Þjóðviljinn - 24.02.1987, Side 6

Þjóðviljinn - 24.02.1987, Side 6
FLÓAMARKAÐURINN Vagga tll sölu vel með farinn. Verð kr. 2 þúsund. Uppl. í síma 17561 eftir kl. 17. Tll sölu vínrauður flauels-barnavagn kr. 6 þúsund, skiptiborð með baði og hillum kr. 4 þúsund, hvít prins- essubarnavagga kr. 3 þúsund og hoppróla kr. 500.-. Uppl. í síma 70581 og 671836 eftir kl. 17. Tll sölu Lada Samara '86 vetrar- og sumardekk, útvarp og segul- band, vel með farinn bíll. Verð 225 þúsund. Staðgreiðsluafslátt- ur. Uppl. í síma 70581 eftir kl. 17. Nýtt gyllt BMX reiðhjól til sölu Selst með afslætti. Uppl. í síma 26069. Til sölu Latex-svampdýna frá Lystadún. Br. 1.50 m og lengd 2 m. Svefn- bekkur 1.50 m með rúmfata- geymslu, hillur í barnaherbergi, stakir stólar, mokkakápa nr. 36- 40, nýr mittis-kanínupels lítið númer. Sími 33094. Óska eftir gömlum, góðum og ódýrum sóf- um. Uppl. í síma 39600. Hrefna. Tll sölu Fataskápur til að festa á vegg. 170x60 með hillum og fatahengi. Á sama stað er óskað eftir vara- hlutum í Mercury Monarch '75 og bílskúr á leigu. Sími 42524. 3 léttir sjónvarpsstólar úr furu til sölu. Verð kr. 3 þúsund stk. Sími 29003. Vantar dagmömmu fyrir 2V2 árs gamla stúlku sem næst Lindargötu - allan daginn. Uppl. í síma 23218. Gróðurhús á tombóluverðl Verð kr. 10 þús. Sími 23218. Byggingarefni til sölu Vinnupallatimbur og glerull. Sími 25703. Mjög fallegar rússneskar tehettur Matrúskur (Babúskur) og grafík- myndir tii sölu. Uppl. gefur Selma í síma 19239. Þórberg 2ja óra vantar pössun 1-2 kvöld í viku. Uppl. í síma 31705. Tll sölu borðstofuborð og 6 stólar Uppl. í síma 12747. Dagmóðir Dagmóðir í Árbæjarhverfi óskar að bæta við sig einu barni. Hefur leyfi. Uppl. í síma 78747. Bamgóð og dugleg kona eða stúlka óskast til að gæta bama og sjá um létt heimilisstörf 3-4 kvöld í viku og öðru hvoru um helgar. Uppl. í síma 688575 eftir kl. 19. Helga. Ég hef stúdentspróf fré Versl- unarskóla fslands og eðlisfræðideild fjölbrauta- skóla. Mig vantar vinnu frá kl. 1-5 helst í Hafnarfirði eða nágrenni. Sími 51876. Tll sölu gullfallegt fururúm með dýnu 11/2 breidd. Á sama stað er Galant GLX '79 til sölu. Þarfnast lagfæringar eftir árekst- ur. Sími 25791 á kvöldin. Kringlótt eldhúsborð á einum stálfæti og 4 stólar til sölu. Mjög vel með farið. Uppl. í síma 33612. Tll sölu 2 happý stólar og eitt borð. Verð kr. 2.500.-. Á sama stað fæst gamall svefnbekkur á kr. 1.500.-. Uppl. í síma 74135. fbúð óskast Óska eftir að taka á leigu 2-3 herb. íbúð strax. Engin fyrirfram- greiðsla möguleg. Vinsamlegast hringið í síma 36090 milli kl. 14 og 18.30 eða 84840 á öðrum tímum. Tll sölu 4 vetrardekk á Peugeot 5 gata felgum. Stærð 165 SP 15. Seljast mjög ódýrt. Uppl. í síma 40667 eða 77337. Tll sölu blár Brió barnavagn á kr. 6.000.-, fururúm IKEA 1.10x2.10 m, kr. 7.000.-. 10 stk. gamlir skólastólar á kr. 1.500,- (allir) og mótatimbur 2x4” 100 m. Uppl. í síma 671238. Bíll til sölu Lada 1600 '78 í góðu standi. Verð kr. 50.000.-. Sími 687898. Tll sölu rúm 11/2 breidd, sökkull á hjólum með springdýnu. Kostar nýtt kr. 20.500.-. Selst á kr. 13.000,- ársgamalt. Sími 687898. Gott sveitaheimlll óskast fyrir Trygg fyrir Ijúfan og fallegan, 2ja ára gamlan hund. (Blanda af íslensk- um og Husky-sleðahundi). Uppl. í síma 687898. Guðmundur. VII kaupa góðan barnabílstól og leikgrind á sanngjörnu verði. Sími 29338. Óska eftir að kaupa ódýrt eða (helst) fá gef- ins eftirfarandi: ísskáp, þvottavél, sjónvarp, kringlótt eldhúsborð. Uppl. í síma 75745. fbúð óskast Okkur vantar íbúð strax. Þórunn og Hörður sími 20099. Hjálp! Herbergi strax! islensk, sænsk- og finnsktalandi skólanemi óskar strax eftir ódýru herbergi með eldunar- og snyrti- aðstöðu. Helst með