Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 3
I
Vinstri sósíalistar
Fresta
framboði
VS ákveða aðfara
ekki íframboð til al-
þingiskosninga.
Rœða um að stofna
nýja útvarpsstöð
Afundi Vinstri sósíalista um
helgina var ákveðið að bjóða
ekki fram til alþingiskosninga,
þar eð samtökin eru ekki talin
hafa bolmagn til þess að þessu
sinni. Þá var töluvert rætt um að
stofnsetja útvarpsstöð vinstri
samtaka og einstaklinga.
Að sögn Soffi'u Sigurðardóttur
félaga í VS var ákvörðunin um
það að bjóða ekki fram, tekin að
vel íhuguðu máli en síðustu vik-
urnar hafa félagar í stjórn VS far-
ið í saumana á því hversu mikið
fjármagn og mannafla þyrfti í
kosningabaráttuna. Sú athugun
hafi leitt í ljós að bolmagn væri
ekki fyrir hendi að sinni. „Ég
held að flestir séu alls ekkert súrir
yfir því að þetta skyldi hafa farið
svona. Samtökin voru ekki stofn-
uð með því markmiði að fara í
framboð. Það eru mörg önnur
verkefni sem liggja fyrir,“ sagði
Soffía og nefndi sem dæmi að ver-
ið væri að vinna að skipulagningu
ráðstefnu um aðskilnaðarstefn-
una í S-Afríku sem VS mun
standa að í samvinnu við aðra. Þá
sagði Soffía að einnig væri verið
að vinna í hugmyndinni um nýja
útvarpsstöð, en allt virtist benda
til þess að það væri raunhæfur
möguleiki að koma slíkri stöð á
Eldsvoði
Bjargaðist
út um
glugga
Þrír íbúar hússins við Víðimel
57 voru fiuttir á sly sadeild eftir að
eldur koni upp f íbúð á efri hæð
hússins á sunnudagsmorgun.
íbúum á neðri hæðinni tókst að
bjarga stúlku sem bjó á efri hæð-
inni út um glugga stuttu áður en
slökkviiiðið kom. Maður, sem
einnig bjó á efri hæðinni komst út
af eigin rammleik. þau fengu
bæði brunasár og reykeitrun en
ekki alvarlega.
íbúi á neðri hæðinni fékk
reykeitrun við björgunarstörf og
var fluttur á slysadeild en fékk að
fara heim stuttu síðar.
Greiðilega gekk að slökkva
eldinn en eldsupptök eru ókunn.
g.r.h.
Blaðamenn
Samningar
samþykktir
Blaðamenn samþykktu ný-
gerða samninga við útgefendur á
fundi á Hótel Borg í gærmorgun.
26 greiddu samningunum at-
kvæði, 10 voru á móti og 12
blaðamenn sátu hjá. Nýi samn-
ingurinn gerir ráð fyrir mestri
hækkun á lægstu laun sem eru nú
35.780 kr. á mánuði og einni
þrepahækkun upp launakerfið.
FRÉTTIR
íslenskur gœðafiskur h/f í Njarðvík
Bikkjubörð til Belgíu
Jón Gunnarssonframkvœmdastjóri: Verðið er leyndarmál en viðunandi
Eg gef ekki upp verðið sem við
fáum fyrir tindabikkjubörðin
á meðan við erum einir í þessum
útflutningi, en það er viðunandi,
segir Jón Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri íslensks gæðafisks
h/f f Njarðvíkum.
Undanfarna mánuði hefur fyr-
irtækið íslenskur gæðafiskur h/f t
Njarðvfk flutt út til Belgíu roð-
flett og lausfryst tindabikkjubörð
sem fyrirtækið N.W. Peters í
Brugge í Belgíu dreifir en það á
49% í íslenskum gæðafiski h/f.
