Þjóðviljinn - 12.02.1987, Síða 6
FLÓAMARKAÐURINN
LANDSBYGGDIN
Fríar auglýsingar fyrir áskrifendur Þjóðviljans á
þriðjudögum og fimmtudögum í viku hverri.
GERIST ASKRIFENDUR - ÞAÐ BORGAR SIG.
Skrúfa og öxull
á 5-10 hestafla vél til sölu. Upplýs-
ingar í síma 10983 e.kl. 19.
Ný sumardekk
14”x150 til sölu. Upplýsingar í síma
71022 e.kl. 18.
Samvlskusöm
og barngóð stúlka óskast frá kl.
4.30-8 síðdegis 4 daga í viku. Upp-
lýsingar í síma 671732.
íbúð óskast
Ung hjón með 3 mánaða barn vant-
ar litla íbúð strax. Vinsamlegast
hringið í síma 10582 eða 613907.
Hjálp! Herbergi strax!
islensk-, sænsk- og finnsktalandi
skólanemi óskar strax eftir ódýru
herbergi með eldunar- og snyrtiað-
stöðu. Helst með þvottaaðstöðu og
síma en ekki nauðsynlegt. Ódýr
einstaklingsíbúð eða tveggja her-
bergja íbúð koma líka til greina.
Engin fyrirframgreiðsla möguleg.
Vinsamlegast hringið skilaboð í
síma 622428 eftir kl. 19 og allan
daginn um helgar. Reglusemi
heitið.
Vinna strax!
Sjúkraliðanemi óskar eftir vinnu.
Hefur unnið við ýmislegt, t.d. á spít-
ala, i verslun, á hóteli, í banka og á
pósti. Kann mörg tungumál. Óska
fyrst og fremst eftir næturvinnu,
helgar- og/eða kvöldvinnu. Gæti
hugsað mér að vinna við gistihei-
mili, á hóteli, í kvikmyndahúsi eða á
vídeóleigu. Helst ekki verksmiðju-
vinnu, ræstingar eða eldhúsvinnu.
Vinsamlegast hringið inn skilaboð í
síma 622428 eftir kl. 18 og 19 og
allan daginn um helgar.
Frystikista
Til sölu er frystikista. Upplýsingar í
síma 681967.
íbúð óskast
Ung hjón með 2 börn óska eftir 3-4
herb. íbúð frá 1. mars. Erum algjör-
lega reglusöm. Vinsamlegast
hringið í síma 18795.
Svart/hvítt sjónvarp
óska eftir að fá sv./hv. sjónvarp gef-
ins. Á sama stað fæst gefins eins
manns svefnbekkur. Upplýs. í síma
16502.
Tll sölu
Vantar þig ekki nýjan ísskáp eða
nýja frystikistu? Einnig til sölu ný-
legt sófasett, sem selst mjög ódýrt.
Upplýs. í síma 688456.
Til sölu ódýrt
Pressubekkur (Weider) á 2000 kr.
Nýir gönguskór nr. 42, stífir (svartir
og gráir) á 2000 kr. og smábarna-
göngugrind á kr. 1500. Upplýs. í
síma 671064.
Eldhúsinnrétting
Notuð, en falleg eldhúsinnrétting
með stálvaski, helluborði og baka-
rofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýs. í
síma 42100.
Par I námi
óskar eftir lítilli íbúð
Upplýs. í síma 74507 á kvöldin.
fbúð óskast
Tvær vinnandi konur - mæðgur,
óska eftir 3-4 herb. íbúð á góðum
stað. Ábyrgjumst frábæra um-
gengni. Nánari upplýs. í síma
15128 á kvöldin.
fbúð óskast, Hafnarfjörður
Óska eftir að taka á leigu 2-3 herb.
íbúð í Hafnarfirði í 6-8 mánuði. Vins-
amlegast hringið í síma 52624 eða
50087, Hilmar.
Playmobil-
leikföng óskast keypt. Sími 35716
eða 19239.