þvottaað- stöðu og sima en ekki nauðsyn- legt. Ódýr einstaklingsíbúð eða tveggja herbergja íbúð koma til greina. Engin fyrirframgreiðsla möguleg. Vinsamlegast hringið skilaboð í síma 622428 eftir kl. 19 og allan daginn um helgar. Reglusemi heitið. Vlnna strax! Sjúkraliðanemi óskar eftir vinnu. Hefur unnið við ýmislegt, t.d. á spítala, i verslun, á hóteli, í banka og á pósti. Kann mörg tungumál. Óska fyrst og fremst eftir nætur- vinnu, helgar- og/eða kvöldvinnu. Gæti hugsað mér að vinna við gistiheimili, á hóteli, í kvikmynda- húsi eða á vídeóleigu. helst ekki verksmiðjuvinnu, ræstingar eða eldhúsvinnu. Vinsamlegast hringið inn skilaboð í síma 622428 eftir kl. 18 og 19 og allan daginn um helgar. Tll sölu vel með farinn djúpsteikingarpott- ur. Verð 3.500.-, Philips grillofn kr. 4.000.- og nýlegur barnavagn. (Burðarrúm á grind) kr. 7.000.-. Uppl. í síma 11653. fsskápur Til sölu er lítil Ignis kæliskápur. Breitt 45 cm hæð 85 cm. Uppl. í s(ma 14503 eftir kl. 18. Tll sölu Tvö stór hamstrabúr, sem má tengja saman. Ýmsir fylgihlutir fylgja og tveir hamstrar geta fylgt. Uppl. í síma 51138. Til sölu Nýr Þorvaldarhnakkur og beisli. Uppl. í síma 685133. Tll sölu Ljósabakkur. Gott staðgreiðslu- verð. Uppl. í síma 641556. Óska eftír 2ja herb. íbúð í mið- bæ eða vesturbæ. Góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 26804. Smóklng til sölu Uppl. í síma 44651 eftir kl. 17. m LAUSAR STÖÐURHJÁ III REYKJAVÍKURBORG Fóstrur eða annað starfsfólk með aðra uppeldislega menntun óskast til starfa á leikskólann/skóladagheimilið Hálsakot, Hálsaseli 29 og Hraunborg Hraunbergi 10. Upplýsingar gefur umsjónarfóstra á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277 og 22360 og forstöðumaður viðkomandi heimilis. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. SKÁK Þriðja, fjórða og fimmta umferð ofurmótsins Djarft og snjallt “Cracy games, cracy tournament“ segir Ljubo. íslenskir sigrar og ósigrar. Short með fullt hús Um helgina var teflt af sömu hörkunni og fyrr á IBM skák- mótinu á Loftleiðum. Virðast menn hvorki láta mótlæti né meðbyr draga úr sér kapp heldur leggja alla sína orku í skákirnar. Má nokkuð marka hörkuna á því að nú hafa 20 skákir unnist en aðeins tíu endað með jafntefli en það er óvanalega lágt jafnteflishlut- fall í svona sterku móti. En hugum nú að úrslitum helgar- innar. Þriðja umferð Skákirnar á laugardag buðu upp á mörg spennandi augnablik eins og í tveimur fyrstu umferðunum. Vopna- bræðurnir Margeir og Helgi börðust hatramlega. Helgi beitti Drottningar- indverskri vörn með svörtu og náði ekki að jafna taflið gegn vandaðri taflmennsku Margeirs en þegar Margeir gerðist of veiðibráður og hirti peð losnaði um stöðu Helga og náði hann hættulegu mótspili sem hefði átt að leiða til vinnings. Helgi tefldi hins vegar ekki nákvæmt í tíma- hrakinu svo að útkoman varð bræðra- bylta. Polugajevskí og Tal tefldu rólega skák í Enskum leik og var fljót- lega samið um skiptan hlut. Meðal áhorfenda var talað um að þarna hefði sovéska samtryggingarkerfið ráðið gangi mála. Portisch mætti Ljubojevic sem tefldi óhræddur á tvær hættur að vanda og hugðist aug- sýnilega laga stöðu sína í mótinu eftir hrakfarir í fyrstu umferðunum. Lju- bojevic lagði of mikið á stöðu sína og kaus frekar að falla með sæmd en fara út í heldur lakara endatafl sem trú- lega hefði mátt halda. Blóðhiti Júg- oslavans náði því ekki að hagga stóí- skri ró Ungverjans hæglynda sem hirti með þökkum það sem að honum var rétt. Skákin birtist hér skýringa- laus: Hvít: Portisch Svart: Ljubojevic Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4e6 3. RÍ3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 d5 6. cxd5 exd5 7. Bg2 Bb4+ 8. Bd2 Bxd2+ 9. Dxd2 0-0 10. 