Þjóðviljinn - 12.02.1987, Side 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
Hrossahvarfið
Björgunar-
sveitir
kailaðar til
Leitin að hrossunum sjö, sem
hurfu með dularfullum hætti, frá
Þverá í Öxarfirði fyrir rúmum
mánuði, hefur enn engan árangur
borið, þrátt fyrir ítrekaðar
ábendingar draumamanna.
Nú mun næst fyrir að björgun-
arsveitirnar í Öxarfirði og Keldu-
hverfi geri úr vélsleðaleiðangur
og leiti með skipulegum hætti há-
lendið inn af Öxarfirði og austan
hans, en þar er nú snjór yfir öllu.
Farið verður í þann leiðangur
strax og skyggni leyfir.
- mhg.
Skólamálaráð
Davíð snupraður
Félagsmálaráðherra bregst hart við bréfi borgarstjóra vegna skólamálaráðs. ítrekar tilmœli
um að farið verði að lögum. Samkomulag Davíðs við Sverri breytir engu
Alexander Stefánsson félags-
málaráðherra brást í gær harka-
lega við bréfi Davíðs Oddssonar
vegna skólamálaráðs, þar sem
Davíð segist telja áminningu ráð-
herra um að borgin fari að lögum
óþarfa. Alexander ítrekaði í bréfi
til borgarstjórnar í gær tilmæli
um að borgin söðli um og segir
málið þar með útrætt.
f bréfi sínu ítrekar ráðherrann
að borginni var fullkomlega
óheimilt samkvæmt lögum að
sölsa verkefni fræðsluráðs undir
skólamálaráð, eins og margoft
hefur gerst á síðustu mánuðum.
„Borgarstjórn brestur vald til
þess að lögum að færa lögbundin
verkefni fræðsluráðs til hins nýja
ráðs. Samkomulag Reykjavíkur-
borgar við menntamálaráðuneyt-
ið breytir engu í því efni enda
verða framkvæmdarvaldshafar,
hvort sem um er að ræða ráðu-
neyti eða sveitarstjórnir, að hlíta
fortakslausum ákvæðum í settum
lögum,“ segir Alexander.
Þarna vísar Alexander til
samkomulags sem flokksbræð-
urnir Davíð Oddsson og Sverrir
Hermannsson gerðu með sér um
að Sverrir léti stofnun skólamála-
ráðs og framkvæmd skólamála í
borginni afskiptalausa.
Hann segir einnig að verulegur
misbrestur hafi verið á því að
ákvæðum grunnskólalaga hafi
verið framfylgt og ábending
ráðuneytisins um að borgarstjórn
fari að lögum hafi því hvorki ver-
ið „óþörf“ né „án tilefnis".
Að endingu segir félags-
málaráðherra að ekki ætti að
þurfa að deila um þetta efni frek-
ar og að ráðuneytið vænti þess
„að borgarstjórn hlíti þessari
niðurstöðu og sjái svo um að
framvegis verði farið að lögum í
þessu efni.“
-gg
BJ-sjóðurinn
Fömm í
borgardóm
Á myndinni sóst Aggi (Þórarinn Óskar Þórarinsson) annar aðalleikarinn í Skyttunum.
Skytturnar
Að klippa er eins og að kála
Skytturnarfrumsýndarálaugardag. FriðrikÞórFriðrikssonhlýturþrautseigjuverðlaun
kvikmyndagerðarmanna.
Þrautseigjuverðlaun Félag ís-
lenskra kvikmyndagerðar-
manna voru veitt í fyrsta skipti á
síðasta aðalfundi félagsins nýver-
ið og féllu verðlaunin í hendur
Friðríks Þórs Friðrikssonar kvik-
myndagerðarmanns. Friðrik Þór
er nú staddur í Kaupmannahöfn,
en Þjóðviljinn hafði sambandi við
hann þangað og spurðist fyrir um
verðiaunin og kvikmynd hans
Skytturnar sem verður frumsýnd
á laugardaginn nk.
