Þjóðviljinn - 12.02.1987, Page 8
MINNING
^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir-
farandi:
RARIK-87003: 7/12 kV Aflstrengur.
Opnunardagur: Þriðjudaginn 3. mars 1987, kl.
14:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropn-
unartíma og verða þau opnuð á sama stað að
viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá
og með miðvikudagi 11. febrúar 1987 og kosta
kr. 200,- hvert eintak.
Reykjavík 9. febrúar 1987
Rafmagnsveitur ríkisins
Auglýsing
um styrki og lán til
þýðinga á erlendum
bókmenntum
Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr.
638/1982 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins
að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu
vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli.
Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingar-
launa.
Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera
þessi:
1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur.
2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 ein-
tök.
3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum
gæðakröfum.
4. Eðlileg dreifing sé tryggð.
5. Útgáfudagur sé ákveðinn.
Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1987
nemur 2.918.000 krónum.
Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum
fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa borist
ráðuneytinu fyrir 15. mars n.k.
Reykjavík, 10. febrúar 1987.
Stjórn þýðingarsjóðs
St. Jósefsspítali, Landakoti
Lausar stöður
Fóstrur
Dagheimilið Brekkuköt auglýsir eftir fóstru hálfan
daginn, fyrir hádegi.
Upplýsingar veittar í síma 19600/250 frá kl. 9-15
alla virka daga.
Skóladagheimilið
Brekkukot
vantar starfsmann við ræstingar nú þegar. Einnig
vantar starfsmann við afleysingar 1-2 daga í
viku.
Upplýsingar veittar í síma 19600/260 frá kl. 9-15
alla virka daga.
Starfsfólk óskast
í þvottahús Landakotsspítala, Síðumúla 12, nú
þegar. Vinnutími kl. 13-17.
Upplýsingar gefur forstöðukona þvottahússins í
síma 31460.
Reykjavík 10.2. 1987
Salbjörg Magnúsdóttir
Fœdd 2. júlí 1919 - Dáin 3. febrúar 1987
Salbjörg Magnúsdóttir eða
Dalla, eins og hún var oftar nefnd
fæddist á Akureyri 2. júlí 1919.
Hún var elsta barn hjónanna
Magnúsar Lárussonar kennara
og Jóhönnu Bjarnadóttur hús-
móður. Ung fluttist hún með for-
eldrum sínum til Reykjavíkur en
eftir að þau slitu samvistum sett-
ist hún ásamt móður sinni og
seinni manni hennar Jóni Bjarn-
asyni og systkinum að í Hafnar-
firði. Árið 1941 giftist hún Krist-
jáni Andréssyni en hann lést árið
1980. Kristján og Dalla bjuggu
alla sína hjúpskapartíð að Vörð-
ustíg 7 í Hafnarfirði. Þau eignuð-
ust sex börn en barnabörn þeirra
eru nú tólf.
Dalla hóf snemma afskipti af
verkalýðsmálum. Hún starfaði
með ungliðahreyfingu kommún-
istaflokksins, var í stjórn Verka-.
kvennafélagsins Framtíðarinnar
og einn af stofnendum Sósíalist-
aflokksins.
Pað er í rauninni marklaust að
ætla að minnast Döllu með því að
setja einhver orð á blað. Pólitísk-
ur eidmóður hennar og lifandi
áhugi verður ekki festur á blað,
en í hugum þeirra sem þekktu
hana mun lifa allt það sem ein-
kenndi hana og snart aðra mest.
Heimili hennar og Kristjáns
Andréssonar, sem var bæjarfull-
Eldmóðurinn og baráttukjark-
urinn vaknaði snemma í brjósti
Döllu. Raunsær skilningur á
þjóðfélaginu og viljinn til að vekja
aðra til baráttu kemur glöggt í Ijós
í eftirfarandi grein sem hún skrif-
aði sem unglingsstúlka í skóla-
blað Flensborgarskóla árið 1933.
JAFNRÉTTI
Kvenréttindi eru mál, sem, mikið
hefir verið ræt um.