0-0 He8 11. Hel c5 12. Rc3 Rc6 13. dxc5 bxc5 14. Ha-cl Hc8 15. Rh4 d4 16. Ra4 c4 17. Rc5 c3 18. Ddl Db6 19. Rxa6 Dxa6 20. Rf5 He5 21. Rxd4 Rxd4 22. Dxd4 Hxe2 23. Bh3 Hxel 24. Hxel Hb8 25. De5 Hd8 26. Dc7 Dd3 27. Bfl Dd4 28. He3 Rg4 29. HD Re5 30. Hf4 Ddl 31. Dxe5 c2 32. Dc7 Hd7 33. Dc8+ Hd8 34. Hc4 g6 35. Dc5 He8 36. Da3 Hel 37. Hc8+ Kg7 38. Df8+ Kf6 39. Hc6+ Kg5 40. h4+ Kg4 41. Hc4+ Kh5 42. Hc5+ f5 43. Hxf5+ Svartur gafst upp. Jóhann virtist ætla að ná hefndum gegn Agdestein sem oft hefur reynst skákmönnum okkar erfiður ljár í þúfu. Jóhann fékk vænlega stöðu gegn Drottningarindverskri vörn Norðmannsins en fór á röngu augnabliki út í endatafl sem Agde- stein bjargaði af mikilli útsjónarsemi Skákin sem mesta athygli vakti var viðureign Jóns L. við forystusauðinn í mótinu, Short, sem valdi hið hvassa Keresar-afbrigði gegn Sikileyjarvörn Jóns. Skákin varð flókin og tvísýn. Jón náði að jafna taflið fyllilega og átti kost á að þráleika en hann vildi meira og hugðist ætla sér óskiptan hlut. Hann lenti síðan í geigvænlegu tímahraki þar sem hann þurfti að leika sextán leiki á sjö mínútum og staðan var einfaldlega alltof flókin til þess að hann gæti lokið þeim áfalla- laust og játaði sig síðan sigraðan. Skák umferðarinnar var þó að mati skákskýrenda Þjóðviljans viðureign Timmans og Kortschnois sem inn- byrti vinninginn með kristalstærri endataflstækni. f skákinni var þung yndiralda undir lygnu yfirborðinu. Þannig geta aðeins mestu meistarar skáksögunnar teflt og fylgir skákin hér með skýringum: Hvítt: Timman Svart: Kortschnoi Spænskur leikur 1. e4 e5 2. RD Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 Opna afbrigðið sem kom við sögu í einvígjum Kortschnois og Karpofs. 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Be3 Be7 10. c3 Dd7 Þessi leikmáti er hugarfóstur Kortschnois og birtist fyrst í viðureign hans við Karpof. 11. Rb-d2 Hd8 12. Rxe4 dxe4 13. Dxd7+ Bxd7 14. Rg5 Rxe5 15. Bd4 Bxg5 16. Bxe5 0-0 17. Bxc7 Hc8 18. Bb6 Hf-e8 19. Hf-el h5! Kortschnoi hefur nú jafnað taflið. Staðan virðist ekki bjóða upp á mikl- ar sviptingar og eflaust hefðu margir samið um jafntefli hér en Kortschnoi er meiri baráttumaður en svo að hann reyni ekki að sjá hvað endataflið ber í skauti sér enda það hans sterkasta hlið. 20. Bd4 Bc6 21. He2 Hc-d8 22. h3 h4 23. a4 b4 24. Bc4 Bb7 25. Ha-el bxc3 26. Bxc3 Bf6! Kortschnoi splundrar peðastöðu sinni til þess að ná biskupakaupum því að svarti biskupinn á b7 verður þá sterkari en sá hvíti á c4. 27. Bxf6 gxf6 28. D Hd4 29. b3 f5 30. fxe4 Hexe4 31. Hxe4 fxe4 32. KÍ2 Hd2+ 33. He2 Hxe2+ 34. Bxe2 a5 abcdefgh Þessi staða virðist ekki bjóða upp á mikil átök en þegar betur er að gáð hefur svartur í raun peð yfir því að a5-peðið heldur niðri tveimur peðum hvíts á drottningarvæng. Auk þess Vinningstölurnar 21. febrúar 1987 Helldarvinnlngsupphæft: 5.040.147.- 1. vlnnlngur var kr. 2.526.605.- og kom ( hlut eins vinningshafa. 2. vlnningur var kr. 755.929.- og skiptist hann á 229 vinningshafa, kr. 3.301.- á mann. 3. vinnlngur var kr. 1.757.613.- og skiptist á 7293 vinningshafa, sem fá 241 krónu hver. Frá menntamálaráðuneytinu: Umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu fræðslustjóra í Norðurlandsumdæmi eystra framlengist til 1. apríl nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Félag járniðnaðarmanna Aðalfundur 1987 Verður haldinn fimmtudaginn 26. febrúar 1987 kl. 20.00 í Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Ath.: Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni þriðjudag 24. febrúar og mið- vikudaginn 25. febrúar kl. 16.00-18.30. Mætið stundvíslega. Stjórnin 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.