Þjóðviljinn - 12.02.1987, Side 9

Þjóðviljinn - 12.02.1987, Side 9
!il þess að lækka verð á aðföngum til búrekstrar og að lækka milliliðakostnað þannig að verð afurða til neytenda geti lækkað og bændur fái stærri hluta vöruverðsins í sinn hlut. Myndir: gg. Gunnar Páll Ingólfsson. Jóhannes Kristjánsson. Sigbjöm Björnsson. Magnús B. Jónsson. Bændafundur Lambið á undir högg að sækja Fjölmennur bœndafundur í Borgarnesi í vikunni: Ahyggjur af byggðaröskun í kjölfar niðurskurðarstefnunnar. Síminnkandi neysla dilkakjöts. Þörf ástórátakiísölumálum. Verður að minnka framleiðslukostnað ogmilliliðakostnað. Bændur hafafengið sig fullsadda afaðgerðumstjórnvalda Fundurinn lýsir áhyggjum yflr þeirri stöðu sem landbúnað- urinn og dreifbýlið eru komin í og telur að sá tími sem samkvæmt búvörulögum er ætlaður til bú- háttabreytinga sé of stuttur og að fullvirðisrétt eintaklinganna megi ekki skerða meira en orðið er. Sá mikli samdráttur í hcfðbundnum landbúnaði sem stjórnvöld stefna að hlýtur að leiða til stórfelldrar byggðaröskunar, sem að ein- hverju leyti mætti koma í veg fyrir með því að lengja aðlögun- artímann, segir í upphafi álykt- unar fundar sem Félag sauðfjár- bænda í Borgarfjarðarhéraði og Félag sauðfjárbænda í Snæfells- og Hnappadalssýslu efndu til í Borgarnesi í vikunni. Efni fundarins var markaðsmál og var greinilegt að menn höfðu miklar áhyggjur af minnkandi neyslu lambakjöts og niður- skurðarstefnu stjórnarinnar í landbúnaðarmálum. Stöðug birgðasöfnun „Við lifum nú eitt viðkvæmasta tímabil sem yfir íslenskan land- búnað hefur gengið um langan tíma. Og við verðum að finna flöt á því hvernig við komumst best út úr þessari stöðu,“ sagði Magnús Friðgeirsson framkvæmdastjóri búvörudeildar SÍS í upphafi máls síns, en hann hóf umræðurnar. Magnús lýsti stöðu mála á heimsmarkaði þannig að heims- framleiðsla fer vaxandi ár frá ári, en neyslan er nokkuð stöðug. Því hafi skapast birgðavandamál um allan heim og staðan væri einhver sú alvarlegasta sem um getur. Magnús lýsti því hvernig birgð- ir hér innanlands hafa verið að hrannast upp vegna minnkandi neyslu dilkakjöts. 1. september í fyrra voru til tæplega 2400 tonn af kjöti, en haustslátrunin nam 12,800 tonnum. Það er langt um- fram það sem menn geta gert sér vonir um að selja innanlands og því ekki annað fyrirsjáanlegt en að birgðir aukist enn. Magnús sagði ekki horfa væn- lega með útflutning en gat þess þó að viðræður væru að hefjast í Moskvu um sölu á verulegu magni dilkakjöts til Sovétríkj- anna. Menn binda vonir við að hægt verði að selja þangað 2-3 þúsund tonn. Þá lýsti Magnús því hvernig dilkakjöt hefur farið halloka gagnvart kjúklingum, svínakjöti og nautakjöti á undanfömum árum. Hlutdeild dilkakjöts í kjötneyslu landsmanna hefur snarminnkað. „Við verðum að finna leið til þess að keppa við verksmiðjubúskapinn," sagði Magnús. Sveinbjörn Dagfínnsson ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu og formaður markaðs- nefndar tók í sama streng. Sveinbjörn upplýsti að meðal- neysla dilkakjöts á mann í fyrra var aðeins 38 kíló, en hún hefur mest farið í 53 kíló. Fara verður aftur til viðreisnaráranna til þess að finna minni meðalneyslu en í fyrra. Þannig var neyslan að sögn Sveinbjörns 2890 tonn mánuðina september til desember í fyrra, en í meðalári hefur neyslan á sama tímabili verði á bilinu 3400- 4200 tonn. „Þetta eru ógnvænleg tíðindi sem munu hafa alvarlegar