Þjóðviljinn - 11.02.1987, Síða 7
Umsjón:
Ólafur
Gíslason
Kvikmyndir
Grafið með
fæðingartöngunum
Um „Böðulinn og skækjuna" eftir Hrafn Gunnlaugsson
Böðullinn og skækjan
(Bödeln och skökan)
Sænsk sjónvarpsmynd
Leikstjórn, handrit: Hrafn Gunn-
laugsson
Byggt á smásögu eftir Ivar Lo-
Johanson
Leikarar: Niklas Ek, Stephanie
Sunna Hockett, Per Oscarsson, Kjell
Bergkvist o.fl.
Fyrir rúmum áratug gaf Hrafn
Gunnlaugsson út ljóðabók sem
heitir „Grafarinn með fæðingar-
tengurnar“ og það ljóðabókar-
nafn er lýsandi forleikur að þeim
sjónverkum sem á eftir hafa fylgt.
Hrafn er maður hinna miklu
andstæðna, og dugar yfirleitt
ekki minni efniviður en barátta
góðs og ills, gangan milli lífs og
dauða, ást og hatur, - og Hrafn
gerir sér grein fyrir að við þessa
rannsókn duga engin vettlinga-
tök, hér gilda ekki kurteisislög-
mál úr fjölskylduboðum, heldur
þarf að kafa djúpt og fljúga hátt
um mannlega hegðun, og það má
ekki skirrast við að beina vélar-
auganu eins að því sem flestum
þykir ljótt, afbrigðilegt, sjúklegt,
andstyggilegt.
Fyrir þetta hefur kvikmynda-
leikstjórinn verið gagnrýndur
óþyrmilega: hvað er maðurinn að
velta okkur uppúr ógeðinu?
spurja bestu menn, og gleyma því
að þessa iðju hafa rithöfundar,
málarar og kvikmyndamenn
stundað aftur og aftur til að vekja
viðræðumann sinn, neytanda list-
arinnar, rjúfa hversdagsramm-
ann í kringum okkur, skapa
ævintýr og segja okkur á tákn-
legan hátt hvað í okkur býr af lífi
og andlífi: Sade, Zola, Strind-
berg, Laxness, Pasolini, Fellini,
Leone...
Til þessa hefur Hrafn fyrst og
fremst verið að segja sögur eftir
sjálfan sig og lýst því yfir, stund-
um nokkuð digurbarkalega, að
hann fylgi höfundarstefnunni í
kvikmyndalist. í Böðlinum og
skœkjunni er handritið hinsvegar
byggt á sögu annars, þótt Hrafn
muni einsog eðlilegt er hafa farið
frjálslega með, - og það kemur í
ljós að kvikmyndamaðurinn get-
ur vel verið höfundur og notað þó
uppistöðu sem annar hefur
spunnið. Helstu drættir í sögu-
þræði Böðulsins og skækjunnar
eru nefnilega einfaldari, skýrari
og vænlegri til dramatískra
áherslnad en í flestum fyrri
myndum Hrafns, og er Ingvar Lo
Johansson þó í smásögu sinni á
svipuðum slóðum og Hrafn hefur
fetað: Ástin kveikir vonir í miðj-
um óhugnaði ljótleikans, en svo
kaldhæðin er tilveran að innblás-
inn af ástinni sættist aðalpersón-
an við hlutskipti öndvert hinu
góða, það að gerast fulltrúi
dauðans, umvafinn bæði ótta og
fyrirlitningu, - og hið góða, ást
eða kærleikur, verður að lokum
til að steypa öllu saman í glötun
með skelfilegum hætti.
Styrkur Hrafns sem kvik-
myndamanns liggur öðru fremur
í góðu auga, í vel uppstilltum og
sterkum senum, sem sumar
hverjar ljósta áhorfandann,
hvortsemer með glæsibrag eða
ófrýni eða hvorutveggja í senn.
Og slík skot skortir ekki í Böðlin-
um: svartar löggur finna silfur,
ljótt fólk étur ljótt kjöt, fagur
kvenlíkami til sölu vondum
köllum, böðullinn gengur tignar-
legur með sverð sitt að fórnarl-
ambinu, „skildir blika, sól skín,
snæ leggur, finnur skríður, fura
vex, valur flýgur vorlangan dag
og standi honum beinn byr undir
báða vængi“.
Pað er hinsvegar galli á Hrafni
að honum hættir til að gleyma sér
í þessum svipmyndum, „velta sér
upp úr“ einstökum glæsiatriðum
eða hryllingspóstum, og sérstak-
lega uppúr „fegurð“ hins ljóta, -
án þess að sinna heildarbyggingu
verks síns, án þess að tengja at-
riðin saman, skipa þeim í rétta
áhrifaröð, gefa þeim það tákn-
gildi sem að lokum býr til tungu-
mál kvikmyndar. Þetta gerir
margar myndir Hrafns yfirborðs-
legar, sérstaklega vegna þess að
hann laðar ekki fram hjá leikur-
um sínum þann karakterleik sem
einn getur búið til dýpt í kvik-
mynd og hrifið áhorfandann með
sér í samúð eða andúð. Þetta var
orðað þannig við mig eftir Böðu-
linn ogskækjuna í sjónvarpinu að
sennilega væri Hrafn ágætis kvik-
myndagerðarmaður, það þyrfti
bara að fá einhvern til að
leikstýra honum.