Til sölu 2 barnarúm
í góðu ásigkomulagi. Seljast ódýrt.
Upplýs. í síma 24767 á kvöldin.
Reglusöm, ung kona
óskar eftir góðri íbúð. Góð um-
gengni. Upplýs. í síma 13276.
Vefnaðarfrí á Spáni
I hæðum Katalóníu, nálægt sjó og
Girónaborg, hafa Rodolfo g Katar-
inu gert upp gamlan búgarð og
innréttað vefnaðarvinnustofu. Dvöl
í viku ásamt fæði og afnotum af
vefstól kostar ca. 28.000 peseta.
Þeir sem hafa áhuga, hafið sam-
band við Guðrúnu í síma 91 -14888.
Rulla í góðu ástandi óskast
Sími 15045.
Helgarvinna
22 ára dönsk stúlka sem talar ís-
lensku og ensku, vantar helgar-
vinnu I afgreiðslu, en allt kemur til
greina. Vinsamlegast hafið sam-
band við Píu í síma 681693.
Á sama stað vantar 2ja-3ja herb.
íbúð.
Til sölu
hefilbekkur, lengri gerð og
„Rockwell/Delta” hjólsög í borði
með 4" afréttara. Selst saman.
Verð: 42 þús. kr. Sími 74420.
Óska eftir að kaupa
ódýrt eða fá eftirtalið gefins:
Má vera gamalt en í góðu lagi:
Þvottavél, hillusamstæðu, sófasett,
eldhúsborð, sjónvarp, ísskáp og
hilluinnréttingu I barnaherbergi,
helst Ijósa. Upplýs. gefnar í síma
75745 milli kl. 1 og 4 og 5 og 8.
Óska eftir barnatágakörfu
með dýnu og barnaskiptiborði. Sími
41639 eftir kl. 12.30.
Fyrrum frár á velli
Saab 95 árg. '75 óskar eftir nýjum
eiganda. Þarfnast endurbóta eða*
niðurrifs. Upplýs. í síma 51921 eftir
kl. 17.
Óska eftir húsnæði á leigu
1 herb. og eldhús eða 2ja herb.
íbúð. Upplýs. í síma 26272 eftir kl.
4.
Nemendur athugið
Tek að mér kennslu í ensku fyrir
nemendur á gagnfræða- og
menntaskólastigi. Tek einnig að
mér danskar þýðingar. Vinsam-
legast hringið í síma 40789 á kvöld-
in. Geymið auglýsinguna.
Til sölu
dökkbrúnn Silver Cross barna-
vagn, vel með farinn. Verð 5 þús.
kr. Sími 30627.
Til sölu
Commodore 64 og diskettudrif, fyllt
af forritum, aðallega leikjum. (Stýr-
ipinnar fylgja ekki með). Verð kr. 12
þús. Vinnusími 611880, Stefán og
heimasími 33191 eftir kl. 18.
íbúaskrár
óskast, úr Reykjavík og frá öðrum
stöðum. Einnig bæjarskrá Reykja-
víkur og útsvarsskrár. Sími 27101,
Jón.
Svart/hvítt sjónvarp
óskastkeypt. Upplýs. í síma 23567.
|§) Dagvist barna
óskar aö ráða fóstrur og starfsfólk til starfa nú
þegar við:
★ Leikskólann Staðarborg við Háagerði.
★ Leikskólann Brákarborg við Brákarsund.
Upplýsingar gefur Fanney Jónsdóttir umsjón-
arfóstra í síma 27277.
Ökum jafnan á hægri rein
á akreinaskiptum
vegum.
yUMFERDAR
RÁÐ
Skyldi þessi japanska fjölskylda hafa íslenskt hrossaket á borðum?
Markaðsmál
Japanir fúlsa ekki
við fitunni
Útflutningur á hrossaketi
. Fyrir allnokkru var aðalfund-
ur Félags hrossabænda haldinn í
Bændahöllinni í Reykjavík. Um-
sjónarmaður Landsbyggðarinn-
ar rak þar inn nefið og fannst
honum ýmislegt frásagnarvert
bera á góma. Aðstaða hefur þó
ekki gefist til að geta neins af því
fyrr en nú.
