Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.02.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR ■ Ísland-Júgóslavía Handbolti í heims- klassa! Fimm mínútna kafli gerði útslagið í skemmtilegum leik gegn snjöllum Júgóslövum Júgóslavía er mesta handknatt- leiksþjóð heims. Handhafi heimsmeistara- og ólympíutitils- ins og ræður yfir þvflíkri breidd að undrun sætir. Endurnýjunin á liðinu sem vann heimsmeistara- titilinn með glæsibrag fyrir ári síðan er nánast algjör - en í júg- óslavneska liðinu sem sigraði það íslenska 20-19 í gærkvöldi voru einstaklingar sem eru ekki síðri en hinir, sumir jafnvel betri ef eitthvað er. Þarna er á ferð lið sem er og verður áfram i fremstu röð í heiminum, og lið sem leikur í senn agaðan og yfirvegaðan handknattleik, en um leið lifandi og skemmtilegan. Það er engin skömm að tapa á heimavelli fyrir slíkum mótherjum. En ísland var grátlega nálægt því að uppskera betur en eins marks tap. íslensku landsliðs- mennirnir sýndu mikinn styrk með því að vinna upp fjögurra marka forskotið sem Júgóslavar náðu í byrjun síðari hálfleiks og á síðustu mínútunni var það nánast tilviljun ein hvoru megin sigur- markið lenti. Og Sigurður Sveinsson var nálægt því að jafna. Settur inná í fyrsta skipti 5 sekúndum fyrir leikslok þegar ís- land fékk aukakast, kom skoti í gegnum varnarvegginn en Velic sá við honum og varði. Það var 5 mínútna kafli í byrjun seinni hálfleiks sem gerði út- slagið. ísland komst yfir, 12-11, en þá tók við keðja mistaka, Júg- óslavar gerðu 5 mörk í röð og komust í 12-16. „Þarna gerðum við afdrifarík mistök, við fórum að skjóta of snemma og leyfðum þeim að keyra upp hraðann. Það er banvænt á móti þessu liði. Eftir þetta vorum við alltaf að sækja á brattann, alltaf að vinna upp forskot, og náðum aldrei undir- tökunum aftur. Betra Iiðið vann en við getum betur - við ætlum að sigra þá annað kvöld,“ sagði Þorgils Óttar fyrirliði eftir leikinn. í fyrri hálfleik sýndu bæði lið handknattleik í heimsklassa. Góður varnarleikur á báða bóga, sóknarleikur beggja líflegur en öruggur og lítið um mistök. Mikið að gerast allan tímann og engir dauðir punktar. íslenska vömin var sérstaklega hreyfanleg og þétt og hinar snjöllu skyttur Júgóslava þurftu oft að þreifa lengi fyrir sér til að finna smugu. En hinn útsjónarsami Portner og vinstrihandarskyttan frábæra Saracevic voru íslensku vörninni erfiðir. í seinni háifleik var meira um mistök, sérstaklega hjá íslenska liðinu, og vörnin var ekki jafn þétt. „Við lentum í að leika mað- ur gegn manni, sem gengur ekki upp á móti Júgóslövum. Þeir eru snöggir og skoruðu fyrir bragðið einföld mörk og leiðinleg fyrir okkur,“ sagði Alfreð Gíslason. Af einstökum leikmönnum stóð Kristján Arason uppúr í ís- lenska liðinu, geysisterkur í vörn og sókn. Alfreð var líka kraft- mikill, Páll stjórnaði vel og er á uppleið á ný og Þorgils Óttar nýtti þau færi sem gáfust gegn vörn sem gaf fá færi á sér. Bjarni var lengi í gang í afmælisleiknum, eðlilegt eftir þá umgjörð sem var í kringum þennan áfanga hans. „Bogdan vissi vel hvaða álag var á mér og hvfldi mig þessvegna vel í seinni hálfleik. Eftir að ég kom inná aftur var ég afslappaðri,“ sagði Bjarni, sem jafnaði leikinn með tveimur mörkum, 19-19, undir lokin. ,JÉg er ánægður með leikinn að mörgu leyti - Júgóslavar hafa ein- faldlega betri mönnum á að skipa en við. I fyrsta lagi leika þeir geysigóða vörn og í öðru lagi eru þeir óhemju flinkir með boltann. Júgóslavneskur handknattleikur er alltaf góður. Okkar leikur var í meðallagi, baráttan var mjög góð en vörnin gekk ekki vel í seinni hálfleik. Á morgun vonast ég eftir meiri baráttu og að leikmennirnir haldi betur haus,“ sagði Bogdan Kowalczyck, landsliðsþjálfari. Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliðsfyrirliði, er í hópnum á ný en lék ekki í gærkvöldi. „Þetta var mjög skemmtilegur leikur en það var erfitt að vera bara áhorf- andi,“ sagði hann. „Leikurinn var vel spilaður á báða bóga og það var jgífurleg barátta í íslenska liðinu. Eg efast ekki um að strák- arnir koma tvíefldir til leiks og leggja allt í sölurnar til að sigra annað kvöld. Þeir hefðu sigrað í kvöld með örlítið meiri heppni og í lokin fannst mér dómararnir bera heldur mikla virðingu fyrir Júgóslövunum,“ sagði Þorbjörn. Það var sárt að leikurinn skyldi tapast - hann var jafn og tvísýnn og úrslit gátu orðið á hvorn veg- inn sem var. En áhorfendur sem troðfylltu Höllina og sköpuðu stórkostlega stemmningu fengu mikið fyrir aurana sína - þeim var boðið uppá góðan og skemmti- legan handknattleik hjá tveimur snjöllum liðum. Það stefnir í ann- an slíkan í kvöld, íslensku strák- arnir eiga harma að hefna og leggja vafalítið allt undir. Skemmtunin verður vonandi ekki síðri en í gærkvöldi. -VS Fólskubragð! Guðmundur Guðmundsson bryst framhjá Saracevic, sem reynir að stöðva hann með „júgóslavneska bragðinu", lúmsku og hættulegu broti sem Júgóslavar beita óspart og er svartur blettur á þeirra skemmtilega handknattleik. „Þeir voru að þessu allan tímann en dómararnir tóku ekki eftir neinu," sögðu íslensku leik- mennirnir heitir í hamsi eftir leikinn. Mynd: E.ÓI. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Leikurinn í tölum ísland (11)19 Júgóslavía (11) 20 1-0, 3-1, 4-2, 5-3, 5-5, 6-7, 8-7, 8-9, 10-9, 11-10, 11-11 - 12-11, 12-16, 14-16, 14-17, 17-17, 17-19, 19-19, 19-20. Kristján Arason - 7(2v) mörk úr 12 skotum. Tvær sendingar gáfu mörk. Alfreð Gíslason - 4 mörk úr 7 skotum. Tvær sendingar gáfu vítaköst, tapaði bolta einu sinni. Lék tæpar 40 mínútur. Bjarni Guðmundsson - 2 mörk úr 4 skotum. Lék tæpar 40 mínút- ur. Páll Ólafsson - 2 mörk úr 3 skotum. Tvær sendingar gáfu mörk, tapaði bolta einu sinni. Þorgils Óttar Mathiesen - 2 mörk úr 2 skotum. Ein sending gaf mark, fiskaði 2 víti, tapaði bolta einu sinni. Guðmundur Guðmundsson -1 mark úr 3 skotum, ein sending gaf mark. Atli Hilmarsson - 1 mark úr 1 skoti. Tapaði bolta einu sinni. Lék rúmar 20 mínútur. Geir Sveinsson - ein sending gaf mark. Lék í vörn allan leikinn. Karl Þráinsson - eitt skot í stöng. Lék £ 20 mínútur. Sigurður Sveinsson - eitt skot varið. Lék síðustu 5 sekúndurn- ar. Jakob Sigurðsson og Brynjar Kvaran komu aldrei inná. Einar Þorvarðarson stóð í markinu allan leikinn og varði 8 skot. Mörk Júgóslavíu: Portner 5(lv), Saracevic 4, Jarak 4, Uz- eirovic 3, Smailagic 2, Perkovac 2. Dómarar: Jean Lelong og Ger- ard Tancrez frá Frakklandi - dæmdu þokkalega, öllu betur en í Eystrasaltskeppninni á dögun- um. Brottvlsanir: Smailagic 2x2 mín, Uzeirovic 2x2 mín, Jarak, Portner, Geir, Alfreð, Þorgils Óttar og Kristján 2 mínútur hver. Maður leiksins: Portner, Júgóslavíu. Zlatko -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.