Þjóðviljinn - 11.02.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.02.1987, Blaðsíða 9
Öndvegisbók Minnis vardi í tvennum skilningi Saga Torfa Bjarnasonar og Ólafsdalsskóla Út er komin á vegum Búnað- arfélags Islands Saga Torfa Bjarnasonar og Ólafsdalsskóla, eftir Játvarð Jökul Júlíusson, bónda og rithöfund á Miðjanesi í Reykhólasveit. í bókinni er og nemendatal skólans, greinagott æviágrip hvers og eins eftir því sem föng voru til og myndir af flestum nemendum. Þetta er mikil bók, rúmar 500 bls. og ágætlega úr garði gerð, bæði að frágangi og efni, enda Játvarður með afbrigðum vel ritfær og vandvirkur höfundur. Jafnan ber til hverrar sögu nokkuð. Búnaðarskólinn í Ólafs- dal var stofnaður árið 1880 og starfaði til ársins 1907. Á 100 ára afmæli skólans, árið 1980, flutti Játvarður Jökull erindi í Útvarp- ið um þessa gömlu og merku menntastofnun. Var á allan hátt vel til þess vandað og duldist eng- um, sem á hlýddi, að það var byggt á mikilli þekkingu á sögu skólans og ævistarfi Torfa. Ekk- ert var því eðlilegra en að Búnað- arfélag fslands leitaði til Játvarð- ar um að taka að sér samningu bókarinnar og varð hann við því. Játvarður hóf svo að rita bókina 18. sept. 1980, jafnframt því sem hann vann að öðrum ritstörfum, og nú er verkinu lokið. Svo skemmtilega vill til, að höfundurinn er með vissum hætti tengdur Ólafsdalsskólanum. Faðir hans, Júlíus Jóhann Ólafs- son, stundaði nám við skólann tvo fyrstu veturna, sem hann starfaði og kom, að sögn, fyrstur nemenda heim á staðinn fyrir 106 árum. Bókin skiptist í eftirgreinda megin kafla: Inngangur. Árdegi ævinnar, Verslunarfélag Dala- sýslu, Að kenna að búa, Á úthall- andi ævidegi. Þá er þáttur um Guðlaugu konu Torfa, ritskrá Torfa, eftirmáli, nafnaskrá og loks nemfendatalið. Auk mynda af nemendum eru fjölmargar aðr- ar myndir í bókinni. Torfi í Ólafsdal var án allra tví- mæla einn merkasti brautryðj- andi í atvinnumálum fslendinga. Ungur að árum braust hann utan til náms, af litlum efnum en mikl- um áhuga og fróðleikslöngun. Dvaldist hann á þessum árum í Noregi, Skotlandi og Ameríku. Kynni hans af þessum þjóðum og atvinnuháttum þeirra opnuðu augu hans enn betur en áður fyrir því hversu allur búskapur íslend- inga var á frumstæðu stigi. Olli því einkum tvennt: alger skortur á verk- og ræktunarmenningu og að hinu leytinu verslunarhelsið. I raun og veru hafði allt setið hér í sama farinu öldum saman. Þjóð- in stóð enn um margt í sporum landnámsmannanna og var þó um sumt verr sett. Torfi ásetti sér að bæta úr þessu eftir því sem orka og aðstaða leyfði. Og hann ákvað að berjast á báðum vígstöðvum. Til þess að bæta búnaðarháttuna stofnaði hann og rak í Ólafsdal fyrsta bún- aðarskólann á landinu og starfaði hann í 27 ár eða frá 1880 til 1907. Á þessu árabili útskrifaði skólinn hátt á annað hundrað búfræð- inga, sem síðan dreifðust um allt land og leiðbeindu bændum um ræktun og landbætur á túnum og engjum, og notkun ýmissa nýrra verkfæra, sem þeir höfðu kynnst í Ólafsdal. Þannig lagði Torfi, með skóla sínum, grundvöllinn að þeirri ræktunarmenningu í sveit- um landsins, sem við búum að enn í dag. En Ólafsdalur nægði á engan hátt umsvifum Torfa og athafna- þrá. Hann nytjaði tvær jarðir niðri í Saurbæ og stofnaði þar til mikilla áveituframkvæda. Þar lét hann nemendur sjálfa um verk- stjórn og ábyrgð á því hvernig störfin voru af hendi leyst. Þann- ig örfaði hann sjálfstæði þeirra og áby rgðartilfinningu. Torfi flutti með sér að utan ým- iss konar áhöld og verkfæri, sem hér