Þjóðviljinn - 31.01.1987, Síða 6

Þjóðviljinn - 31.01.1987, Síða 6
ÍÞRÓTTIR E&varð Þór E&var&sson, sundkappinn úr Njarðvík sem var kjörinn Iþróttamaður ársins 1986, hlaut 50 þúsund krónur að gjöf frá Víkurfrétt- um og prentsmiðjunni Grágás í Keflavík. Kolbrún Gunnarsdóttir, ungfrú Suðurnes 1986, afhenti Eðvarði ávísun með þessari upphæð í hófi sem honum var haldið um síðustu helgi. Úrvalsdeildin Tíundi sigur UMFN í röð Valur og Teitur skoruðu 74 gegn ÍBK Munurinn 26 stig ífyrri hálfleik Njarðvíkingar eru komnir með góða stöðu á toppi úrvalsdeildar- innar eftir all öruggan sigur á grönnum sínum, IBK, í gær- kvöldi. Lokatölur urðu 95-84 eftir að UMFN hafði náð 26 stiga forystu í fyrri hálfleiknum. Tí- undi sigur íslandsmeistaranna í röð i deildinni og þeir eru með fjögurra stiga forystu. Iþróttahúsið í Njarðvík var troðfullt og stemmningin gífurleg allan tímann. UMFN náði fljót- Njarövík 30. janúar UMFN-ÍBK 95-84 (54-35) 14-9, 22-11, 34-16, 44-18, 50-28, 54-35 - 61-47, 69-57, 77-68, 79-72, 90-72, 92-84, 95-84. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 44, Teitur Örlygsson 30, Kristinn Ein- arsson 10, Hreiðar Hreiðarsson 4, Helgi Rafnsson 4, Árni Lárusson 2, Isak Tómasson 1. Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 22, Guðjón Skúlason 20, Hreinn Þorkels- son 13, Gylfi Þorkelsson 10, Sigurður Ingimundarson 9, Ingólfur Haraldsson 6, Falur Harðarson 2, Matti Ó. Stef- ánsson 2, Ólafur Gottskálksson 1. Dómarar: Jón OttiÓlafsson og Sig- urður Valur Halldórsson - ágætir. Maður leiksins: Valur Ingimundar- son, UMFN. lega góðri forystu sem jókst stanslaust - allt gekk upp hjá lið- inu og Teitur Örlygsson og Valur Ingimundarson fóru á kostum og skoruðu úr öllum færum. Á með- an var eins og Keflvíkingar færu á taugum og mótlætið fór í skapið á þeim. Þeir náðu sér á strik í seinni hálfleiknum en þá var líka eins og kæruleysi væri komið í leik Njarðvíkinga og þeir orðnir held- ur öruggir með sig. ÍBK minnkaði muninn niður í 7 stig þegar langt var liðið á leikinn en þá tóku Njarðvíkingar kipp og komust 18 stigum yfir. Sigur þeirra var ekki í hættu eftir það. Valur og Teitur voru yfir- burðamenn hjá UMFN og skoruðu 74 af 95 stigum liðsins. Aðrir voru lítið áberandi, helst að Helgi Rafnsson tæki mikið af fráköstum að vanda. Keflvíkinga virtist vanta kraft í byrjun en það lagaðist þegar á leið. Þeirra bestu menn voru Jón Kr. Gíslason, Guðjón Skúlason og Hreinn Þorkelsson. -SÓM/Suðurnesjum Ísland-Sviss Leikreynt íslenskt lið Sjö leikmanna með yfir 100 landsleiki Líflegir Alsírbúar mœta 21 -árs liði íslands Það verða fjórir „útlendingar“ í íslenska landsliðinu í handknatt- leik þegar það mætir Svisslend- Alfreft Gfslason verður með gegn Sviss á morgun en hann hefur lítið leikið hér heima síðustu árin. Hann lék sinn 100. leik í Eystrasaltskeppn- inni á dögunum, gegn Sovót- mönnum. ingum í Laugardalshöllinni á morgun, sunnudag. Það eru Sig- urður Sveinsson, Kristján Ara- son, Alfreð Gíslason og Páll Ól- afsson. Tveir til viðbótar koma til landsins á morgun