Friðrik Þór var fyrst spurður að
því hvort hann teldi að hann ætti
skilið að fá þrautseigjuverð-
launin. „Ja..jú..., kannski. Ann-
ars, þegar ég heyrði að félagið
væri farið af stað með verðlauna-
afhendingar þá spurði ég sjálfan
mig hvenær kæmi að því að silfur-
skeiðin yrði afhent". Friðrik
sagði að hugmyndin að Skyttun-
um væri búin að blunda í hugar-
skotum sínum frá unglingsárun-
um og þá strax hefði hann verið
búinn að fá augastað á Eggerti
öðrum aðalleikara mynflarinnar.
Klippingunni lauk rétt fyrir
helgi. Aðspurður um hvernig til-
finning það væri að búta sköpu-
narverkið niður sagði Friðrik:
„Tilfinningin einkennist af
söknuði. Maður er alltaf að
drepa. Sífellt að taka ákvarðanir
um bút og bút og þessar ákvarð-
anir snerta mann mjög tilfinn-
ingalega“.
Hvort kvíði vegna frumsýning-
arinnar væri farinn að gera vart miljónir
við sig í tilfinningalífinu sagði o.s.frv.“.
Friðrik svo vera. „Það eru jú
í húfi, veðsett hús
-K.Ól.
Úrskurður fógeta í
BJ-málinu segir ekki
til um hverskal halda
peningunum.
Þorsteinn
Hákonarson: Málinu
ekki lokið
Þessu máli lýkur ekki með
þessu. Það eru allar líkur á að við
förum með málið fyrir borgar-
dóm, sagði Þorsteimi Hákonar-
son formaður ^mndsnefndar
Bandalags jafnaðarmanna í sam-
tali við Þjóðviljann í gær, eftir að
hafa fengið í hendur úrskurð
borgarfógeta í innsetningarmáli
BJ gegn Guðmundi Einarssyni og
Stefáni Benediktssyni. Fógeti
hafnaði kröfu BJ um afhendingu
fjár og bókhalds BJ.
Úrskurður fógeta var á þá leið
að krafa BJ nái ekki fram að
ganga og málskostnaður falli nið-
ur. Hann úrskurðaði hins vegar
ekki um hvort BJ ætti rétt á að fá
þessi gögn eða hvort Guðmundur
og Stefán ættu að halda þeim. í
greinargerð kemur fram að þarna
sé hugsanlega um skuldaskil að
ræða og því getur fógeti ekki úr-
skurðað í málinu.
Guðmundur Einarsson og
Stefán Benediktsson munu því
enn um sinn hafa yfirráð yfir pen-
ingum sem eru á tékkareikningi í
Iðnaðarbankanum á nafni BJ, en
að öllum líkindum fer málið fyrir
borgardóm innan skamms.
-gg
VR
lágmaikslaunin em þurftarlaun
Magnús L. Sveinssonformaður VR telur lágmarkslauninþurftarlaun.
Það að hækka lágmarkslaunin
uppí 26.500 krónur á að leiða til
þess, og við væntum þess, að þeir
sem eru með starfsreynslu muni
fá hækkun út úr lágmarkshækk-
uninni, sagði Magnús L. Sveins-
son formaður Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur í sam-
tali við Þjóðviljann í gær, en i
leiðara nýjasta VR blaðsins for-
dæmir hann harðlega að kona
mcð 30 ára starfslaun skuli vera
með 26.500 í mánaðarlaun og
kallar hann þá upphæð þurftar-
laun.
Magnús, sem var einn þeirra
sem skrifuðu undir samninga sem
hljóðuðu upp á þessi „þurftar-
laun“ sagði að þótt samið hefði
verið um lágmarkslaun þá hefði
mátt vænta þess að atvinnurek-
endur hækkuðu samtímis launin
hjá þeim sem hefðu starfs-
reynslu. „Það kemur verulega á
óvart að svo er ekki, en ég hygg
að það sé nú ekki mikið um
þetta,“ sagði Magnús. Þá sagði
Magnús að nú væri verið að vinna
að sérkjarasamningum fyrir
verslunarfólk en með þeim verði
vonandi hægt að leiðrétta laun
sem flestra.
-K.Ól.