Kúgun konunnar er sennilega
jafngömul mannkyninu. Alltaf
hefir hún verið undirgefin mann-
inum og þurft að stjana við hann
á ýmsan hátt. Hlutskipti konunn-
ar hefír því löngum verið það að
skafa innan potta og elda graut,
staga í götug föt og síðast en ekki
síst að eiga börn og viðhalda
mannkyninu. Og þrátt fyrir póli-
tískt jafnrétti og fleiri réttindi
sem konur hafa fengið, er sú
skoðun enn almenn, að konunni
beri að hlýta ráðum og forsjá
mannsins í öllu og vera honum
undirgefín, því hún standi honum
að baki í öllu. Formælendur þess
að loka konuna inni við heimili-
sverk: þvotta og matarstörf, sí-
fellt basl frá morgni til kvelds,
hafa básúnað það að á heimilinu
væri starfsvið konunnar og hvergi
annarstaðar. Þeir hafa dásamað
það með mörgum fögrum orðum,
hve dásamlegt hlutverk hún hefði
að vinna sem sé móðurhlutverk-
ið. Hve það er dásamlegt hlut-
verk að hafa um sig hóp hungr-
aðra, skælandi krakka og berjast
alltaf við sult og seyru í sífelldu
striti frá morgni til kvölds, og oft
framá nætur, því ættu alþýðukon-
umar að geta skýrt frá. Að yfir-
stéttarkonur hafi frá annari
reynslu að skýra kemur ekki mál-
inu við, því þeirra „kvenréttindi“
eru fólgin í því að vera dýrasta og
mest uppdubbaða húsgagnið í
samkvæmissölum eiginmanna
sinna og stýra þar átveislum og
taka þátt í borgaralegu þvaðri.
Það var siður að feðurnir réðu
gjaforði dætra sinna og giftu þær
hverjum sem þeir álitu sér mest-
an hag í og mesta virðingu, og
það gerðu þeir oftast algerlega án
vilja og vitundar þeirra sjálfra.
Fyrir giftinguna voru þær „eign“
föðurins, eftir giftinguna stóðu
þær undir vernd og valdi eigin-
mannsins. Það kom sér þá oft vel
að eiga margar dætur til að gifta
þær höfðingjum og tryggja sér
trúi Sósíalistaflokksins og Al-
þýðubandalagsins í tvo áratugi,
var allan þann tíma pólitísk
stjórnstöð flokksmanna í Hafnar-
firði og menningarsetur. Þar var
ráðið þeim ráðum sem mestu
máli skiptu, þar var fjallað um
alla þætti stjórnmála, bók-
menntir, listir og allt það sem
þjóðfélagið gæti fært almúgafólki
ef það hefði vilja og kjark til að
sameina afl sitt.
Við þetta andrúmsloft ólst upp
stór barnahópur þeirra hjóna.
Slíkt umhverfi og andrúmsloft til
viðbótar sterkum eðlisþáttum frá
þannig áhrif og metorð. Af þess-
um ósið eimir töluvert eftir enn,
þrátt fyrir riddaralega skáldmærð
miðaldanna og daðurlcennt orð-
agjálfur nútímaskáldanna um
tign og ágæti konunnar, þá er
undirokun hennar raunveruleg
staðreynd enn í dag og slíkt er
ekjcert undarlegt þegar þess er
gætt að trúarbrögðin eru máls-
varar þessarar kúgunar. Sem
dæmi má nefna: „Konurnar séu
mönnum sínum undirgefnar eins
og drottni því maðurinn er höfuð
konunnar." (Páls pistill til Efes-
usmanna 5. kap. 22-23. v). „Því
ekki er heldur maðurinn skapað-
ur vegna konunnar, heldur kon-
ana vegna mannsins" (Páls fyrri
pistill til Korintumanna 2. kap.
9.v). Slíkar ritningargreinar hafa
valdið því að frómar sálir, sem
hafa viljað úreltar, trúarsetning-
ar að leiðarljósi lífs síns, hafa
álitið undirokun konunnar vilja
guðs og óhagganlega ráðstöfun.
Hið sama fólk hefir einnig talað
um það af miklum fjálgleik að
konunni bæri að fórna sér, líða og
þjást fyrir manninn og heimilið
og þessi skoðun hefur verið
fjarska lagin við það að slá á
strengi tilgerðarlegrar við-
kvæmni ýmissa manna. Um slík-
ar fórnir og þjáningar konunnar
hafa mörg lofkvæði verið ort:
„Hallarfrúin verður að hylja
dýpstu sárin og hún er eins og
fangi í luktri klettaborg, þar verð-
ur hún að búa og brosa í gegnum
tárin þó brjóstið ætli að springa af
þjáningum og sorg.“
Slík viðkvæm og þunglyndisleg
kvæði hafa verið mjög vinsæl og
þau er líka svo notalegt að raula,
sérstaklega fyrir þá, sem ekkert
reyna af slíku, sem fá í slíkum
kvæðum ókeypis tækifæri til þess
að komast við af raunum ann-
arra. Konur nútímans sérstak-
lega alþýðukonurnar eiga mikið
verkefni fyrir höndum að rísa
gegn þessu voðalega viðkvæmni-
shjali og gera sér ljósa grein fyrir
afstöðu sinni í þjóðfélaginu. Þessi
undirokun öld eftir öld hefur gert
það að verkum að konur hafa að
ýmsu leyti verið miður hæfar í
lífsbaráttunni heldur en karl-
menn en nú eru þær óðum að
komast á það stig að standa karl-
mönnum jafnfætist á fleiri og
fleiri sviðum. Vanræksla menn-
ingarlegs uppeldis kvenna er ali-
staðar orsökin þar sem konur eru
eftirbátar karlmanna. Ömmur
foreldrum hefur orðið þeim
bömum hollari arfur og veganesti
í lífinu en nokkur efnisleg gæði.
