Þjóðviljinn - 12.02.1987, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 12.02.1987, Qupperneq 15
ÍÞRÓTTIR Kvennahandbolti Enn Víkingssigur! Vann FH í þriðja skipti ígærkvöldi Einar Ólafsson keppir í þremur greinum í Oberstdorf. Víkingsstúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu FH í þriðja skipti í jafnmörgum leikjum í 1. deild í vetur, 17-15 í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þar með eru meistaravonir FH nánast úr sögunni - Víkingur hefur séð til þess. Víkingur fór á kostum í fyrri hálf- leik og þá sér í lagi vinstrihandar- skyttan Eiríka Ásgrímsdóttir. Vörn liðsins var mjög þétt fyrir og staðan var 10-3 í hálfleik, Víkingi í hag!. í síðari hálfleik voru Eiríka og Inga Lára teknar úr umferð, FH saxaði á forskotið en kom því aðeins niður í tvö mörk í leikslok. Auk Eiríku stóð markvörður Vík- ings, Sigrún Ólafsdóttir, vel fyrir sínu. FH var langt frá sínu besta, María Sigurðardóttir og Halla Geirs- dóttir voru bestar í annars jöfnu liði. Mörk FH: Rut Baldursdóttir 5(2v), María Sigurðardóttir 3, Berglind Hreinsdóttir 3, Sigurborg Eyjólfsdóttir 2, Kristín Péturs- dóttir 1, Helga Sigurðardóttir 1. Mörk Vfkings: Eiríka Ásgrímsdóttir 6(1 v), Valdís Birgisdóttir 3, Svava Bald- Knattspyrna Erla með Stjörnuna Erla Rafnsdóttir hefur verið ráðin þjáifari nýliða Stjörnunnar í 1. deild og tnun jafnframt leika með liðinu næsta sumar. Eigin- maður hennar, Magnús Teitsson, verður liðsstjóri. Þetta er mikið áfall fyrir Breiðablik sem áður hefur misst Magneu Magnúsdótt- ur og Margréti Sigurðardóttur yfir til Stjörnunnar. -VS vinsdóttir 3, Inga Lára Þórisdóttir 3(2v), Hrund Rúdólfsdóttir 1, Jóna Bjarnadóttir 1. -MHM England Jafntefli Southampton og Liverpool skildu jöfn, 0-0, í fyrri leik und- anúrslita enska deildabikarsins í knattspyrnu í gærkvöldi. Seinni leikur liðanna fer fram á Anfield í Liverpool eftir hálfan mánuð. -VS/Reuter Malasía lnzem vann Luzern, lið Sigurðar Grétars- sonar og Ómars Torfasonar, vann í fyrrakvöld Groningen frá Hollandi, 2-1, á alþjóðlega mót- inu sem nú stendur yfir í Malasíu. Muller og Mohr skoruðu mörkin í fyrri hálfleik. -VS/Reuter Frjálsar HM/Norrœnar i Einar keppir fýrstu grein Þrjátíu km gangan í dag Heimsmeistaramótið í norræn- um greinum skíðaíþrótta var for- mlega sett síðdegis í gær i Oberst- dorf í Vestur-Þýskalandi. Það stendur yfir í 10 daga og lýkur laugardaginn 21. febrúar. Einar Ólafsson frá ísafirði er fulltrúi Islands á mótinu og hann keppir í fyrstu grein þess í dag, 30 km göngu karla. Hún hefst kl. 10 að íslenskum tíma. Einar hefur búið sig undir þetta mót af kostgæfni og hefur aðallega æft og keppt í Svíþjóð undanfarin misseri. Þar hefur hann náð góðum árangri í keppni við bestu skíðagöngumenn Svía en veikindi hafa raskað nokkuð undirbúningi hans fyrir heimsmeistaramótið. Einar mun einnig keppa í 15 km göngu á sunnudaginn, 15. fe- brúar, og loks í 50 km göngu á lokadegi mótsins, laugardaginn 21. febrúar. -VS Handboltabikar Öruggir sigrar KR og Breiðablik unnu örugga sigra í bikarkeppni karla í gær- kvöldi. KR sótti ÍBK heim til Keflavíkur og vann 31-23 og Breiðablik sigraði 3. deildarlið ÍS 27-19 í Digranesi. KR-ingar leiddu 17-6 í hálfleik í Keflavík og lítil mótspyrna heimamanna kom á óvart. Sverr- ir Sverrisson og Konráð Olavsson gerðu 8 mörk hvor fyrir KR en Björgvin Björgvinsson 10 og Ar- inbjörn Þórhallsson 5 fyrir IBK. -VS Knattspyrna Jóhannes í Leikni Jóhannes Bárðarson, gamli baráttujaxlinn úr Víkingi, er genginn til liðs við Breiðholtsliðið Leikni. Hann ætti að styrkja Leiknisliðið sem mætir Ármanni í úrslitaleik um laust sæti í 3. deild eftir mánuð. -VS Sex fara til Osló Sex íslendingar verða á meðal keppenda á meistaramóti Norð- urlanda