og verða með á Flugleiðamótinu sem hefst í Laugardalshöllinni á mánu- dagskvöldið. Það eru þeir Bjarni Guðmundsson og Atli Hilmars- son en sá síðarnefndi hefur ekki leikið með landsliðinu síðan í heimsmeistarakeppninni í Sviss fyrir tæpu ári. ísland teflir fram mjög Ieikreyndu liði í dag því sjö leik- manna hafa leikið yfir 100 lands- leiki. Það eru fjórmenningarnir áðurnefndu og auk þeirra Þorgils Óttar Mathiesen, Guðmundur Guðmundsson og Kristján Sig- mundsson. ísland á nú eitt leikreyndasta landslið heims og til samanburðar má nefna að í liði Sviss er aðeins einn leikmaður með meira en 100 landsleiki, vinstrihandarskyttan snjalla Pet- er Weber sem hefur leikið 106 og var með bestu leikmönnum í síð- ustu heimsmeistarakeppni. „Það er alltaf erfitt að eiga við Svisslendinga. Þeir leika rólegar og langar sóknir og tekst oft þannig að ná góðum úrslitum gegn bestu þjóðum heims. Ég veit ekki í hvaða formi þeir eru núna því þeir eru að fara í B- keppnina á Ítalíu sem hefst eftir þrjár vikur,“ sagði Bogdan Kow- alczyck, landsliðsþjálfari íslands. ísland og Sviss hafa leikið 10 landsleiki og auk þess hefur einu sinni verið leikið við b-lið Sviss. Af þessum 10 leikjum hefur ís- land unnið 6, tvisvar hefur orðið jafntefli og Sviss hefur sigrað tvisvar. Síðast vann ísland 26-17 á móti í Luzern í Sviss í október 1985. Sviss varð í 11. sæti í síðustu heimsmeistarakeppni. Leikurinn á morgun er liður í hátíðahöldum ÍSÍ vegna 75 ára afmælis sambandsins og hefst kl. 14.30. Klukkan 16.30 verður síð- an annar leikur í Laugardalshöll- inni, 21-árs landslið íslands mætir landsliði Alsírbúa sem koma eins og Svisslendingar til landsins í dag til þátttöku í Flugleiðamót- inu. Það verður forvitnilegt að sjá til Alsírbúanna því þeir leika mjög óvenjulegan handknattleik - nánast maður á mann útum all- an völl allan leikinn. íslendingar hafa tvisvar mætt þeim og átt í erfiðleikum í bæði skiptin en þó sigrað, 29-22 á alþjóðlegu móti í Rostock 1983 og 19-15 á Ól- ympíuleikunum 1984 eftir að Als- ír hafði þá haft forystu mest allan leikinn. Leikir Alsírbúa eru jafn- an mjög fjörugir - og tilþrif þjálfarans vekja jafnan athygli en hann er harður við sína menn og lætur j afnvel hendur skipta við þá ef þeir standa sig ekki nógu vel! -VS England Fjórða umferð í dag Frestaðir leikirsetja strik í reikninginn Knattspyrna Helgi með Leikni Helgi Ingason hefur verið ráð- inn þjálfari Leiknis á Fáskrúðs- firði, sem féll í 4. deild sl. sumar. Helgi er frá Fáskrúðsfirði en hef- ur leikið með Breiðabliki og Vík- ingi í 1. deild síðustu tvö árin. -VS í dag verður leikin 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu, eða næstum því. Enn er ekki öllum leikjum í 3. umferð lokið vegna þrálátra frestana síð- ustu vikur og tveir þeirra fara ein- mitt fram í dag. Það eru: Shrewsbury-Hull West Ham-Orient Leikir 4. umferðar i dag eru síðan sem hér segir: Aldershot-Barnsley Arsenal-Plymouth Bradford City-Everton Chester-Sheffield Wed. Luton-Q.P.R. Manch.United-Coventry Newcastle-Preston Stoke-Cardiff