Þjóðviljinn - 31.01.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 31.01.1987, Side 7
Umsjón: Ólafur Gíslason Vænkast hagur Rympu Nýtt barnaleikrit eftir Herdísi Egilsdóttur frumsýnt um næstu helgi í Þjóðleik- húsinu Þótt óvenju mikið og gott framboðhafi veriðá leiksýningum í höfuðborginni í vetur verður ekki annað sagt en að yngsta kynslóðin hafi verið afskipt hvað varðar leikhúsefni við hæfi, og er það miður, þvíleikhúsmenning okkar byggist ekki hvað síst á því að unga fólkið sé alið upp við leikhúsið sem sjálfsagðan og nauðsynlegan hlut. Rympa á ruslahaugnum með sambýlismanni sínum, Sexvolta, sem stundum fær óblíða meðhöndlun. En nú getur unga fólkið séð fram á betri daga, því um næstu helgi frumsýnir Pjóðleikhúsið nýtt barnaleikrit eftir Herdísi Egilsdóttur, sem vafalaust á eftir að njóta vinsælda. Það er leikritið Rympa á rauslahaugnum, en okkur gafst kostur á að sjá hluta úr verkinu á æfingu nú í vikunni. Rympa á rauslahaugnum er ærslaleikur með fjörlegum söngvum og dönsum og alvarlegum undirtón sem gefur ungum sem öldnum tilefni til umhugsunar. Leikurinn ber allt yfirbragð ævintýrisins, og við spurðum Herdísi Egilsdóttur hvort hún hefði leitað sér fyrirmynda í gömlum ævintýrum við gerð þessa verks? - Ég hef haft þá atvinnu að kenna börnun á aldrinum 5-9 ára í yfir 30 ár og ég veit það af langri reynslu að allt sem verða á börnum til íhugunar og þroska verður að hafa á sér blæ ævintýris og skemmtunar, því leikurinn er einu sinni svo stór þáttur í Iífinu. En í rauninni fjallar þetta um brýnan þjóðfélagsvanda, sem felst í því hvernig börn og aldrað fólk er haft utangarðs í okkar þjóðfélagi. Ég er í þessum leik að benda á hættuna sem stafar af þessum aðskilnaði, þar sem börn og aldrað fólk er útilokað frá þátttöku í þjóðfélaginu vegna of mikillar vinnu og eftirsókn eftir efnislegum gæðum. Rympa býr á ruslahaugnum, hvað táknar hún í þessum leik? - Hún er persónugervingur óæskilegs félagsskapar, en ég hef hana viljandi skemmtilega og spennandi vegna þess að freistingarnar eru allltaf spennandi, annars væri lítill vandi að forðast þær. Ég veit það af eigin reynslu sem kennari og einstæð móðir að það er tilviljunum háð í hvaða félagsskap börnin lenda ef þau eru látin afskiptalaus og án handleiðslu, en í leikritinu velti ég líka upp þeirri spurningu, hvers vegna þessi vondi félagsskapur er til kominn, því hann er ekki til kominn fyrir tilviljun, og Rympa á sér líka sína sögu og sínar manneskjulegu hliðar. Hún hafnaði á ruslahaugnum af því að henni hafði verið hafnað af samfélaginu á sínum tíma. Þannig myndar sagan eins konar vítahring, og í leikritinu kemur það í hlut barnanna að rjúfa hann. Annars er ég ekki að leysa vandann með þessari sögu, heldur deili ég á aðstæðurnar og vonast til að vekja fólk til umhugsunar. Leikritið er fullt af söngvum og dönsum, því ég veit það að börnin upplifa hljóð og takt mun sterkara en við, og þau njóta þess að lifa sig þannig inn í söguna. Ég held að ég geti líkt þessu leikriti við tertu: yngstu börnin njóta þess að borða berin sem eru ofaná í söngvum, dönsum og ærslafullum leik, en ég vona að leikritið eigi erindi til allra aldurshópa og veki fólk til umhugsunar. - Eins og áður segir þá hefur Herdís Egilsdóttir samið bæði lög og ljóð við leikinn, en tónlistin er leikin af 6 manna hljómsveit á sviðinu undir stjórn Jóhanns G. Jóhannssonar. Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld, en Messíana Tómasdóttir hefur gert sviðsmynd og búninga af mikilli list. í sýningunni koma fram 21 dansarar, flestir ungir nemar úr Listdansskóla Þjóðleikhússins, og stjórnar Lára Stefánsdóttir Laugardagur 31. janúar 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7 dönsunum. Sigríður Þorvalds- dóttir leikur Rympu, Gunnar Rafn Guðmundsson leikur Skúla og Sigrún Edda Björnsdóttir leikur Boggu. Margrét Guðmundsdóttir leikur ömmuna, en Viðar Eggertsson leikur leitarmann. Aðrir leikarar eru Ásgeir Bragason, Hjördís E. Lárusdóttir og Sólveig Arnars- dóttir. ólg. Ránka í Ný- lista- safninu í gær opnaði listakonan Ránka, sem heitir fullu nafni Ragnheiður Hrafnkelsdóttir-sýningu ámál- verkum, skúlptúrum og krítar- myndum í Nýlistasafninu, Vatns- stíg3B. Málverkin eru unnin úr blönduðu efni og sækir Ránka efnisviðinn gjarnan beint til nátt- úrunnar og nýtirsérfiður, skeljar og önnur náttúruleg efni. Myndir Rönku bera dökkt yfirbragð og leiða hugann að ragnarökum og mörkum lífs og dauða. Aðspurð sagðist Ránka ekki vilja tjá sig um myndirnar, því það sem skipti máli væru hin sjónrænu hughrif. Myndirnar eru flestar unnar í Hollandi, þar sem Ránka hefur verið búsett undanfarið, en hún lauk námi frá Gerrit Rietveld Ac- ademie í Amsterdam 1984. Sýn- ingin er opin kl. 14-20 um helgar en kl. 16-20 virka daga. ólg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.