Þessir gallar koma vel í ljós í
Böðlinum. Þrátt fyrir að ekki sé
beinlínis hægt að finna að leik í
myndinni ná aðalpersónurnar
aldrei almennilegu sambandi við
áhorfandann, ástarsaga böðuls
og skækju verður ekki nógu trú-
verðug, umbreyting smiðsins í
böðul gegnum ástir og örlög
verður ekki að þeirri persónulegu
reynslu áhorfandans sem manni
sýnist gæti hafa orðið, samspil
andstæðnanna nær ekki skapa
drama og hættir þessvegna til að
verða stórkarlalegt og stundum
luralegt. Og boðskapur myndar-
innar um að enginn ráði örlögum
sínum og þessvegna sé best að
sætta sig við þau verður því ekki
markvert umhugsunarefni þótt
það sé næstum því uppúr íslend-
ingasögunum.
I þessu ljósi er hvorki hægt að
hrósa aðalleikurum myndarinnar
né lasta þá. Niklas Ek reynir eins-
og hægt er, og tekst stundum vel
upp. Stephanie Sunna heldur sig
ofanvið rauða strikið en fær ekki
tækifæri til að sýna hvort í henni
býr leikkona, - til þess er hlut-
verkið ekki nógu mótað og of ór-
Stephanie Sunna Hockett og Niklas Ek sem skækjan og böðullinn í hinni
sænsku sjónvarpsmynd Hrafns Gunnlaugssonar.
aunverulegt, - sem skaðar
dramatík í þeim hápunkti mynd-
arinnar sem ætti að rísa þegar hún
sleppir elskhuga sínum fyrrver-
andi úr prísundi í lok myndar. Sá
fulltrúi örlaganna stendur sig
kannski einna best, þótt hlut-
verkið sé ekki stórt, - en þá má
ekki gleyma magnaðri framkomu
fógetans Pers Oscarsson.
Svo fleiru sé hrósað: Karl Júlí-
usson á ekki lítinn þátt í myndinni
með hugkvæmni sinni og handb-
ragði í búningum, og leikmyndin
öll skapar sögunni sterklegan
ramma.
Hinsvegar var tónlistin alla-
jafna til lýta, og beinlínis útí Hróa
að vefja aksjónsenur aftanúr
öldum inní músakk-rokk. Nokk-
ur fleiri spörð: dúkka Stefaníu
minnir varla á aldamótin 1700
sem á að vera nokkurnveginn
myndartíminn, almúgi var víst
ekki tekinn af með sverði heldur
öxin látin nægja, undarleg ósam-
kvæmni kemur fram í því að
fógetinn segir böðlinum að
brenna galdranornirnar sem síð-
an eru höggnar.
Skemmtilegt atriði og athyglis-
vert var böðlabrúðkaupið, vegna
þess að þar var farið fram með
húmor, sem ekki er vaninn í
myndum Hrafns en mætti örla á
víðar án þess að verið sé að biðja
um gamanmyndir; ekki minni
menn en Shakespeare og Hitch-
ock vita að það má ekki vaða yfir
neytandann með sífelldri hást-
emmdri alvöru, - hún nýtur sín
best með skemmtiúthlaupum
inná milli, „comic relief".
Þrátt fyrir hérupptalda galla er
Böðullinn og skækjan fyllilega
áhorfsverð kvikmynd. Hún nær
ekki uppí síðustu alvörumynd
höfundar, Hrafninn flýgur, að
spennugildi eða leiktilþrifum, en
hefur vonandi verið Hrafni lær-
dómsríkur undirbúningur að
næsta stórvirki í Svíþjóð, hinni
ágætlega fjármögnuðu Tristan og
ísold. Ef hann gefur sér tíma til
að hugsa, og ef hann leyfir sér að
líta á eigin verk með sottlum
skammti af sjálfsgagnrýni, sem er
eina almennilega gagnrýnin sem
listamenn geta nokkurntíma
fengið. Við bíðum enn eftir að
grafarinn með fæðingartengurn-
ar nái fullu flugi.
Fóik á ruslahaug
Þjóðleikhúsið sýnir
RYMPA Á RUSLAHAUGNUM
eftir Herdísi Egilsdóttur
Leikstjórn: Kristbjörg Kjeld
Leikmynd og búningar: Messíana
Tómasdóttir
Nýtt íslenskt barnaleikrit er
ekki hversdagslegur viðburður,
því er nú ver og miður. Það er því
sérstakt ánægjuefni að jafn vel
skuli hafa verið staðið að upp-
setningu þessa nýja leikrits Her-
dísar Egilsdóttur sem raun ber
vitni. Leikmynd, búningar og lýs-
ing haldast í hendur, ásamt dans-
hreyfingum, til að skapa heillandi
og fallega töfraveröld á sviðinu.