voru þá með öllu óþekkt. Lét síðan smíða og smíðaði eftir þeim heima í Ólafsdal, og vann ötul- lega að útbreiðslu þeirra um landið. Sem dæmi um þau verk- færi, sem Torfi færði íslendingum og kenndi þeim að nota má nefna plóga, herfi, kerrur, hjólbörur, hestarekur, undirristuspaða, vatnshrúta, aktýgi, rokka og svo ljáinn, sem jók afköst við slátt a.m.k. um þriðjung, auk þess sem sagt hefur verið að ljár Torfa hafi bjargað því, sem eftir var af íslensku skógunum, þar sem nú var ekki lengur þörf á viðarkolum til þess að herða ljáina. Öll þessi verkfæri voru meira og minna notuð þar til dráttarvélarnar komu til sögunnar og ollu, á sín- um tíma, engu minni byltingu í ræktunar- og bústörfum en þær. Þótt ætla mætti að rekstur skólans og búsins í Ólafsdal væri ærið verk einum manni þá Játvarður Jökull Júlíusson. fullnægði það ekki athafna- og umbótaþrá Torfa. Til þess að gera umbætur í atvinnumálum mögulegar og tryggja árangur þeirra varð að Iosa um verslunar- höftin. Því beitti Torfi sér fyrir stofnun Verslunarfélags Dala- sýslu árið 1886. Náði það raunar yfir fimm sýslur. í landnámi þess risu síðan fimm eða sex kaupfé- lög og stýrði Markús sonur Torfa einu þeirra um árabil. Um allt þetta og raunar margt fleira en hér er nefnt, fjallar Ját- varður Jökull í bókinni, mjög ít- arlega og með miklum ágætum. Og það er naumast of mælt hjá honum, að Torfi hafi verið fjög- urra manna maki. Hann stofnaði skóla og rak hann í 27 ár. Hann smíðaði meira en 800 verkfæri og tæki, sem hér voru áður óþekkt, - t.d. 125 plóga, - og kenndi mönnum að nota þau. Hann gerðist forgöngumaður áhrifa- mikilla verslunarsamtaka. Hann var fyrirmyndar bóndi og fágætur uppaldandi og heimilisfaðir. Hvert þessara starfa fyrir sig er þannig að eðli og umfangi, að það væri ærið nóg einum manni. Játvarður Jökull hefur hér skrifað ágæta bók um óvenjulega mikilhæfan athafnamann og brautryðjanda. Sjálfur er hann fágætur maður að kjarki og manndómi. í fjölda ára hefur hann búið við líkamlega lömun. Þegar honum urðu ónýtar hend- urnar til ritstarfa brá hann pinna í munn sér og leikur með honum á leturborð ritvélarinnar. Og nú er hann auk heldur farinn að fást við tölvuna. Með þessari bók hafa höfundar og útgefandi reist Torfa í Ólafs- dal og konu hans Guðlaugu, verðugan minnisvarða. En hún er einnig minnisvarði um mann, lem með einstæðu viljaþreki semur og skrifar bækur við að- stæður, sem knúið hefðu flesta aðra til algerrar uppgjafar. -mhg Menntastefna menningarþjóðar Oft hefur okkur kennurum þótt erfitt að vekja áhuga al- mennings og fjölmiðla á því starfi sem unnið er í skólunum og þeirri starfsaðstöðu sem nemendum og kennurum er búin. Þvímiðurhef- ur viljað brenna við, að alla jafna þarf ábyrgðarlaus skrif eða umtal þeirra sem lítið eða ekkert þekkja til innan veggja skólans til þess að almenn umræða skapist um skólastarf. Oft gera menn sér jafnvel ekki far um að kynna sér málefnið áður en þeir fella órök- studda dóma. Nú ber hins vegar nýrra við, þar sem er skýrsla fulltrúa frá OECD um skólastarf og menntastefnu á íslandi. Þótt heimsókn þessara gesta hafi að- eins staðið hálfan mánuð, og ís- lenskt skólakerfi og mennta- stefna sé yfirgripsmikið mál að kynna sér, verður varla sagt að sérstaklega valdir fulltrúar OECD felli órökstudda dóma um skólakerfið hér á landi, þó að á síðustu dögum hafi komið fram að ekki taki allir skýrsluna alltof bókstaflega. Það kann að vera að skýrslugerðarmenn hafi ekki haft nægileg tækifæri til að kynna sér ýmsa málaflokka niður