Á fundinum var m.a. skýrt frá
útflutningi á hrossaketi. Hefur
hann ýmist farið fram með þeim
hætti að hrossunum hefur verið
slátrað hér heima eða flutt lifandi
úr landi.
Gerðar hafa verið tilraunir
með útflutning á hrossaketi til
Japan. Of dýrt reyndist að úr-
beina ketið og því var hafinn út-
flutningur á afturpörtum nýslátr-
aðra hrossa. Frá 2. nóvember
1985 til 28. jan. 1986 var vikulega
sent út kælt ket á gámum, af 25
hrossum í hvert sinn. Japanir
voru hvergi smeykir við fituna.
Greiddu vel fyrir ketið af stærstu
og feitustu hrossunum og skilaði
það 70% af grundvallarverði til
bænda. Er á leið og hrossin urðu
rýrari lækkaði verðið og fór þá
niður í 50% grundvallarverðs.
Mikii vinna var lögð í þennan til-
raunaútflutning og m.a. gerður
sérstakur samningur við Sláturfé-
lag Suðurlands um þátttöku. Á
þessu tímabili voru flutt út 23.553
kg af keti af 278 hrossum og er þá
úrbeinaða ketið meðtalið.
Seinnipart s.l. sumars hófust
viðræður við japanska innflutn-
ingsfyrirtækið „Tri Ocean“ um
áframhaldandi verslun, fyrir
milligöngu Jónasar Hallgríms-
sonar. En flutningskostnaðurinn
reyndist of hár og varð því ekki af
viðskiptum. Næsta haust verður á
ný hafin tilraun með þennan út-
flutning og þá leitast við að lækka
flutningskostnaðinn. Hafa kaup-
endur fallist á að reyna að taka
við ketinu úrbeinuðu, pökkuðu á
sérstakan hátt og síðan frystu.
Við það veitast möguleikar á
ódýrari og hægari vinnslu og stór-
um minni flutningskostnaði.
Þessi útflutningur verður á
hinn bóginn að skila fram-
leiðendum a.m.k. 50% grund-
vallarverðs eigi hann að geta
keppt við útflutning sláturhrossa.
Hann hefur aftur á móti ekki
skilað nema 35% grundvallar-
verðs en studdi hinsvegar að út-
flutningi á reiðhrossum.
Þann 15. apríl sl. voru flutt út
52 sláturhross með M/S Alca.
Meðalvigtin var aðeins 325 kg pr.
hross. Til þess að ná lágmarki út-
flutningsverðs - 35% skilaverðs
til framleiðenda - var flutnings-
gjaldið aðeins reiknað kr. 4.500 á
hross, sem er langt undir kostn-
aðarverði. En með þessari ferð
fóru 216 reiðhross og báru þau
uppi flutningskostnaðinn.
Þann 11. okt. voru enn flutt út
með M/S Irich 215 sláturhross.
Meðalvigt á hross reiknað úr
skipi var 363 kg en í útskipunar-
höfn 378 kg. Þrátt fyrir hærri
meðalvigt en á fyrri hópnum
reyndist skilaverðið ekki ná
nema 35% af grundvallarverði,
enda voru reiðhrossin nú færri,
eða 173. Því miður fengust ekki
nögu mörg sláturhross í skipið,
vantaði 150, og urðu það mark-
aðsnefnd mikil vonbrigði. Ef
þessi 150 hross hefðu fengist
hefði skilaverðið orðið 5-10%
hærra og birgðir auk þess minni
hér innanlands.