Ruslahaugurinn þar sem hún
Rympa býr, slunginn reyk og lit-
aður grænn og svartur, er líka lif-
andi í bókstaflegum skilningi, því
að hann er leikinn af heilum hóp
barna í snjöllum ruslapokabún-
ingum. Messíana Tómasdóttir á
sérstakan heiður skilið fyrir að
búa til þessa fallegu
ævntýraveröld sem verður glæsi-
legur rammi fyrir þá sögu sem
flutt er á sviðinu.
Saga Herdísar fjallar um þá
sem lenda utangarðs í þjóðfélagi
þar sem flestir eru of önnum
kafnir við að græða peninga til að
gefa sér tíma til að sinna þeim
sem ekkert geta lagt af mörkum
til framleiðslunnar - sem sagt
börnum og gamalmennum.
Börnin Skúli og Bogga finna sig
jafn lítið velkomin á heimilum
sínum og í skólanum og amma
gamla er einmana og dauðleið á
elliheimilinu. Þau finna öll hæli
um stund hjá henni Rympu sem
hefur sagt sig úr lögum við samfé-
lagið, býr á ruslahaugnum og
leggur litla stund á hversadags-
SVERRIR
HÓLMARSSON
lega meðalhegðun. Einnig kemur
til sögunnar fulltrúi kerfisins sem
er kominn til að leita að stroku-
fólkinu. Hann hefur býsna
ómannúðlegar hugmyndir um
meðferð barna og gamalmenna
en lærir sína lexíu áður en yfir
lýkur.
Það er margt gott um texta
Herdísar að segja. Sagan er hæfi-
lega langt frá veruleika til að
höfða til ímyndaraflsins en fjallar
jafnframt um vanda sem börn
þekkja af eigin raun, að þeim
virðist ætlað síminnkandi rými í
nútímasamfélagi. Samúð höf-
undar er öll með börnunum og
utangarðsmanneskjunni Rympu,
enda þótt hún geri nú ýmislegt
sem ekki er beint til fyrirmyndar
- en það kemur í ljós áður en
lýkur að hún hefur ýmsar ástæður
fyrir því.
Það er einkum tvennt sem ég
átti erfitt með að fella mig við í
verkinu. Annars vegar er boð-
skapur þessi ansi fyrirferðar-
mikill og ekki nægilega vel ofinn
inn í söguna. Hins vegar þykja
mér lausnirnar í lokin býsna
auðveldar, allt fer vel að lokum,
en kannski fer ekki endilega illa á
því í ævintýraforminu. Gallinn er
bara sá að höfundur hefur sett
það mikla þjóðfélagsumræðu inn
í ævintýrið sitt að það verður erf-
itt að sætta sig við að allir verði
bara góðir á einhvern undursam-
legan hátt.
Áður hefur verið á það minnst
að vel sé að uppsetningunni stað-
ið og á Kristbjörg Kjeld heiður
skilið fyrir gott verk. Leikur er
almennt prýðilegur. Sigríður
Þorvaldsdóttir gerir heillandi
persónu úr Rympu, er eins og of-
vaxið, óþekkt barn, kenjótt,
lygið og ómerkilegt í aðra rönd-
ina en besta skinn í hina. Sigrún
Edda Björnsdóttir fer sérlega
skilmerkilega með hlutverk
Boggu, á skemmtilega auðvelt
með að gera sig barnslega og fer
frábærlega vel með texta. Gunn-
ar Rafn Guðmundsson leikur vin
hennar Skúla og er ágætlega
barnslegur en skortir nokkuð á
öryggi. Margrét Guðmundsdóttir
er bráðskemmtileg í hlutverki
ömmunnar, geislar af lífsfjöri og
atorku, dansar stórfenglega og
fer feiknavel með sinn texta.
Viðar Eggertsson er í heldur van-
þakklátu hlutverki fulltrúa kerf-
isins en fer vel með sitt og er
einkar skoplegur í búrinu.
Þá er að geta þeirra tuttugu
barna sem léku ruslahauginn.
Lára Stefánsdóttir hefur samið
og æft dansa fyrir þau og var það
sannkallað augnayndi. Lög Her-
dísar við söngvana í sýningunni
útsetti Jóhann G. Jóhannsson og
voru þau flutt af átta manna
hljómsveit sem féll ágætlega inn í
sviðsmyndina. Mér þóttu hins
vegar söngvararnir heldur draga
sýninguna niður, a.m.k. stund-
um, bæði eru þeir ekkert sérlega
spennandi sem slíkir og einnig
var, sem oft vill verða, erfitt að
greina textana í þeim flestum.
En þessi sýning er öllum til
sóma sem að hafa staðið og prýði-
leg skemmtun fyrir börn. Að vísu
kom það berlega í ljós að bún er
ekki heppileg fyrir mjög lítil
börn, en almennt held ég að fólk
ætti að hugsa sig um tvisvar áður
en það fer með smábörn á tveggja
klukkustunda leiksýningu.
Sverrir Hólmarsson
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7