í kjölinn og skýrslan sé þar af leiðandi yfir- borðskennd á köflum; kann líka að vera að útlendingum sé erfitt að setja sig að fullu í spor fslend- inga og skilja aðstæður þeirra. Hins vegar höfðu fulltrúar OECD undirbúið sig til skýrslu- gerðarinnar með því að kynna sér nákvæmlega undirbúningskýrslu íslenska menntamálaráðuneytis- ins og gestirnir höfðu tækifæri til að halda fundi með fulltrúum ráðuneytis og skólafólki og fá þannig allar þær upplýsingar sem þá vantaði. Væntanlega hafa ráðuneytismenn hér liðsinnt þeim og bent þeim á hvar leita skyldi upplýsinga. Og þar að auki er ef til vill ekki úr vegi að vera ófrumlegur og minnast þess að glöggt er gestsaugað, og full ástæða til að ætla að gestirnir reki augun í eitthvað sem heimamenn ekki sjá. Skýrsla OECD fulltrúanna dregur upp dapra mynd af skóla- starfi og menntastefnu á íslandi. En okkur sem störfum í skólum landsins segir OECD skýrslan engin ný tíðindi, og raunar ætti hún engum að koma á óvart. í lok febrúar árið 1985 var birt önnur skýrsla sem unnin var á vegum menntamálaráðuneytisins og með fulltrúum þess og samtaka kennara. Hún hefur í munni manna borið heitið „endurmats- skýrslan", en með henni átti að leggja nýtt mat á starf kennara í Ijósi þeirra breytinga sem orðið hafa á undanförnum árum á skólastarfi og þeim kröfum sem til kennara eru gerðar. Endur- matsskýrslan átti að verða lyfti- stöng fyrir skólastarfið, þar sem hún færir sönnur á þær umfangs- miklu breytingar sem orðið hafa í þjóðfélagi okkar og hafa áhrif á skólastarf án þess að tillit hafi verið tekið til þeirra við fjárfram- lög til skóla og í kjarasamningum kennara. í „endurmatsskýrsl- unni“ er einmitt bent á marga þá þætti sem fulltrúar OECD telja að verði að færa til betri vegar. Samtök kennara hafa árum saman, á fundum, þingum og ráðstefnum, í ræðu og riti bent á sömu atriði og reyndar mörg fleiri. Við höfum svo sannarlega séð og gert okkur grein fyrir því í hvern vanda stefnir. Við höfum reynt allar þær leiðir sem við Erindi Svanhildar Kaaber, formanns skólamála- nefndar Kennara- sambands Islands, á umræðufundi Málfundafélags félagshyggju- fólks um íslenska menntastefnu þekkjum til að vekja athygli stjórnmálamanna, foreldra og fólks almennt á því sem einkum stendur skólahaldi í landinu fyrir þrifum. Það hefur því miður harla lítinn árangur borið. Ég tel því óhætt að fullyrða að við kennarar fögnum OECD skýrslunni vegna þes að hún styð- ur flest okkar baráttumál. Hins vegar er það áhyggjuefni að skýrslan sannar líka hve lítilsmet- in markviss umræða um skólamál er, og hve skoðanir og ráð kenn- ara eru léttvæg fundin þegar skólamál og menntastefna eru til umræðu. Ég ætla að leyfa mér að taka hér nokkur dæmi af því sem bent er á í skýrslunni og kennarar hafa æ ofan í æ gert að umtalsefni. Stærsta, nærtækasta og alvar- legasta málið fyrst: Fulltrúar OECD benda á að starfsþreyta sé áberandi meðal kennara, þeir þurfi betri starfsþjálfun, kennar- ar séu illa launaðir, þeir búi við lélegar starfsaðstæður og hafi ekki þau gögn í höndum sem nauðsynleg eru. Sérstaklega er bent á að skól- arnir hafa ekki til nota tæki sem talin eru allt að því sjálfsögð á heimilum s.s. myndbönd og tölv- ur. Kennsluskylda íslenskra kenn- ara er í raun 5 til 6 kennslustund- um lengri viku hverja en almennt er í nágrannalöndum okkar. Laun íslenskra kennara eru um það bil helmingi lægri en gengur og gerist hjá nágrönnum okkar. Bekkir eru hér jafnan stærri, og má geta þess að um það mikill meirihluti kennara kennir