afleið- ingar ef svo fer sem horfir. Það er að mínu mati greinilegt að það sem hefur mest áhrif í þessu er verðið. Það verður því að leita allra leiða til þess að lækka fram- Ieiðslukostnað, vinnslukostnað og milliliðakostnað og fara út í umfangsmikla kynningu og áróður fyrir neyslu dilkakjöts,“ sagði Sveinbjörn. Átak í sölumálum „Það er alveg ljóst að við þurf- um að gera stórátak í markaðs- málum," sagði Jóhannes Krist- jánsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Jóhannes lýsti yfir þeirri skoðun sinni að mark- aðsnefnd eins og hún er saman sett væri ekki heppilegur aðili til þess að vinna að markaðsmálum fyrir sauðfjárbændur, þar sem hún þyrfti einnig að standa að sölu annarra kjöttegunda. „Það fer ekki nógu vel saman. Markaðsnefnd getur ekki farið út í harða samkeppni við aðrar teg- undir og það er það sem við þurf- um.“ Jóhannes lagði áherslu á að gera þyrfti átak í sölumálum. Hann benti á ýmsar leiðir til þess að auka neyslu lambakjöts, nýjar og betri vinnsluaðferðir, leiðir til þess að gera vöruna meira aðlað- andi í augum neytandans og síð- ast en ekki síst stórauknar auglýs- ingar. Hann sagði jafnframt nauðsyn- legt að höfða meira til yngri kyn- slóðarinnar, sem neytir einna minnst af lambakjöti. Þar benti hann á möguleikann á að koma lambakjöti inn á skyndibitastað- ina og sagði aðila í Reykjavík vera í þann mund að hefja fram- leiðslu á skyndibitum úr lamba- kjöti. Gunnar Páll Ingólfsson mat- reiðslumaður á Hvanneyri tók í sama streng. Hann sagði fulla á- stæðu til þess að hefja samkeppni við kjúklingana á skyndibita- stöðunum og fullyrti að lamba- kjöt gæti fyllilega staðist þá sam- keppni. „Fólk er orðið hundleitt á kjúklingunum". Hann taldi einnig mögulegt að auka neysluna verulega með því einu að auka hlutdeild lamba- kjöts í mötuneytum og öðrum stórum eldhúsum. Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti, Ásbjörn Sigurgeirsson á Ásbjarn- arstöðum, Magnús B. Jónsson kennari á Hvanneyri, Sigbjörn Björnsson á Lundum og fleiri tóku til máls á fundinum og lögðu áherslu á að gera þyrfti mun bet- ur í markaðsmálum ef takast ætti að auka neyslu á lambakjöti. Sigbjörn sagði aðalástæðuna fyrir minnkandi neyslu vera hátt verð. Hann benti á að þegar neyslan var mest námu niður- greiðslur 40% af verðinu, en í fyrra þegar neyslan var mjög lítil námu niðurgreiðslur aðeins 25%. Hann sagði bændur búna að fá sig fullsadda af aðgerðum stjórn- valda í landbúnaðarmálum. Minni milliiiðakostnað í ályktun fundarins segir m.a. að innanlandsmarkaðurinn sé sá mikilvægasti fyrir sauðfjárafurðir og því verði að leggja höfuð- áherslu á að þjóna honum. „Leið að því marki er m.a. að lengja sláturtímann en á þánn hátt er hægt að lengja þann tíma sem ferskt kjöt er á markaðnum." Þá er bent á að laga þurfi kjötið frek- ar að óskum neytandans. „Fundurinn bendir á þá stað- reynd að tekjur bænda hafa lækk- að hlutfallslega miðað við tekjur annarra stétta. Nauðsyn ber til að stöðva þá öfugþróun. Fundurinn telur mikil vandkvæði á að ná tekjuaukningu með hækkun afurðaverðs en bendir á þá leið að lækka verð aðfanga til bú- rekstrar. Jafnframt verði leitað leiða allra leiða til þess að lækka milliliðakostnað þannig að verð afurða til neytenda geti lækkað og bændur fái stærri hluta vöru- verðsins í sinn hlut.“ segir í álykt- uninni. -gg Flmmtudagur 12. febrúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.