Eru börðin pökkuð í 450 kflóa
pappakassa sem síðan eru settir í
frystigáma og flutt út með
skipum. Hafa í viku hverri verið
flutt út til Belgíu 6-12 tonn af
börðum.
- Við fáum tindabikkjuna frá
línubátum hér á Suðnesjunum og
borgum 9 krónur fyrir kílóið af
óslægðfi tindabikkjunni. Hún má
ekki vera eldri en tvegja sólar-
hringa gömul þegar við fáum
hana því annars er hún óhæf til
vinnslu vegna amoníaksbragðs
sem þá kemur í hana og það vilja
Belgarnir ekki.
- Þetta hafa verið allt frá 18
tonnum og upp í 40 tonn af ó-
slægðri tindabikkju sem við höf-
um fengið frá iínubátunum en að-
eins 30% af tindabikkjunni er
nýtanlegt tii vinnslu.
- Við byrjuðum í vetur þessa
framleiðslu og þá vorum við með
eina roðflettivél en hún hafði
ekki undan og því bættum við
fljótlega annarri við. f dag gengur
þetta að óskum og markaðurinn í
Belgíu lofar góðu og ég er því
bjartsýnn á framhaldið, sagði Jón
Gunnarsson framkvæmdastjóri.
g.r.h.
Bókaútgáfa
Skáldin enn
samningalaus
Einar Kárason rithöfundur: Bóksalar og útgefendur
framlengdu gamla samningnum sem rann út um síð-
ustu áramót. Viljum ekki unaþví
Málin standa í rauninni nijög
illa. Útgáfusamningur rit-
höfunda og útgefenda rann út
fyrir rúmu ári og síðan höfum við
setið á stöðugum samningafund-
um með fulltrúum útgefenda en
ekkert hefur komið út úr því“
sagði Einar Kárason, einn samn-
ingamanna rithöfunda.
Ef ekki nást samningar verða
rithöfundar að finna einhverjar
aðrar leiðir til að komast fram hjá
þessu kerfi útgefenda og bóksala,
sem hirðir um 90% af því sem er
til skiptanna af verði hverrar
bókar.
Við höfum verið að brydda
upp á ýmsum nýjungum um
hvemig megi rétta okkar hlut og
framan af höfum við rætt við út-
gefendur um hvernig við, sem
berum hitann og þungann af
bókaútgáfu, gætum sótt fram í
sameiningu.
Rithöfundar og bókaútgefend-
ur semja í raun sín í milli um 54%
af bókarverðinu en afgangurinn
rennur beint í ríkissjóð og til
bóksalans, sem fær stærsta hlut-
ann.
Smásöluálagning á bókum
llslenskir rithöfundar fá um 10% af
'verði bóka sinna. Hitt skiptist milli
bóksala, útgefenda og ríkisins. Einar
Kárason rithöfundur með vörubíls-
hlass af bókum.
ofan á forlagsverð er 43% og þar
ofan á bætist söluskattur.
43% smásöluálagningin er föst
og þessu fylgir jafnframt einka-
leyfi til bóksalans svo bóksalar fá
þarna stóran bita réttan upp í
hendur og bóksalinn fær vana-
lega þrefalt meira en höfundur-
inn af verði hverrar seldrar
bókar. Höfundurinn fær í sinn
hlut milli 9,8-13% en hlutur
bóksalans er 30% af bókarverð-
inu. Þetta fæst með því að bóksal-
inn fær 30% afslátt frá forlags-
verðinu.
Við höfum ekki séð ofsjónum
yfir hlut útgefenda fyrst og
fremst. Þeir semja annars vegar
við okkur en hins vegar við bók-
sala og okkar hugmynd var að
farið væri út í þríhliða viðræður,-
bóksala, útgefenda og okkar,
með það fyrir augum að semja
um einhverja sanngjarna skipt-
ingu.