í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer í Osló um næstu helgi. Svanhildur Kristjónsdóttir keppir í 60 og 200 metra hlaupum, Þórdís Gísladóttir í hástökki, Oddný Árnadóttir í 400 m hlaupi, SigurðurT. Sigurðsson og Kristjáns Gissurarson í stang- arstökki og Hjörtur Gíslason í 60 m grindahlaupi. -VS Handbolti Stórleikur íkvöld Valur og Víkingur mætast í fyrsta 1. deildarleik í 4 vikur Svanhfldur Kristjónsdóttir keppir í tveimur greinum í Osló. Knattspyrna Everton vann í Bordeaux Fyrstir til Frakklands eftir Heysel Everton varð í fyrrakvöld fyrsta enska knattspyrnuliðið til að leika í Frakklandi í tvö ár, eða síðan harmleikurinn á Heysel- leikvanginum f Brussel átti sér stað í maí 1985. Everton lagði toppliðið Borde- aux að velli, 2-1. Jean-Marc Ferr- eri kom Bordeaux yfir en Adrian Heath og Ian Snodin svöruðu í seinni hálfleik fyrir enska topp- liðið. „Það má ekki endalaust úti- loka ensku liðin og við tökum á móti þeim með opnum örmum um leið og þau hafa sigrast á skrflslátum áhorfenda," sagði Jacques Georges, hinn franski formaður UEFA, Knattspyrnu- sambands Evrópu, eftir leikinn. Hann lýsti yfir ánægju með ör- yggisráðstafanir á leiknum og að engin ólæti hefðu átt sér stað. Everton hljóp í skarðið fyrir granna sína Liverpool sem áttu að leika þennan leik en urðu að hætta við vegna þátttöku sinnar í deildabikarnum í vikunni. -VS/Reuter í kvöld hefst á ný keppni í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik eftir fjögurra vikna hlé. Valur og Víkingur eigast við í mjög þýðingarmiklum leik í Laugardalshöllinni og hefst hann kl. 20. Þessum leik var frestað í janúar vegna þátttöku Víkinga í Evrópukeppni meistaraliða og að honum loknum hafa öll lið deildarinnar leikið 12 leiki af 18. Leikurinn hefur mikið að segja um framhaldið í deildinni, með sigri ná Víkingar þriggja stiga for- ystu sem erfitt gæti reynst fyrir önnur lið að vinna upp - en ef Valsmenn sigra eru þeir komnir í baráttuna um meistaratitilinn ásamt Víkingi, Breiðabliki og FH. Til upprifjunar er síðan hérna staðan í 1. deild fyrir leikinn í kvöld: Stjarnan 12 5 2 5 306-285 12 KA 12 5 2 5 273-277 12 Fram 12 5 0 7 283-279 10 KR 12 4 1 7 237-263 9 Haukar 12 2 2 8 252-292 6 Ármann 12 0 1 11 235-304 1 Næstu leikir eru svo ekki fyrr en 19.-21. febrúar en þá mætast í 13. umferð Víkingur-Breiðablik, Valur-KA, Haukar-Stjarnan, KR-FH og Fram-Ármann. -VS Víkingur.......11 9 1 Breiðablik.....12 8 2 FH.............12 8 1 Valur..........11 6 2 1 263-230 19 2 279-263 18 3 300-269 17 3 278-244 14 Liverpool Dorigo eða McCall? Liverpool, ensku meistararnir og bikarmeistararnir fráfarandi, eru hættir við að kaupa bakvörð- inn Derek Statham frá WBA. Hann stóðst ekki meiðslapróf, Li- verpool íhugaði samt að kaupa hann á lægra verði en hefur nú gefið það frá sér. Meistararnir eru að leita að vinstri bakverði í staðinn fyrir Jim Beglin sem fótbrotnaði í síð- asta mánuði. Tveir þykja nú helst koma til greina, Tony Dorigo frá Aston Villa og Steve McCall frá Ipswich. -VS/Reuter Fimmtudagur 12. februar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Skotland Souness einbeitir sérað Rangers Verður ekki með í landsleikjum Graeme Souness, fram- kvæmdastjóri Rangers og fyrir- liði skoska landsliðsins í knatt- spyrnu undanfarin ár, hefur iýst því yflr að hann leiki ekki með Skotum gegn Irum í Evrópu- keppni landsliða í næstu viku. Hann ætlar líka að sleppa leiknum þýðingarmikla við Belga í aprfl. Souness segir að hann þurfi fyrst og fremst að sinna skyldum sínum sem leikmaður og stjóri Rangers. Lið hans eigi nú mögu- leika á að vinna skoska meistarat- itilinn í fyrsta skipti í níu ár og það sé verkefni númer eitt hjá sér á þessu keppnistímabili. -VS/Reuter

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.