Félag hrossabænda getur
auðvitað með engu móti tekið á
sig fjárhagsáhættu upp á hundruð
þúsunda króna vegna skuldbind-
inga um lágmarskútvegun á slát-
urhrossum og verða svo að grípa
til örþrifaráða til að útvega þau
hross, sem á vantar, þegar skipið
er að koma hér til hafnar. Því er
ákaflega brýnt að félagsmenn og
aðrir standi saman um þær Ieiðir,
sem bjóðast til afsetningar og
unnið hefur verið að með góðum
árangri undanfarin ár. Augljóst
má vera að án þessa útflutnings á
sláturhrossum er ekki unnt að
bjóða niður flutningsgjald á
reiðhrossum um meira en helm-
ing og þar að auki þrjár útskipun-
arhafnir í þremur löndum, þrátt
fyrir þetta lækkaða verð.
- mhg
Tímarit
Frelsið getur líka orðið ánauð
„Ég er ekki í nokkrum vafa,
eftir að hafa tiltölulega lítið
skoðað þessa hluti, að smásölu-
verslunin á vegum samvinnufé-
laganna er of kostnaðarsöm og
við þurfum að endurskipuleggja
okkar verslun. Við crum alltof
margar og smáar einingar“.
...Með bættum samgöngum
„verður landið meira og minna
eitt markaðssvæði og þegar sam-
vinnufyrirtækin reka um 250
verslanir, sem um helmingur
þjóðarinnar, eða segjum um 150
þús. manns verslar í, m.ö.o. um
600 manns á hverja verslun, þá
fær það ekki staðist“.
Svo mælir Guðjón B. Ólafs-
son, forstjóri SÍS í löngu og ítar-
legu viðtali í jólablaði Hlyns, við
Guðmund R. Jóhannsson, rit-
stjóra. Ber margt á góma í því
spjalli og er viðtalið allt hið at-
hyglisverðasta.
Bergþóra Bergsdóttir, hús-
móðir á Akureyri, varð fyrir því
að fá krabbamein í brjóst. Segir
hun frá þeirri reynslu sinni og gef-
ur góð ráð í því sambandi: „Kon-
ur, og þá sérstaklega ungu konur,
þið, sem eigið lítil börn og langa
framtíð, það er mín einlæg ósk að
þið farið allar annað hvert ár á
leitarstöðvar og látið fylgj ast með
ykkur, því það er fyrir ykkur, sem
heilbrigðiskerfið kemur þessum
stöðvum upp,“ segir Bergþóra
Bergsdóttir.
í „Nöldri að norðan“ segir
Arnheiður Eyþórsdóttir m.a.,
þar sem hún ræðir um fjölmiðla-
fárið: „Fólk nennir ekki lengur
að njóta samskipta við aðra,
sækja leiksýningar, tónleika og
annað slíkt. Allra síst fást menn
nú til þess að taka þátt í slíku eða
sinna öðru félagsstarfi. Eða hvað
segja samvinnustarfsmenn um
áhuga á félagsstarfinu? Eigum
við nú ekki að vakna af þessum
doða áður en við verðum öll að
gangandi draugum? Frelsið getur
nefnilega líka orðið ánauð.“ Já,
það skyldi nú aldrei vera?
Þetta jólablað Hlyns hefst ann-
ars á jólahugleiðingu eftir sr.
Agnesi M. Sigurðardóttur. Síðan
er horfið að jólaborðinu með frá-
sögn af sambandshangikjötinu,
sem framleitt er á Akureyri,
Húsavík og Reykjavík. Þá er far-
ið út fyrir pollinn og greint frá
kaupum samvinnufólks á þremur
orlofshúsum, á Spáni. Sagt er frá
fundi KPA á Álandseyjum f
haust og útflutningi Búvöru-
deildar á hrossum. Baldur Ág-
ústsson ritar grein um þjófavarn-
ir. Sólmundur Jónsson skrifar um
upplýsingatækni og tölvuvæð-
ingu og Eysteinn Sigurðsson þátt-
inn „Orð um orð“. Sagt er frá 15
ára afmæli Hamragarða og þættir
eru að venju um skák og bridds
og svo vísnaþátturinn, auk ým-
issa frétta úr samvinnuheimin-
um.
- mhg
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. febrúar 1987