Þjóðviljinn - 31.01.1987, Side 13

Þjóðviljinn - 31.01.1987, Side 13
HEIMURINN Suður-Afríka Hvítir kjósa í maí Botha undir gagnrýnifyrrverandi stuðningsmanna. Spáð hörku í kosninga. baráttunniþráttfyrir neyðarlög og ritskoðun. Kosningarnar varpa kastljósi á réttleysi 24 milljóna svertingja Höfðaborg - Pieter W. Botha forseti ríkisstjórnar hvítra í Suður-Afríku tiltók í gær 6. maí sem kjördag í kosningum sem áður höfðu verið boðaðar meðal hvítra íbúa landsins. Til eru þingdeildir kynblendinga og indverja og verður ekki kos- ið til þeirra. Svertingjar í landinu, tveir þriðju hlutar íbúa, hafa engan kosningarétt. Kosningar hvítra í maí fara fram í skugga neyðarlaga og rit- skoðunar, og hafa þingmenn í stjórnarandstöðu sumir hverjir möglað og sagt múl bundinn á sig. Samkvæmt ritskoðunarregl- um má ekki utanþings gefa án leyfis yfirlýsingar um framferði lögreglu, um tilvist eða að búnað 25 þúsund fanga sem teknar voru samkvæmt neyðarlögunum, og ekki má geta um aðgerðir svartra gegn lögunum. Botha tilkynnti um kjördaginn við þingsetningu í Pretoríu. í ræðu hans komu ekki fram neinar nýjar tillögur um breytingar á kynþáttaaðskilnaðarstefnunni, en Botha hefur að undanförnu orðið fyrir því að fyrri stuðnings- menn hans í Þjóðarflokknum hafa risið gegn honum, annars- vegar ákafir stuðningsmenn „apartheid“-stefnunnar sem eru óánægðir með hinar takmörkuðu umbætur Botha, hinsvegar ögn frjálslyndari flokksmenn sem telja að umbótastarfið gangi alltof hægt. Síðastur þeirra til að lýsa andstöðu við Botha er Denn- is Worrall, sem hefur sagt af sér sendiherraastöðu í Lundúnum og ætlar í framboð gegn einhverjum ráðherranna. Worral var þing- maður fyrir Þjóðarflokkinn áður en hann fór til London. Vegna þessara umhleypinga í stjórnarflokknum er því spáð að kosningarnar verði hinar hörð- ustu frá ’48 þegar flokkurinn komst til valda. Þjóðarflokkur Botha er þó í lít- illi hættu. Hann hefur nú 127 þingmenn af 178 og hlýtur að halda meirihluta sínum. Flokkur- inn nýtur einkum stuðnings Búa, afkomenda Hollendinga og kom eftir stríð á því „apartheid“-kerfi sem hann reynir nú að gera á of- urlitlar breytingar til að lægja uppreisnaröldurnar og tryggja áframhaldandi stuðning vest- rænna stórvelda og stórfyrir- tækja. Botha hefur einkum reynt að ná stuðningi annarra kynþátta í landinu en svertingja með því að bæta kjör og rétt indverja og kyn- blendinga. Fjórir aðrir flokar eiga fulltrúa á hvíta þinginu. Tveir flokkar til hægri við Þjóðarflokkinn berjast gegn öllu minnsta fráhvarfi frá strangri „apartheid“-stefnu, hafa nú 19 þingmenn, og er spáð auknu fylgi. Á vinstri hlið Botha eru tveir flokkar, sem reuter-fréttastofan kallar annan íhaldssaman og hinn miðjuflokk, og vilja báðir ein- hverskonar sambandsríki kyn- þáttanna í landinu. Þeir hafa með sér kosningabandalag og bjóða ekki fram hvor gegn öðrum. Þessir flokkar hafa nú samtals 32 þingmenn. Þessir flokkar eru allir sammála um eitt, - að jafn kosn- ingaréttur þarsem hver maður hefði eitt atkvæði komi ekki til greina. Botha þarf ekki að óttast ósigur í kosningunum, en þær gætu þó orðið honum skeinuhættar. Tutu erkibiskup, einn helsti leiðtogi svartra, hefur skorað