Swindon-Leeds (sunn.) Tottenham-Crystal Palace Walsali-Birmingham Watford-Chelsea (sunn.) Wigan-Norwich Wimbledon-Portsmouth Þá verður eftir að leika tvo leiki í 4. umferð og það eru: West Ham eða Orient-Sheff.United Swansea-Shrewsbury eða Hull í dag verður einnig leikinn einn leikur í 1. deild, Chariton gegn Nottingham Forest, og í 2. deild mætast Reading og Sunderland. Þessi fjögur lið féllu útúr bikar- keppninni í 3. umferð. Vegna frestananna lentu ís- lenskar Getraunir í miklum vanda þegar leikjum á getrauna- seðilinn fyrir daginn í dag var raðað upp. Þá var aðeins ljóst um hvaða lið myndu mætast í 7 leikjum úr 4. umferð og því þurfti að bæta á seðilinn fimm leikjum úr 3. deild. -VS/Reuter Körfubolti Þórvann í Kópavogi Þór frá Akureyri sigraði Breiðablik 68-55 þegar félögin mættust í 1. deild karla í Digra- nesi í gærkvöldi. Staðan í hléi var 38-23, norðanmönnum í hag, en Blikar minnkuðu muninn í tvö stig, 47-45. Þá tóku Þórsarar góð- an kipp og gerðu útum leikinn. Þeir leika annan leik í þessari ferð, við ÍS í Hagaskólanum á morgun, sunnudag, kl. 14. -VS Handbolti Reynir lagði Þór Reynismenn drógu heldur úr vonum Þórsara frá Akureyri um að komast uppí 1. deild með því að sigra þá 31-27 í Sandgerði í gærkvöldi. Á Seltjarnarnesi vann Grótta sigur á ÍBK, 25-22, og eru það einnig heldur óvænt úrslit miðað við gengi liðanna undan- farið. í dag mætast í 2. deild karla HK og Þór í Digranesi kl. 14 en ÍBV og HK mætast á miðvikudag. Staðan í deildinni er þessi: |R............. 11 9 2 0 274-204 20 Afturelding.... 11 7 2 2 269-222 16 Þór A...........10 5 2 3 215-214 12 IBV.............10 5 0 5 224-210 10 IBK............ 11 4 2 5 232-226 10 ReynirS........ 10 3 4 3 231-249 10 HK..............10 5 0 5 249-208 10 Grótta..........11 4 1 6 241-279 9 Fylkir......... 11 2 1 8 210-257 5 (A.............. 9 1 0 8 175-251 2 -VS Skíði Hess fékk fyrsta gull Erika Hess, skíðadrottningin frá Sviss, hlaut í gær fyrstu gullverðlaun heimsmcistaramóts- ins sem hafið er í Crans-Montana í Sviss. Hún sigraði í tvíkeppni, samanlögðum árangri í svigi og bruni, og voru þetta fímmtu gullverðlaunin sem hún hlýtur á heimsmeistaramóti frá upphafí. Sylvia Eder frá Austurríki varð önnur og Tamara McKinney frá Bandaríkjunum þriðja. -VS/Reuter Júdó Afmæli Ármanns Júdódeild Ármanns verður 30 ára á mánudaginn, 2. febrúar, og heldur af því tilefni opið mót í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag, 31. janúar. Keppt verður í þremur þyngdarflokkum karla, undir 65 kg, 65-80 kg og yfir 80 kg. Þá fer einnig fram keppni milli drengja úr Ármanni, Grindavík og Keflavík. Júdósýn- ingar fara fram og félagar úr fiml- eikadeild Ármanns leika listir sínar. Inná milli verður skotið sýningaratriðum, þar á meðal Nage-no-kate sem þeir Gísli I. Þorsteinsson (4.dan) og Haukur Ólafsson (l.dan) munu sýna. Nage-no-kate hefur aðeins verið sýnt einu sinni eða tvisvar opin- berlega hér á landi. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. janúar 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.