Ugefendur vildu það nú ekki,
en sögðust sjálfir myndu semja
við bóksala, en nú eftir tíu mán-
aða viðræður tilkynna þeir okkur
að ekki sé um meira að ræða og
þeir búnir að semja við bóksalana
og hefðu framlengt gamla samn-
inginn óbreyttan svo ekkert væri
eftir handa rithöfundum að
semja um.
-sá.
ÆFR
Átök á aðalfundi
Tveir stríðandi hóparfylkingarinnar lentu í riskingum. Kúvending
stjórnfélagsins. Nokkrir hyggjastsegja sig úrþví
Mikil átök urðu á aðalfundi
Æskulýðsfylkingar Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík sl.
fimmtudag, sem lyktuðu með því
að algjör kúvending var í stjórn
félagsins og nokkrir félagar
hyggjast ganga úr fylkingunni.
Slagurinn stóð á milli tveggja
stríðandi hópa fylkingarinnar, en
það eru annars vegar sá hópur
sem setið hefur í stjórn á kjör-
tímabilinu og fylgismenn hans,
fólk sem hefur stutt Guðrúnu
Helgadóttur, og hins vegar hópur
sem þykir hollur undir aðra úr
flokksforystunni.
Á fundinum á fimmtudag
mættu m.a. til leiks nokkrir fé-
lagar sem meirihluti stjórnar
ÆFR hafði greitt atkvæði með að
yrðu reknir úr fylkingunni, en
það voru þau Anna Hildur Hildi-
brandsdóttir, Sölvi Ólafsson og
Ragnar Þórsson. Auk þeirra
mætti hópur manna sem m.a.
voru sagðir vera án félagsskír-
teina og var þessum hópi því
öllum meinaður aðgangur. Einn
úr hópnum ruddist inn með lykli
og er inn kom, kom til nokkurra
ryskinga.
Hóparnir gátu á endanum
komið sér saman um að halda
sameiginlegan fund en allt sauð
uppúr þegar Kristinn Einarsson
kom með tillögu um að kosning í
stjórn yrði færð fram fyrir aðra
dagskrárliði fundarins. Þegar til-
lagan var samþykkt með eins eða
tveggja atkvæða mun gengu nær-
staddir stjórnarmeðlimir ÆFR,
að Óttari Proppé undanskildum,
og stuðningsmenn af fundi en sá
hópur sem eftir sat kaus nýja
stjórn. Núverandi stjórn er
skipuð Önnu Hildi Hildibrands- :
dóttur, Gísla Þór Guðmundssyni, j
Arnari Guðmundssyni, Viggó
Magnússyni, Ólafi Jenssyni og
Einari Gunnlaugssyni.
Flestir þeir félagar sem ætla að
segja sig úr ÆFR hyggjast ekki
segja sig úr Alþýðubandalaginu j
en íhuga möguleikann á að stofna
félag innan þess sem yrði öllum
opið án tillits til aldurs. Rætt hef-.
ur verið um að kalla félagið Rót-
tæka félagið.
—K.Ól.
Búnaðarþing
Konur í
fyrsta
sinn
Níu fulltrúar taka sæti á
þinginu ífyrsta sinn, þar
aftvœr konur
Meðal þingfulltrúa á Búnaðar-
þingi sem sett var i gær eru tvær
konur, þær Ágústa Þorkelsdóttir
á Refstað í Vopnafirði og Anna
Bella Harðardóttir í Hækingsdal í
Kjós en þær eru fyrstu konurnar
sem eru kjörnar til að sitja Bún-
aðarþing sem aðalmenn.
Ásgeir Bjarnason, formaður
stjórnar Búnaðafélagsins setti 69.
búnaðarþingið í gær að viðstödd-
um forseta lslands og fleiri gest-
um. í setningarræðu sinni rakti
Ásgeir í stórum dráttum sögu
Búnaðarfélagsins sem mun halda
uppá 150 ára afmæli sitt í ár.
Þriðjudagur 24. febrúar 1987 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 3