á andstæðinga aðskilnaðarstefn- unnar að taka ekki þátt í kosning- unum sem hann kallar skrípaleik, og búast má við að Afríska þjóð- arráðið og önnur samtök svartra láti sitt ekki eftir liggja til að trufla þær. Persaflóastyrjöldin Bandaríkjamenn varaöir við ERLENDAR FRÉTTIR MÖRÐUR ÁRNASON ,/REUlER New York - Sendiherra Irans hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í bandarísku sjónvarpi í fyrrakvöld að íranar mundu svara með áhrifaríkum hætti ef Bandaríkjaher blandaði sér í styrjöldina við Persaflóa. Fimm bandarísk herskip eru nú í norðurhluta flóans, en fréttaskýrendur eiga ekki von á að þau séu til annars en sýn- is um bandarískan styrk. Tilkynnt var í gær um miklar loftárásir írakskra flugvéla á borgir og bæi í íran, og er í Teher- an sagt að um tvö þúsund al- mennir borgarar hafi fallið í loft- árásum í janúar og um sjö þúsund særst. Forseti íransþings, Raf- íranstjórn segist munu svara bandarískri íhlutun óvægilega. Tíðinda laust á suðurvígstöðvunum mannfórnir séu gríðarlegar. Frá upphafi átakanna á suðurvíg- sjanani, segir „borgarasríðið“ kosta meiri fórnir íraksmegin,um 25 bæir og borgir í írak séu innan skotfæris íranska stórskotaliðsins og verði illa út í skothríðinni. Hann sagði einnig að íranir væru ánægðir með gang sóknarinnar á suðurvígstöðvunum við Basra. íransher héldi þar um 50 ferkíló- metra svæði, og væri næst Basra- borg í um þriggja kílómetra fjar- lægð. Rafsjanani sagði að um 120 af 192 herdeildum í her íraka væru borginni til varnar, sem væru um 360 þúsund manns. Talsmenn bandaríska varnar- málaráðuneytisins segja hinsveg- ar þá sögu að tíðindalaust sé á þessum vígstöðvum, hvorugur aðilinn komist áfram en stöðvunum um jólin hafi um 49 þúsund íranar orðið óvígir, þar af helmingur fallið, og um 20 þús- und írakar. Talsmenn varnar- málaráðuneytisins telja að Basra- borg sé ekki í bráðri hættu frá hersveitum írana, og hafi gagn- sóknir íraka í vikunni gert að engu fyrri landvinninga írana. Þeir haldi um átta ferkílómetrum íraks lands og sé vígstaðan mjög svipuð og fyrir viku. ,íranagua‘ Hvatning frá Israel Skýrsla öldungadeildarinnar birt. Óvíst um þátt Reagans Washington - Sú nefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakað hefur íransh- neykslið hefur sent frá sér skýrslu um rannsóknina þar- sem hlutur ísraelsmanna er gerður meiri en hingaðtil hefur verið talið. Þetta er fyrsta opin- bera skýrslan um máiið í Bandaríkjunum. Jafn óvíst er um þátt Reagans forseta í málinu eftir skýrslubirt- Kjarasamningar Verðstöðvun í Svíþjóð Stokkhólmi - Sænska ríkis- stjórnin fyrirskipaði í gær verðstöðvun í landinu á allri vöru og þjónustu nema tóbaki, nokkrum grænmetistegund- um og húsaleigu. Kjell-Olof Feldt fjármálaráð- herra stjórnar sósíaldemókrata sagði í gær að ákvörðunin hefði verið tekin tii að koma í veg fyrir að fyrirtækin veltu nýsömdum kauphækkunum útí verðlagið, og að auki væri verðstöðvunin liður í að hamla gegn verðbólgu. Hann sagði að verðstöðvunin mundi ekki standa lengi yfir en tiltók engar dagsetningar. Undanfarið hafa staðið yfir viðræður í verkalýðshreyfingunni um það hvort nýta ætti rétt til að hefja að nýju samningaviðræður