlendingum, íslendingum og öðr- um um herstöðvar sem smáþjóðirnar hýsa nauðugar viljugar á sínu landi. Deilurnar í Danmörku snúast um ratsjárstöð sem Bandaríkjaher er nú að Ijúka við að koma upp í Thule-herstöðinni. Talsmenn Bandaríkja- stjórnar segja að nýja stöðin sé aðeins endur- nýjun á gamalli og úreltri, en sífellt sterkari líkur benda til að nýju tækin séu svo miklu fullkomnari þeim eldri að tilvist þeirra íThule sé brot á svokölluðum ABM-samningi Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna frá 1972. Sá samningur fjallar um takmarkanir á gagneldflaugakerfum, og kveður meðal annars á um það að risaveldin láti sér nægja að fylgjast með hugsanlegum eldflaugaárásum um ratsjár á eigin landsvæði. Óháðir bandarískir hernaðarsérfræðingar telja margir að Thule-ratsjáin brjóti í bága við þennan samning, og danskadagblaðið Informationhef- ur komist yfir opinber bandarísk plögg sem styðja það álit. Sovétmenn segja ratsjána einn- ig brot á samningnum frá 1972, og væru Danir og Grænlendingar þarmeð komnir í vond mál gagnvart granna sínum í austri. Hernaðarsérfræðingarnir segja ennfremur að Thule-ratsjáin gegni mikilvægu hlutverki í stjörnustríðsáformum Bandaríkjaforseta, og einn þeirra fullyrðir reyndar að hernaðargildi nýju Thule-stöðvarinnar sé afar takmarkað af þeirri ástæðu að hún yrði eitt fyrsta skotmark Sovétmanna í hugsanlegri kjarnorkustyrjöld. Danska ríkisstjórnin hefur frá upphafi sagst hafa þær upplýsingar að vestan að ratsjárstöð- in nýja sé ekki brot á samkomulaginu, og jafnvel eftir að leyniskýrslur urðu opinberar í Informati- on lýsti utanríkisráðherrann Uffe Elleman- Jensen því yfir í skýrslu til utanríkismálanefndar danska þingsins að danska ríkisstjórnin hefði engar ástæður til að draga í efa staðhæfingar Bandaríkjahers. Reyndar mun hafa komið í Ijós í leiðinni að Elleman-Jensen hefur annaðhvort ekki lesið ABM-samninginn eða reynt að piata utanríkismálanefndina, en það er danskt innan- ríkismái hverslags persónu frændur okkar við sundin velja sér í þennan ráðherrastól. Það sem hlýtur hinsvegar að vekja íslenska athygli við þetta mál er ekki eingöngu að það er styttra til Thule frá Reykjavík en frá Kaup- mannahöfn, heldur einnig að Thule-málið virð- ist eiga sér augljósar hérlendar hliðstæður. Ekki einungis í þeim bernska trúnaði sem hver utan- ríkisráðherrann af öðrum virðist leggja á upplýs- ingar frá Pentagon um búnað og hlutverk sífellt viðameiri bandarískra hernaðarmannvirkja á ís- landi. Hitt er einnig allrar athygli vert að í Dan- mörku sjálfri standa sterk öfl gegn því að Thule- málið verði upplýst, þarsem dönsk stórfyrirtæki voru höfð með við uppsetningu nýju ratsjár- stöðvarinnar og eiga því mikilvægra hagsmuna að gæta, hagsmuna sem eru þeir sömu og herstjóranna í Pentagon. Það er því nokkurs vert að fylgjast vel með gangi Thule-mála í Danaveldi, ekki síst fyrir þau íslensk héruð sem nú stendur til að innlima í gangvirki bandarísku hernaðarvélarinnar. - m Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Khstín Ólafsdóttir, Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vilborg Davfðsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarfcalestur: Elías Mar. Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Útlltsteiknarar: SævarGuðbjömsson, GarðarSigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsingastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðlr: Ólöf Húnfjörð. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgrelðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúlað, Reykjavík, sfmi681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmlðja Þjóðvlljonshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasólu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.