Þjóðviljinn - 11.02.1987, Blaðsíða 11
ÚTVAR^JÓNWLRPf
©
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barnanna: „Orma-
drottningin".
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar.
9.35 Lesið úr forustugreinum dagblað-
anna.
9.45 Þingfréttir
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Óskastundin.
11.00 Fréttir.
11.03 íslenskt mál.
11.18 Morguntónleikar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.30 í dagsins önn - Tölvur og skóli.
14.00 Miðdegissagan: „Það er eitthvað
sem enginn veit“ Líney Jóhannsdóttir
byrjar lestur endurminninga sinna sem
Þorgeir Þorgeirsson skráði.
14.30 Segðu mér að sunnan.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Landpósturinn.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Bamaútvarpið
17.00 Fréttir.
17.03 Sfðdegistónleikar: „Tónlist eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
17.40 Torgið - Menningarstraumar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar Fjölmiðlarabb. Tón-
leikar.
20.00 Ekkert mál.
20.40 Að tafli.
21.00 Létt tónlist
21.20 Á fjölunum.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
22.35 Hljóð-varp.
23.10 Djassþáttur - Tómas R. Einars-
son.
24.00 Fréttir.
9.00 Morgunþáttur.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Kliður.
15.00 Nú er lag.
16.00 Taktar.
17.00 Erlll og ferill.
18.00 Dagskráriok.
20.00 Ljóðatónleikar i Gamla bfói 2. fe-
brúar sl. Flytjendur: Andreas Schmidt,
barítón, og Thomas Palm, píanó.
22.00 Nútfmatónlist Þorkell Sigurbjörns-
son kynnir.
18.00 Úr myndabókinni.
18.55 Prúðuleikararnir.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Spurt úr spjörunum.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 I takt við tfmann.
21.35 Sjúkrahúsið f Svartaskógi.
22.20 Meistari Bergman á islandi. Hrafn
Gunnlaugsson ræðir við leikstjórann
Ingmar Bergman.
22.45 Fréttir í dagskrárlok.
7.00 Á fætur með Sigurði G. Tómas-
syni.
9.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum.
12.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu
Harðardóttur. Fréttapakkinn.
14.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd.
17.00 Hallgrfmur Thorsteinsson í
Reykjavík síðdegis.
19.00 Þorsteinn J. Vilhálmsson.
21.00 Ásgeir Tómasson é miðviku-
dagskvöldi.
23.00 Vökulok.
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
17.00 Sjónhverfing (lllusions). Bandarísk
kvikmynd frá 1983 með Karen Valetine,
Brian Murrey og Ben Masters í aðalhlut-
verkum. Lykfll.
18.35 Myndrokk. Lykill.
19.00 Teiknimynd. Glæframúsin (Dang-
ermouse).
19.30 Fréttir.
20.00 Bjargvætturinn
20.50 Tískuþáttur. Lykill.
21.20 Húsið okkar. Lykill.
22.10 Blóðbaðið f Chicago 1929 Banda-
rfsk kvikmynd frá 1967 með Jason Ro-
bards, George Segal og Ralph Meeker í
aðalhlutverkum. Bönnuð börnum.
Lykill.
23.50 Flugslys 77 (Airport 77). Bandarísk
kvikmynd frá 1976 með Jack Lemmon
og James Stewart í aðalhlutverkum.
Lyklll.
1.40 Dagskrárlok.
KALLI OG KOBBI
FOLDA
í BLÍDU OG STRÍDU
Ég held þetta ekki lengur
út, ég og Georg þurfum
að segja ykkur svolítið.
Við giftum okkur í síðustu
viku! Við sögðum engum
frá því, stungum bara af
og skelltum okkur í það!
A
r ■
En hvernig, hvað.. hvað
kom til að þið ákváðuð
---------------t
Lausn á land-
búnaðarvandanum!
ORÐ I EYRA
7
Núerbjartfram-
undan hjá bænd-
um. Annaðhvort
getaþeirframleitt
nautahakk handa
kananumellegar
breyttjörðumsín-
um I hjólhýsa-
geymslurhanda
borgarbúum.
Margir voru farnir að halda að
ekkert gæti bjargað íslenskum
landbúnaði nema þriðja
heimssstyrjöldin, en nú hefur
þeirri hættu verið afstýrt með
tímamótasamningum við Banda-
ríkjamenn. Friðarboðinn Matthí-
as Mathiesen hefur gert kosning-
asamninga við bandaríska herinn
í Keflavík um að hann (herinn)
taki það að sér í þágu friðarins að
snæða íslenska landbúnaðar-
framleiðslu eins og svínaket,
kjúklinga, hænuegg og einn eða
tvo skrokka af lambaketi.
Áhrifanna var ekki lengi að
bíða. Fyrir nokkrum dögum birt-
ist svohljóðandi auglýsing á blað-
síðu 10 í Morgunblaðinu:
Jarðir til sðlu
á Suðurlandi
Til sölu er glæsilega hýst bújörð á
Suðurlandi, nærri þéttbýlis-
kjarna.
Hentug til ýmissa búgreina, s.s.
svína-, nautaræktar o.fl. (munið
nýja samninga við herinn).