eftir að ljóst varð að verðbólga árið 1986 var 3,3%, 0,1% meira en stjórnin hafði lofað í samning unum. inguna og áður. Ekki er vitað hvort Reagan vissi um að fé frá íran fyrir vopnin rann til kontra- liða, og ekki er heldur uppvíst hvort Reagan heimilaði fyrstu vopnasendinguna gegnum lsrael til írans í ágúst 1985, nokkrum mánuðum áður en hann gaf út formlegt en leyfilegt leyfi til vopnasölu beint frá Bandaríkjun- um. í skýrslunni segir að ísraels- menn hafi byrjað að selja írönum vopn þar á meðal bandarísk, árið 1982, og hafi ísraelsstjórn átt upptökin að því að Bandaríkja- stjórn hóf vopnasölu til íran 1985. Talsmenn ísraelsstjórnar neituðu í gær að fjalla um staðhæfingar skýrslunnar og sögðu ísraelsstjórn standa fast á því að Bandaríkjastjórn hefði beðið um hjálp við vopnasend- ingarnar. Einsog áður hafði komið fram í fréttum leiðir skýrslan í ljós að vopnasalan til íran var í beinu samhengi við tilraunir til að fá lausa bandaríska gísla í Beirút, en því hafði Reagan áður neitað, enda haldið mjög á lofti þeirri stefnu að ekki bæri að semja við hermdarverkamenn. Trúarbrögð Abraham sáttasemjari Reagan sendi íransleiðtoga biblíu Washington/Teheran - Þeir í hvíta húsinu hafa viðurkennt að Reagan Bandaríkjaforseti sendi biblíu til Rafsanjani for- seta íransþings og eins helsta leiðtoga þar í landi. Rafsanjani sagði frá þessu fyrir þremur mánuðum og sýndi blaða- mönnum biblíuna í fyrradag. Larry Speakes talsmaður for- setans sagði að biblían hefði verið send með bandarískum erindrek- um í október í fyrra til að sýna að sendimennirnir væru Reagans- menn og að forsetinn væri guðs- maður. Rafsanjani sagði í nóvember að auk biblíunnar hefði hann fengið frá Bandaríkjunum köku í laginu einsog lykill í þann mund að vopnasalan til fran komst upp með fréttum í líbönsku blaði. Re- agan forseti bað landa sína í sjón- varpsávarpi í nóvember að leggja engan trúnað á slúður af þessu tagi. Fremst í biblíunni sem send var Abraham sagt að hætta við sonar- fórnina. Sættir hann Reagan og Ir- ansklerka? til íran ritaði Ronald Reagan nafn sitt eigin hendi undir tilvitn- un í bréf Páls postula og Galata- manna: „En það er ritningin sá það fyrir að Guð mundi rétlætta heiðingjana fyrir trú boðaði hún Abraham fyrirfram þann fagnað- arboðskap: Af þér skulu allar þjóðir blessun hljóta.“ (Gal. 3.8). í bæði kristinni trú og íslamskri njóta Abraham og aðrir forngyð- ingar fyllsta trausts. Bretland Verkó jafnt íhaldi London - í skoðanakönnun sem dagblaðið Today birti í dag eru Verkamannaflokkur- inn og íhaldsflokkurinn með jafnháa prósentu, 38,5% að- spurðra. Bandalag frjálslyndra og sósíaldemókrata hefur rúmlega tuttugu prósent. Skoðanakannanir um flokka- fylgi hafa undanfarið verið mjög ósamhljóða í Bretlandi, en þær síðustu bentu til að íhaldsflokkur Thatchers forsætisráðherra hefði vænt forskot á Verkamannaflokk Neil Kinnocks. Búist er við að Thatcher efni til kosninga á þessu ári, jafnvel í vor eða snemma sumars. Hún getur setið framm yfir áramót. Breska pundið og ríkis- skuldabréf féllu í kauphöllinni í London við tíðindin úr skoðana- könnuninni. Laugardagur 31. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.