bekkj- um þar sem eru 21 nemandi eða fleiri. Framboð á náms- og kennslugögnum er af skornum skammti, en það verður til þess að kennarar þurfa að verja mikl- um tíma til þess að útbúa, semja og ljósrita verkefni og annað sem þarf að vera fyrir hendi. Algengt er að íslenskir kennarar þurfi að hafa umsjón með tveimur bekkj- ardeildum, alls staðar þar sem ég þekki til t.d. hér í nágranna- löndum okkar er óþekkt að kenn- ari hafi umsjón með fleiri en einni bekkjardeild, vegna þess hve mikil ábyrgð og mikið starf fylgir slíkri umsjón. Síðast en ekki síst vil ég nefna það álag sem fylgir því fyrir kennara að segja til rétt- indalausum starfsmönnum í skól- unum, fólki sem hvorki þekkir til skólastarfs né þess námsefnis sem það á að fara að kenna. Gætum að því að tæplega 20% þeirra sem kenna í grunnskólum landsins hafa ekki lögboðna menntun og starfsþjálfun. Öll þesi atriði, og reyndar fleiri gera það að verkum að fullyrðingin um að mikillar starfsþreytu gæti hjá íslenskum kennurum á fullan rétt á sér. Þá er það vissulega líka rétt að kenn- aranám er hér styttra en víðast hvar annars staðar, æfinga- kennsla kennaranema, sjálf starfsþjálfunin, er einnig sýnu styttri en nauðsynleg er talin kennaranemum í nágrannalönd- unum. í hópi kennara er gjarna rætt um nauðsyn þess að lengja kennaranámið um eitt ár og auka til muna æfingakennslu. Tillögur liggja fyrir um að byrjendur í kennarastarfi fái sérstaka leið- sögn og hafi lægri kennsluskyldu á fyrsta starfsárinu. I OECD skýrslunni kemur fram undrun skýrslugerðar- manna yfir því hve uppeldi vax- andi kynslóðar er látið reka á reiðanum, þar sem hér sé algengt að börn og unglingar gangi sjálf- ala, ef svo má að orði komast, vegna óhóflegs vinnutíma for- eldra, og einnig vegna þess hve daglegur skólatími er stuttur. Skyldi nú engan undra að skýrslugerðarmönnum hafi brugðið í brún. Það mun óþekkt meðal menningarþjóða, (ann- arra en íslendinga) að nota nokk- urs konar „vaktaskipulag" í skólastarfi, - tví- og þrísetja skólana. Slíkt hefur í för með sér stuttan skóladag nemenda og mörg önnur óþægindi í skóla- starfinu. Þá er það líka einkenni- leg stefna sem hér á landi hefur verið rekin, en það er að hefja kennslu í hálfbyggðum og van- búnum skólahúsum og bæta úr brýnum húsnæðisvanda skóla með því að hrófla upp kofum eða skúrum á skólalóðum. Nánast er óþekkt hér að gengið sé frá skóla- lóðum svo viðunandi sé áður en skólahald hefst, oftar en ekki leika nemendur sér í frímínútum á bflastæðum, í besta falli malbik- uðum! Allt þetta verður til þess að nemendur fá ekki þá umönn- un sem þeir þurfa og eiga rétt á, umönnun sem foreldrar - vinn- andi langan vinnudag- hljóta að treysta á að börn þeirra fái í skólanum. Fulltrúar OECD telja að skipulag skólastarfs hér á landi taki um of mið af erlendum fyrir- myndum stærri þjóða, vægi námsgreina sé rangt, kennslan of hefðbundin, verk- og listmennta- greinar of lítils metnar. Þeir benda á mikið misrétti þar sem börn í þéttbýli og börn í dreifbýli hafi alls ekki sömu tækifæri til náms. Margir skólamenn hafa bent á nauðsyn þess að nýta betur en gert er heimildir grunnskólalag- anna til sveigjanleika í skóla- starfi. Skólinn verður að taka mið af umhverfi sínu. Þrátt fyrir að samræmd heild verði að sjálf- sögðu að vera í inntaki skóla- starfs er engin ástæða til að kenna nákvæmlega það sama á sama tíma um land allt það er ekkert sem segir að skólastarfið verði að vera alveg eins og í Reykjavík og á Raufarhöfn. Vandi okkar íslendinga er mikill þegar