Forysta þeirra hjóna í
stjórnmálabaráttu sósíalista í
Hafnarfirði í stríði við ráðandi öfl
í bæjarfélaginu og þjóðfélaginu
öllu bitnaði lengst af grimmt á því
stóra heimili sem þau höfðu fyrir
að sjá. En húsmóðirin á heimil-
inu, hún Dalla, latti ekki til bar-
áttunnar. Þvert á móti, málefnin
vom ávallt hiklaust og af barátt-
ukappi tekin fram yfir efnahags-
legan ávinning.
Þótt árin færðust yfir og foryst-
uhlutverki lyki lifði eldmóðurinn
og tryggð við æskuhugsjónir til
æviloka og þannig minnast félag-
arnir Döllu um ókomna ævi.
En það er ekki aðeins baráttu-
harkan og kjarkurinn sem varir í
minningunni. Til Döllu verður
ekki hugsað án þess að fyrst af
öllu komi í hugann sú einstæða
mildi, hjartahlýja og glaðværð
sem frá þessum eldhuga stafaði til
allra sem hún umgekkst.
Ef til vill verða það einmitt
þessir eiginleikar hennar sem
sterkast sitja í huga okkar þegar
víð flokksfélagar kveðjum Döllu
hinstu kveðju og þökkum henni
fyrir allt sem hún var okkur og
verður.
Geir Gunnarsson
þeirrar kynslóðar sem nú er að
alast upp álitu að dætur sínar
gætu ratað á tunnurnar í búrinu
þó þær kynnu ekki landafræði. í
þá tíð áttu íslenskar stúlkur að-
eins um tvo kosti að velja, annað-
hvort að giftast sem efnuðustum
mönnum eða að verða vinnukon-
ur. En hvorugt var glæsilegt, því
tiltölulega fáar giftust svo efnuð-
um mönnum, að þær þyrftu ekki
að bera áhyggjur út af lífinu og
var því ævi þeirra oftast hið
seigdrepandi basl fyrir daglegu
brauði. Þótt aðstaða kvenna í
þjóðfélaginu sé töluvert breytt og
þær eigi nú um fleiri störf að velja
þá fer því fjarri að þær hafi hlotið
réttindi sín að fullu. Og þar sem
konur taka opinberan þátt í þjóð-
málum, finnst ýmsum náttuglum
gamla tímans það ósæmilegt því
slíkt athæfi stríði beint á móti
guðs heilaga orði, því á hinni
helgu ritningu standi skýrum
stöfum: „Eins og viðgengst í
öllum söfnuðum kristinna manna
ber konum yðrum að þegja í
söfnuðinum, því þeim er ekki
leyft að tala heldur hlýða, eins og
líka Iögmálið býður.“ (Páls fyrri
pistill til Korintumanna 14. kap.
33-34.) Konum ber að svara slík-
um röícsemdum með því að fylgj-
ast betur með í þjóðmálum og
leggja til þeirra meiri skerf hér
eftir en hingað til.
Atvinnurekendur nútímans
hafa séð sér leik á borði í þvf að
nota sér samtakaleysi kvenna og
tryggja sér ódýrt vinnuafl þeirra.
Véliðja nútímans hefir gert það
að verkum að konur geta á ýms-
um sviðum afkastað jafnmiklu og
karlmenn enda hefir það óspart
verið notað þar sem vinnuafl
þeirra er ódýrara en karlmanna.
Og þær konur eiga mikið eftir að
læra, sem halda sig hafa öðlast
jafnrétti á við karlmenn með því
að reykja sígarettur og klæðast
karlmannsbrókum á meðan þær
vinna sömu vinnu fyrir lægra
kaup. Réttindakröfur kvenna eru
því: Sömu aðstöðu og karlmenn
til menningarlegs uppeldis. Sama
rétt til embætta og starfa í þjóðfé-
laginu. Sömu laun fyrir sömu
vinnu. í fáum orðum sagt: fullan
rétt til að lifa frjálsu og óháðu lífi.
Og leiðin til þess er: meiri
menntun kvenna, meiri þátttaka
þeirra í þjóðfélagsmálum og um-
fram allt meiri samtök.
Salbjörg Magnúsdóttir
Laugard. 7. jan. 1933.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. febrúar 1987