Heitt vatn. Stutt í alla þjónustu,
s.s. verslanir, skóla, bókasafn,
sundlaug, bíó, veitingahús
o.m.fl.
Draumur þeirra er vilja búa í
sveit en geta daglega notið alls
sem þéttbýlið býður uppá.
Kaupverð má greiða að mestu á
10 árum. Lítil útborgun.
Síminn hringir:
Bóndi: Já, halló.
Kaupandi: Góðan daginn, ég
er að hringja út af auglýsingu í
Mogganum.
Bóndi: Komdu blessaður. í>ú
ert sá fimmtándi.
Kaupandi: Er ég sá fimmtándi
sem hringir?
Bóndi: Þú ert sá þrítugasti og
annar sem hringir - en sá
fimmtándi í dag.
Kaupandi: Ertu búinn að
selja?
Bóndi: Nei, ekki er það nú. Ég
hef nú bara verið að taka niður
tilboðin.
Kaupandi: Hvernig jörð er
þetta?
Bóndi: Þetta er landnámsjörð.
Jón trefill landnámsmaður úr
Seglbúrum nam hér land á sínum
tíma með konu sinni Steingrímu
tvístígandi og sonum þeirra Þor-
steini virðisauka og Sverri æði-
bunu.
Kaupandi: Það er bara svona.
Hvemig er jörðin hýst?
Bóndi: Það eru fjárhús fyrir
fimmhundruð fjár og sextíu kúa
fjós, sem við vorum nýbúin að
byggja, þegar þessar nýju reglur
komu.
Kaupandi: Hvaða reglur?
Bóndi: Reglurnar sem banna
skepnuhald í sveitum.
Kaupandi: Ertu þá ekki með
neinar skepnur?
Bóndi: Jú, jú, þingmaðurinn
okkar kríaði út fyrir okkur und-
anþágu. Við erum hér með sjö
angórakanínur, ellefu minka og
fimmtán tré.
Kaupandi: Til skrauts þá?
Bóndi: Ha?
Kaupandi: Trén? Þau eru til
skrauts, er það ekki?
Bóndi: Það er náttúrulega
smekksatiði. En trén fengum við
í staðinn fyrir kýrnar, níu jólatré
og svo þessar birkihríslur. Okkur
var boðið að fara út í skógrækt ef
við vildum skera beljurnar. Kan-
ínukvótann fengum við hins veg-
ar í staðinn fyrir ærnar. Og mink-
arnir eru aukabúgrein. Þeir voru
upphaflega þrjúþúsund, en ég
held að vírnetið hafi verið gallað.
Það má sennilega gera við það.
Kaupandi: En íbúðarhúsið?
Bóndi: Við erum bara orðin
tvö eftir í kotinu, svo að það er
alveg nógu stórt.
Kaupandi: Hvað er það stórt?
Bóndi: Það er rétt um 300
fermetrar.
Kaupandi: En hlaðan? Það er
nú eiginlega hlaðan sem ég hef
mestan áhuga á.
Bóndi: Þetta er feiknarlegt
gímald.
Kaupandi: Mér líst vel á þetta.
Bóndi: Ertu að hugsa um að
fara að búa?
Kaupandi: Maður veit að sjálf-
sögðu aldrei hvað verður, ef kan-
inn er orðinn svona gráðugur í
ketið. En fyrst og fremst er ég nú
að hringja af því ég er í vand-
ræðum með stað til að geyma
tjaldvagninn okkar. Heldurðu að
hann kæmist í hlöðuna?
Bóndi: Já, ég get ekki ímyndað
mér annað.
Kaupandi: Og seglbáturinn
kannski líka? Og spíttbáturinn?
Og hestakerran?
Bóndi: Já, ætli það ekki.
Kaupandi: Hvað viltu fá fyrir
þetta?
Bóndi: Okkur vantar eiginlega
íbúð í Reykjavík.
Kaupandi: Þær kosta nú sitt.
Bóndi: Já, ég veit það. Við
erum bara að hugsa um litla íbúð.
Kaupandi: Ég er reyndar með
fimmtíu fermetra óinnréttaða
hérna í kjallaranum.
Bóndi: Ég gæti alveg innréttað
það sjálfur.
Kaupandi: Þetta er að vísu ó-
samþykkt sem íbúð.
Bóndi: Það er allt í lagi. Við
þurfum ekki mikið pláss. Bara
við tvö og angórakanínurnar.
Kaupandi: Það gengur ekki að
vera með dýr í kjallaranum.
Bóndi: Nei, auðvitað ekki,
hvernig læt ég. Auðvitað má ekk-
ert frekar vera með dýr í Reykja-
vík en úti á landi.
Kaupandi: Þér líst kannski
ekkert á þessi býtti?
Bóndi: Jú, biddu fyrir þér,
þetta hentar okkur alveg dásam-
lega.
Kaupandi: Ef af þessu yrði,
hvenær gætuð þið þá flutt?
Bóndi: Helst ekki fyrr en eftir
hádegið. Er það í lagi?
Kaupandi: Við segjum það þá.
Og slepptu bara helvítis minkun-
um áður en ég kem. Hún Pússý
mín hefur svo gaman af að eltast
við svona kvikindi.
Vestri
Miðvikudagur 11. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11