kemur að tungu- málanámi. Mikill metnaður er lagður í kennslu móðurmálsins, en við verðum einnig að nota dýr- mætan tíma nemenda okkar til að kenna þeim erlend tungumál. f Svanhildur Kaaber. þessu efni má benda á þá leið til úrbóta að endurskipuleggja tung- umálanámið, hefja það seinna og flytja lengra áfram í skólakerf- inu, en um fram allt tel ég að fella verði niður samræmd próf við lok grunnskóla í tveim erlendum tungumálum, sem þannig fá mjög mikið vægi í námsefninu. Eins og skipulag samræmdra prófa er nú fullyrði ég að þau stýri skólastarf- inu í eldri deildum grunnskóla allt of mikið. Og hvað er til ráða? Fulltrúar OECD benda á leiðir til úrbóta, sumar þeirra tel ég sjálfsagðar og sannarlega réttar, aðrar óttast ég að henti okkur ekki hér. Forsenda þess að bæta skóla- starf og gera það markvissara er að bæta kjör og starfsaðstæður kennara og stórauka fjárframlög til menntamála, en hvort tveggja gerðu OECD menn að umtals- efni. Það verður að gefa kennur- um tækifæri til frarnhalds- og endurmenntunar þannig að þeir geti fylgst með þróun, tilraunum og nýbreytni í skólastarfi, en ár- lega eru skornar niður áætlanir um fjármagn til endurmenntunar og framhaldsmenntunar fyrir kennara svo hvergi nærri er kom- ið til móts við þá þörf sem fyrir er. Það veröur að útrýma þeim hugs- unarhætti að „allir geti kennt“ og ráða alls ekki til kennslu aðra en þá sem hafa tilskilda menntun til starfsins samkvæmt lögum. Það verður að útrýma því sem ég kýs að kalla „vaktaskiptum“ í skóla- starfi, þannig að allir nemendur geti notið heilsdagsskóla. Það verður að tryggja fjármagn til námsgagnagerðar þannig að allir nemendur hafi fjölbreytt úrval námsgagna. Allt þetta kostar fé, mikið fé. Fulltrúar OECD benda á að ein leið til að afla þess sé að gefa foreldrum sem vilja og geta tæki- færi til að leggja fé af mörkum til skóla barna sinna. í þessu efni má minna á þá umræðu sem fram fór um einkaskóla á grunnskólastigi fyrir um það bil tveim árum. Bent var á hvernig það myndi auka misrétti og væri gagnstætt anda grunnskólalaganna þar sem áhersla er lögð á að grunnskólinn eigi að vera skóli fyrir öll börn - óháð kyni, stétt, búsetu, eða fötl- un. Gestirnir benda líka á þá leið að gefa kennurum tækifæri til „stöðuhækkana“ og frama í skólastarfi og ýta þannig undir að þeir verði metnaðarfyllri í skóla- starfinu. Ef þarna er átt við mat á endurmenntun og framhalds- námi, starfsaldri og þess háttar atriðum hafa slíkar hugmyndir oft verið ræddar í hópum kennara og eiga ef til vill einhvern hljóm- grunn. Sé hins vegar átt við það skipulag sem felur í sér að launa kennara eftir árangri nemenda sinna hljótum við kennarar að hafna slíku og telja algjörlega ó- raunhæft. Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum þeirra atriða sem fram koma í skýrslu fulltrúa OCED um skólastarf á íslandi. Skýrslu sem staðfestir þá skoðun margra, lærðra og leikra, að ef ekki verði við brugðið, og það fljótt og af miklum myndarskap, sé þó nokk- ur hætta á að menningarþjóðin íslendingar glati reisn sinni og auðnist ekki að halda andlegu og veraldlegu sjálfstæði í samfélagi þjóða. Svanhildur Kaaber 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. febrúar 1987 Mlðvikudagur 11. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 9 Myrkir Músíkdagar Fyrstu tónleikar í Bústaðakirkju s.l. sunnudag Tónskáldafélag íslands hefur nokkur undanfarin ár staðið fyrir tónleikum með samtímamúsík undir nafninu „Myrkir músík- dagar". Stundum hefur þetta nálgast að vera Festival, með stórum sinfóníutónleikum og al- þjóðlegum undirtektum. I seinni tíð hefur heldur dofnað yfir fyrir- tækinu, gott ef það glcymdist ekki í fyrra, en nú eru auglýstir þrenn- ir tónleikar undir þessu skugga- lega nafni. Þeir fyrstu voru í Bústaða- kirkju s.l. sunnudag og voru þar flutt þrjú íslensk tónverk eftir Helga Pálsson, Jónas Tómasson og Jón Leifs og eitt amerískt eftir Donald Martino. Tríó fyrir flautu, selló og píanó eftir Jónas Tómasson, eða Sonata XV eins- og það heitir raunar, var frum- flutt af Kolbeini Bjarnasyni, Lov- ísu Fjeldsted og Hólmfríði Sig- urðardóttur. Það var fallegt og fjörugt, án þess að gera miklar tilfinningakröfur. Reykjavíkur- kvartettinn (Rut Ingólfsdóttir, Júlíana Kjartansdóttir, Helga Ingólfsdótir og Arnþór Jónsson) lék strokkvartetta eftir Helga Pálsson og Jón Leifs. Kvartett Helga (nr. 2) var saminn á stríðs- árunum og ber með sér þá menningareinangrun sem við bjuggum þá við. Kvartett Jóns Dæma- laust innsæi Píanótónleikar Dmitri Alexeev s.l. laugardag Rússneski píanóleikarinn Dmitri Alexeev, sem var ein- leikari í öðrum píanókonsert Rachmaninovs um daginn, lék fyrir Tónlistarfélagið sl.l laugar- dag. Efnisskráin var auðvitað al- rómantísk, Chopin, Scriabin og Liszt, enda var troðfullt hús eins- og fyrridaginn. Alexeev er sívax- andi stjarna í hópi yngri píanista heimsins og á sér hóp aðdáenda, sem lætur sér jafnvel ekki muna um að sækja tónleika hans í aðrar heimsálfur. Hingað komu víst þó nokkrir frá Bretlandi og það þó ekki væru eftir nema miðar á aft- asta bekk og stæði (þ.e.a.s. á sinfóníutónleikana, Tónlistarfé- lagið númerar ekki sætin), og því var fleygt að borist hefðu fyrir- spurnir frá Ástralíu. Ekki veit ég hvað maður færi langt til að heyra Alexew spila, þ.e.a.s. ef maður ætti nóg af aurum og tíma. Varla á heimsenda? En það var vissulega vel þess virði að fara í Austurbæj- arbíó og líklega hefði maður ekki sett fyrir sig helgarferð til Húsa- Leifs (nr. 1), sem nefnist Mors et Vita, var saminn 1939, í upphafi stríðsins, en þá bjó höfundurinn í sjálfri Berlín. Þetta er fyrsta ís- lenska kammermúsíkin sem skiptir einhverju máli og reyndar ótrúlega sérkennilegur kvartett, hvernig sem á hann er litið. Það er ekki lagt neitt uppúr tónsmíða- tækni fyrri tíma, öll þróun og til- brigði látin lönd og leið. En þetta hangir samt saman, fyrir ein- hverja innbyggða þrákelkni og í þessum flutningi Reykjavíkurkvartettsins, þar sem andstæður í tempóvali voru nýttar til hins ýtrasta, hljómaði hann mjög sannfærandi. Öuodli- bets fyrir einleiksflautu eftir Donald Martino, var skotið inn á milli til uppfyllingar og lék Kol- beinn Bjarnason það snilldarlega að vanda. LÞ víkur. En því miður lék hann bara hér í bænum. Og hann lék vel. Skýrari leik á Chopin og Liszt (Póiónesufantasía, H-moll sónata) hefur maður ekki heyrt lengi. Þarna voru engar óða- gotsfeilnótur sem stungu í eyrun, ekki einu sinni í áttundadjöful- ganginum hjá Liszt, heldur var allt í fullkomnu jafnvægi einsog í almennilegri klassískri músík. Hvort svona yfirvegaður leikur fellur öllum í geð, er auðvitað alls ekki víst. Sumir vilja eflast hafa meira taugafútt í þessu. Það fer nú eftir hvernig á stendur. En þarna var semsagt um yfirlætis- lausa túlkun á hástemmdri músík að ræða, túlkun sem var fram- kvæmd með súper-tækni og dæmalausu innsæi. LÞ Tilkynning til söluskatts- greiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir janúarmánuð er 15. fe- brúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.